Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 6

Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsstofnun telur að fyrirhug- uð efnistaka í Efri-Staf í Seyðisfjarð- arkaupstað sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og skuli því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Fékk jákvæða umsögn Framkvæmdin er háð fram- kvæmdaleyfi Seyðisfjarðarkaup- staðar. Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri segir að framkvæmdin hafi fengið jákvæða umsögn hjá sveitarfélaginu. Reikna megi með því að framkvæmdaleyfið verði gefið út. Hún segir að ekki sé um marga staði að ræða í firðinum þar sem Seyðfirðingar geta náð í efni. Efnistökusvæðið er í klapparholti austan Stafdals í norðanverðum Efri-Staf í Seyðisfirði. Ætlunin er að taka þar um 45.000 rúmmetra af efni á 9.000 fermetra svæði. Fast berg verður losað með sprengingum einu sinni til tvisvar á ári í 3-4 daga í senn. Ætlunin er að nota efnið til bygging- arframkvæmda og hafnargerðar. Áætlaður vinnslutími er tíu ár. Hefur helst áhrif á ásýndina Að sögn framkvæmdaraðila verða helstu áhrif framkvæmdarinnar á ásýnd. Efnistökusvæðið sést frá Seyðisfjarðarvegi en gera á mön við suðurbrún námusvæðisins til að draga úr neikvæðum áhrifum á ásýnd og landslag. Þegar efnistöku lýkur verður gengið frá svæðinu á snyrtilegan hátt. Í greinargerð framkvæmdaraðila kemur fram að efnistökusvæðið sé rúmlega fjóra kílómetra frá þéttbýlinu og í um 400 metra hæð. Ólíklegt þykir að hljóð- mengun berist frá námavinnslunni en gera má ráð fyrir því að íbúar verði varir við það þegar sprengt verður í námunni einu sinni til tvisv- ar á ári. Aðgát vegna vatnsbóls Framkvæmdasvæðið er innan grannsvæðis vatnsbóls Seyðisfjarð- arkaupstaðar. Í greinargerð fram- kvæmdaraðila kemur m.a. fram að ákveðin mengunarhætta sé frá vinnuvélum í námu og sprengivinnu. sérstök aðgát verður höfð við alla vélavinnu á svæðinu og verði óhapp verður mengaður jarðvegur fluttur í burtu. Þá verður sett olíuskilja á frá- rennsli yfirborðsvatns. Heilbrigðiseftirlit Austurlands segir m.a. í umsögn sinni að afar brýnt sé að vernda neysluvatn. Rík áhersla sé á að vanda alla vinnu í tengslum við fyrirhugaða efnistöku og skuli vatnsverndarsjónarmið og öryggi neysluvatns njóta vafans í öll- um tilvikum. Kæra má ákvörðun Skipulags- stofnunar til úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála. Kæru- frestur er til 24. ágúst 2020. Ný náma ekki í umhverfismat  Efnistaka í Efri-Staf í Seyðisfirði Mynd/skipulag.is Efri-Stafur Nýja efnistökusvæðið sem um ræðir er merkt með gulum fer- hyrningi á myndinni. Eldri náma er afmörkuð með grænum hring. Landinn hefur að undanförnu ver- ið sólginn í ís, en salan eykst jafn- an þegar sólin skín. „Salan um helgar í júlí er mikil. Aðrar helg- ar á öðrum árstímum eru kannski fjórðungur af því sem nú gerist,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. „Mik- ilvægur þáttur í starfinu hér er að fylgjast vel með veðurspám; fram- leiðslan á þeim vörum sem hafa minnst geymsluþol ræðst af veðri. Og nú sýnist mér spáð góðu veðri fram í vikuna, þótt brugðið geti til beggja vona um verslunarmanna- helgina.“ Íssala hefur gengið vonum framar það sem af er ári, en Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, sagði að íssala hefði aukist töluvert á milli ára í viðtali við Morgunblaðið í síðasta mán- uði. Hann sagði að mikil vitundar- vakning hefði orðið hjá Íslend- ingum um mikilvægi umhverfis- vænna umbúða, en í byrjun síðasta mánaðar var allur boxís hjá Emm- essís kominn í pappaumbúðir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íssalan er aldrei meiri en í sólríkum júlímánuði Ferðavilji þýskra ferðamanna hefur aukist síðan ferðamenn frá landinu hættu að þurfa að fara í skimun við landamæri Íslands. Þetta segir Pét- ur Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Viator, sem sér- hæfir sig í ferðum frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. „Það breytti um leið miklu og þessi ákvörðun gerir það að verkum að við fáum færri afbókanir en við hefðum gert,“ segir Pétur. Hann segir að ekki hafi farið mik- ið fyrir þeirri ákvörðun að gera Þjóðverja undanskilda skimunum í þýskum fjölmiðlum, en facebook- hópar tileinkaðir ferðalögum til Ís- lands hafi fjallað um málið og þeir hafi haft góð áhrif. Þjóðverjar pöntuðu tímanlega „Varðandi nýbókanir, þá erum við að fá nýbókanir inn í haustið – sept- ember og október – en í sumar snýst þetta í raun meira um að halda því sem var komið þegar þetta skall á.“ Pétur segir að hvað Þýskalands- markað varðar sé stærstur hluti ferða bókaður með löngum fyrir- vara, svo stór hluti bókana fyrir sumarið hafi komið til áður en kór- ónuveirufaraldurinn skall á. Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland- Grímsson, tekur undir að undan- þágur á skimun hafi orðið til þess að sumir hópar afbóki síður ferðir. Stór hluti viðskiptavina Snælands er frá Skandinavíu og Þýskalandi og hefur Hallgrímur tekið eftir að fólk er óhræddara við að ferðast þegar það þarf ekki að fara í skimun. „Maður fann að það var tregða hjá fólki að fara í skimun. Það hafði svo miklar áhyggjur af því hver niður- staðan yrði og að það myndi tapa ferðinni þegar það kæmi til lands- ins.“ petur@mbl.is Ferðavilji Þjóðverja eykst  Þeir sem ekki þurfa að fara í skimun afbóka síður ferðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.