Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 20

Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 ✝ Helga Gests-dóttir fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 17. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Gestur Oddleifsson, f. 6. september 1896, d. 18. október 1984, og Marín Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1902, d. 23. júní 1974. Systkini: Anna, f. 24. júní 1928, d. 25. ágúst 2019, Guðný, f. 26. sept- ember 1931, d. 28. október 2018, Auður, f. 18. ágúst 1937, Hildigunnur, f. 1. nóvember 1940, og Skúli Már, f. 21. jan- úar 1944. Helga giftist 30. ágúst 1952 Gunnari J. Björnsyni, f. 1. des- ember 1928, d. 1. september 2017. Foreldrar hans voru Ásta G. Björnson, f. 23. febrúar 1902, d. 15. júlí 1993, og Jó- hann H.G. Björnson, f. 19. októ- ber 1900, d. 16. febrúar 1976. Börn Gunnars og Helgu eru: 1) Jóhann Þórir, f. 14. maí 1953, kvæntur Herdísi Her- mannsdóttur, f. 24. maí 1955. Þeirra börn a) Linda, f. 1972, gift Ellerti Finnbogasyni, dæt- 5) Dagmar, f. 28. janúar 1963, gift Jóhanni Áka Björnssyni, f. 21. apríl 1962, börn þeirra a) Björn Áki, f. 1989, sambýlis- kona Ásta Björg Jósepsdóttir. b) Helga Guðrún, f. 1995. Dótt- ir Jóhanns Áka er Magnea Hrönn, f. 1984, maki Kristinn Sigursveinsson, f. 1973, dætur þeirra Anna Theodóra og Val- dís Hrafna. Helga ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Ingimars. Þau Gunnar hófu búskap í Reykja- vík en fluttu síðar í Reynihlíð í Garðabæ. Þau fluttust til Bret- lands árið 1957 þá með strák- ana litla og þar fæddust El- ísabet og Guðrún. Þegar heim kom bættist Dagmar í hópinn og settust þau að í Garðabæ og bjuggu fjölskyldunni fallegt heimili á Lindarflöt við lækinn og hraunjaðarinn. Seinna fluttu þau á Garðatorg í íbúðir fyrir eldri borgara. Helga starfaði lengst af við skrifstofustörf og var um ára- bil ritari hjá Verslunarráði. Þau hjón nutu þess að ferðast erlendis og innanlands, oft með félögum úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Helga tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ og á Aflagranda í Reykjavík. Útför Helgu fer fram frá Garðakirkju í dag, 27. júlí 2020, klukkan 13. ur þeirra Sara og Andrea. b) Gunnar Hendrik, f. 1983, dóttir hans Natalie Birta. c) Atli Þór, f. 1988, kvæntur Elínu Pálmadóttur, sonur þeirra Aron Ingi, sonur Elínar er Birkir Leo Hjaltason. 2) Gest- ur Þorsteinn, f. 3. maí 1954, kvæntur Helgu Skúladóttur, f. 30. jan- úar 1956, þeirra börn a) Skúli, f. 1982, kvæntur Auði Önnu Jónsdóttur, þeirra börn Iðunn Mattea og Ýmir Helgi. b) Helga Marín, f. 1984, gift Friðriki Lárussyni, sonur þeirra Ragn- ar. 3) Elísabet, f. 26. september 1957, synir hennar a) Benedikt Ármannsson, f. 1977, kvæntur Álfheiði J. Sigurðardóttur, syn- ir þeirra Ármann Gunnar og Sigurður Óli, b) Bjarni Odd- leifur Einarsson, f. 1994. 4) Guðrún, f. 22. júní 1960, gift Einari Björnssyni, f. 17. apríl 1960, börn þeirra a) Lára Björg, f. 1984, gift Ólafi Ágústssyni, börn Henrik Einar Hjörvarsson, Bríet Jökla og Agnes Úa. b) Daníel Örn, f. 1988. c) Anna Katrín, f. 1991, maki Baltasar Breki Samper. Það er komin kveðjustund, nú skilur leiðir, hið minnsta um tíma. Mamma hefur nú haldið á nýjar slóðir þar sem hún er aftur sameinuð þeim sem héldu í ferð- ina á undan henni. Hún trúði því að okkur væri ætlað eitthvað annað og meira en vistin hér á jarðríki og að okkar biði stærra hlutverk hinum megin. Ég vil því trúa því að hún verði áfram með okkur og haldi yfir okkur vernd- arhendi þar til við hittumst aftur. Ég er þakklát fyrir allar sam- verustundirnar, samtölin og ekki síst umhyggjuna og ástina. Hún var lífsglöð, víðlesin og hafði áhuga á listum, menningu, mönnum og málefnum, alltaf til í að setjast niður og spjalla um heima og geima. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta þegar manni lá eitthvað á hjarta og hjálpaði manni að komast að lausninni ef eitthvað bjátaði á. Ef eitthvað spennandi gerðist, hvað svo sem það var, þá gat maður ekki beðið eftir að komast heim til að fara yfir málin með henni. Hún ólst upp í skugga krepp- unnar og heimsstyrjaldarinnar, sem mótaði hana alla ævi. Hún lærði að fara vel með, var úr- ræðagóð og nýtin sem okkur fannst stundum nóg um en rab- arbarinn mátti ekki fara til spill- is. Þau pabbi ferðuðust um allan heim og nutu þess. Þau þeystu úr bænum um hverja helgi með hjálparsveitarhópnum með tjald- vagninn í eftirdragi á vit ævin- týranna. Það rifjast upp kvöldin fyrir framan arininn, útvarps- leikritið á og eplariddarar; mamma grátandi af hlátri yfir „Carry on“-myndunum; mamma sitjandi fram eftir að klára að sauma nýjustu dressin og ekki síst öll skiptin þegar við fengum góð ráð eða hún hljóp undir bagga þegar á þurfti að halda. Hún var atorkusöm, alltaf að, í essinu sínu úti í garði, hlaupandi upp um fjöll og firnindi. Þau stunduðu alltaf sund og hún frið- laus nema hún næði góðri göngu- ferð. Hún vann lengi vel hjá Lög- mönnum og þegar hún ákvað að hætta að vinna og leggjast í ferðalög með pabba var hún beð- in að hlaupa í skarðið hjá Versl- unarráðinu. Henni líkaði svo vel þar að hún vann þar fram að sjö- tugu. Þegar hún hætti að vinna fékk hún tækifæri til að stunda bútasaum með Önnu systur á Aflagranda. Var ekki sleppt úr degi og hvorki verður né vindar gátu stoppað að hún mætti. Við njótum góðs af því og eigum öll falleg bútasaumsteppi sem þær unnu þar. Seinna þegar Auður og Hildigunnur fóru að mæta líka fannst þeim Önnu þetta fullkom- ið. Mamma og Anna voru ávallt mjög nánar, enda stutt á milli þeirra. Leið ekki sá dagur að þær ræddu ekki saman. Síðustu árin hefur heldur hall- að undan fæti, líkaminn gefið eft- ir. Það var henni erfitt að kveðja pabba, daginn eftir að þau héldu upp á 60 ára brúðkaupsafmælið. Mamma sagði alltaf að hún væri lánsöm, hún hefði átt gott líf og væri tilbúin þegar kallið kæmi. Hún hefði alist upp í sam- heldinni fjölskyldu, eignast góð- an eiginmann og góða fjölskyldu, heilbrigð börn, barnabörn og barnabarnabörn sem voru dug- leg að heimsækja hana og deila með henni gleði og sorgum. Meira væri ekki hægt að óska sér. Ég kveð mömmu með sökn- uð í hjarta, þess fullviss að við munum hittast aftur hinum meg- in. Guðrún Gunnarsdóttir (Rúna). Elskuleg tengdamóðir mín Helga Gestsdóttir er látin, rúm- lega 93 ára að aldri. Hún kvaddi okkur á sinn hátt, hljóðlega og í rólegheitum. Jákvæðni, góðmennska, hjartahlýja og geðprýði er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til nöfnu minnar. Aldrei féll styggðaryrði okkar á milli þessi rúmlega 40 ár sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri tengdamömmu og fyrir það er ég afar þakklát. Okkar kynni hófust þegar við Gestur minn kynnumst árið 1979 og ég hitti hana fyrst á Lindar- flötinni. Hún beið með morgun- mat árla morguns þegar ég kom frá því að sækja Gest á flugvöll- inn, en hann stundaði þá nám í Los Angeles. Hann hafði ákveðið að flytja heim að námi loknu, sem Helga var ánægð með. Tengdamóðir mín var Reykja- víkurmær. Það var gaman að heyra hana segja frá uppvextinum á Kára- stígnum og síðar á Njarðargöt- unni. Hún var mikil útivistarkona og fór með ferðafélaginu sem ung kona upp um fjöll og firnindi og sagði okkur sögur af því. Síðar ferðuðust hún og tengdapabbi til ótal staða innan- lands og utan og höfðu mikla un- un af. Það var alltaf gaman að hlusta á þau segja frá ferðum sínum og ævintýrum. Síðast þegar ég bauð henni í bíltúr ekki alls fyrir löngu vildi hún fara upp að Vífilsstaðavatni, sem er spölkorn frá heimili henn- ar. Þótt hún væri orðin veik skyldi hún út úr bílnum, ganga smáspöl og draga að sér andann við vatnið. Að vera úti í nátt- úrunni í góðu veðri gladdi hana mikið og lýsir henni vel. Tengdamamma var mikil hannyrðakona og var í miklum samskiptum við starf eldri borg- ara bæði hér í Garðabæ og á Aflagranda þar sem þær systur hittust reglulega. Eftir Helgu liggja mörg listaverk. Tengdamamma var ávallt með hugann við fólkið sitt, börnin, barnabörnin og langömmubörnin hvar sem þau voru stödd í heim- inum, þar á meðal börn okkar Gests sem búa bæði í Seattle. Amma þeirra var dugleg að fylgjast með, svara og senda þeim skilaboð. Hún var nefnilega bæði á facebook fram undir það síðasta og átti ipad sem auðveld- aði öll samskipti. Hún talaði oft um hvað hana langaði að heimsækja þau, en þangað hafði hún ferðast með tengdapabba fyrir mörgum árum og hrifist af borginni. Helga og Gunnar fögnuðu 65 ára brúðkaupsafmæli sínu í ágúst 2017, skömmu áður en hann lést. Ég veit að hann tekur fagn- andi á móti henni og að nú ferðast þau saman um Sumar- landið. Hvíldu í friði, elsku nafna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Helga Skúla. Elsku amma Helga kvaddi þennan heim og er komin til afa Gunnars í Sumarlandið. Hún amma var frábær kona í alla staði og duttum við í lukkupott- inn að eiga bestu ömmu sem barnabarn getur óskað sér. Hún hugsaði vel um fólkið sitt og fannst ekkert skemmtilegra en að fylgjast með okkur barna- börnunum dafna og finna okkar hillu í lífinu sama hver hún var. Hún var alltaf til staðar með stuðning sem var ómetanlegur enda hafði hún alltaf trú á okkur sama hvað. Hún hafði það lag að láta okkur barnabörnin halda að við værum uppáhalds og best í öllu eins og spilum og leikjum. Einnig sparaði amma aldrei hrósin; ef þú áttir hrós skilið fékkstu það frá ömmu óspart. Við eigum margar dýrmætar minningar úr öllum bústaðar- ferðunum, útilegunum og ættar- mótunum úti á landi því það var ekkert skemmtilegra en að vera í íslenskri náttúru með ömmu. Hún hafði gaman af fólki og lét öllum finnast þeir velkomnir og var alltaf til í gott spjall um lífið og tilveruna. Það var fátt skemmtilegra en að kíkja til ömmu og detta í gott spjall yfir kaffibolla og ýmsum kræsingum reiddum fram eins og ekkert væri. Amma hafði alltaf eitthvað gott að segja og það var svo gam- an að heyra hana tala um líf sitt og þau ævintýri sem hún lenti í. Hún amma var fyrirmynd okkar í lífinu og fyllti líf okkar af ást og umhyggju. Hún náði alltaf að horfa á björtu hliðarnar, allt fram á síðasta dag. Þín verður sárt saknað elsku amma okkar. Björn Áki og Helga Guðrún. Amma tók alltaf á móti fólki með bros á vör. Það var hægt að spjalla við ömmu um hvað sem var, ekkert var henni óviðkom- andi enda var hún einstaklega vel lesin og veraldarvön mann- eskja. Við eigum góðar æskuminn- ingar af Lindarflötinni, þar sem þau afi höfðu byggt sér og börn- um sínum fallegt heimili. Hvort sem haldið var í ævintýraleiðang- ur yfir lækinn og út í hraun, Krumma klappað þar sem hann sat uppstoppaður uppi á arinhillu eða bollasafnið hennar ömmu skoðað en það samanstóð af mokkabollum keyptum á hverj- um áfangastað sem þau ferðuð- ust til. Þegar komið var að kaffi- tíma gæddi maður sér á ýmsu góðgæti sem amma kokkaði lista- vel upp, pönnukökur eða hvað- eina annað gert úr rabarbara sem óx á bak við bílskúrinn. Amma hreyfði sig alltaf mikið, og oft hitti maður hana í Ásgarði, þar sem hún synti og æfði fim- leika. Það þótti saga til næsta bæjar þegar amma dró afa með í fimleikaferð til sólarlanda á efri árum, þá orðinn mjúkur maður og brá sér í jogginggalla með kellingunum, eins og hann orðaði það þegar heim var komið. Helga amma var einstakur fagurkeri, sem hafði gaman af fallegri list og fylgdist grannt með nýjustu tónlist og kvik- myndum. Hennar fallega hand- verk lifir nú meðal okkar fjöl- skyldunnar, sem eigum ótal listaverk frá henni, allt frá stórum bútasaumteppum til lopapeysa. Seinna meir, þegar við vorum orðin eldri, voru amma og afi allt- af reiðubúin að segja frá ferðum sínum um heiminn og gefa góð ráð. Til að mynda höfðu þau fyrir reglu að taka almenningssam- göngur hvert sem þau komu til að kynnast lókalnum betur. Sérstaklega var þó verðmætt að heyra af flutningum þeirra til Bretlands með tvo elstu syni sína, pabba og „Jóa bróður“, á sjötta áratugnum. Þeirra reynsla kom okkur vel enda áskorun fólgin í því að flytja út með börn og ala þau upp í nýju mál- og menningarumhverfi. Amma fylgdist með okkar fjölskyldulífi í Seattle fram á það síðasta og heyrðumst við reglulega í gegn- um tæknina, sem hún tileinkaði sér eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Við sendum samúðarkveðjur og munum sakna elsku ömmu. Skúli Gestsson og Helga Marín Gestsdóttir. Á kveðjustund kemur ýmis- legt upp í hugann af dýrmætum minningum og samverustundum með ömmu minni Helgu. Á Lind- arflötinni var ömmuhús og dyrn- ar alltaf opnar okkur barnabörn- unum þar sem var alltaf hægt að treysta á Helgubrauð og nes- kvikk. Að eiga slíkan félaga og vin- konu í uppvextinum er ekki sjálf- sagt en amma mín var svo sann- arlega hvort tveggja. Amma kom til dyranna eins og hún var klædd, hún ætlaðist ekki til neins af samferðafólki sínu en trúði ævinlega að fólk gerði sitt besta hver svo sem verkefnin væru. Þessi eiginleiki hennar kenndi mér að leita eftir því góða í öllum aðstæðum og sjá það góða í náunganum. Amma var atorkumikil kona. Hún hugaði alla tíð vel að líkams- rækt og heilbrigðum lífsstíl, kunni að hugsa vel um sig og sína með góðum mat og hreyfingu og féll ekki verk úr hendi. Miðlaði hún til dætra minn þessari sýn á lífið af bestu getu, kenndi þeim á sinn hógværa máta að vökva plönturnar og huga að nærum- hverfi sínu. Einmitt það sem hún gerði svo vel sjálf. Amma var líka víðsýn, naut þess að kanna ókunnar slóðir og læra um það sem vakti áhuga hennar og athygli og sú hlið hennar blómstraði þegar þau afi ferðuðust saman. Hún var ekki margorð en valdi þau vel og skildi eftir hjá okkur það sem máli skiptir. Fundir afa og ömmu hafa örugglega verið skemmtilegir í draumalandinu, þangað ætlaði hún og þar vissi hún að beðið væri eftir henni. Ég er þakklát fyrir þá dýr- mætu lífssýn sem þú kenndir mér amma mín og ég mun gera mitt besta til að miðla henni til barnanna minna. Þangað til næst, Lára Björg. Helga Gestsdóttir þegar við ferðuðumst saman aðra hvora leiðina. Á Harðbak var það fyrsta sem dóttir mín stakk upp á að hlaupa yfir í El- lubæinn og heilsa. Um leið og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það eru forréttindi að hafa notið þín svona lengi hér er það undarlegt og að mér finnst hálf- ósanngjarnt að amma skuli ekki bíða þar með heitt á könnunni og gráfíkjukökuna sem hún bakaði alltaf áður en hún fór norður. Dóttir mín spurði mig núna rétt í þessu þegar við komum af vatninu hvar ég hefði eiginlega lært allt þetta báta- og veiðidót eins og hún orðaði það. Nú frá henni langömmu þinni, ömmu minni, sagði ég og áttaði mig um leið á því hversu djúpstæð áhrif þú hafðir á allt mitt líf, á alla mína æsku. Auðvitað vissi ég það en þarna varð það svo áþreif- anlegt. Það voru ómetanleg for- réttindi að fá að vera með þér á Harðbak öll þessi sumur, finna frelsið og traustið og læra á land- ið, vötnin, fuglana og lífið. Hvílík fyrirmynd sem þú varst. Þér fannst það örugglega sjálfsagt enda virtist þú hafa óendanlega þolinmæði þegar kom að okkur börnunum og varst alltaf til í að deila með okkur og kenna. Einn góðan veðurdag hlakka ég til að hitta þig aftur suður í Holti, róa með þér til silungs og stinga á fyrir þig meðan þú dreg- ur netin og segir mér sögur af fólki og stöðum. Þá verður gam- an og ég treysti því að fá hjá þér lummur og kaffi. Þangað til þá segi ég góða ferð amma mín, bið að heilsa og vonandi verður dún- tekjan góð. Höskuldur Sæmundsson. Ég kveð með miklu þakklæti þá konu sem hefur verið mín skýrasta fyrirmynd í rúmlega hálfa öld. Það var raunar ógern- ingur að komast með tærnar þar sem hún hafði hælana en það var óendanlega dýrmætt að fylgjast með hvernig Aðalbjörg Guð- mundsdóttir lifði sínu langa og farsæla lífi. Annars vegar var hún sjálfstæð og sjálfri sér nóg, hins vegar félagsvera sem aldrei lá á liði sínu við aðra. Hún var vitur, hugrökk og heilsteypt í öll- um sínum orðum og athöfnum og átti virðingu allra sem kynntust henni. Eins og ekkert væri sjálfsagð- ara tóku Aðalbjörg og Rögnvald- ur mig inn á heimili sitt í Kefla- vík, 19 ára ólétta menntaskólastelpu sem hafði ekki heilsu til að uppvarta lengur á hóteli í Mývatnssveit sumarið fyrir sjötta bekk í MA. Að vísu gekk ég með elsta barnabarnið þeirra og því hlökkuðu þau strax til að kynnast svo frá fyrsta degi naut ég innilegs ástríkis þeirra og hvatningar. Þau sáu ekki að það þyrfti að skapa neinn óyf- irstíganlegan vanda að eignast barn á miðjum vetri, ég gæti les- ið utanskóla hjá þeim eftir ára- mótin og barnið verið þar á með- an ég skryppi norður um vorið að ljúka stúdentsprófunum og útskrifast með kærastanum. Samt voru þau bæði í ábyrgð- armiklum störfum og Aðalbjörg virk í ýmiss konar félagsmálum fyrir utan fulla kennslu við Barnaskólann. En þetta gekk eftir og þennan vetrarpart lærði ég af þeim báðum miklu meira en ég lærði af námsefninu sem ég átti að lesa. Árið 1968 var æskulýðurinn í uppreisnarham gegn gildum og aðferðum eldri kynslóða. Þá var happ að kynnast miðaldra nú- tímakonu sem datt aldrei í hug að konur gætu ekki gert allt sem þær ætluðu sér. Aðalbjörg menntaði sig ung, hún vann allt- af úti, eignaðist börn, bjó um tíma erlendis, tók bílpróf á fimm- tugsaldri þegar þau hjónin eign- uðust í fyrsta skipti bíl, skipti sér af pólitík og stjórnaði barna- stúku. Hjá henni virtust hlutirnir gerast eins og af sjálfum sér. Allt prjál leiddi hún hjá sér en það sem hún valdi að eiga eða gefa öðrum var vandað og endingar- gott. Hún var fyrirhyggjusöm, ekki síst um öflun á hollum mat og kunni að lifa á landsins gæð- um. Sjálfsþurftarbúskapur í stórum systrahópi á Harðbak á Melrakkasléttu hafði kennt henni það en hún tók líka allri hagnýtri vélvæðingu fagnandi. Alls kyns fiskar, sem fjölskyldan veiddi í sjó og vötnum á sumrin, ásamt nýtíndum berjum rötuðu jafnóðum í volduga frystikistu sem fylltist endanlega í lok slát- urtíðar. Sem kennari naut Aðalbjörg mikillar virðingar, bæði hjá nem- endum og samstarfsfólki, og af sínu fólki var hún dáð ættmóðir. Stórfjölskyldunni hélt hún vel saman og gætti þess að kynnast hverju barnabarni sínu sem ein- staklingi með því að taka þau með sér á sumrin norður á eyði- býlið Harðbak þar sem þau gengu á reka, veiddu í net og hreinsuðu dún. Þannig lengdi hún í söguskilningi þeirra og skilaði þeim mannkostum með góðum uppeldisáhrifum. Full þakklætis fyrir tryggð Aðalbjargar í minn garð votta ég afkomendum hennar og vensla- fólki innilega samúð við leiðar- lok. Kristín Indriðadóttir.  Fleiri minningargreinar um Aðalbjörgu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Aðalbjörg Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.