Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Einar Falur
Caravaggio í
Rómarborg.
Það er kannski ekki á allra vitorði, en latínukunnáttu fólksfleygir fram ef það gengur í kór. Eða kannski: Þeir sem eruflugmæltir á latínu eru tónvísari en aðrir. Einhver skýringhlýtur í það minnsta að vera á því hve margir blómstrandi
kórar hér heita latneskum nöfnum, svo sem tónleikagestum er kunn-
ugt – þeir þekkja Schola Cantorum og Voces Masculorum, að
ógleymdum Vox Feminae, Voces Thules, et cetera. Þið sjáið að þarna
síðast sletti ég latínu, en það er bara til að sýnast, enda smartara en
að sletta dönsku. Ég hef aldrei lært latneskar beygingar og dáist að
tónlistarskríbentum sem geta stafsett hin flóknu kórheiti hjálpar-
laust.
Það er eitt að latínu sé
haldið lifandi í list sem teygir
rætur sínar jafn djúpt og
safarík tunga Rómverja, hún
er aukinheldur í móð við aðr-
ar nafngiftir, allt frá lækna-
stöðvum til fasteignasala –
frá Domus Medica til Domusnova – og er þá gert ráð fyrir að vegfar-
endur viti að domus merkir heima. Eða var það hús?
Öllu athyglisverðari er stemningin sem myndast hefur fyrir því að
gefa fyrirtækjum heiti sem líta út sem, eða þykjast vera, latína. Það
hlýtur að vera skemmtileg afþreying fyrir latínuskólagengna að rýna
í slík útspil, en ég missi einatt af glensinu því ég gæti ekki, með lokuð
augu, þulið upp orð á borð við Invicta, Intrum, Fortis, Origo, Virago,
Nova, Kox, Cubus, Expectus, Essensia eða Centra og sorterað hver
þeirra séu sannanlega latnesk (eða annarrar fornrar rótar) og hver
uppdiktuð.
Það er margt sem takmörkuð almenn latínukunnátta býður upp á,
bæði er hægt að smeygja inn einhverju sem hljómar lært, en það er
líka hægt að snúa auðveldlega út úr. Þess er skemmst að minnast
þegar Advania var kynnt sem nýtt heiti á sameinuðu afli Skýrr og
fleiri upplýsingatæknifyrirtækja. Um það sköpuðust heitar umræð-
ur; einhverjir þóttust hafa grafið upp að orðasambandið ad vania
merkti á latínu til einskis, aðrir sögðu það falsfréttir og móðgun. Sér-
fræðingar tveir, sem í sjónvarpsþætti fóru yfir málið, töldu gagnrýni
á nafngiftina óverðskuldaða, í fyrsta lagi væri mjög skiljanlegt að
fyrirtækið tæki upp „útlenskulegt nafn, skulum við orða það sem
þýðir ekkert á íslensku þeir eru jú með starfsstöðvar í fjórum lönd-
um“ og í öðru lagi gæfi nafnið, sem vissulega væri tilbúið, einfaldlega
hugboð um forskot; advan- vísaði í advantage og skyld hugtök.
Svo komu þeir að því sem kannski er stóri plúsinn við ný og/eða
torræð orð sem valin eru sem firmaheiti. Ef orðið vekur sjúklega at-
hygli, einmitt fyrir þær sakir, fá forsvarsmenn gullna stund í fjöl-
miðlum til að útskýra heitið og árétta um leið fyrir hvað fyrirtækið
stendur og hvað það ætlar sér. Það er víst ómetanlegt í harðri mark-
aðssamkeppni – og skýrir sitthvað gagnvart grandalausum málá-
hugamönnum sem vita ekki alltaf hvaðan á þá, per se, stendur veðrið.
Nýtt af gamalli nál
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Faxabraut 42c, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja raðhús ásamt bílskúr á mjög vinsælum stað í Reykjanesbæ.
Grunnskóli, leikskóli, framhaldsskóli, íþróttamannvirki
og þjónusta í göngufæri.
Verð kr. 46.500.000180,5 m2
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Það hefur blasað við árum og jafnvel áratugumsaman að það er himinn og haf á milli vinnu-bragða í opinberum rekstri og einkarekstri.Þegar harðnar á dalnum – sem reynslan sýnir
að gerist reglulega – eiga einkafyrirtækin ekki annan kost
en að draga saman seglin og hefja niðurskurð á kostnaði.
Þau byrja gjarnan fyrst á almennum rekstrarkostnaði en
dugi það ekki til hefjast uppsagnir starfsmanna.
Hið sama hefur ekki tíðkazt í rekstri opinberra aðila á
Íslandi, hvorki hjá ríki eða sveitarfélögum. Þeir aðilar
telja sig alltaf eiga þann kost að hækka skatta eða þjón-
ustugjöld á almenna borgara. Niðurskurður af því tagi
sem jafnan hefur verið framkvæmdur í einkarekstri hefur
nánast aldrei komið til greina hjá opinberum aðilum hér
og lítill grundvöllur verið fyrir því að ræða þann kost.
Nú kann þetta að vera að breytast. Í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins sl. miðvikudag birtist mjög athyglisvert
viðtal Baldurs Arnarsonar við Birgi Jónsson, forstjóra Ís-
landspósts. Þar kemur fram að á
síðustu 12 mánuðum hefur starfs-
fólki Íslandspósts fækkað um 25%,
eða um 270 manns, úr 1.060 í 790.
Birgir segir að stjórnendur hafi
einblínt á „að minnka yfirbyggingu,
fækka millistjórnendum og fletja út
skipulagið“.
Hann segir enn fremur:
„Með breyttu vinnulagi í dreif-
ingu höfum við sem dæmi náð að losa fasteignir á höfuð-
borgarsvæðinu, sem við erum nú með í söluferli og það
mun hafa umtalsverð áhrif til skuldalækkunar. Nú er
staðan sú að við höfum selt öll dótturfélög okkar sem voru
í rekstri og eigum eitt fasteignafélag, sem er í raun skel
utan um eina fasteign sem við eigum og er í söluferli. Við
eigum því engin dótturfélög í þeim skilningi þess orðs.“
Þá segir Birgir Jónsson:
„Það er gríðarlegur metnaður hjá okkur öllum hjá
Póstinum að standa sig vel í þessu verkefni og sem dæmi
afsöluðu lykilstjórnendur Póstsins sér kjarasamnings-
bundnum launahækkunum nú í vor.“
Um framtíðina á dögum rafrænna samskipta og að
bréfapóstur muni nánast hverfa segir forstjórinn:
„…hann er að minnka mun hraðar en við gerðum ráð
fyrir. Þess er ekki langt að bíða, segjum 2-3 ár, að magnið
verði orðið þannig að það verði erfitt að réttlæta það þjón-
ustustig sem sett er fram í póstlögum og kostnaðinn sem
því fylgir.“
Nú er rétt að taka fram að fjármálaráðuneytið hefur
tekið fullan þátt í þeirri byltingu sem er að verða í sam-
skiptum fólks og stofnana í samfélaginu og þegar náð
fram verulegum sparnaði með því að hverfa frá hefð-
bundnum bréfasendingum en kynna í stað þess notkun
island.is sem eins konar pósthólf hvers og eins borgara
vegna bréfasendinga. Ætla má að í fyrirsjáanlegri framtíð
verði það kjarninn í slíkum samskiptum opinberra aðila
við borgarana.
Fleira er að gerast sem einfaldar ýmis samskipti fólks
við opinbera aðila. Þannig hefur sú breyting orðið á að
þeir sem hafa þurft að fá bráðabirgðaökuskírteini og
þurftu áður að bíða í biðröð hjá viðkomandi sýslumanni
geta nú óskað eftir því í tölvupósti og fengið það afgreitt
með sama hætti.
Þá er ekki langt síðan dómsmálaráðherra kynnti þá
nýjung að ökuskírteini væri hægt að fá sent í snjallsíma.
Allt stefnir þetta í rétta átt en eftir stendur nauðsynleg
skipulagsbreyting í opinbera kerfinu sjálfu, sem hefur
nánast aldrei gengið í gegnum sams konar niðurskurð á
yfirbyggingu og kostnaði og einkafyrirtæki þurfa reglu-
lega að ganga í gegnum.
Afleiðingin af því hefur orðið sú
að yfirbyggingin á opinbera stjórn-
kerfinu verður sífellt viðameiri og
kostnaðurinn þar með. Því hefur svo
fylgt mjög óæskileg viðhorfsbreyt-
ing hjá opinberum aðilum, sem hef-
ur haft þær afleiðingar að starfs-
menn hins opinbera hafa gleymt því
fyrir hverja þeir eru að vinna – það
er almenna borgara – og hafa jafn-
framt seilst til þess að ná til sín valdi sem ekki er í þeirra
höndum og á ekki að vera skv. stjórnskipan landsins.
Sagan um Íslandspóst er skemmtileg að því leyti að svo
virðist sem nýr forstjóri hafi komið þar inn fyrir rúmu ári
með gjörbreytt viðhorf, sem hafi svo náð með athyglis-
verðum hætti til annarra starfsmanna.
Þess vegna er nú svo komið að Íslandspóstur er orðinn
að fyrirmynd þess sem hægt er að gera í opinbera kerfinu
almennt – og skal enn undirstrikað að það á ekki bara við
um ríkið heldur líka sveitarfélögin. Og það gerist á tímum
þegar rík þörf er á að taka til hendi hjá öðrum opinberum
aðilum með sama hætti og gert hefur verið hjá Íslands-
pósti.
Hvernig er hægt að nýta þá reynslu sem þar hefur
fengizt til þess að ná sama árangri í öllu opinbera kerf-
inu?
Ein aðferð væri sú að forstjóri Íslandspósts yrði ráðinn
í sérstakt starf hjá fjármálaráðuneytinu til þess að hafa
yfirumsjón með sambærilegum niðurskurði á yfirbygg-
ingu og „fitu“ í öðrum þáttum opinbera kerfisins.
Slíkar aðgerðir yrðu í anda þeirra hugsjóna sem ungir
sjálfstæðismenn komu fram með fyrir hálfri öld undir
kjörorðinu Báknið burt – þótt minna yrði úr fram-
kvæmdum þegar þeir sjálfir komust til áhrifa.
Aðgerðir af þessu tagi væru í anda grundvallarstefnu
Sjálfstæðisflokksins og þess vegna ætti að vera hægt að
ganga út frá því sem vísu að þingflokkur hans væri þeim
fylgjandi.
Fyrirmyndin blasir við í raunverulegum árangri slíkra
aðgerða í rekstri Íslandspósts.
Íslandspóstur – fyrirmynd að
niðurskurði í opinberum rekstri
Setjum sambærilegan
niðurskurð yfirbyggingar og
„fitu“ hjá öðrum opinber-
um aðilum á dagskrá.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Forystumenn verkalýðsfélagsinsEflingar, Sólveig Jónsdóttir og
Viðar Þorsteinsson, virðast vilja
færa starfsemi þess langt aftur á
síðustu öld, þegar sumir trúðu því,
að kjarabætur fengjust með kjara-
baráttu frekar en vexti atvinnulífs-
ins: því fleiri verkföll, því betra. Af-
leiðingin á Íslandi var víxlhækkun
kaupgjalds og verðlags, þrálát verð-
bólga, en óveruleg aukning kaup-
máttar. Þau Sólveig og Viðar kunna
að vera lifandi dæmi þeirra ummæla
Hegels, að menn læri aldrei neitt af
sögunni.
Rifjast nú upp, þegar Þjóðleik-
húsið sýndi árið 1977 leikritið Stalín
er ekki hér eftir Véstein Lúðvíks-
son. Aðalsöguhetjan er gamall sósí-
alisti, sem vill ekki viðurkenna, að
stalínisminn hafi brugðist. Þegar
fjölskyldan flytur í nýja íbúð, heimt-
ar kona hans, að hann selji bækur
sínar um sósíalisma. „Við verðum að
fara að gera hreint,“ segir hún.
Ef til vill var þó ekki við öðru að
búast af þeim Sólveigu og Viðari.
Sólveig er dóttir Jóns Múla Árna-
sonar, sem var einn dyggasti stal-
ínisti á Íslandi. Hann var lengi á
framfæri Kristins E. Andréssonar,
sem tók við mestöllu Rússagullinu á
Íslandi, eins og skjöl fundust um í
Moskvu eftir hrun Ráðstjórnarríkj-
anna. Þegar Steinn Steinarr og
Agnar Þórðarson gagnrýndu
stjórnarfar í Rússlandi eftir för
þangað 1955, vék Jón Múli sér að
þeim í Austurstræti og spurði: „Því
voruð þið að kjafta frá?“
Viðar er sonarsonur Vilhjálms
Þorsteinssonar, sem var líka stal-
ínisti og stjórnaði lengi verkfalls-
aðgerðum Dagsbrúnar. Það gerði
hann til dæmis í verkfalli 1961,
þegar Dagsbrún fékk fimm þúsund
sterlingspunda framlag frá Kreml-
verjum í verkfallssjóð sinn.
Fordómar úr æsku geta lifað
lengi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Stalín er hér enn