Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Úrval mælitækja frá
STANGVEIÐI
Eggert Skúlason
eggertskula@mbl.is
Línur eru nú farnar að skýrast
varðandi laxveiðina. Ein á er í sér-
flokki og er það Eystri Rangá.
Þar er hreint út sagt ævintýraleg
veiði og skilaði síðasta vika rétt
rúmlega 700 löxum, samkvæmt
tölum sem Landssamband veiði-
félaga tekur saman vikulega.
Ytri Rangá er að gefa ágæta
veiði en er þó ekki hálfdrættingur
á við systurána.
Vesturlandið er vonbrigði þegar
kemur að veiðitölum það sem af er
sumri. Sérstaklega er
Borgarfjörðurinn ekki að standa
undir þeim væntingum sem fiski-
fræðingar höfðu til smálaxafjölda í
sumar. Stærstu straumarnir fyrir
Borgarfjarðarárnar eru að baki og
ljóst að veiðin í þessum ám, Norð-
urá, Þverá/Kjarrá og fleiri gerir
ekkert meira en að ná lélegu með-
altali.
Leigutaki á Vesturlandi sagði í
samtali við Morgunblaðið að
Borgarfjörðurinn væri í besta falli
á „hálfu gasi“ miðað við það sem
menn ættu að venjast.
Norðurá er komin yfir heildar-
veiði ársins í fyrra en það var það
lélegasta í manna minnum og tal-
að um það sem hörmungarár.
Norðvesturlandið er sömuleiðis
ekki að skila þeirri veiði sem von-
ast var eftir. Þar er þó ekki útséð
með niðurstöðuna. Sá straumur
sem nú er nýbúinn að ná hámarki
á að skila stærstum hluta af smá-
laxi í húnvetnsku árnar. Ljóst er
að fiskur er ekki að ganga í þeim
mæli sem vonast var eftir.
Norðurlandið er á svipuðum
slóðum og er býsna rólegt víðast
hvar. Þannig eru núna taldir bestu
dagarnir í ánni og veiðin er dræm.
Það er einna helst að
Þistilfjörðurinn og Vopnafjörð-
urinn gefi tilefni til bjartsýni.
Hofsá og Selá eru báðar að byrja
ágætlega og sömu sögu er að
segja af Hafralónsá, Svalbarðsá og
Sandá.
Besta veiðin á Suðurlandi
Sem fyrr segir er það Suður-
landið sem gefið hefur bestu veið-
ina. Það eru Rangárnar og svo var
veiði í Þjórsá framan af sumri
mjög mikil. Þjórsá er talin geyma
einn stærsta laxastofn Íslands.
Um 1.200 laxar eru gengnir í
Elliðaárnar og er mun meira en
var að gerast í fyrra. Veiðitöl-
urnar endurspegla ekki þessa
miklu laxagengd og kann þar að
skipta máli breytt veiðifyrirkomu-
lag, en þetta sumar er fyrsta
sumarið sem maðkur er ekki
leyfður í Elliðaám.
Veruleg bjartsýni ríkti meðal
veiðimanna fyrir sumarið. Ástæð-
ur fyrir því voru nokkrar. Fiski-
fræðingar gáfu undir fótinn með
sterkt smálaxasumar og einnig
voru menn minnugir þess að mjög
góð ár fylgdu í kjölfar niðursveiflu
sem varð árið 2012 og 2014. Slíkt
er ekki að gerast núna og í mörg-
um þekktari ám á Íslandi er veiði
undir væntingum annað árið í röð.
Á móti kemur í mörgum þessum
ám að víða er veitt á færri stangir
en í hefðbundnu ári. Þar eru
kórónuveiruáhrif að verki. Margir
erlendir veiðimenn hafa ekki séð
sér fært að koma og ekki hefur
verið hægt að manna allar stangir
með skömmum fyrirvara.
Ekki er rétt að afskrifa sumarið
en ljóst er að það mun í besta falli
ná meðalári og líkast til ekki því.
Stefnir í slakt meðalsumar
Besta veiðin í sumar hefur verið á Suðurlandi Eystri Rangá í sérflokki og í
síðustu viku veiddust þar 700 laxar Veiði í ám á Vesturlandi veldur vonbrigðum
Morgunblaðið/Eggert Skúlason
Vænn Erlendur veiðimaður með vænan lax í Hofsá í Vopnafirði.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 500 1.000 1.500 2.000 2.500
Staðan 23. júlí 2020
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
24. júlí
2019
25. júlí
2018
Eystri-Rangá 18 2.275 1.183 1.070
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 897 467 1.114
Urriðafoss í Þjórsá 4 657 636 955
Norðurá 15 582 184 1.231
Miðfjarðará 10 540 493 1.058
Þverá og Kjarrá 14 477 355 1.817
Haffjarðará 6 428 256 948
Langá 12 385 155 842
Laxá í Kjós 8 325 75 551
Selá í Vopnafi rði 6 308 374 492
Hofsá og Sunnudalsá 6 276 325 280
Laxá á Ásum 4 275 202 335
Blanda 16 262 325 668
Elliðaárnar 6 222 303 566
Hítará 6 210 57 337
Talningar í Stóra-Bretlandi benda
til þess að grágæsum sé nú að
fækka. Þetta kom fram á facebook-
síðu Skotveiðifélags Íslands.
Dr. Arnór Þórir Sigfússon dýra-
vistfræðingur sagði að talningar
2017 og 2018 hefðu bent til fækk-
unar grágæsa. Árið 2018 voru ekki
taldar nema 56.000 grágæsir, sem
er það minnsta sem hefur sést síðan
1976. Mögulega getur verið um
talningarskekkju að ræða. Tölur
fyrir 2019 eru ekki komnar en eru
væntanlegar í ágúst eða september.
„Nú vantar okkur ungahlutfall
grágæsa hér á landi undanfarin
þrjú ár til að túlka þetta. Það segir
svolítið til um afkomu gæsastofn-
anna á hverju ári og þar með hvort
þeir eru að stækka eða minnka,“
sagði Arnór. Hann naut stuðnings
úr veiðikortasjóði til að lesa aldur
veiddra gæsa af vængjum þeirra.
Arnór hefur ekki fengið styrk til
þess í þrjú ár. Ungahlutfallið gaf
vísbendingar um afkomu gæsa-
stofnanna sem hér eru veiddir.
gudni@mbl.is
Vísbendingar eru um
fækkun grágæsa
Morgunblaðið/RAX
Grágæsir Vísbendingar eru um að stofninn sé að minnka. Mynd úr safni.
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póst-
mála hefur vísað frá kæru á hendur
Póst- og fjarskiptastofnun vegna út-
hlutunar tíðniheimilda fyrir 5G-
senda. Kærendur voru Geislabjörg,
félag fólks um frelsi frá rafmengun,
og þrír ónafngreindir einstaklingar
sem kröfðust þess að ákvarðanirnar
yrðu felldar úr gildi.
Póst- og fjarskiptastofnun krafð-
ist frávísunar á þeim forsendum að
kærendur væru ekki aðilar að mál-
inu enda ættu þeir ekki beinna lög-
varinna hagsmuna að gæta af úr-
lausn þessa máls. Kærendur
höfnuðu því. Um væri að ræða álita-
efni á sviði umhverfisréttar og ljóst
að heilsufarsáhrif féllu þar undir.
AFP
5G Einn kærenda flutti frá Reykja-
vík til þess að forðast rafmengun.
5G-kæru
vísað frá
Stjórn VR dró
yfirlýsingu sína
frá 17. júlí til
baka í gær. Í yfir-
lýsingunni var
mælst til þess að
stjórnarmenn
sem VR tilnefnir í
Lífeyrissjóð
verzlunarmanna
sniðgengju
væntanlegt hluta-
fjárútboð Icelandair.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
félagsins, hefur verið gagnrýndur af
Samtökum atvinnulífsins, seðla-
bankastjóra og fleirum fyrir að
reyna með tilmælunum að hafa áhrif
á fjárfestingarákvarðanir stjórnar-
manna sem hann tilnefnir í stjórn líf-
eyrissjóðsins.
VR dró yf-
irlýsingu
sína til baka
Ragnar Þór
Ingólfsson