Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 25
eldhúsborðið á Vöðlum. Það var fátt betra en að sitja á eldhús- bekknum og horfa á ömmu baka pönnukökur, skella í skúffuköku eða sjóða graut með rás 1 í útvarp- inu og fallegt útsýnið að Holti í öðr- um glugganum og Mosvalla- hyrnunni úr hinum. Við barnabörnin eigum öll góðar minn- ingar frá þessum bekk að njóta góðgætis úr búri ömmu. Eitt sinn sem oftar gisti ég á Vöðlum sem barn og eftir kvöld- fréttir í sjónvarpinu og spil með ömmu og afa skyldi bursta tennur fyrir svefninn, nokkuð sem dóttir hennar hafði beðið móður sína um. Eftir burstun á barnatönnum og fölskum tönnum var sest niður og drukkið kvöldkaffi með köku og síðan gengið til náða. Tannlæknir- inn minn er henni ævinlega þakk- látur. Amma átti ekki auðvelt líf og bar með sér að hafa ekki alist upp með ungum foreldrum sínum eins og venja er, heldur tóku föðurforeldr- ar hennar hana að sér. Það skildi maður fyrst þegar maður komst til ára og var sárt að sjá elsku ömmu þegar rigndi í huga hennar á tíma- bilum. En kannski hjálpaði sú bar- átta hennar við skilning og alúðleg- heit þegar ég var að kafna inni í skáp og vildi út. Hún dró mig afsíð- is og spurði hvort ég væri búinn að bera þennan hnút í maganum lengi og hvort ég hefði þjáðst fyrir það. Hún faðmaði mig að sér og sagði: „Ekkert er breytt, amma elskar þig alltaf!“ Hún, sem aldrei var óskabarnið, var óskaamman. Ég sakna þín elsku amma, guð geymi þig þar til við hittumst á ný. Arnór Brynjar Þorsteinsson, Svíþjóð. Það er fallegur sumardagur. Sólin vermir landið með sínum ei- lífu geislum í hlýjum sumarblæn- um og allt líf er í eins miklum blóma og hugsast getur hér á norðurhjara. Með þessa dýrð fyrir utan gluggann sest ég niður til að koma hugsunum og tilfinningum í orð, að minnast Brynhildar Krist- insdóttur, gæðakonu sem ég var svo lánsamur að tengjast fjöl- skylduböndum um árabil sem tengdasonur. Í landi þar sem veðr- áttan skipar svo stóran sess í lífi fólks þætti að gefnu tilefni kannski dapurlegra veður vera meira við hæfi, dimmviðri með regni og kulda, en í mínum huga á þessi stemning vel við þær tilfinningar sem vakna þegar ég hugsa til henn- ar Binnu. Minningin af fyrstu skiptunum sem ég kom í Vaðla sveipast æ meiri ævintýraljóma eftir því sem tíminn líður. Hjónin Binna og Binni tóku vel á móti mér með hlý- legu fasi og ég fann mig strax frá fyrsta degi velkominn og sam- þykktan inn í fjölskylduna. Þegar árin liðu og litla fjölskyldan okkar stækkaði var alltaf mikið tilhlökk- unarefni að leggja land undir hjól og þeysa vestur í Önundarfjörð- inn. Þessi stórkostlega sveit með allri sinni fegurð í náttúru og fólki var kærkominn griðastaður frá hinu daglega amstri þéttbýlisins og er drjúgur sá sjóður sem eftir stendur í banka minninganna af þeim mörgu góðu samverustund- um sem ég átti með fjölskyldunni þar. Brynhildur var af þeirri kyn- slóð Íslendinga sem upplifði á sinni ævi umbyltingu á íslensku samfélagi og tók þátt í að auka hag landsins, úr fátækt og fá- breytileika gamla tímans í það velmegandi tæknisamfélag sem við njótum í dag. Hún er í mínum huga ein þessara stóru hvunn- dagshetja, kvenna sem fengu lítið veganesti út í lífið en höfðu á ævi- kvöldi sínu skapað mikinn fjár- sjóð, andlegan sem veraldlegan. Saga hennar gæti verið saga svo margra kvenna þessarar kyn- slóðar, sem höfðu lítil tækifæri til menntunar, fóru í húsmæðra- skóla, voru mjög ungar orðnar giftar húsfreyjur í sveit og sinntu þar flestöllum þeim verkum sem til féllu á búinu auk þess að sjá um öll heimilisstörf og umönnun barna – jafnvel gamalmenna. Þessar konur, sem fengu litla sem enga umbun fyrir störf sín og voru ekki einu sinni skráðar sem þátt- takendur í búrekstrinum, en gegndu svo mörgum hlutverkum að í samfélagi nútímans þarf heilu stofnanirnar til að ná utan um þau öll. En staða kvenna var einmitt ein af þessum stóru breytingum sem áttu sér stað á ævi Brynhild- ar og tók hún heilshugar þátt í þeirri baráttu. Fannst mér hún undirstrika sína afstöðu á skemmtilegan hátt þegar hún eitt sinn tók sig til og málaði allar hurðir á heimilinu bleikar. Þó svo að fjarlægð skapist og samverustundir verði stopular rofna gömul fjölskyldutengsl seint og mun ég ávallt vera þakk- látur fyrir að hafa kynnst Binnu og öllu því góða sem um hana hverfðist. Minninguna um góða, húmoríska og trausta konu sem ræktaði svo vel garðinn sinn mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Að lokum vil ég senda öllum í hinum gróskumikla aldingarði fjölskyldu hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið guð að blessa minningu Brynhildar á Vöðlum. Sólmundur Friðriksson. Þeim fækkar óðum gömlu vin- unum eftir því sem aldurinn fær- ist yfir. Slíkt er lögmál náttúrunn- ar og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Í dag hefði Brynhildur vinkona mín orðið 85 ára, en hún lést 8. apríl sl. og var jarðsungin í kyrr- þey 6. maí sl. Við Binna, eins og hún var kölluð, vorum æskuvinkonur. Hittumst fyrst þegar við sátum saman í 2. bekk Gagnfræðaskól- ans á Ísafirði. Fórum báðar 19 ára í Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði, sem þá var talin einhver besta menntun sem stúlkur gátu aflað sér. Á þeim tíma lá það fyrir hjá flestum stúlkum að verða eig- inkonur, húsfreyjur og mæður og ekki völ á mörgu öðru. Við Bryn- hildur vorum svo heppnar að við vorum líka saman í „númeri“ í húsmæðraskólanum eins og það var kallað. Það þýddi að við áttum þrjár að vinna saman að tilteknum verkefnum í hverri viku. Þriðja stúlkan með okkur var Sólveig Hulda Jónsdóttir (Dollý) sem er nýlega látin. Guð blessi minningu hennar. Margt var brallað á þessum tíma sem gaman er að minnast og það gerðum við Binna oft þegar við hittumst. Við héldum áfram sambandi þegar hún settist að á Vöðlum í Önundarfirði og ég í Hnífsdal ásamt eiginmönnum okkar og börnum. Þó voru sam- göngur oft erfiðar þar á milli því Breiðadalsheiðin var mikill farar- tálmi, en við héldum áfram að heimsækja hvor aðra þegar tæki- færi gafst og talast við í síma. Það var gott að eiga hana að þegar ég þurfti að finna sveitadvöl fyrir elstu drengina mína, því þá var ekkert talið betra fyrir stálpaða krakka en að komast í góða sveita- dvöl yfir sumarið, sinna dýrum og læra að vinna. Þess nutum við hjá Binnu og Brynjólfi á Vöðlum sem bæði voru gull af manni. Þarna skapaðist svo vinskapur yngri kynslóðarinnar sem hefur enst fram á þennan dag. Binna hafði áhuga fyrir alls konar handverki og stóð sig afar vel í því í húsmæðraskólanum og sótti seinna mörg slík námskeið af ýmsum gerðum og gerði marga fallega hluti. Listfengi hennar kom þar vel í ljós. Það er eiginlega ótrúlegt hversu miklu hún gat af- kastað því hún var alltaf með stórt heimili. Elsta kynslóðin átti at- hvarf hjá henni og á tímabili voru þau fjögur, sem hún sinnti af mik- illi natni og jafnvel þrjú börn í sumardvöl til viðbótar við hennar þrjú. Oft hef ég hugsað hversu erfitt það hlýtur að hafa verið að þurfa að sinna svo mörgu full- orðnu fólki með ólíkar þarfir og í misjöfnu andlegu ástandi eins og gengur. Það tók áreiðanlega mikla orku að leysa það svo vel af hendi sem Binna gerði. En það tók sinn toll þótt síðar væri. Elstu drengirnir mínir þrír, sem allir voru þar um tíma hver á eftir öðrum í sumardvöl, minnast þess tíma með miklum hlýhug. Ég vil þakka henni vináttu og tryggð í öll þessi ár og einnig eiginmanni hennar sem lést í október 2018. Ég votta börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum innilega samúð. Synir mínir Gylfi, Halldór og Kristján senda einnig hlýjar kveðjur og þakka Binnu fyrir um- hyggju og vináttu sem entist ævi- langt. Guð blessi minningu Bryn- hildar, minnar góðu vinkonu. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI GÍSLASON rafvirkjameistari, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík föstudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 29. júlí klukkan 13. Hólmfríður Bjarnadóttir Norbert Birnböck Gísli Bjarnason Margrét L. Laxdal Heimir Bjarnason Sædís Guðmundsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS EDDA ÁSGEIRSDÓTTIR, Tungu, Skagafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 29. júlí klukkan 14. Andrés Helgason Ásgeir Már Andrésson Sandra Rós Ólafsdóttir Elísabet Rán Andrésdóttir Benedikt Egill Árnason Gunnar Þór Andrésson Elisa Helena Saukko og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, afa okkar og langafa, STEINARS LÚÐVÍKSSONAR, sem lést föstudaginn 8. maí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elín Sólveig Steinarsdóttir Sunna Kristinsdóttir Bergmundur Elvarsson Dagur Kristinsson Lúðvík Kristinsson Eygló Kristinsdóttir og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 22. júlí. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13. Bjarni Pétursson Guðrún Bjarnadóttir Melchior Lippisch Pétur Bjarnason Brynja Ástráðsdóttir Sigurður Bjarnason Dröfn Guðmundsdóttir ömmubörn og langömmubarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HRAFNHILDUR VALDIMARSDÓTTIR, Seljugerði 12, Reykjavík, lést mánudaginn 13. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Jón Ragnarsson Valdimar Jónsson Júlíana Jónsdóttir og ömmubörn Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Minningarathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGER JACOBSEN Grænumörk 2, Selfossi, sem lést laugardaginn 28. mars, fer fram í Selfosskirkju þriðjudaginn 28. júlí. Athöfnin hefst klukkan 14. Åse Jörgensen Frank Jörgensen Birthe Hansen Åge Hansen og afkomendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁN ÞÓRHALLSSON, fyrrverandi pípulagningameistari, lést þriðjudaginn 21. júlí. Útför fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnar Sigurðsson Hlédís S. Hálfdánardóttir Marta Sigurðardóttir Helga Sigurðardóttir Alfons S. Kristinsson Þuríður Sigurðardóttir Helgi Ómar Pálsson Unnur St. Sigurðardóttir Ásmundur Kr. Ásmundsson Vera Ýr Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA FINNBOGADÓTTIR, Þrastarhöfða 6, Mosfellsbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 20. júlí. Útför fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 29. júlí klukkan 13. Sigurður Rúnar Sigurðsson Sigurður Bjarni Sigurðsson Sif Kerger Elínborg Sigurðardóttir Baldur Andri Regal Ragnar Sigurðsson Thelma Rós Sigurðardóttir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.