Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 37
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég fékk tölvupóst frá Guðmundi með svofelldum haus: „Ný íslensk sinfónía (… þannig séð)“. Kersknis- legur fyrirvari þarna enda er verkið með þeim hætti að hefðbundnar hugmyndir okkar um snið sinfóníu- verks eiga ekki beint við þessa plötu sem Guðmundur var að gefa út, þótt hún beri nafnið Sinfonia. Ekki að það komi mér á óvart enda hefur Guðmundur lengi verið með helstu jaðartónskáldum Íslands og verk hans storka jafn- an rækilega öll- um þeim hug- myndum sem hægt er að hafa um byggingu og eðli tónlistar. Ef Wire-tímaritið myndi dæma verk Guðmundar færu þau í þann eðla flokk „Outer Limits“. Guðmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og meðal annars tekið drjúgan þátt í starfsemi S.L.Á.T.U.R., samtaka ís- lenskra tónlistarmanna sem reyna reglulega á þanþol tónlistarinnar. Guðmundur hefur og skrifað tón- verk fyrir tónlistarhópa á borð við Caput, Elju, Kammersveit Reykja- víkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands Nordic Affect, Duo Harpverk sem og fjölda erlendra tónlistarhópa, þ.á m. skosku BBC sinfóníu- hljómsveitina. Verk hans má m.a. nálgast á gudmundursteinn.band- camp.com. Það er Carrier Records í Bandaríkjunum sem gefur Sinfonia út. Fyrirtækið er framsækið með eindæmum og hefur og gefið út plötu með Þráni Hjálmarssyni. Sin- fonia kemur út bæði á geisladisk og vínyl í handgerðum umbúðum eftir listamanninn Sam Rees, sem hefur verið búsettur á Íslandi. Um er að ræða nýlegt tónverk sem var frum- flutt í mars á síðasta ári af tónlistar- Út á ystu nöf hópnum Fengjastrúti. Upptakan fór fram 10. mars 2019 í Masterkey- hljóðverinu á Seltjarnarnesi og var upptökustjórn í höndum Guðmund- ar og Jespers Pedersen. Þau sem skipuðu Fengjastrút þennan örlaga- ríka dag voru Björn Davíð Krist- jánsson, Þórunn Björnsdóttir, Páll Ivan frá Eiðum, Andrés Þór Þor- varðarson, Gunnar Grímsson, Ást- hildur Ákadóttir, Svanur Vilbergs- son, Hafdís Bjarnadóttir og Hall- varður Ásgeirsson. Tónsmíðin not- ast við sérstilltar munnhörpur, flöskur og ýmis sérstillt hljóðfæri til að ná fram svokölluðum míkrótón- um. Þá eru nóturnar ekki á pappír eins og venjulega tíðkast. Nóturnar eru myndband þ.e.a.s. tónlistar- mennirnir horfa á myndband á með- an þeir spila en það er regla frekar en undantekning í verkum Guð- mundar Steins. Engin jöfn bil eða beinar línur fyrirfinnast og allt er á skjön. Lítið sem ekkert getur gerst á sama tíma. Það er vissulega til- finningin er hlustað er. Verkið er af- ar afstrakt og einkennist af lágværu slagverki og blæstri sem titrar óreglulega. Guðmundur nýtir sér líka þagnir á áhrifaríkan máta. Stundum er eins og detti á dúna- logn en svo læðist blástur inn eins og úr fjarska, líkt og vindgnauð sem fer eftir eigin lögmálum. Blásturinn er eins og segir varfærinn og við- kvæmnislegur og gefur það fram- vindunni brothættan blæ. Það er meira en vert að benda á efnislega útgáfu plötunnar. Eintök Rees eru listaverk í sjálfu sér, bæði geisladiskarnir og vínyllinn. Hægt er að versla í gegnum bandcamp- síðuna. Þess má geta að vínyllinn, sem var pressaður í tíu stykkjum, er einstakur upp á það að gera að hver og ein upptaka er sérstök. Verkið spilað tíu sinnum fyrir tíu eintök! Guðmundur hefur þá gefið út þrjú verk á árinu til þessa. Í apríl kom Skartamannafélagið 2 út og Horpma XII-XVI kom út í sama mánuði. Í báðum verkum eru mörk og mæri þess mögulega könnuð til hlítar, verkefni sem tónlistargyðjan á fullt í fangi með að greina og skilja. Er það vel! » Guðmundur nýtirsér líka þagnir á áhrifaríkan máta. Stundum er eins og detti á dúnalogn en svo læðist blástur inn eins og úr fjarska, líkt og vindgnauð sem fer eftir eigin lögmálum. Sinfonia er nýtt verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson afstrakttónsmíð sem tekin var upp með tónlistarhópnum Fengjastrúti á síðasta ári. Það er Carrier Records í Bandaríkjunum sem gefur út. Tónskáld Guðmundur Steinn Gunnarsson hefur nú samið sinfóníu. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Annað starfsár tónleikaraðar til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði hófst núna í sumar og rennur allur ágóði sem fyrr til styrktar þessum menn- ingarstað. Í kjölfar Covid-19 varð að aflýsa nokkrum af fyrstu tón- leikunum og þar sem tónlistarfólk og skemmtikraftar hafa orðið fyr- ir verulegum tekjumissi undan- farna mánuði var ákveðið að sækja um styrk úr tónlistarsjóði mennta- og menningarmálaráðu- neytisins og rennur hann alfarið til flytjenda á tónleikunum. Fjórðu tónleikarnir í röðinni hefjast á morgun, sunnudag 26. júlí, kl. 14 og eru það ljóða- tónleikar. Mæðgurnar Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir sópran og Arn- björg Arnardóttir píanóleikari munu koma saman á tónleikum í fyrsta sinn og flytja ljóðaflokkana Liederkreis opus 39 eftir Robert Schumann, Cuatro madrigales amatorios eftir Joaquin Rodrigo og Þrjá söngva úr Pétri Gaut eft- ir Hjálmar Ragnarsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og eru allir velkomnir. Einnig er hægt að styrkja málefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning 0552-14-100901, kt. 590169-2269. Mæðgur Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir og Arnbjörg Arnardóttir. Fyrstu tónleikar mæðgna í Hallgrímskirkju í Saurbæ Hinn umdeildi franski rithöf- undur Michel Houellebecq var að vanda ómyrk- ur í máli í pistli sem hann flutti í franska ríkis- útvarpinu í byrj- un viku og sagð- ist þar m.a. telja að heimurinn yrði sá sami að farsótt lokinni en … bara aðeins verri. Segir í frétt AFP að pistillinn hafi verið sem blaut tuska í andlit þeirra sem telja að faraldurinn verði einhvers konar vendipunktur í mannkynssögunni til hins betra. Houellebecq segist ekki trúa í hálfa sekúndu yfirlýsingum í þá veru að ekkert verði eins og það áður var. „Við munum ekki vakna í nýrri ver- öld að einangrun lokinni,“ mælti rithöfundurinn og bætti við að þró- un mála eftir tilkomu faraldursins hefði verið furðulega eðlileg. Houellebecq varaði hins vegar við því að fjar- og heimavinna og tilskipuð fjarlægð fólks á milli, af- leiðingar farsóttarinnar, myndu flýta fyrir frekari einangrun sem tækninýjungar hefðu þegar leitt af sér. Farsóttin væri hin fullkomna afsökun fyrir því að gera mannleg samskipti óþörf. Heimurinn verður samur en þó verri Michel Houllebecq Um þriðjungur bandarískra safna á á hættu að verða lokað endanlega vegna tekjutaps síðustu mánaða. Þetta kemur fram í könnun á veg- um sambands bandarískra safna, American Alliance of Museums, um áhrif Covid-19 á söfn í landinu. Að sögn framkvæmdastjóra sambands- ins, Lauru Lott, myndi það þýða að að um 12.000 söfn skelltu í lás. Könnunin, sem fór fram í júní, náði til 750 safnstjóra víðs vegar um Bandaríkin. Meirihluti safn- anna (87%) hefur einungis fjár- magn til þess að halda starfseminni gangandi í tólf mánuði í viðbót eða skemur. Fjármunir rúmlega helm- ings þeirra duga aðeins til sex mán- aða eða skemur. Bandarísk söfn í mikilli hættu Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEIsluR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta sTEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Ferming Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.