Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búðardalur Krambúðin þykir dýr. Óánægja er meðal íbúa í Dölum með verðlagningu í verslun Samkaupa í Búðardal, sem sveitarstjórn telur að sé langt umfram það sem boðað hafi verið. Forsagan er sú að í maí sl. var versluninni breytt úr kjörbúð í kram- búð og því fylgdi að vöruverð myndi hækka um 7,5%. Því mótmælti sveit- arstjórn og taldi að verið væri að leggja aukna áherslu á að ná til ferða- manna, sem kæmi niður á þeim sem byggju á svæðinu. Var því skorað á Samkaup að breyta engu, því verð- stefnan hefði leitt til þess að fólk verslaði í heimabyggð frekar en ella. Á fundi sveitarstjórnar fyrir helgina kom fram að skv. nýjum kvitt- unum hefði vörukarfa með 52 vörulið- um hækkað um 25% frá í apríl. „Það er himinn og haf á milli 25% hækkunar vöruverðs og 7,7% hækk- unar, sem hefði þó verið meira en nóg,“ segir í ályktun sveitarstjórnar, sem lýsti vonbrigðum með þróun mála. Verslun væri nauðsynlegur hluti í grunnþjónustu í hverju sam- félagi og verðlagning þyrfti að vera boðleg. Fram kom ennfremur í sveitar- stjórn að forstjóri Samkaupa væri ósammála þeim verðmun og hækkun- um sem sýnd hefðu verið. Hann hefði sömuleiðis lagt til að stjórn Sam- kaupa fjallaði um málefni verslunar- innar í Búðardal á fundi sínum í næsta mánuði. sbs@mbl.is Verðhækkanir meiri en boðað var  Samkaup í Búðardal  Verð hækkað um 25% frá í apríl  Forstjóri ósammála 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun Trausti Jónsson veðurfræðingurritar skemmtilega pistla á blog.is um hugðarefni sitt og flestra landsmanna, veðrið. Hann hefur síðustu daga minnst á þrá- látan kuldapoll, sem hefur verið að fríska upp á land- ann að undanförnu. Trausti skrifaði pistil um kuldann sem hófst svo: „Skemmtileg staða uppi í dag (föstu- dag 24. júlí). Nokkuð heiðarlega má segja að neðri hluti veðra- hvolfs sé nú kaldari yfir landinu norðvestanverðu heldur en yfir nokkru öðru byggðu bóli á öllu norðurhveli – og á suðurhveli er það aðeins yfir Eldlandi syðst í Suður-Ameríku sem kaldara er yfir byggðum heldur en hér og nú (en þar er auðvitað harðavetur).“    Ekki er víst að allir landsmenntaki undir að staðan sé skemmtileg og hefðu líklega frek- ar kosið hlýindin sem Trausti seg- ir óvenjuleg norðan Noregs og raunar almennt á norðurhveli.    En auðvitað er skemmtilegt aðslá met og þá skiptir ekki endilega öllu hvort um hita-, kulda- eða jafnvel úrkomumet er að ræða.    Samt er ekki víst að allir gleðj-ist yfir því sem Trausti nefnir einnig, að spár um hlýindi liggi ekki á lausu, þó að hann bæti því við að vel sé hægt að vona að sumarhlýindi reki hingað um síð- ir.    Þó að hnattræn hlýnun sé auð-vitað ekki efst á vinsældalista margra er ekki ólíklegt að lands- menn myndu þiggja í það minnsta staðbundna hlýnun eftir nýfallið kuldamet. Trausti Jónsson Skemmtilegt kuldamet STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alls 94,8% landsmanna segjast treysta almannavörnum og heil- brigðisyfirvöldum. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, þar sem viðhorf fólks til ýmissa atriða varðandi kórónveirufaraldurinn voru könnuð. Séu niðurstöður könn- unarinnar brotnar niður segjast 35,2% treysta nefndum stofnunum fullkomlega í ráðstöfunum sínum og aðgerðum, 43,8% mjög vel og 15,8% frekar vel. Aðeins 1,2% þátttakenda segjast hvorki treysta þeim vel né illa, og 3% frekar illa. Traust til al- mannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefur verið nokkuð stöðugt í alls 15 könnunum sem Gallup hefur gert frá því veiran fór á kreik. Þegar litið er til efnahagslegra af- leiðinga kórónuveirunnar telja 61,5% þeirra sem Gallup spurði að ríkisstjórnin sé að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum en tæpur fjórðungur telur of lítið hafa verið aðhafst og 9% segja að alltof lítð hafi verið gert. Samanlagt 5% telja á hinn bóginn að of mikið hafi verið gert. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Traust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn hjá Almannavörnum á blaðamannafundi, einum af mörgum. Stofnunum treyst og aðgerðir hæfilegar  Gallup kannar viðhorf á veirutíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.