Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 14

Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SigmundurDavíð Gunn-laugsson, formaður Mið- flokksins, fjallaði um mikilvægt mál- efni hér í blaðinu á laugardag í grein sem hann nefndi Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin. Í greininni rakti hann vaxandi áhrif pólitísks rétttrúnaðar og þöggunartilburða sem sjást víða um þessar mundir. Sigmundur nefndi ýmis slá- andi dæmi um þetta, þar sem fólk hefur verið þvingað til að lýsa yfir stuðningi við málstað sem það hafði ekki hugsað sér að lýsa yfir stuðningi við eða þar sem fólk varð fyrir barðinu á rétttrúnaðinum þar sem það gengi ekki nógu langt. Öfga- mennirnir láta sér ekki endi- lega nægja að fólk lýsi yfir stuðningi við þá, það verður um leið að hafna öllu öðru. Hann vék einnig að fjöl- miðlum sem hann sagði ekki vara varhluta af menningar- byltingunni „og sumir þeirra eru virkir þátttakendur í bar- áttunni. Ákveðnar sjónvarps- stöðvar gerðu kröfu um að fréttaskýrendur bæru nælu til að sýna stuðning sinn við BLM [Black Lives Matter]. Banda- ríska blaðið New York Times sem eitt sinn studdist við kjör- orðið „óttalaust og hlutlaust“ (e. without fear or favour) er fyrir löngu orðið áróðursblað og varð loks að grínútgáfu þess sama áróðurs. Þar missti ritstjóri aðsendra greina vinn- una eftir að hann birti grein frá öldungadeildarþingmanni sem taldi rétt að hafa herinn í viðbragðsstöðu vegna óeirða í landinu. Það var ekki síst að kröfu samstarfsfólks sem fór hamförum á Twitter sem maðurinn fór frá. Skömmu síðar sagði kona á sömu deild upp störfum. Hún var þekktur blaðamaður og birti magnaða grein þar sem hún lýsti einelti af hálfu sam- starfsmanna og því hvernig NYT væri nú ritstýrt af Twit- ter. Hún bætti því við að „það ætti ekki að þurfa hugrekki til að mæta í vinnuna á banda- rísku dagblaði sem miðjumað- ur“.“ Svipað ástand er að finna víðar og jafnvel á The Wall Street Journal reyndi hluti blaðamanna að þvinga fram breytingar á skoðanasíðum blaðsins, sem varð til þess að yfirstjórn þeirra birti yfirlýs- ingu um að þar fengi útilok- unarmenningin ekki að ráða. Áfram yrðu kynnt sjónarmið til stuðnings frelsi einstakl- ingsins og viðskiptafrelsi, sem væru mikilvægari nú en nokkru sinni í andrúmslofti þar sem skortur sé á umburð- arlyndi og þess sé krafist að allir beygi sig undir eina skoð- un. Þetta eru afar mikilvæg sjónarmið sem allir þeir sem styðja frelsi einstaklingsins, þar með talið tjáningarfrelsið, hljóta að vilja standa vörð um. Í því sambandi er gott að hafa í huga orð Edmunds Burkes: „Það eina sem þarf til að illsk- an vinni sigur er að góðir menn aðhafist ekkert.“ Þeir sem vilja frelsi og mannréttindi verða að standa vaktina og leyfa ekki öfgunum að sigra} Frelsinu ógnað Ýmislegt bendirtil að efna- hagslífið hér á landi sé heldur að rétta úr kútnum. Hagtölur eru upp- örvandi, en um leið heyrast aðvörunarorð þess efnis að ekki sé allt sem sýnist og að þetta sé tímabundið ástand. Haustið geti orðið hart og veturinn jafnvel verri. Ástandið í Evrópu, beggja vegna Ermarsunds, er ekki alveg ólíkt. Tölur sem horft er til um framleiðslu og versl- un þykja betri en vænst hafði verið, en þaðan heyrast líka varnaðarorð um að ekki sé endilega að marka mælingar í þessu óvenjulega ástandi. Nefnt er sem dæmi að upp- söfnuð þörf vormánaða geti skekkt tölur sumarsins. Þetta kann að vera rétt en annað vekur meiri ugg og það er ótti við nýja bylgju kórónu- veirunnar. Hún þykir hafa gert vart við sig í auknum mæli á ákveðnum svæðum í Evrópu og gripið hefur verið til hertra aðgerða á nýjan leik þess vegna. Svipaður ótti er upp á teningnum hér á landi sem setur efnahagshorfur vitaskuld í verulega óvissu. Það sem þó má ætla af þeim tölum sem birst hafa úr efnahags- og atvinnulífi hér og í Evrópu, auk þeirrar til- finningar sem þeir sem í at- vinnulífinu starfa hafa fyrir ástandinu, er að takist áfram að halda veirunni niðri má binda vonir við að efnahag- urinn þokist smám saman í rétta átt. Við erum þá þrátt fyrir allt á leiðinni upp úr öldudalnum. Vísbendingar eru jákvæðar, en óvissan gríðarlega mikil} Upp úr öldudalnum? M ikilvægasta grunnstoð hvers samfélags er skólakerfið, þar sem menntun veitir öllum tækifæri til að finna sinn stað í lífinu. Íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina skilið mikilvægi mennt- unar og lagt mikið á sig til að vera í fremstu röð. Á tímum Covid-19 hefur reynt á mikilvæg- ustu grunnstoðir samfélagsins okkar. Við höf- um séð heilbrigðis- og menntakerfin okkar standast stærstu þolraun síðustu tíma. Sam- starf hins opinbera og Íslenskrar erfðagrein- ingar gerði samfélaginu kleift að ná utan um verkefnið með prófunum, rakningu, sóttkví og einstakri aðhlynningu þeirra sem hafa veikst. Menntakerfinu var líka haldið gangandi með framúrskarandi skólafólki sem var vakið og sofið yfir velferð nemenda sinna. Tæknin var nýtt til hins ýtrasta og þökk sé þeirri miklu elju og dugnaði sem er í íslensku skólakerfi náðu nemendur að útskrifast. Þetta er tilkomumikill árangur. Ég lít á það sem eitt mikilvægasta samfélagsverkefnið okkar að skólarnir komi sterkir inn í haustið. Víða um allan heim verða skólar ekki opnaðir með hefðbundnum hætti í haust og skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómetanlegur. Á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum er búið að gefa út að hefðbundið skólahald hefjist í fyrsta lagi 1. febrúar 2021. Næstum heilt ár er því án hefð- bundinnar skólagöngu. Verulega er þrengt að frelsi barna til að mennta sig sökum farsótt- arinnar. Ljóst er að heimili eru misvel undir það búin að fara í heimakennslu og afleið- ingin bitnar verst á þeim sem standa veikast félagslega. Alþjóðabankinn hefur metið að lokun skóla í fimm mánuði geti lækkað lífs- tekjur barnanna sem nemur allt að 7% af heimsframleiðslunni í ár! Það er því eitt stærsta hagsmunamál okkar allra að börn geti farið í skóla. Ég er afar stolt af því hvernig íslenska menntakerfið tókst á við farsóttina á vormán- uðum. Gæfuríkt samstarf lykilaðila skilaði okkur þessum árangri. Hlutverk okkar allra er að tryggja að menntun á tímum Covid-19 verði sem farsælust. Framtíðin veltur á því hvar við fjárfestum og að skilningur sé á mikilvægi allra skólastiga í landinu. Umgjörð samfélagsins á að tryggja skólagöngu barna og að þau geti reitt sig á framúrskarandi menntakerfi. Samfélögin þar sem heilbrigðiskerfið náði utan um far- sóttina ásamt því að tryggja menntun eru eftirsóknar- verðustu samfélögin að búa í. Þrátt fyrir að vel hafi gengið að ná tökum á veirunni á Íslandi er vöxtur í Covid-19 á heimsvísu. Við verðum því að halda vöku okk- ar áfram, og muna að við erum lánsöm þjóð. Við búum á eftirsóknarverðum stað, þar sem fjárfest er í menntun og framtíðinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Frelsi til menntunar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framúrskarandi knatt-spyrnumenn brenna afástríðu og þrautseigju oghafa hugarfar vaxtar. Þetta segir Hermundur Sigmunds- son, prófessor við sálfræðideild NTNU í Noregi og við íþróttafræði- deild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum rann- sakað fremstu knattspyrnumenn í Sogndal og ná- grenni. Þar er knattspyrnuáhugi landlægur og það- an hafa komið margir bestu knattspyrnumenn Noregs sem leika í úrvalsdeild og landsliðinu auk þess sem sumir hafa orðið atvinnumenn í öðrum lönd- um. Grein um niðurstöður rannsókn- arinnar birtist nýlega í ritrýnda tíma- ritinu New Ideas in Psychology. „Við höfum skoðað þá þætti sem skipta sköpum við að ná árangri síð- ustu tæp tvö árin,“ sagði Hermund- ur. „Við notuðum meðal annars fram- úrskarandi fótboltamenn sem útangspunkt við að skoða þessa þætti. Þar vega þyngst ástríða, þrautseigja og hugarfar grósku eða vaxtarhugarfar. En það nær enginn miklum árangri í fótbolta án mikillar þjálfunar.“ Hann nefndi sænska sálfræði- prófessorinn K. Anders Ericsson sem setti fram þekkta kenningu um markvissa þjálfun. Hann sagði m.a. að til þess að ná afburðafærni á vissu sviði þyrftu einstaklingur að stunda markvissa þjálfun í minnst tíu þús- und klukkustundir. Hermundur sagði að þetta undirstrikaði mikil- vægi þess að sá sem ætlaði að ná árangri hefði góðan „mentor“, ein- hvern sem væri þjálfari hans, kenn- ari og leiðbeinandi. Vísindamennirnir rannsökuðu meðal annars úrvalsdeildarlið Sogn- dal, unglingalið félagsins (18 ára) sem er eitt það besta á Norður- löndum og keppir í Evrópudeildinni og líka 15 ára strákana. „Við skoðuðum þrjá aldurshópa og sáum að ástríða og þrautseigja fylgjast áberandi sterkt að. Þetta samband var mest áberandi hjá þeim sem voru bestir í fótbolta. Þessi háa fylgni var einmitt það sem við vildum sjá,“ sagði Hermundur. Hann sagði að hugarfar grósku og vaxtar hefði verið undirliggjandi hjá þeim sem náðu mestum árangri. „Það er mjög mikilvægt að öll íþróttalið, skólar og annað mótandi umhverfi hafi þetta gróskuhugarfar. Þessi hugsun að ég geti bætt mig og orðið betri í því sem ég fæst við.“ Gróskuhugarfarið er mikilvæg und- irstaða fyrir þjálfun og iðkun þar sem ástríðan og þrautseigjan koma við sögu í að ná árangri. Geta og ástríða fylgdust að Hermundur sagði að þeir hefðu beðið þjálfara liðanna að raða leik- mönnunum eftir getu í knattspyrnu. Þegar röðunin var borin saman við svör leikmannanna sjálfra um hvað knýði þá áfram sást að ástríðan var afgerandi þáttur í að komast í fremstu röð í knattspyrnu. „Þetta var fyrsta rannsóknin á fótboltamönnum þar sem við sáum svona skýrt hvað þessar þrjár breytur eru mik- ilvægar,“ sagði Hermundur. Hug- myndin er að halda áfram að skoða þessi tengsl breytanna með því að skoða nemendur í skólum, tónlist- arfólk og keppendur í öðrum íþrótta- greinum, stelpur og stráka, og lykil- inn að góðum árangri þeirra. Hann sagði að sá sem yrði af- reksmaður í knattspyrnu þyrfti að vera mörgum kostum búinn hvað varðar líkamlegt þrek, fimi og þol. Það væri þó ekki nóg ef ástríðuna, þrautseigjuna og sigurvissuna vant- aði. „Flestir geta orðið þokkalegir en þeir sem verða afreksmenn hafa eitt- hvað aukalega, bæði líkamlega og hugarfarslega, og hafa metnað og gefast ekki upp. Þeir sem verða góðir halda áfram hvað sem á dynur. Ástríðan drífur þá áfram og samspil þessara þátta,“ sagði Hermundur. Hann sagði að nú ætlaði Háskólinn í Reykjavík meðal annars að skoða ástríðu og þrautseigju í viðamikilli rannsókn hjá ungum íslenskum knattspyrnumönnum. „Það að kveikja neistann er lyk- ilatriði við að hjálpa fólki til að ná árangri, hvort sem er í íþróttum eða námi. Að hver einstaklingur fái réttar áskoranir miðað við færni sína og áhuga. Viðfangsefnið á að vera spennandi. Maður verður að finna sig í því sem maður fæst við,“ sagði Her- mundur. Þetta á við um fólk á öllum aldri. Eldra fólk er hvatt til að hreyfa sig og halda sér í þjálfun. Til að það gerist er mikilvægt að fólk finni hreyfingu sem því líkar, hvort heldur gönguferðir, að hjóla, fara í sund eða golf. Áhuginn og að hafa gaman af því sem maður gerir er mikilvægur drif- kraftur. Þá fylgja ástríðan og þraut- seigjan í kjölfarið sem er forsenda árangurs. Hafa fundið upp- skrift að velgengni Morgunblaðið/Hari Árangur Ákveðnir þættir skila árangri í íþróttum og á fleiri sviðum, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Myndin sýnir Íslandsmeistarana í fótbolta 2019. Hermundur Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.