Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 19

Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 ✝ Aðalbjörg Guð-mundsdóttir kennari fæddist á Harðbak á Mel- rakkasléttu 15. mars 1920. Hún lést á heimili sínu hinn 10. júlí 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Stefánsson, f. 1885, d. 1971, og Margrét Siggeirsdóttir, f. 1890, d. 1978, sem bjuggu á Harðbak. Aðalbjörg átti fimm systur og einn fósturbróður. Látnar eru Borghildur Guðrún, Ása og Kristín Guðbjörg en á lífi eru Jakobína, Þorbjörg Rósa og Kári Friðriksson. Aðalbjörg giftist hinn 3. júní 1948 Rögnvaldi Jóhanni Sæ- mundssyni, f. 21. ágúst 1916, d. 6. janúar 2016. Hann var sonur hjónanna Sæmundar Rögn- valdssonar og Petreu Aðal- heiðar Jóhannsdóttur sem bjuggu í Ólafsfirði. Rögnvaldur og Aðalbjörg bjuggu fyrst í Reykjavík en 1953-77 í Keflavík og eftir það í Reykjavík. Börn þeirra eru þrjú: 1) Sæmundur, f. 1948, kvæntur Ingibjörgu Axelsdóttur, f. 1953. Sonur Sæ- mundar og Kristínar Indriða- dóttur, f. 1947, er Rögnvaldur Jóhann, maki Birna Helgadóttir 49, við Barnaskólann í Keflavík 1953-77, þar af yfirkennari 1973-77, og við Ölduselsskóla 1977-88. Hún var dugleg að sækja námskeið og kynna sér nýjungar í námsefni og kennslu- háttum. Hún sótti hannyrða- námskeið í Nääs í Svíþjóð vorið 1946 og stundaði nám við kenn- araháskólann í Árósum í náms- leyfi á vorönn 1973. Síðustu ára- tugina sérhæfði hún sig í kennslu yngri barna. Aðalbjörg var alltaf virkur þátttakandi í félagslífi. Hún var formaður Ungmennafélagsins Austra og líka gæslumaður barnastúk- unnar Norðurljóssins á Raufar- höfn. Einnig var hún í stjórn Þingeyingafélagsins í Reykja- vík. Í Keflavík var hún í ýmsum nefndum á vegum bæjarins, lengst í fræðsluráði 1966-77 og var einnig gæslumaður barna- stúkunnar Nýársstjörnunnar 1968-72. Félagsstörf hennar síð- ustu árin hafa verið fyrir Soroptimista. Hún varð formað- ur Soroptimistaklúbbsins í Keflavík við stofnun 1975-77 en gekk í Soroptimistaklúbb Reykjavíkur 1979. Hún var rit- ari, gjaldkeri, fulltrúi á lands- sambandsþingum og sat í fjöl- mörgum nefndum um ýmis málefni. Þá var hún varaforseti Landssambands Soroptimista og í útbreiðslunefnd sambands- ins. Hún var kjörin heiðurs- félagi Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 2006. Útförin fer fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi í dag, 27. júlí 2020, klukkan 13. og eiga þau fjögur börn. Börn Sæ- mundar og Ingi- bjargar eru Hösk- uldur, maki Brynja Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur en fyrir átti hann eina dóttur og Brynja þrjú börn, Þor- björg, maki Vignir Snær Vigfússon og eiga þau þrjá syni, og Anna Þórhildur, sem á tvær dætur. 2) Elín, f. 1950, gift Björgvini Guðmundssyni, f. 1949. Börn þeirra eru Guð- mundur Óli, maki Hulda Björg- vinsdóttir og eiga þau fjögur börn, Aðalbjörg, maki Hrólfur Einarsson og eiga þau þrjú börn, og Bjargey. 3) Margrét, f. 1959, sambýlismaður Magnús H. Ingþórsson, f. 1957. Sonur Mar- grétar og Guðmundar Björgvins Kristinssonar, f. 1958, d. 1994, er Jóhann Kristinn Guðmunds- son, maki Anna Steinunn Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö börn. Aðalbjörg ólst upp á Harðbak við venjuleg sveitastörf. Hún gekk í Kennaraskólann og tók kennarapróf vorið 1940. Aðal- björg var kennari á Raufarhöfn 1940-43, við St. Jósefsskóla í Hafnarfirði 1943-45, við Austur- bæjarskólann í Reykjavík 1945- Hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls – við ysta haf. Þótt þessar ljóðlínur skáld- konunnar Huldu væru ortar um íslensku þjóðina komu þær mér oft í hug þegar ég dvaldi með Að- albjörgu tengdamóður minni við leik og störf á Harðbak á Mel- rakkasléttu. Hvergi undi hún sér betur en á æskuslóðum sínum norður á hjara veraldar, þar dvaldi hún flest sumur sinnar löngu ævi og gaf okkur fólkinu sínu hlutdeild í þeim ævintýra- heimi sem þar er að finna. Okkar fyrstu kynni urðu árið 1974. Hún var þá á miðjum aldri og mér fannst hún sérstaklega falleg kona jafnt innra sem ytra. Hún var með hrafnsvart hár og batt talsverðar vonir við að við hjúin myndum eignast svart- hært barn þar sem faðir minn deildi þessum háralit með henni. Hún var brosmild og glaðvær, kom oft auga á það skemmtilega í tilverunni og átti í góðum sam- skiptum við fólk. Ekki svo að skilja samt að hún hefði ekki skoðanir. Þær hafði hún svo sannarlega og lét ekki vaða yfir sig en gerði ekkert með það þótt aðrir væru á öndverðum meiði og erfði það ekki við þá sem voru henni ósammála. Samband okk- ar var alla tíð gott og hún var mér góð fyrirmynd þegar að því kom að ég eignaðist mín eigin tengdabörn. Eflaust hefur hún í upphafi verið hugsi yfir því hvort tvítug stúlka réði við það hlut- verk að taka þátt í uppeldi sex ára sonarsonar hennar en aldrei lét hún það í ljós við mig, heldur veitti stuðning og hvatningu og þannig voru öll samskipti okkar allt til loka. Aðalbjörg var mikil fjöl- skyldukona. Hún kom úr stórum og samheldnum systrahópi og að auki áttu þær fósturbróður. Hún og Rögnvaldur tengdafaðir minn héldu í fjölskylduhefðina og áttu mikil og góð samskipti við sitt fólk. Þau létu sér ekki nægja að ala upp börnin sín þrjú heldur tóku virkan þátt í uppeldi allra barnabarnanna sinna. Í um það bil aldarfjórðung voru þau, ým- ist annað eða bæði, á hverju sumri á Harðbak með fleiri eða færri barnabörn með sér og gáfu borgarbörnunum þannig innsýn í allt annan veruleika en þann sem þau ólust upp við. Í vistinni hjá ömmu sinni og afa lærðu þau að lesa í náttúruna og virða hana, höfðu ýmsum skyldum að gegna en bjuggu jafnframt við mun meira frelsi en þau voru vön. Þau voru hvött til þess að finna sér viðfangsefni og nýttu sér það óspart en jafnframt kennt að frelsinu fylgir ábyrgð. Þau gátu ekki hugsað sér að bregðast traustinu sem þeim var sýnt og samveran með ömmu og afa skilaði sér í fölskvalausri væntumþykju allra barna- barnanna. Aðalbjörg var afskaplega fróð og minnug og það var því heilla- spor þegar hún ákvað ung að ár- um að gera kennslu að ævistarfi. Barnakennsla varð starfsvett- vangur hennar í næstum hálfa öld, lengstum á yngsta stigi. Þar var hún svo sannarlega á heima- velli og enn hittum við fólkið hennar gamla nemendur hennar sem minnast Aðalbjargar með hlýju og þakklæti fyrir afburða kennslu. Að leiðarlokum kveð ég tengdamömmu mína og eina helstu fyrirmynd í lífinu með söknuði en einnig þakklæti fyrir okkar góðu og gefandi samvistir. Það er mikið lífslán að hafa átt hana að. Ingibjörg Axelsdóttir. Þá er hún amma búin að kveðja okkur eftir langa og far- sæla ævi. Sem barn var ég alltaf hjá henni á Harðbaki á sumrin. Ég man sérstaklega eftir því að vakna á morgnana bæði í gamla húsinu og í Ellubænum áður en rafmagnið kom. Amma fór alltaf á fætur á undan okkur krökk- unum og kveikti upp. Það var notalegt að liggja uppi í rúmi í kuldanum og heyra í ömmu taka til við uppkveikjuna. Þetta end- aði með því að kveikt var á eld- spýtu og síðan heyrði maður snarkið í og fann lyktina af brennandi næfrinu og viðnum. Þegar hlýnaði í bænum þurfti að fara á fætur og sækja vatn, höggva í eldinn og vernda æð- arvarpið svo eitthvað sé nefnt. Mikil barátta var háð við svart- bakinn sem var gjarn á að éta æðarungana. „Farðu nú út, Ólimand, og brenndu á hann,“ sagði amma gjarnan og rétti mér gömlu einhleypuna hans afa. Amma, sem gerði aldrei flugu mein, sýndi fullkomið miskunn- arleysi við vernd varpsins. Allt sem amma bað um var auðvitað gert umyrðalaust. Það var s.s. ekkert gaman að þræla með tvær fullar fötur af vatni upp brekkuna hjá Ellubænum með kríurnar snarbrjálaðar yfir höfði sér en ekki vildi maður bregðast þó að amma skammaði okkur aldrei. Maður gat hins vegar fengið ákveðið augnaráð sem gaf til kynna þetta hefði getað verið gert betur og þar vildi enginn maður vera. Amma var í essinu sínu sem æðarbóndi á ættaróðalinu. Hún var beintengd við landið og fuglana. Í nokkur ár verpti æð- arkolla á bílastæðinu við Ellu- bæinn. Þetta var gömul og grá kolla sem skildi að nærveran við lordinn í Ellubænum var mesta öryggið fyrir ungana. Gamla kollan lét ekki stugga við sér og beit alla hlutaðeigandi hiklaust þegar stuggað var við henni til að sjá ungana sem hún skýldi undir vængjum. Þær skildu hvor aðra þessar tvær. Amma fylgdist alltaf með henni og þegar hún vissi að kollan væri búin að unga út vaknaði hún snemma. Þegar kollan fór af stað með ungana út á sjó fékk hún gjarnan fylgd ömmu sem labbaði í humátt á eftir henni og sá til þess að varg- urinn héldi sig fjarri. Amma var hrein og bein. Hún hafði ákveðnar skoðanir en tróð þeim ekki upp á aðra. Á sama hátt var henni nokk sama hvað öðrum fannst og kvíði var hug- tak sem hún þekkti aðeins óljóst af orðabókum. Í sumar, þegar hún var orðin mjög lasin, reis hún upp af sjúkrabeði og dreif sig á Harðbak einu sinni enn. Við fórum með krakkana og vorum með henni eins og við vorum vön að gera á sumrin. Líkaminn væri farinn að gefa sig en andinn var samur við sig. „Ég hef það fínt,“ sagði hún ef hún var spurð um líðan sína. Ég er viss um að það hafi verið læknisfræðilega óverj- andi fullyrðing en þetta var amma. Hún lifði lífi sínu þannig að farið var með hvern dag eins og nýtt ævintýri sem njóta átti til fulls. Hún var besta amma og langamma í heimi, frábær fyrir- mynd og var alltaf til staðar fyrir okkur. Það er ekkert annað hægt en að gleðjast yfir öllum tímanum sem við fengum með henni þó að söknuðurinn sé mik- ill hjá okkur öllum og ekki síst langömmubörnunum sem voru svo lánsöm að kynnast henni. Minning hennar er og verður ljóslifandi í hjarta okkar. Guðmundur Óli Björgvinsson. Amma hafði þá heilbrigðustu sjálfsmynd og sjálfstraust sem ég hef kynnst. Laus við hroka og sjálfumgleði, en hafði litlar áhyggjur af því hvað öðrum kynni að finnast um hana eða það sem hún gerði eða sagði. Hún var sjálfri sér trú, sam- viskusöm, heiðarleg og hrein- skilin. Alltaf jákvæð og glöð og kunni að njóta litlu hlutanna í líf- inu. Hún hafði ekki óþarfa áhyggjur af því sem hún gat ekki haft áhrif á. Klár, skynsöm og með ótrúlegt minni. Hörkudug- leg, ósérhlífin og algjör nagli, en kunni líka að slaka á og hvíla sig. Yndisleg manneskja sem var mér í senn amma, uppalandi, fyrirmynd og vinkona. Kenndi mér að lesa og skrifa, en líka að sauma, hekla og prjóna. Amma átti alltaf til nóg af marglitum pappír, litum og lími til að föndra, nóg af garni og efnum til að búa eitthvað til og endalaust svigrúm fyrir alls kyns dundur og tilraunir. En það sem maður gerði skyldi vandað í alla staði, ef villa fannst var rakið upp og leiðrétt. Ég á ótal ljúfar minningar um ömmu, margar hverjar úr hvers- deginum. Mjúkar hendur, eins og húðin á handarbakinu væri aðeins of stór. Kremilmur á koddanum hennar. Textalaust söngl með laginu í útvarpinu. Ró og friður, notalegheit. Sögur úr fortíðinni yfir kaffibolla. Ný- steiktar pönnukökur í stórum stafla eða smjörsteiktar lummur með rúsínum. Einnig dýrmætar bernsku- minningar frá Harðbak. Sumar- kvöld í stilluveðri þar sem við krakkarnir vorum að veiða síli og skottast um úti langt fram eftir kvöldi þar til amma kallaði á okkur í háttinn. Þegar allir voru komnir í náttföt setti amma sjóðandi vatn úr flautukatlinum í bland við kalt í bláa emaleraða vaskafatið. Við sátum öll í hrúgu á bekknum við eldhúsborðið í Ellubænum og hún byrjaði á því að þvo okkur öllum í framan með heitum þvottapoka. Við tók handþvottur og að lokum þvoði amma okkur öllum, hverju á eft- ir öðru, um fæturna. Eftir fóta- baðið klifruðum við beint af bekknum hvert í okkar ból. Ég vaknaði við snarkið í sprekum sem voru að taka við sér í log- anum, lykt af eldspýtum og brennandi næfri. Reis upp við dogg og fylgdist með ömmu, í græna sloppnum sínum, kveikja upp og undirbúa morgunverð- inn. Þvílík friðsæld. Kúrði undir sænginni þar til eldurinn var byrjaður að taka við sér og að- eins farið að hlýna í Ellubænum. Fór svo í ullarsokka og lopa- peysu og klifraði fram á bekkinn til að fá ristað brauð og heitt kakó í doppótta bollann minn. Amma mín var dásamleg kona sem kenndi mér svo ótal margt, ekki síst með fordæmi sínu. Það er mér afar dýrmætt að hafa fengið að njóta samveru hennar svona lengi og að hafa kynnst henni svona vel. Ég sakna henn- ar og hún mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Bjargey. Amma vekur mig varlega. Klukkan er fimm. Eftir stutta stund erum við komin út úr hvíta húsinu og það hreyfir varla vind. Stelkar, kríur og hrossagaukar eru komin á kreik og hljóðin í þeim blandast við þungan niðinn frá sjónum. Við útbúum okkur, göngum suður í Holt, losum bát- inn og ýtum honum út á vatnið. Amma lætur mig róa en situr á móti mér og stingur á. Ég dreg inn netin og losa silunginn, en fæ hjálp frá ömmu þegar á þarf að halda. Svo eru netin lögð aftur og róið til baka. Þá er byrjað að kula sem reynir á unga vöðva. Við göngum frá bátnum og ber- um silunginn heim í kippum. Þegar heim er komið kveikir amma upp í eldavélinni, útbýr eitthvað heitt og gott, gleðst yfir góðum afla og hrósar fyrir dugn- aðinn. Svona liðu dagarnir gjarnan með ömmu. Það voru ýmis verk sem þurfti að vinna en með ömmu urðu þau sambland af ævintýri og skóla, eins konar ævintýraskóli. Ég var þátttak- andi í spennandi atburðarás sem endaði alltaf vel, en til að svo færi þurfti að takast á við alls konar öfl sem enginn hafði stjórn á. Til dæmis gat verið svo mikill vindur yfir daginn að að- eins var hægt að vitja um netin á nóttunni. Sem fullgildum þátt- takanda leið mér eins og ég hefði áhrif á atburðarásina og tækist á við hin óblíðu öfl og komst því ekki hjá því að læra ýmislegt um lífið, náttúruna og tilveruna. Margt af því var ósagt á sínum tíma og uppgötvaðist ekki fyrr en löngu seinna. En allt endur- speglar það þá samblöndu af hlýju, jákvæðni, sjálfstæði og æðruleysi sem einkenndi ömmu. Annað sem einkenndi ömmu var samheldni. Þegar ég var krakki hittust Harðbakssysturn- ar sex og allir þeirra afkomend- ur þrisvar sinnum í kringum jól og áramót. Á sumrin vorum við barnabörnin gjarnan nokkur saman hjá ömmu á Harðbak og þegar hún varð langamma stóð hún fyrir svokölluðum lang- ömmudögum þar sem allir henn- ar afkomendur hittust mánaðar- lega yfir vetrartímann. Allt þetta hefur myndað einstök tengsl milli kynslóða og innan hverrar kynslóðar og gert okkur ríkari en orð fá lýst. Í dag kveð ég ömmu og á eftir að sakna hennar. Áfram munu lifa góðar minningar um ævin- týrin okkar og lífsviðhorf hennar sem fyrirmynd og leiðarljós. Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson. Nafna mín kallaði hún mig alltaf og mér þótti svo vænt um það. Amma mín sem kenndi mér að lesa, prjóna, hreinsa æðar- kolluhreiður og æðardún, nöfnin á mófuglunum, að róa og svo margt annað. Bestu fyrirmynd- irnar eru þær sem sýna í verki hvernig þeim finnst rétt að vera en reyna ekki að þröngva því upp á aðra, þannig var amma. Hún var sterk og sjálfstæð og vissi hvað hún stóð fyrir. Hún sagði manni satt og var óhrædd við að segja hvað henni fannst en hún hafði enga þörf fyrir að snúa öðrum yfir á sína skoðun. Amma stóð alltaf með börnum. Ef börn sýndu af sér óæskilega hegðun leit hún á fullorðna fólkið og fann ástæðuna þar. Sem barn vissi maður nákvæmlega hvað henni fannst rétt að gera og amma var dugleg að hrósa og taka eftir þegar vel var gert. Það voru duglegir Harðbakskrakkar sem gengu frá vatninu með nokkra silunga eða báru þungar vatns- fötur heim á bæ, héldu áfram að róa þó að öldurnar væru háar, gáfust ekki upp þótt eitthvað væri erfitt, sinntu litlu krökkun- um, voru kurteis og gerðu verkin sín vel og möglunarlaust. Að ég væri dugleg Harðbaksstelpa var besta hrós sem ég gat fengið. Amma þurfti aldrei að hækka röddina, hún hótaði ekki en ég óhlýðnaðist henni aldrei, það var einhvern veginn ekki valkostur. Á Harðbak voru verk að vinna og okkur krökkunum fannst við alltaf mikilvæg í þessum störf- um. Þess á milli vorum við frjáls til að leika og ekkert amast við að okkur dytti ýmislegt í hug. Þegar þroskinn færist yfir sér maður fólk með öðrum augum. Virðingin sem ég bar fyrir ömmu varð ekki minni við það. Amma átti ekki erfitt með að taka ákvarðanir og sá ekki eftir því sem hún hafði ákveðið. Að staldra við og njóta þess sem henni bauðst var henni eðlis- lægt. Þegar hún var orðin lasin og komst ekki svo mikið gat það verið að vera nýböðuð í hreinu rúmi eða sitja í nokkrar mínútur úti á palli í sólinni. Hún hafði ein- lægan áhuga á fólki og sérstak- lega börnum, fylgdist með barnabörnunum sínum og lang- ömmubörnum af áhuga og með stolti og vissi hvað allir voru að fást við. Amma hafði ekki áhyggjur af hvað öðrum fannst um hana eða af því sem beið hennar, eins og hún vissi alltaf að hún myndi ráða við það. Amma var heldur ekki að velta sér upp úr því sem hún réð ekki við, hún gerði það sem hún gat í þeim aðstæðum sem hún lenti í og leitaði svo að einhverju já- kvæðu sem það hafði í för með sér. Amma var því einstök fyr- irmynd á svo margan hátt, hún átti gott líf og var sátt. Ég var svo lánsöm að vera ein af þeim sem kynntust henni og fengu að njóta hennar og er svo óendan- lega þakklát fyrir að hafa átt þessa yndislegu og einstöku ömmu. Því meira sem mér tekst að tileinka mér þau lífsviðhorf sem amma hafði því betra líf bíð- ur mín. Ég veit alltaf hvað ömmu fyndist rétt að gera í þeim að- stæðum sem mæta mér, veit hvað dugleg Harðbaksstelpa myndi gera, þannig fylgir amma mér áfram. Njóttu hvíldarinnar amman mín. Nafna þín, Aðalbjörg Björgvinsdóttir. Þá ertu farin amma mín. Ég verð að viðurkenna að það er undarleg tilfinning. Við áttum alltaf okkar stundir og nú síðast fyrir ekki svo löngu. Kvöldið áð- ur en þú fórst hélt ég í höndina á þér og kvaddi þig en það var eitt- hvað svo óraunverulegt. En samt svo endanlegt. Falleg stund sem ég mun aldrei gleyma þótt ég hafi hugsanlega ekki upplifað hana til fulls, eins und- arlega og það kann nú að hljóma. Þú sagðir mér svo kát frá því síð- ast þegar við töluðum saman að þú hefðir farið á Harðbak og ég sagði þér hvað ég væri spenntur að fara fljótlega þangað með ungana mína. Svo ræddum við auðvitað um heima og geima en kjarninn í umræðunni var samt alltaf Melrakkasléttan. Núna þegar ég er á Sléttunni er allt breytt þrátt fyrir að allt líti út fyrir að vera eins. Á leið- inni norður sá ég allt sem þú hafðir einu sinni bent mér á og staðina þar sem við höfðum stoppað og fengið okkur kaffi Aðalbjörg Guðmundsdóttir SJÁ SÍÐU 20 Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ANNA SÓLBJÖRG JÓNASDÓTTIR, Lilla, lést á dvalarheimilinu Jaðri Ólafsvík 23. júlí. Garðar Rafnsson Guðrún Pétursdóttir Lydia Rafnsdóttir Hjálmar Kristjánsson Svanur Rafnsson Gabriela Morales barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.