Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 24
✝ BrynhildurKristinsdóttir fæddist á Vífils- mýrum í Önundar- firði 25. júlí 1935. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Tjörn á Þing- eyri 8. apríl 2020. Brynhildur var fyrsta barn Kristins D. Guðmundssonar, f. 1913 í Reykjavík, d. 1985 á Ísafirði, og Guðfinnu Vilhjálmsdóttur, f. 1917 á Hálsi á Ingjaldssandi, d. 1998 í Reykja- vík. Alsystir Brynhildar er Selma, f. 9. júní 1938. Kristinn og Guðfinna slitu samvistum. Systkini Brynhildar samfeðra: Hrafnhildur, f. 3. desember 1947, Sólveig Stefanía, f. 23 ágúst 1949, og Guðmundur Ágúst, f. 17. nóvember 1951. Systkini Brynhildar sam- mæðra: Vilma Mar, f. 21. desem- ber 1940, Hjálmar Diego Arnórs- son, f. 26. nóvember 1942, Hall- dóra Friðgerður Arnórsdóttir, f. 22. maí 1944, Hörður Diego Arn- órsson, f. 24. mars 1946, Jóhann Pétur Diego Arnórsson, f. 13. desember 1949, Alma Diego Arn- órsdóttir, f. 9. ágúst 1953, og Guð- finna Hrefna Arnórsdóttir, f. 12. janúar 1955, d. 28. janúar 2020. Brynhildur ólst upp á Vífils- mýrum hjá föðurforeldrum sín- um. Þau voru Guðmundur Ágúst mundsdóttir. Sonur Jóhanns er Auðunn Halldór, f. 13. janúar 2014. 2) Árni Guðmundur, Vöðl- um, f. 1963. Kona hans er Erna Rún Thorlacíus og þau eiga þrjú börn: Jakob Einar, f. 1983 (faðir hans er Jakob Jakobsson), maki hans er Sólveig Margrét Karls- dóttir og eiga þau eina dóttur, Míu Henríettu f. 9. maí 2012, Brynjólf Óla, f. 1989, og Benja- mín Bent, f. 1995, maki hans er Rakel Ósk Rögnudóttir. 3) Guð- rún Rakel, Þingeyri, f. 1970. Maður hennar er Jón Sigurðsson og þau eiga þrjú börn: Hildi, f. 1991, maki hennar er Emil Ólaf- ur Ragnarsson og þau eiga eina dóttur, f. 30. júní 2020, Agnesi, f. 1997, maki hennar er Andri Mar- inó Karlsson (faðir Hildar og Agnesar er Sólmundur Frið- riksson) og Hönnu Gerði, f. 2003. Brynhildur bjó á Vífilsmýrum hjá föðurforeldrum sínum og seinna á Flateyri þar til hún flutti í Vaðla 1956, til Brynjólfs. Hún hafði þá lokið námi í Húsmæðra- skólanum á Ísafirði. Á Vöðlum var hún húsmóðir og bóndi, en vann einnig utan heimilis í seinni tíð, m.a. annars við fiskflökun og í mötuneyti grunnskólans í Holti. Hún var ein af stofnendum Kven- félags Mosvallahrepps og var komin í hóp heiðursfélaga. Hún hafði mikinn áhuga á garð- og blómarækt ásamt margvíslegri handavinnu sem hún lagði stund á allt til dánardags. Vegna samfélagslegra að- stæðna fór útför Brynhildar fram í kyrrþey hinn 6. maí 2020 frá Holtskirkju í Önundarfirði. Minn- ingarathöfn verður haldin þar í dag, 25. júlí 2020, klukkan 14. Jónsson bóndi, f. 1885, d. 1963, og Guðjóna Brynhild- ur Nikólína Jóns- dóttir ljósmóðir, f. 1890, d. 1972. Upp- eldissystkini Bryn- hildar voru Kjart- an, f. 1914, d. 1964, Jóhann Guðmundur Þorkell, f. 1916, d. 1990, Sigríður Ólafía, f. 1917, d. 1999, Birgir Þórður Móses, f. 1920, d. 1998, Málfríður Guð- laug, f. 1922, d. 1995, Stein- grímur Karl, f. 1923, d. 2012, Jón Önfjörð, f. 1926, d. 1982, og Gunnar Pétur, f. 1929, d. 1958, öll föðursystkini hennar, auk Birgittu Þuríðar, f. 1922, d. 2014, sem var bróðurdóttir Guðjónu, og Guðmundar Óla, f. 1941, d. 1987, sem var sonur Málfríðar, einnar föðursysturinnar. Brynhildur giftist Brynjólfi Árnasyni bónda á Vöðlum, f. 12. júlí 1921 í Dýrafirði, d. 8. októ- ber 2018, hinn 25. apríl 1957. Börn þeirra eru: 1) Gunnhildur Jóna, Flateyri, f. 1957. Maður hennar er Þorsteinn Jóhannsson og þau eiga þrjú börn: Arnór Brynjar, f. 1982, maki Isak Gust- avsson, Jón Ágúst, f. 1986, maki Hrefna Valdemarsdóttir og þau eiga einn son, Valdemar Leó, f. 25. júlí 2018, og Jóhann Inga, f. 1989, maki Gerður Ágústa Sig- Elsku mamma. Ég man þegar þú varst að prjóna og ég kom með bók til þín og sagði: „Mamma, ég stafa og þú lest.“ Og þú last. Ég man þegar þú fékkst gall- steinakastið og ég hélt að þú værir að deyja. Ég man þegar þú kenndir mér að bræða kertavax ofan á vatn í skál og búa til mynstur. Ég man þegar þú kenndir mér að prjóna og ég gat aldrei haft puttann með bandinu út í loftið eins og þú. Ég man þegar þú varst að sauma á mig pils og blússur og svo fékk ég að nota saumavélina seinna. Ég man að þú gafst mér alltaf bók í jólagjöf og svo eitthvað til að sauma út á gamlárskvöld því þá var ég búin með jólabækurnar. Ég man þegar ég ætlaði að taka utan um þig á spilavist í Holti og þú varst í nýju peysunni þinni. En ég villtist á þér og annarri konu, hún átti eins peysu. Þú fórst aldrei aftur í peysuna. Ég man þegar þú saumaðir magann á lambinu með ljós- móðurnálinni frá ömmu þinni. Ég man hvað þú varst alltaf glöð þegar við sumarkrakkarnir komum með egg úr hænsnakof- anum. Þú hugsaðir svo vel um hænurnar þínar. Ég man alla snúðana, ástar- pungana, pönnukökurnar og brún- ar, bakaðar úr eggjunum. Ég man þegar ég skar með þér rabarbara til að gera saftina áður en yrði smalað til að taka af. Ég man gleðina þína við að nostra í garðinum, sérstaklega á lygnum vor- og sumarkvöldum. Ég man að sem unglingur var ég ekki alltaf viljug til að hjálpa þér en fljót til þegar pabbi þurfti aðstoð. Þú sást samt til þess að ég færi aldrei í mjaltir. Ég man þegar við lærðum sam- an á bíl, ég 17 ára, þú 52 ára. Það var góð hugmynd hjá þér. Þá gastu skroppið það sem þig langaði. Ég man allar góðu stundirnar með þér og stelpunum mínum þegar þær bættust í hópinn. Ég man líka allar erfiðu stund- irnar í veikindum þínum síðustu 25 ár. En þú stóðst alltaf upp aft- ur. Þá kom mamma aftur. Ég kvaddi þig í síðasta sinn 12. mars með nýþvegna sokka handa litlu ömmustelpunni sem var á leiðinni. Svo lokaði Covid á sam- skiptin. Ég er svo þakklát fyrir allar samverustundirnar og ferðirnar í Vaðla síðustu misseri, það voru góðar stundir. Síðasti draumurinn sem þú sagðir mér í febrúar var um pabba. Hann kom gangandi yfir hlaðið heima með tvær fötur fullar af eggjum og bað þig að gera eitt- hvað við þau. Hvað á ég að gera við þetta allt? spurðir þú. Hann sagði að þú vissir það best hvernig væri hægt að nota eggin. Nú ertu komin til hans, hann hefur verið farið að vanta þig til að sjá um hænurnar. Megið þið njóta samvista í Sumarlandinu eins og þið viljið hafa þær. Við fjölskyldan sjáum um það sem er hér. Blessuð sé minning ykkar beggja, Brynhild- ar og Brynjólfs á Vöðlum. Ykkar dóttir, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir. Í dag minnast vinir, ættingjar og fjölskylda Brynhildar Kristins- dóttur frá Vöðlum, ömmu Binnu, en hún lést 8. apríl og var jarð- sungin við fámenna athöfn vegna aðstæðna í vor. Í dag hefði hún orðið 85 ára og það er sárt að geta ekki verið með að kveðja ömmu í dag frekar en við jarðarförina. Minningin um góða konu mun ylja í staðinn og draga fram tár á hvarm. Amma var góð, gjafmild og ljúfmannleg við okkur barna- börnin. Að þrasa og skattyrðast geymdi hún fyrir sín eigin börn. Við vorum fædd kræsingum úr búri hennar og klædd hannyrðum úr höndum hennar. Henni var mjög umhugað um að bæta á mig kílóum þar sem henni þótti ég helst til magur og beið ávallt stafli með minnst hundrað pönnukök- um þegar ég kom í heimsókn, einn! Síðan gæddi maður sér á góðmetinu með kaldri kúamjólk og góðum félagsskap við stóra Brynhildur Kristinsdóttir 24 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020 Minningar ✝ Líney SoffíaDaðadóttir fæddist 9. janúar 1957 á Skarði í Dalsmynni í S- Þingeyjarsýslu. Hún lést 17. júlí 2020 á hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð á Akur- eyri. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Jónsdóttir, f. 30.8. 1932 á Skarði í Dalsmynni, d. 9.6. 2015, og Daði Eiðsson, f. 17.1. 1932 í Sörlatungu í Hörgárdal, d. 5.2. 1981. Systkini Líneyjar Soffíu 1.9. 1908 á Skuggabjörgum í Grýtubakkahreppi, d. 23.1. 1996, og Árni Sigurður Sigur- jónsson, f. 11.8. 1905 í Stóra- Gerði í Eyjafirði d. 23.11. 1979. Þau bjuggu lengst af í Melgötu 3 á Grenivík. Börn þeirra eru: 1) Rósa Björg, f. 22.3. 1979. Maki Erlingur Heiðar Sveinsson, f. 2.2. 1977. Börn þeirra Alex- andra Eik, f. 2002, Hugi Már, f. 2008, og Kara Eir, f. 2010. 2) Valgerður Lóa, f. 18.6. 1982. Maki Gunnar Georg Gunnars- son, f. 8.4. 1968. Börn þeirra Soffía Líndal, f. 2009, og Sonja Líndal, f. 2011. 3) Arnheiður Sigrún, f. 1.10. 1987. Maki Vífill Már Viktorsson, f. 6.3. 1990. Börn þeirra Karítas Von, f. 2013, og Ruben Þeyr, f. 2020. 4) Líney Ingibjörg, f. 6.1. 1993. Útför Líneyjar Soffíu fer fram frá Laufáskirkju í dag, 25. júlí 2020, klukkan 13.30. eru: Jóhanna Sigurlaug, f. 5.10. 1953; Sigrún Jóna, f. 4.10. 1955; Her- mann Skírnir, f. 4.8. 1958; Jórlaug Valgerður, f. 10.7 1960; Jón Heiðar, f. 10.2. 1962, d. 4.9. 1964; Jón Heiðar, f. 18.8. 1964; Svava Guðrún, f. 1.9. 1965. Líney Soffía giftist 30.12. 1979 Gísla Sigurgeiri Árnasyni sjómanni, f. 17.12. 1949 í Sæ- landi á Grenivík. Foreldrar hans voru Lovísa Sigurgeirsdóttir, f. Soffía systir hefur nú kvatt þennan heim, eftir erfið veikindi. Hún barðist við alzheimersjúk- dóminn með ótrúlegu hugarfari. Hún sagði sjálf í byrjun hans: „Ég ætla ekki að láta þennan sjúkdóm stjórna mér.“ Ef ætti að lýsa henni koma manni helst til hugar sterkar lýs- ingar úr Íslendingasögum; „hún var kvenskörungur mikill“. Við höldum að orðið uppgjöf hafi ekki verið til í hennar orðaforða, sem var nú þó nokkuð fjölbreyttur. Hún naut þess alla tíð að vera úti í náttúrunni. Á vorin vann hún í garðinum baki brotnu, oftast berfætt í grænum gúmmískóm og kvartbuxum. Garðurinn var líka algjör sælureitur með fjölbreyttri flóru og ýmsum hlutum sem hún bar heim úr fjörunni og fjallaferð- um sínum. Kenndi þar margra grasa; s.s. skeljar, steinar, bein og hnyðjur. Þetta rogaðist hún með heim, sama hversu fyrirferðin og þyngdin var mikil. Fjaran var henni mjög hugleikin. Við systkinin höfum í gegnum tíðina ferðast mikið saman um landið og brallað ýmislegt. „Soffíugrill“ var einn af viðburð- unum sem enginn lét fram hjá sér fara. Þá safnaðist stórfjölskyldan saman í garðinum hennar og þar var grillað og glaðst saman. Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að tíminn styttist með henni var það eina sem við gátum gert að njóta hans saman. Reglulegir föndurhittingar og bíltúrar síð- ustu ára eru ómetanlegar minn- ingar, sem lifa innra með okkur. Þar var mikið hlegið og rifjuð upp atvik frá uppvextinum og ferða- lögunum okkar saman. Ekki var alltaf dúnalogn hjá systkinahópn- um í Ægisíðunni og margs að minnast. Já, Soffía systir ræktaði garð- inn sinn hérna megin og við vitum að hinum megin verður blómlegur garður sem bíður hennar. Gísli, Rósa, Vallý, Addý, Líney og fjöl- skyldur, við eigum saman minn- ingu um sterka, trausta og lífs- glaða konu sem bætti heiminn meðan hún lifði. Sú minning er okkur öllum dýrmæt og á eftir að ylja okkur öllum sem hana þekkt- um um ókomin ár. Svava, Jórlaug Valgerður (Systa) og Sigrún Daðadætur. Það hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna. Hér eftir vantar einn hæsta tóninn í hlátra- sköllin þegar verið er að hittast af ýmsum tilefnum. Þín verður sárt saknað á mörgum heimilum eftir að hafa verið kölluð á brott allt of snemma. Við háðum marga orrustuna í Ægisíðu í uppeldinu. Það var aðal- lega þegar þú sem unglingur varst að siða mig sem strákpjakk til. Bæði vorum við þrjósk og gerðum helst öfugt við það sem okkur var sagt að gera. Ég setti höfuðið hærra þegar ég lá á gólf- inu til að sjá textann í sjónvarpinu en skyggði á textann fyrir ykkur hinum. Oft sagðir þú mér að lækka hausinn. Þetta endaði oft með slagsmálum. Ég hafði þó ekki vit á að setja vatn í nýja gosdrykk- inn Fresca og setja tappann aftur á eftir að þú hafðir drukkið hana til hálfs. En faðir okkar hafði hug- myndaflug til þess. Þú fórst lífsbrautina þráðbeint og vissir alltaf hvað þú vildir. Þú hafðir þrek og dug til að gera hlut- ina sjálf ef ekki vildi betur til. Kæra systir, farðu í friði á þann stað sem okkur er ætlaður eftir þetta líf. Gísla, dætrum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Heiðar Daðason. Líney Soffía Daðadóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarleg helgi- stund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og Benja- mín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Helgihald fellur niður vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks Áskirkju. Næst verður messað í kirkjunni sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudaginn 26. júlí kl. 20. Guðsþjón- usta á léttum nótum, séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiðir stundina, Sæ- berg Sigurðsson baritónn syngur lög úr ýmsum áttum við undirleik Jónasar Þóris kantors og messuþjónar að- stoða í helgihaldinu. DIGRANESKIRKJA | Sunnudaginn 26. júlí kl. 11 er messa með fermingu í Hjallakirkju. Messan verður í umsjá sr. Sjafnar Jóhannesdóttur og Lenku Má- téova, organista Kópavogskirkju. Ath! Yfir sumartímann er samstarf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Prestur séra Sveinn Valgeirsson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaginn 26. júlí er messa og ferming kl. 10.30. Fermdur verður Askur Örn Eiríksson. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggva- dóttir GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa- messa verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 26. júlí kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar, Stefán Birkisson spilar og Þórdís Sæv- arsdóttir leiðir söng. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 26. júlí kl: 20. Prestur sr. Karl V. Matthías- son og Ásbjörg Jónsdóttir sér um tón- listina. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumar- kirkjan, samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Helgistund í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11 í umsjón Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Jón Helgi Þór- arinsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðs- son leiða stundina ásamt Kristínu Jó- hannesdóttur organista. Boðið upp á kaffisopa á eftir í Króki þar sem gömlu lögin verða sungin við gítarundirleik. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að- stoða. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Kjart- an Jósefsson Ognibene. Hádegis- messa miðvikud. kl. 12. Bænastundir kl. 12. fimmtud. og föstud. Orgel- tónleikar fimmtud. kl. 12:30. Tómas Guðni Eggertsson leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Alda Úlf- arsdóttir leiðir safnsðarsöng og syng- ur einsöng. Organisti er Guðný Einars- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- daginn 26. júlí kl. 11 er messa með fermingu í Hjallakirkju. Messan verður í umsjá sr. Sjafnar Jóhannesdóttur og Lenku Mátéova, organista Kópavogs- kirkju. Ath! Yfir sumartímann er sam- starf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Við byrjum í kirkjunni og göng- um svo út undir bert loft og göngum saman á jafnsléttu í Mosfellsdal. Stöldrum við á einstaka stað, biðjum og lofsyngjum Guð og njótum gjafa sköpunar hans. Prestur sr. Ragn- heiður Jónsdóttir. Organisti Kristján Hrannar. Sóknarprestur. NESKIRKJA | Sunnudaginn 26. júlí verður prjónamessa í Neskirkju, eins og verið hefur síðustu sumur. Meðlimir úr prjónahópi Neskirkju aðstoða við helgihaldið og fólk er hvatt til að taka með sér handavinnu. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og samfélag á torginu í guðsþjónust- unni og eftir hana. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Tómas Guðni Egg- ertsson leikur á orgel og félagar úr Kór Seljakirkju syngja, messukaffi í lokin. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Messa – ferming kl. 14. Fermdur verður Hrafn Alex Eymundsson. Kór Seyðisfjarðar- kirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgríms- son annast prestsþjónustuna. Organ- isti er Jón Bjarnason. STRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar. Félagar úr Kór Þorlákskirkju leiða söng við undirleik Esterar Ólafs- dóttur organista. Sóknarnefnd og sóknarprestur. Morgunblaðið/ÓmarStrandarkirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.