Morgunblaðið - 22.07.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.07.2020, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Góðan dag! Ég þakka Morg- unblaðinu fyrir fréttir af stöðu heimsfarald- ursins COVID-19 á Indlandi. Mig langaði að deila með ykkur upplýsingum um hvernig Indland hefur tekist á við þennan far- aldur. Indlandi hefur tekist að auka prófunargetu sína verulega. Örfáar rannsóknarstofur voru í upp- hafi faraldursins en eru nú 1.268 og fjölgar enn. Hafa um 14 milljónir manna verið prófaðar (sem á föstu- dag voru 13 milljónir) og sem dæmi voru 380.000 sýni athuguð síðastlið- inn laugardag og 256.000 á sunnu- daginn. Þessar upplýsingar má sjá á vef ríkisstjórnar Indlands um læknisfræðilegar rannsóknir þar sem tölur eru uppfærðar daglega. Rétt er að benda á að þótt tölur yf- ir heildarfjölda smitaðra virðist háar sýna þær ekki alla myndina. Hlutfall jákvæðra tilfella eftir höfðatölu er áfram lægst, eða 538 tilfelli á hverja milljón, og hlutfall dauðsfalla á millj- ón er 15. Alþjóðlegt meðaltal er hins vegar 1.453 jákvæðir og 68,7 dauðs- föll á milljón. Nærri 64% hafa náð bata, eða um það bil 700.086 ein- staklingar. Virk tilfelli eru enn um 390.459 en dánartíðni er 2,7%, sem er mun lægra en heimsmeðaltal sem er yfir 5% (sjá https:// www.mohfw.gov.in ). Covid-stefna Indlands hvílir á þremur stoðum: prófunum, rakn- ingu og ströngum aðhaldsaðgerðum. Notuð er háþróuð stafræn tækni á borð við Aarogya Setu-appið, sem segir fyrir um fjölgun tilfella í land- inu og er nú notað af yfir 140 millj- ónum manna á Indlandi. Ríkisstjórn Indlands hefur í stórum stíl styrkt heil- brigðiskerfi landsins í náinni samvinnu við fylkisstjórnir. Stöðugt er verið að fjölga sjúkrahúsum og auka afkastagetu gjörgæslu- deilda. Framsæknar aðferðir eru notaðar og hefur félagsmið- stöðvum, hótelum og öðrum rýmum verið breytt í Covid- umönnunarstöðvar. Súrefnisbúnaður og öndunarvélar hefur verið keypt í miklu magni. Herinn, herlögreglan, járnbrautafélög, hið opinbera og einkageirinn, frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa lagt til fjármagn og aðstöðu. Sem dæmi var útbúin að- staða fyrir 10.000 rúm í Delí á innan við viku í sameiginlegri aðgerð stjórnvalda og einkaaðila. Framboð á öryggishlífum og and- litsgrímum, þ.m.t. frá innlendum að- ilum, er fullnægjandi. Þetta var ekki raunin á fyrstu stigum heimsfarald- ursins en innan nokkurra mánaða var Indland orðið framleiðslu- miðstöð slíks öryggisbúnaðar. Ind- versk samtök efldu framleiðsluna til að mæta þessari áskorun. Heilbrigðisstarfsmenn okkar, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og tæknimenn hafa hald- ið sínu striki og lagt sig í hættu við erfiðar aðstæður. Heilbrigðis- og velferðarráðuneytið er reglulega að skrá mannauðinn í landinu og er þessar upplýsingar að finna á heima- síðu ráðuneytisins. Mikill mann- auður er til staðar til að meðhöndla Covid-kreppu í landinu, eða um 16,2 milljónir manns, þar af eru 9 millj- ónir heilbrigðisstarfsmanna og starfsmenn framlínunnar o.fl. og um 7,2 milljónir eru sjálfboðaliðar frá Nehru Yuva Kendra Sangathan (NYKS), samfélagsþjónustunni Nat- ional Service Scheme (NSS), ind- versku Rauðakrosssamtökunum, ungliðahreyfingu hersins o.fl. Það var ekki bara innanlands sem viðleitni Indverja gekk framar vonum. Lyfjaframboð á Indlandi var nægilegt til þess að svara kalli u.þ.b. 150 landa í brýnni þörf fyrir lyf til að takast á við heimsfaraldurinn. Að- stoð í formi styrkja var veitt til landa í Suður-Asíu, Afríku, Rómönsku- Ameríku og Karíbahafinu. Útflutn- ingur lyfjanna er hluti af skuldbind- ingu okkar um að halda framboðs- leiðum um heim allan opnum og gjaldfrjálsum. Landlæknisembættið er að sam- ræma gögn og reynslu af klínískri stjórnun um allt land til að kanna langtímaaukaverkanir og fylgikvilla COVID-19-sjúklinga til að þróa við- eigandi læknisfræðilegar siðareglur og endurhæfingaráætlanir. All India Institute of Medical Sciences (AI- IMS) í Delí deilir klínískum stjórn- unarleiðbeiningum og sérfræðiþekk- ingu rafrænt til sjúkrahúsa og lækna innanlands. AIIMS Raipur, Bhuba- neswar, Jodhpur og PGI Chandig- arh gerðu slíkt hið sama með sam- starfsaðilum okkar í Suður-Asíu og víðar með tíu rafrænum nám- skeiðum sem voru hluti af eITEC- áætluninni (e-Indian Technical and Economic Cooperation) þar sem yfir 800 læknar tóku þátt á heimsvísu. Heimsfaraldurinn skapaði áður óþekkta mannúðar- og efnahags- kreppu en ríkisstjórn Indlands hefur brugðist við með fyrirbyggjandi að- gerðum. Velferðarpakki upp á 1,5 billjónir rúpía var settur saman til að vernda viðkvæm samfélög, að auki 21 billjón rúpía (270 milljarða dala; 10% af landsframleiðslu) í örv- unarpakka sem ríkisstjórnin til- kynnti um í maí 2020. Auk þessa hefur ríkisstjórn Ind- lands einnig hafið umfangsmestu framkvæmd sögunnar til að hjálpa borgurum sínum, sem eru fastir víða um heim vegna lokunaraðgerða, að komast heim aftur. Frá og með 13. júlí hafa meira en 600.000 Indverjar snúið aftur til síns heima, þar á með- al frá nokkrum afskekktustu heims- hlutum. Indverska flugmálaráðu- neytið hefur gert tvíhliða samkomulag við nokkur lönd, eink- um við Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin, að leyfa flutninga- fyrirtækjum sínum einnig að flytja Indverja heim. Þetta ætti að auð- velda ferð Indverja og útlendinga talsvert á báða vegu. Jafnvel á þessum erfiðu tímum hefur hlutverk Indlands sem áreið- anlegs og ábyrgs ríkis, sem hjálpar vinum sínum um heim allan, verið viðurkennt. Litið er á Indland sem brú á milli þróaðra ríkja og þróun- arríkja í heilbrigðisþjónustu og heimsfaraldursviðbragði. Það hefur auðveldað tvíhliða flæði á upplýs- ingum, vörum og þekkingu. Ind- verskar stofnanir tengdar al- þjóðlegu heilbrigðiskerfi eru leiðandi í heiminum og geta sam- tímis auðveldað þekkingarflæði í hina áttina til þróunaraðila okkar. Staða Indlands í baráttunni við COVID-19 Eftir T. Armstrong Changsan » Covid-stefna Ind- lands hvílir á þrem- ur stoðum: prófunum, rakningu og ströngum aðhaldsaðgerðum. T. Armstrong Changsa Höfundur er sendiherra Indlands á Íslandi. Í eina tíð var ákveð- ið að stemma stigu við ofveiðum við Íslands- strendur. Var ákveðið að þeim útgerðarfyr- irtækjum sem hefðu veiðireynslu yrði út- hlutað kvóta. Síðan var samþykkt að útgerð- arfyrirtækin mættu sín á milli skipta ýsu- kvóta fyrir þorskkvóta eða öðrum tegundum í hagræðing- arskyni. Því ákváðu útgerðarfyr- irtækin sýniverð sín á milli á hverj- um kvóta fyrir sig til notkunar í skiptunum. Svo kom framsalsheim- ildin sem opnaði fyrir almenna versl- un með kvóta. Enn þá voguðu menn sér þó ekki að tala um eign og virtist allt vera í bróðerni eins og títt er hjá siðmenntuðu fólki. En þá byrjuðu ósköpin. Útgerðarfyrirtækin byrj- uðu að selja kvótann sín á milli og hverjum sem hafa vildi fyrir peninga og bankarnir tóku þátt í þessu svína- ríi. Þetta var gert þrátt fyrir að eng- in skjöl væru fyrir hendi sem sönn- uðu eignarrétt seljandans. Þvert á móti stóð í lögum og stendur enn að sjávarauðlindin sé þjóðarinnar. Með þessu hafa útgerðarfyr- irtækin rakað saman peningum og safnað auði. Alþingi hefur sofið á verðinum og látið þetta yfir sig ganga vitandi að athæf- ið var ekki samkvæmt upprunalegum vilja þess og brot á stjórn- arskránni, þjóðarvilja og verslunarháttum og siðlaust þar sem út- gerðarfélögin voru með braski að hagnast á því sem þau áttu ekki. Þetta er í hnotskurn staða fiskveiða við Ísland í dag! Ef þetta er ekki rétt þá skrifi þeir sem betur kunna! Hafsvæðið um Ísland er Guðs heilög náttúra! Guð blessi Ísland og landvættina sem gæta landsins dag og nótt. Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Útgerðarfyrirtækin byrjuðu að selja kvótann sín á milli og hverjum sem hafa vildi fyrir peninga og bankarnir tóku þátt í þessu svínaríi. Höfundur er athafnamaður. eythorheidberg@simnet.is Fiskurinn í sjónum Í áranna rás hafa menn leitað að hinu strandaða skipi Het Wapen van Amst- erdam á söndunum eystra. Hlaðið gulli átti það að vera auð- fundið með nýjustu tækni, það er málm- leitartækjum, en ekk- ert hefur fundist enn þótt Alþingi Íslend- inga hafi keypt það að hálfu óséð og óuppgrafið fyrir ærið fé. Hvers vegna hefur það ekki fund- ist? Skýringin er einföld: Það verður að vera málmur grafinn í sandinn til þess að málmleitartækin nemi hann, en skynsemin segir að ekkert gull sé að finna undir Skeiðarársandi. Het Wapen van Amsterdam sigldi á sínum tíma til Austur-Indía, sem svo kölluðust, hlaðið vopnabúnaði og öðrum varningi, til afhendingar ný- lenduherrunum þar, og var síðan hlaðið varningi, svo sem kryddi, tei, silki og fleiru, sem var jafnvirði þyngdar sinnar í gulli ef ekki meira, þegar heim var komið. Ef til vill hef- ur verið í skipinu einhver silf- ursjóður til lausakaupa, en ekki gull. Ef hins vegar hefur verið túskild- ingur eða meira á leiðinni heim, þá hefur það verið vegna lélegrar kaup- mennsku, sem Hollend- ingar hafa aldrei verið þekktir fyrir. Gullskipið var sem sé hlaðið gulli, en það gull var varningur sem var gulls ígildi. Rétt eins og útgerðarmaðurinn mal- ar gull fyrir vestan, þá er hann ekki með gull- kvörn heldur veið- arfæri. Samtímamenn skipstrandsins voru þess vegna ekki sakaðir um að hafa stolið gulli úr skipsflak- inu heldur varningi. Þegar hið eina skip Magellans sem komst alla leið kom til heima- hafnar eftir að hafa siglt kringum hnöttinn var það hlaðið kryddi og silki frá Austurlöndum, sem borgaði upp allar skuldir af leiðangrinum og gott betur. Það er heilbrigt, og krydd í til- veruna, að leita að gullskipi á Skeið- arársandi. Hvaða gullskip? Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Skynsemin segir að ekkert gull sé að finna undir Skeiðarársandi. Höfundur er á eftirlaunum. vega@vortex.is AKRÝLSTEINN Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is • Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun • Sérsmíðum eftir máli • Margrir litir í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.