Morgunblaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2020
Eggert Gunnþór Jónsson knatt-
spyrnumaður frá Eskifirði leikur í
fyrsta skipti í efstu deild hér á landi
í næsta mánuði. Eggert samdi við
FH til þriggja ára í gær en hann
kemur til félagsins frá SönderjyskE
í Danmörku þar sem hann varð
bikarmeistari í sumar. Eggert er 31
árs miðjumaður og lék frá 15 ára
aldri með Fjarðabyggð en fór 17
ára í atvinnumennsku hjá Hearts í
Skotlandi og lék síðan með Wolves,
Charlton og Fleetwood á Englandi,
Vestsjælland í Danmörku og Belen-
enses í Portúgal.
Eggert kominn í
Kaplakrika
Ljósmynd/SönderjyskE
FH Eggert Gunnþór Jónsson samdi
til þriggja ára við Hafnfirðingana.
Pólska meistaraliðið Kielce hefur
tryggt sér þjónustu íslenska lands-
liðsmannsins Hauks Þrastarsonar
næstu fimm árin, aðeins nokkrum
mánuðum eftir að hafa samið við
hann til þriggja ára. Haukur, sem
er 19 ára gamall, á enn eftir að
spila sinn fyrsta leik með Kielce eft-
ir að hafa farið þangað frá Selfossi í
sumar. Félagið tilkynnti í gær að
samningurinn hefði verið fram-
lengdur til ársins 2025. Haukur er
ristarbrotinn, eins og fram kom í
blaðinu í gær, og spilar í fyrsta lagi
með liðinu í lok október.
Framlengdi án
þess að spila leik
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Pólland Haukur Þrastarson er
kominn með fimm ára samning.
Ívar sem er þess fullviss að meira
búi í liðinu en það hefur sýnt hingað
til „Það býr hellingur í okkur og við
getum unnið Breiðablik og KR. Nú
þurfum við að tengja saman sigra og
halda í þessi gildi sem komu liðinu
langt í fyrra.“
Alltaf verið stuðningsmaður
Ívar er uppalinn í HK og steig sín
fyrstu skref í meistaraflokki með lið-
inu í 1. og 2. deildinni, árin 2011 og
2012. Hann hefur síðan spilað með
Víkingum úr Reykjavík og síðast
Völsurum þar sem hann varð Ís-
landsmeistari 2018. Hann á að baki
143 deildaleiki og 15 mörk en hann
er orðinn 26 ára. Tímabilið í fyrra
reyndist Ívari þó sérlega erfitt, enda
kom hann aðeins við sögu í sex leikj-
um Vals. Í lok júní sneri hann aftur í
uppeldisfélagið sem hann hefur
ávallt fylgst með sem stuðnings-
maður, jafnvel þótt hann hafi spilað
annars staðar, og spilar nú með því í
deild þeirra bestu.
„Ég er að spila með leikmönnum
sem ég þekki og voru jafnvel með
mér í yngri flokkunum. Þótt það sé
auðvitað aldrei skemmtilegt að þurfa
að skipta um lið af því að hlutirnir
ganga ekki upp þá er frábært að
geta farið í uppeldisfélagið. Ég þekki
vel til hérna og fæ að taka þátt í
verkefni sem er mér kært. Ég hef
verið í stúkunni í mörg ár að fylgjast
með þessu.
Þetta var ógeðslega gaman gegn
Breiðabliki og verður það vonandi
áfram. Að spila og gera sitt besta
fyrir uppeldisfélagið, það verður
bara ekki mikið betra,“ sagði Ívar
Örn Jónsson við Morgunblaðið.
Verður ekki betra en
hjá uppeldisfélaginu
Frammistaða Ívars Arnar var HK-ingum mikilvæg í uppgjöri Kópavogsliðanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tækling Ein af fjölmörgum mikilvægum tæklingum Ívars Arnar Jónssonar fyrir HK gegn Breiðabliki í Kórnum.
8. UMFERÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
„Við erum ekki búnir að sækja nógu
mörg stig í síðustu leikjum og það
var því mikilvægt að sækja þrjú
þarna. Það er svo bara ennþá sætara
að þetta hafi verið 1:0-baráttusigur
gegn Breiðabliki,“ sagði Ívar Örn
Jónsson þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn til hans í gærmorgun. Bak-
vörðurinn var enn í skýjunum eftir
frækinn 1:0-baráttusigur HK á ná-
grönnum sínum í Kópavoginum í 8.
umferð Íslandsmótsins í knatt-
spyrnu, Pepsi Max-deildinni. HK
var aðeins búið að vinna einn leik af
sjö fyrir uppgjörið um sveitarfélagið
og kom eflaust nokkrum á óvart að
sjá heimamenn leggja stjörnum
prýtt lið Breiðabliks að velli í Kórn-
um. Sú varð þó raunin í miklum bar-
áttusigri þar sem Birnir Snær Inga-
son skoraði sigurmarkið en Ívar Örn
átti stórleik í vörninni, fékk 2 M fyrir
frammistöðu sína og er leikmaður
umferðarinnar.
HK hefur nú unnið tvo leiki; gegn
Íslandsmeisturum KR og Íslands-
meistaraefnum Breiðabliks, en þeir
virðast hafa tak á nágrönnum sínum.
HK hefur ekki tapað í síðustu fjórum
viðureignum liðanna í efstu deild.
Ívar er auðvitað ánægður með getu
liðsins til að vinna stærstu leikina, en
segir mikilvægt að menn fari næst
að tengja saman fleiri sigra. „Það er
að sjálfsögðu jákvætt að ná úrslitum
á móti góðum liðum en það hefur
vantað smá stöðugleika í þetta, að ná
stigum á móti hinum liðunum líka.
Mín reynsla af þessari deild almennt
er að þetta snýst um að vinna nokkra
í röð. Það skiptir sköpum þegar talið
er upp úr hattinum í lokin, að maður
hafi tengt saman nokkra sigra,“
sagði hann en HK var ekki búið að
vinna í síðustu fimm leikjum sínum
fyrir miðvikudaginn. Þá voru þetta
fyrstu stig liðsins á heimavelli.
Fundum baráttuna aftur
Ef það er eitthvað sem HK-liðið
var þekkt fyrir í fyrra var það ag-
aður varnarleikur og barátta, enda
aðeins tvö lið í deildinni sem fengu á
sig færri mörk yfir leiktíðina. Annað
hefur verið upp á teningnum í sum-
ar, ekkert lið hefur fengið á sig fleiri
mörk en HK (19) sem hefur aðeins
haldið markinu hreinu í tvígang.
Baráttan og varnarleikurinn sem
HK er þekkt fyrir sneri aftur gegn
Blikum.
„Það var frábært fyrir liðið að
finna baráttuna aftur. Þegar maður
fær mikið af mörkum á sig þá stund-
um týnist það svolítið að berjast og
hlaupa. Það var sterkt fyrir okkur að
finna þetta aftur og nú þurfum við að
byggja á þessu í framhaldinu,“ sagði
Aðeins tveir leikmenn sem eru í úrvalsliði Morgunblaðsins úr 8. umferð
Pepsi Max-deildar karla hafa verið valdir áður. Það eru Sigurður Egill
Lárusson úr Val og Sigurður Hrannar Björnsson markvörður HK.
Fjórir leikmenn eru nú jafnir og efstir í M-gjöf blaðsins með 7 M hver en
það eru Pablo Punyed úr KR, Valgeir Valgeirsson úr HK, Ágúst Eðvald
Hlynsson úr Víkingi og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA.
Næstir með 6 M eru Kennie Chopart (KR), Thomas Mikkelsen (Breiða-
bliki), Steven Lennon (FH), Þórir Jóhann Helgason (FH), Haukur Páll
Sigurðsson (Val), Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) og Tryggvi Hrafn
Haraldsson (ÍA). vs@mbl.is
8. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2020
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
25-3-2
Sebastian
Hedlund
Val
Patrik Orri
Pétursson
Gróttu
Heiðar
Ægisson
Stjörnunni
Sigurður Hrannar Björnsson
HK
Arnar Þór
Helgason
Gróttu
Mikkel Qvist
KA
Sigurður Egill Lárusson
Val
Ívar Örn Jónsson
HK
Örvar Eggertsson
Fjölni
Eyjólfur
Héðinsson
Stjörnunni
Atli Sigurjónsson
KR
2
2
Fjórir eru jafnir og efstir
Þegar íslenskt íþróttafólk
snýr aftur heim eftir langan feril
erlendis og keppir síðustu árin
fyrir hönd íslenskra liða verður
manni stundum hugsað til þeirra
sem ekki fóru þessa leið.
Hversu gaman hefði það
ekki verið að sjá Ásgeir Sigur-
vinsson, Eið Smára Guðjohnsen
og Guðna Bergsson spila í eitt
eða tvö ár á Íslandi áður en
skórnir fóru endanlega á hilluna?
Nú eða þá Ólaf Stefánsson og
Guðjón Val Sigurðsson í hand-
boltanum.
Hvað þá Eyjólf Sverrisson og
Heiðar Helguson sem aldrei
spiluðu í efstu deild á Íslandi á
sínum langa og giftusama ferli.
Kappar á borð við Atla Eð-
valdsson og Arnór Guðjohnsen
settu heldur betur svip á ís-
lenska fótboltann á síðustu árum
ferilsins og Jón Arnór Stef-
ánsson á körfuboltann.
Hin svokallaða gullaldar-
kynslóð íslenska karlalandsliðs-
ins í fótbolta sem hefur leikið á
EM og HM er smám saman að
komast á aldur. Nokkrir sem fóru
á stórmótin eru komnir heim,
Hannes, Birkir Sævars, Ólafur
Ingi og Kári spila allir á Íslandi í
dag.
Svo merkilegt sem það er
hafa tveir lykilmenn úr þessum
hópi, Gylfi Þór Sigurðsson og
Birkir Bjarnason, aldrei spilað
meistaraflokksleik með íslensku
liði, Aron Einar Gunnarsson örfáa
fyrstudeildarleiki með Þór og
Kolbeinn Sigþórsson með HK.
Sennilega eru líkurnar á því
að einhverjir þessara fjögurra
spili hér á landi litlar. En það er
samt skemmtileg tilhugsun að
sjá þá fyrir sér í búningum upp-
eldisfélaga sinna. Í einhverjum
tilvikum yrði reyndar rifist um
hver þau væru!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu
hefst á nýjan leik laugardaginn 12.
september en það verður fyrsti
dagur keppnistímabilsins 2020-21.
Þetta var staðfest á heimasíðu
deildarinnar í gær.
Liðin fá því 48 daga frí frá því
keppni tímabilsins 2019-20 lýkur á
sunnudaginn kemur og þar til nýtt
tímabil hefst. Á venjulegu ári
myndu líða um 85-90 dagar á milli
en í ár gerði útbreiðsla kórónu-
veirunnar að verkum að keppni lá
niðri frá miðjum mars og fram yfir
miðjan júní, eða í rúmlega þrjá
mánuði.
Lokaumferð deildarinnar á sam-
kvæmt áætluninni að fara fram 23.
maí 2021, um það bil hálfum mán-
uði síðar en vanalega.
Fram kemur á síðunni að deildin
verði áfram í viðræðum við enska
knattspyrnusambandið og ensku
deildakeppnina (EFL) um heildar-
niðurröðunina fyrir öll mót á þeirra
vegum en styttra tímabil mun án
efa þrengja að enska bikarnum og
deildabikarnum.
Keppni í neðri deildunum, sem er
á vegum EFL, hefst sama dag, 12.
september, en þetta er helgin eftir
landsleikjahléið sem er í byrjun
september. Þá leikur enska lands-
liðið einmitt við það íslenska á
Laugardalsvellinum í Þjóðadeild
UEFA, laugardaginn 5. september.
Englendingar
aftur af stað
12. september