Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
V
eirur eru ósýnilegur óvinur og
hættulegar fyrir vikið. Þær ráðast
að okkur þegar minnst varir og
geta gert skelfilegt tjón. Ríkis-
stjórnin hefur líka verið nánast
ósýnileg frá upphafi og valdið skaða. Hún kaus
að auka útgjöld til þess að kaupa sér vinsældir.
Framtíðin skipti engu. Staða ríkissjóðs er nú
um 100 milljörðum lakari en ef stefnu Viðreisn-
arstjórnarinnar hefði verið fylgt.
Sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari, sem
skrifaði bókina Sapiens, talar um að stjórn-
málamenn hafi ekki lengur framtíðarsýn held-
ur hugsi fyrst og fremst um að fylla stólana
sem þeim bjóðast. Margir segja eflaust að það
sé ekki rétt, markmiðið sé alltaf að hjálpa vin-
um og flokksmönnum að komast að kjötkötl-
unum. Sala ríkisbankanna á sínum tíma til
tveggja hópa, sem höfðu það eitt sér til ágætis að vera
þóknanlegir hvor sínum stjórnarflokki, er líklega skelfi-
legasta dæmið um slæm stjórnmál á þessari öld. En slæm-
ar ákvarðanir í fortíðinni mega ekki verða til þess að eng-
inn þori að gera neitt.
Tónninn í núverandi stjórnarsamstarfi var sleginn þeg-
ar formaður Framsóknarflokksins skýrði hvernig flokk-
arnir náðu saman: „Með því að einbeita okkur að þessum
verkefnum sem allir eru meira og minna sammála um að
þurfi að fara í þá getum við vonandi náð að uppfylla þær
væntingar sem landsmenn hafa til ríkisstjórnar.“ Með
öðrum orðum, við tók fjögurra ára starfsstjórn sem ætlaði
ekki að breyta neinu.
Núvitund er leið til að efla vellíðan með því
að beina athygli að líðandi stund og finna betur
fyrir sjálfum sér, hugsunum sínum og líðan.
Núvitund skeytir því hvorki um fortíð né fram-
tíð. Þetta kann að hjálpa einstaklingum, en er
afleit stefna í stjórnmálum. Samt mætti kalla
ríkisstjórnina Núvitundarstjórnina, því að hún
hefur enga stefnu nema það „sem allir eru
meira eða minna sammála um“.
Og þó. Flokkarnir hafa skapað nýja auð-
mannastétt með því að vera á móti markaðs-
tengdu auðlindagjaldi í sjávarútvegi. Þeir vilja
ráða því hvað fólk borðar með innflutnings-
höftum og tollum á erlend matvæli. Ráðherrar
eru einhuga um að hér skuli vera gjaldmiðill
sem flöktir bæði í logni og vindi. Loks telja
þeir best að Ísland sé aukafélagi í Evrópusam-
bandinu, án atkvæðisréttar. Ríkisstjórnin
sameinast um kyrrstöðuna.
Þegar loksins kemur eitthvað frá stjórnarflokkunum
verður það oft broslegt, til dæmis tillagan um sex ára kjör-
tímabil forsetans „eins og í nágrannalöndunum“.
Ísland þarf framsækna ríkisstjórn, stjórn sem vill að
þjóðin öll njóti afraksturs af sameiginlegum auðlindum,
gerir Ísland að virkum þátttakanda í alþjóðastarfi og
hverfur frá einangrunarhyggju, tryggir öllum lands-
mönnum jafnan atkvæðisrétt, beitir sér fyrir lægra mat-
vælaverði og stöðugum gjaldmiðli. Þjóðin þarf stjórn sem
berst gegn veirum og óværum.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ósýnilegi óvinurinn
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð samþykkti á síð-asta fundi sínum að heim-ila umhverfis- og skipu-lagssviði að bjóða út
framkvæmdir vegna ljósleiðaravæð-
ingar dreifbýlis í Reykjavík.
Um er að ræða m.a. fram-
kvæmdir á Kjalarnesi, Álfsnesi,
Úlfarsfelli, Hólmsheiði og Elliða-
vatnslandi. Miðað er við 136 styrk-
hæfa staði samkvæmt lista sem lagð-
ur var fram í borgarráði og að þeim
verður lagður ljósleiðari og sett upp
tengibox.
Heildarkostnaður við verkið er
áætlaður krónur 112.560.000. Þar af
er áætlaður hluti Reykjavíkurborgar
50 milljónir og fjarskiptasjóður
styrkir verkefnið um krónur
48.960.000, samkvæmt samningi við
Reykjavíkurborg. Inntaksgjald sem
húseigendur/íbúar þurfa að greiða til
fjarskiptafélags verði kr. 100.000 án
virðisaukaskatts.
Flýta verkinu vegna Covid
Áætlað er að lokað útboð fari
fram hið fyrsta og að framkvæmdum
ljúki eigi síðar en 1. apríl 2021. Verk-
efnið er hluti af áætlun um að flýta
fjárfestingarverkefnum Reykja-
víkurborgar með það að markmiði að
veita viðspyrnu við atvinnuleysi af
völdum Covid-19.
Fram kemur í greinargerð
Ámunda Brynjólfssonar, skrif-
stofustjóra framkvæmda og viðhalds
hjá borginni, að í febrúar 2018 var
auglýst eftir hæfum aðilum til að taka
að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi í
dreifbýli Reykjavíkur með stuðningi
frá opinberum aðilum. Farið verður í
lokað útboð milli þeirra aðila sem
skiluðu inn umsóknum. Samið verður
við þann sem óskar eftir lægstu
styrkupphæð til uppbyggingar kerf-
isins og uppfyllir að öðru leyti upp-
settar kröfur. Séu tilboð hins vegar
hærri en sem nemur kostnaðar-
áætlun verður þeim hafnað.
Við afgreiðslu málsins í borgar-
ráði voru lagðar fram bókanir og fóru
þær í gamalkunnan farveg milli full-
trúa meirihlutaflokkanna og Vigdísar
Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Mið-
flokksins.
„Með vaxandi notkun netsins
hefur þörf almennings fyrir gögn og
hraðan gagnaflutning margfaldast og
er ljósleiðaravæðing lykillinn að því
að anna þessari eftirspurn. Reykjavík
er meðal fremstu borga heims þegar
kemur að góðri nettengingu íbúa og
er þessi aðgerð hluti af því að bjóða
upp á frábæra innviði sem sóma sér
vel á 21. öldinni og þá tækniþróun
sem henni fylgir,“ bókaði meiri-
hlutinn.
„Það er mjög gleðilegt að ljós-
leiðaravæðing dreifbýlis í Reykjavík
sé nú loksins að verða að veruleika.
Það er samt kaldhæðnislegt að Co-
vid-19 þurfi til en verkefnið er keyrt á
þeim grunni í gegnum kerfið. Algjört
áhugaleysi hefur einkennt störf
meirihlutans gagnvart þessu hverfi
Reykjavíkur, sem er svo mikilvægt
borginni í stóra samhenginu. Íbúar á
þessu svæði hafa ekki staðið jafnfætis
öðrum íbúum Reykjavíkur og er það
borgarstjóra og meirihlutanum til
skammar því enginn áhugi var á að
sækja um fjármagn í fjarskiptasjóð,“
bókaði Vigdís m.a.
Þyrlar upp rugli og ryki
„Það er beinlínis allt rangt í bók-
un Miðflokksins, að venju,“ gagnbók-
uðu fulltrúar meirihlutans.
„Það er furðulegt að borgarráðs-
fulltrúi Miðflokksins nenni að reyna
að þyrla upp rugli og ryki í þessu já-
kvæða máli í stað þess að samfagna
Kjalnesingum og öðrum sem njóta
munu góðs af.“
Ljósleiðari lagður í
dreifbýli Reykjavíkur
Morgunblaðið/Þórður
Kjalarnes Fjölmargir staðir verða tengdir ljósleiðara á næstu mánuðum.
Markmið íslenskra stjórnvalda á
sviði fjarskipta fyrir landið í
heild er að 99,9% lögheimila og
fyrirtækja eigi kost á 100 Mb/s
þráðbundinni nettengingu í árs-
lok 2020. Til að það takist þarf
að veita ríkisstyrki til ljósleið-
arauppbyggingar í dreifbýli ut-
an markaðssvæða.
Nýverið var samþykkt 400
milljóna kr. viðbótarfjárveiting
til fjarskiptasjóðs. Fjárveitingin
er liður í sérstöku tímabundnu
fjárfestingarátaki stjórnvalda
fram á næsta vor, til að sporna
gegn samdrætti í hagkerfinu í
kjölfar heimsfaraldurs kór-
ónuveiru. Þessu til viðbótar
leggur samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið til 43 millj-
ónir kr. sem framlag úr byggða-
áætlun. Styrkir til 17 sveitar-
félaga námu að þessu sinni
samtals 317,5 milljónum. Einnig
var samið við Neyðarlínuna sem
fékk 125,5 milljónir kr. til að
leggja ljósleiðara og byggja upp
fjarskiptainnviði.
Styrkir til 17
sveitarfélaga
ÁTAKIÐ ÍSLAND LJÓSTENGT
Augljósspirringsgætti í
máli Bjarna
Benediktssonar
fjármálaráðherra þegar
hann hafði orð á því að þeg-
ar til kastanna kæmi nytu
Íslendingar þess í engu að
standa framarlega í lofts-
lagsmálum á alþjóðvett-
vangi.
Í viðtali um kæru Rio
Tinto til Landsvirkjunar
sagði Bjarni að það skyti
skökku við að standa á al-
þjóðlegum ráðstefnum með
þjóðum sem lýstu árangri í
aðgerðum gegn losun gróð-
urhúsalofttegunda sem
einu af mikilvægari mál-
efnum samtímans, en á
sama tíma keyptu stórir
bílaframleiðendur í ríkjum
Evrópusambandsins vörur
frá framleiðendum, sem
virtu markmiðin að vettugi.
Sagði Bjarni að munað
gæti tugum prósenta í
kolefnislosun, en þrátt fyr-
ir það fengju framleið-
endur á íslensku áli ekki
eina evru umfram aðra
framleiðendur fyrir sína
framleiðslu.
Við setningu markmiða
um að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda standa
lönd misvel að vígi. Þótt
það hljómi eins og ósvífni
má í raun segja að þau
lönd, sem eru með allt niðr-
um sig í þessum efnum, séu
í bestu stöðunni. Auðveld-
ast sé fyrir þau að ná mikl-
um árangri á skömmum
tíma. Jafnvel mætti ganga
svo langt að segja að það sé
betra að vera tossi en til
fyrirmyndar. Þar má taka
sem dæmi lönd í Austur-
Evrópu og uppbyggingu í
austurhluta Þýskalands.
Þar voru úreltir, mengandi
iðnaðarinnviðir, sem ein-
faldlega þurfti að skipta út.
Samhliða slíkri endurnýjun
dregur verulega úr losun.
Á Íslandi er langt síðan
margt af því var gert, sem
nú er horft til í öðrum lönd-
um. Þar er reynt að draga
úr losun við upphitun (eða
kælingu) húsa. Hér hefur
heitt vatn úr iðrum jarðar
verið notað til upphitunar í
áratugi. Á meðan reynt er
að finna aðrar leiðir til að
framleiða raf-
magn en að
brenna gasi og
olíu víðast hvar
annars staðar
hefur vatnsorka verið not-
uð á Íslandi.
Vissulega eru þessir
orkugjafar á Íslandi nátt-
úruleg hlunnindi, sem ekki
er alls staðar að finna.
Engu að síður þurfti fram-
sýni og áræði til að ráðast í
að nýta þau með þeim
hætti, sem gert hefur verið
hér á landi.
Við setningu losunar-
markmiða er hins vegar
ekki tekið tillit til þess hver
staðan er í hverju landi.
Það er einfaldlega miðað
við losun á tilteknum tíma
og ákveðið að dregið skuli
úr henni um ákveðið hlut-
fall. Það gefur augaleið að
þegar rafmagn og hiti fást
þegar án losunar minnkar
svigrúmið til að draga enn
meira úr losun verulega.
Þar við bætist að reglu-
verkið í þessum málaflokki
er stundum þannig að það
leiðir jafnvel til óþarfa los-
unar. Það á til dæmis við
um þá kvöð að hér þurfi að
verja milljörðum í að flytja
inn og blanda svokölluðu
lífeldsneyti í bensín og
dísilolíu vegna þess að 5%
af seldu eldsneyti skuli
vera af endurnýjanlegum
uppruna. Hér hefur raf-
bílavæðing gengið hratt og
notkun endurnýjanlegrar
orku til að knýja bílaflot-
ann komin vel yfir þessi
5%, en vegna þess að bíl-
arnir eru hlaðnir með því
að stinga þeim í samband í
heimahúsum eða á vinnu-
stöðum telst það ekki með.
Sigríður Andersen, þing-
maður Sjálfstæðisflokks,
hefur fjallað um þetta og
bent á að það myndi muna
um minna ef hægt hefði
verið að nota milljarðana
sjö, sem farið hafa í líf-
eldsneyti, til að endurbæta
vegi á Íslandi.
Það er því eðlilegt að
Bjarni skuli vera argur yfir
þeim tvískinnungi, sem rík-
ir í aðgerðum gegn losun
gróðurhúsalofttegunda, og
um að gera að fylgja því
eftir til að rétta hlut Ís-
lands.
Er betra að vera
tossi en til
fyrirmyndar?}
Mótsagnir í
loftslagsmálum