Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerru-
smíða
2012
2019
Hellaskoðun fyrir tvo
í Raufarhólshelli
Gisting fyrir tvo
í standard herbergi
Morgunverðarhlaðborð
Sumartilboðsverð:
20.600 kr.
Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á
hotelork.is/tilbod
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hekla er varasöm til uppgöngu
vegna þess hvað eldgos í henni geta
komið með skömmum fyrirvara. Hún
er eiginlega eina íslenska eldfjallið
sem er svo varasamt í þessu tilliti, að
sögn dr. Páls Einarssonar, jarðeðl-
isfræðings og prófessors emeritus
við Háskóla Íslands. Jarðvísinda-
mennirnir Erik Sturkell, Ásta Rut
Hjartardóttir og Páll vöruðu nýlega
við þeirri hættu sem göngufólk á
Heklu er í vegna möguleikans á
skyndilegu eldgosi.
„Ekki er hægt að tryggja það að
viðvaranir um yfirvofandi eldgos
berist í tæka tíð fyrir ferðafólk að
forða sér í öruggt skjól. Hér er þess
einnig að gæta að gos í Heklu byrja
oft með öflugu gjóskugosi. Hópur
óviðbúins göngufólks á fjallinu hefur
mjög takmarkaða möguleika til að
bjarga sér,“ sagði í tilkynningu sem
birtist á vefsíðu Jarðvísindastofnun-
ar Háskóla Íslands.
„Reynslan af Heklugosum er sú að
fyrirvarinn er óvenju skammur mið-
að við önnur eldfjöll á Íslandi,“ segir
Páll. Hann telur að viðvörunarmerk-
ingar í kringum eldfjallið séu full-
nægjandi og ættu ekki að fara
framhjá neinum sem ætlar sér á
fjallið. Páll segist mundu taka þá
áhættu að ganga á fjallið, ætti hann
þangað brýnt erindi. „En ég myndi
ekki taka þá áhættu að hafa með mér
hóp af fólki og allra síst að selja
þangað hópferðir. Það finnst mér
ábyrgðarlaust,“ sagði Páll.
Hann segir að ef menn ætli að taka
áhættuna minnki það líkurnar á slysi
fari að gjósa ef þeir halda sig vind-
megin á fjallinu. Þá fýkur strókurinn
mögulega frá þeim frekar en yfir þá.
Nánast allir fara sömu leið á Heklu
og miðað við hana ættu menn ekki að
ganga á Heklu nema í norðaustanátt.
„Dæmin sem við höfum frá síðustu
árum frá útlöndum um það þegar
menn hafa tekið þá áhættu að fara á
virk eldfjöll eru skelfileg,“ segir Páll.
Hann nefnir eldgosið í Hvítueyju við
Nýja-Sjáland í desember 2019 þar
sem ferðamenn höfðu gengið á land
þrátt fyrir viðvaranir. Skyndilega
kom gos og 21 fórst og 26 slösuðust,
margir alvarlega. Eins eldgosið í On-
take í Japan 2014. Eldfjallið var vin-
sæll áfangastaður ferðamanna. Þar
gaus skyndilega og 63 fórust.
Hallinn eykst stöðuvt
Hallamælingar við Næfurholt, um
tíu kílómetra frá Heklu, benda til sí-
vaxandi þrýstings í kvikukerfi eld-
fjallsins á 10-15 kílómetra dýpi. Hall-
inn var síðast mældur 13. júlí og
hefur hann aukist jafnt og þétt frá
lokum síðasta goss árið 2000. Hann
er nú orðnn töluvert meiri en hann
var fyrir eldgosin 1991 og 2000.
Kvikuþrýstingurinn lyftir landinu á
stóru svæði umhverfis Heklu. En
hvers vegna er ekki löngu komið eld-
gos í ljósi þess hvað kvikuþrýsting-
urinn hefur vaxið mikið?
Páll segir að ef aðhald er mikið í
jarðskorpunni þurfi meiri þrýsting
til að eldgos brjótist út. „Þetta
þekkjum við úr Kröflu. Hún er eig-
inlega kennslubókin sem menn fara
eftir.“ Þar fór kvikuþrýstingurinn
venjulega í þann þrýsting sem var
fyrir síðasta gos, eða ívið meira, áður
en næsta gos kom upp. Stundum fór
þrýstingurinn líka talsvert langt
fram yfir þrýsting fyrir síðasta gos
og tengdist það yfirleitt breytingum
á stefnu kvikuhlaupsins á þeim skil-
um.
Eldgos breyta eldfjöllunum
Mikið aukinn þrýstingur í kviku-
kerfi Heklu þarf alls ekki að þýða að
næsta eldgos verði kraftmeira en
undanfarin gos, að sögn Páls. Eld-
gosið í Heklu 1947 var mjög stórt.
Það virðist hafa leitt til breytinga á
öllu Heklukerfinu.
„Í hvert skipti sem verður eldgos
eða einhver atburður þá breytist
kerfið. Í raun er ekki hægt að reikna
með því að eldstöð hagi sér aftur ná-
kvæmlega eins og hún gerði í fyrri
eldgosum,“ segir Páll. „Í rauninni er
það annað eldfjall sem gýs næst. Eft-
ir því sem gosið er stærra þeim mun
meiri verður þessi breyting.“
Hann segir að Hekla virðist alveg
hafa skipt um gír við eldgosið 1947.
Fyrir það gos gaus hún venjulega
einu sinni eða tvisvar á öld. Eftir
1947 gaus Hekla næst árið 1970 og
svo eftir það á um tíu ára fresti, þ.e.
1980 og 1981, 1991 og 2000.
Liðin eru 20 ár frá síðasta Heklu-
gosi og er engin haldbær skýring á
því hvers vegna svo langt er um liðið
önnur en sú að í hvert skipti sem
kemur gos er spennan orðin meiri í
jarðskorpunni í kring en hún var.
„Það þarf alltaf hærri þrýsting,
fara yfir hærri þröskuld, til að það
gjósi næst. Í þetta skipti virðist
þröskuldurinn vera orðinn óvenju
hár,“ segir Páll. Hann segir halla-
mælingarnar sýna að Hekla hafi ver-
ið að safna kviku. Líka að þrýsting-
urinn sé nú orðinn meiri en hann var
fyrir síðustu eldgos. Þessari þekk-
ingu fylgir þó ekki nein forspá um
hvenær næsta Heklugos verður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hekla Kvikuþrýstingur hefur aukist stöðugt frá því að Hekla gaus síðast ár-
ið 2000. Reynslan hefur sýnt að hún getur gosið með stuttum fyrirvara.
Varasamt að
fara í fjall-
göngu á Heklu
Eldgos geta komið með skömmum
fyrirvara Vaxandi kvikuþrýstingur
Straumvatnsbjörgunarhópar Slysavarnafélagsins
Landsbjargar voru boðaðir út um fimmleytið á laugar-
daginn var vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt
neðan við Brúarhlöð í uppsveitum Árnessýslu. Fjórir
hópar fóru á vettvang og sá fyrsti sem kom að manninum
náði fljótlega að koma línu til hans og björgunarvesti.
Hálftíma síðar var maðurinn kominn á þurrt land og fór í
sjúkrabíl til aðhlynningar.
Um svipað leyti fundu björgunarsveitarmenn göngu-
fólk sem leitað var að á Trékyllisheiði við Búrfell í Árnes-
hreppi á Ströndum. Göngufólkið fékk heitt að drekka og
nýbakaðar kleinur. Það hresstist fljótt og fór í fylgd
björgunarsveitar til byggða. Komu þau í Norðurfjörð um
kl. 20.00 þar sem þau gátu gist og þurrkað farangurinn.
Tvær giftusam-
legar bjarganir
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Hvítá Fljótlega tókst að koma línu og björgunarvesti til
mannsins sem var í sjálfheldu. Honum var svo náð upp.