Morgunblaðið - 27.07.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 27.07.2020, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýir 2020 Mitsubishi Outlander PHEW. Flottur lúxus bíll á lægra verði en jepplingur. 800.000 undir listaverði á kr. 5.890.000,- 5 ára ábyrgð. Til sýnis á staðnum í nokkrum litum. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera    Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Upplestur og tónlist kl. 10.45. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Útileikir kubbur og krikket kl. 13.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið s: 411 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handa- vinnuhornið kl. 13-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna, við þá sem það vilja. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabæ Jónshúsi/ félags- og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá klþ. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Náttúrufræðistofnun Íslands Urriðaholtsstræti 6–8 kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16 útskurður, kl. 11-11.30 Leikfimi Helgu Ben., kl. 13 ganga um hverfið. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8-12. Billjard kl. 8. Listmálun kl. 9. Korpúlfar Leikifimi með sjúkraþjálfara kl. 9.30 í Borgum og verður fram í miðjan ágúst, ekkert þátttökugjald, hefst á ný í sept. en þá á fimmtudögum. Gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum og frá Grafarvogskirkju á sama tíma, ganga við allra hæfi. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í Borgum. Þátttökuskráning í sveitaferðirnar liggur frammi í Borgum og skráning á framhalds tölvunámskeið 28 og 30 júlí. Seltjarnarnes Kl. 10.30 er kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11 er leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13.30 er ljóðastund og gleði á Skólabraut. Kl. 18.30 er vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá ykkur. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15 þegar velferðarsvið gefur grænt ljós. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Amma mín, Jó- ney Margrét Jóns- dóttir, fæddist 27. júlí árið 1900, fyrir 120 árum, í Brekkubæ á Hellnum á Snæ- fellsnesi. For- eldrar hennar voru Katrín Frið- riksdóttir og Jón Magnússon. Amma átti þrjú hálfsystkin og var hún elst. Hún ólst upp fyrstu árin á Hellnum og bjó amma hennar, Ingileif Erlingsdóttir, einnig í Brekkubæ þar til hún lést. Þegar amma var tíu ára flutti hún að Lýsudal í Stað- arsveit til föður síns og konu hans Sigurlínar Þormóðs- dóttur. Jóney vann við bú- störfin með föður sínum og stjúpmóður og fékk tak- markaða menntun, eins og tíðkaðist til sveita á þeim tíma. Heima í Lýsudal kynntist hún ungum og efni- legum manni, Kristjáni Jónssyni frá Einarslóni í Breiðuvíkurhreppi. Hún var 17 ára þegar hún réðst í vist til Stefáns Kristjánssonar og Svanborgar Þorgeirsdóttur í Ólafsvík. Ári síðar réð hún sig í vist hjá Jóni hrepp- stjóra Jónssyni á Munaðar- hóli í Neshreppi utan Ennis og Jóhönnu Jóhannsdóttur Mohl, konu hans. Þar hitti hún Kristján aftur, sem var þá lærður skósmiður. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1923. Þau ákváðu að setjast að á bænum Ytra- Einarslóni og hefja búskap á móti foreldrum hans, Jóni Ólafssyni skáldi og Ásgerði Jóney Jónsdóttir Vigfúsdóttur. Þar bjuggu þau næstu árin og eignuðust þrjár dætur, og var Þórheið- ur, yngsta dóttir þeirra, móðir mín. Ytra-Einarslón var harð- býl jörð, húsakosturinn með gamla laginu, úr torfi og grjóti, ekkert rafmagn eða þægindi á nútímavísu. Þetta er víðáttumikil jörð sem hentaði fyrir sauðfárbúskap, en engin tún svo heitið geti. Allt vatn varð að sækja langa leið á Djúpalónssand og vinnustundirnar voru margar. Þrátt fyrir harð- býlið heillaðist listmálarinn Jóhannes Kjarval af staðn- um og dvaldi mjög oft hjá ömmu og afa. Kjarval málaði margar myndir af hrauninu og jöklinum og dáðist að dugnaði fólksins sem þarna bjó við rýran kost. Amma og afi voru stolt en þráðu að komast í burtu frá þessu veraldarstriti. Kjarval skynj- aði það og vildi létta þeim lífið en þau þáðu ekki neina aðstoð frá honum eða öðrum. Hann bauðst þá til að kaupa jörðina, sem varð raunin árið 1944. Kjarval ætlaði aldrei að búa á jörðinni því honum gekk það eitt til að hjálpa þeim að komast í burtu. Þetta kom best í ljós um tíu árum seinna þegar Kjarval færði afa jörðina til eignar, og ávarpaði hann með þess- um orðum: „Kristján minn Einarslón“ í gjafabréfinu. Amma og afi keyptu Kirkjuhól í Staðarsveit þeg- ar þau fluttu frá Einarslóni en voru ekki þar nema í þrjú ár. Árið 1947 fluttu þau til Akraness og til Keflavíkur 1954. Afi setti upp skó- vinnustofu og amma bakaði flatkökur á hverjum einasta morgni sem voru seldar í kaupfélaginu. Amma og afi tóku mig í fóstur þegar ég var nýfædd- ur og ólu mig upp eins og sinn eigin son. Ég átti það til að vera þeim erfiður, en þau létu mig aldrei gjalda þess. Á hverjum einasta morgni vaknaði ég við það að amma var steikja flatkökur. Ég fékk ljúffengar flatkökur í morgunmat. Þær voru svo nýjar að smjörið bráðnaði hreinlega á þeim. Ég naut þess að alast upp hjá þessu góðhjartaða og sterka fólki sem vildi gera allt fyrir mig. Amma var mjög trúuð og fór ég með henni í kirkju á hverjum einasta sunnudegi. Hún var sérstaklega næm, sá hluti fyrir og vissi lengra en nef hennar náði. Hún virtist vita upp á hár hvað ég var að gera, þegar ég fór að skemmta mér í bænum. Hún fann á sér áður en fólk kom í heimsókn til hennar og vissi hver var að koma. Hún fór á sálnaflakk, fór út úr líkamanum. Þó svo að hún hefði ekki farið til út- landa virtist hún þekkja að- stæður á mörgum stöðum utan landsteinanna. Hún fór með mér til Bandaríkjanna þegar hún var áttræð, en mamma mín bjó þá á Flór- ída. Tveimur vikum áður en við flugum til New York sagði amma að sér fyndist einkennilegt að það væru ekki nein fjöll á Flórída. Hún hafði þá verið þar á sálnaflakki sínu og vissi við hverju mátti búast. Afi var ekki heilsuhraust- ur þegar á ævina leið og dó hann í mars 1970, þegar ég var á fimmtánda ári. Þennan vetur var ég í skóla á Lýsu- hóli í Staðarsveit og bjó hjá hjónunum í Lýsudal, þar sem amma mín ólst upp. Eftir það kom ég aftur suð- ur til Keflavíkur og bjó áfram hjá ömmu þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Amma var hæglát og orðfá, en þegar hún talaði var eins gott að taka mark á því sem hún sagði. Þegar ég var kominn á unglingsár munstraði ég mig á fiskibát og var að gera mig kláran fyrir fyrsta túrinn. Þá greip amma inn í og sagði: „Jón minn, þú ferð aldrei á sjó.“ Ég sagðist verða að mæta, en hún þvertók fyrir það þannig að ég hætti við allt saman. Amma var mér svo mikils virði að ég fór að ráð- um hennar og fór aldrei á sjóinn. Hún hélt verndar- hendi yfir mér enda var hún á margan hátt eins og mamma mín alla tíð. Amma lést rúmlega 93 ára gömul og hafði þá búið í Hlévangi um tveggja ára skeið en var nýkomin á dval- arheimilið Garðvang, þegar hún lést 29. mars 1994. Það er ljúft að minnast þessarar góðu konu sem kom mér til manns. Ég á henni mikið að þakka og ég finn að hún er alltaf með mér. Jón Ólafsson. Minningarorð komast til Spánar í sólina eða bara á pallinn hjá okkur í Búða- nesi og þar sólaði hún sig heilu dagana. Hún var ákaflega glæsi- leg kona, ákveðin, snyrtileg, hreinskiptin og elskaði bleikan. Hún var oftast með bleikan varalit og yfirleitt í einhverju bleiku. Amma, eins og aðrir, tókst á við áföll sem settu mark sitt á líf hennar en hún hélt alltaf áfram. Síðastliðin tvö ár bjó amma á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Þar leið henni afskap- lega vel og fékk einstaka umönnun. Hún hafði orð á því við okkur í júní sl. hvað hún væri þakklát fyrir að hafa feng- ið að koma á Silfurtún. Amma glímdi við mikil veikindi síðasta eina og hálfa árið, það reyndist henni afar þungbært og sér- staklega þegar hún varð að hætta að keyra en hún var vön að þvælast milli landshluta eins og henni hentaði. Nú er amma vonandi komin á betri stað þar sem hún getur rúntað glöð um á Fiatinum með kók, sígó og bleikan varalit. Margrét og Berghildur Pálmadætur. Elsku amma. Þú varst á 41. aldursári þegar ég kom í heim- inn og gerði þig að ömmu, svo ung og falleg en samt þá þegar búin að upplifa svo margt. Þú varst farin frá þínum bestu árum í sveitinni til Reykjavíkur þegar ég man fyrst eftir þér. Ég kom oft á Lauga- veginn til þín og Rúnars og það- an á ég margar góðar minning- ar. Það var alltaf gaman að fá að kíkja í dúfnakofann með Rúnari og þegar ég fékk þig til að taka báða gervigómana út, í þetta eina skipti, það fannst mér fyndið og skemmtilegt! Líka þegar ég hélt upp á afmælið mitt einu sinni hjá þér, þú bak- aðir Barbapabbaköku og ég fékk Sindy-dúkku að gjöf – klár- lega minnisstæðasta afmælis- kakan mín. Svo má ekki gleyma þegar leiðtogafundurinn var í Höfða 1986, við höfðum Höfða í beinni útsendingu úr eldhús- glugganum og allar leyniskytt- urnar! Þessi tími þinn í Reykja- vík var kannski ekki sá auðveldasti fyrir þig, en þú lést það ekki bitna á mér og gæti ég talið miklu meira upp sem mér er minnisstætt en læt hér staðar numið. Stykkishólmur, það var nú meiri lúxusinn að fá að koma til þín og hafa frænku að leika við í leiðinni. Eitthvert árið kom ég í pössun til þín í einhverja daga og vá hvað sá tími í Hólminum var skemmtilegur, bæði með frænku og að fá að vera hjá þér. Það var alltaf svo yndislegt þeg- ar þú þvoðir og greiddir á mér hárið og jafnvel fléttaðir, eins og hjá bestu hárgreiðslukonu. Áður en þú fluttir til Akur- eyrar var ég flogin suður. Ég á nú samt margar minningar af þér á Akureyri því þú komst ár eftir ár í sumarfríunum þínum og varst hjá okkur í langan tíma – amma að koma í sólbað enda alltaf gott veður á Akureyri! Mikið sem ég var glöð þegar þú fluttir aftur heim í sveitina, þótt það væri til að dvelja á Dvalarheimilinu Silfurtúni, en þarna leið þér vel og hafðir margt af þínu fólki í kringum þig. Og þarna færðu að vera amma mín – að hvíla lúin bein. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, með þessum fátæklegu orðum og fæ lánað ljóð sem ég vil fá að túlka á minn hátt til þín – hvíldu í friði. Komum, tínum berin blá. Bjart er norðurfjöllum á. Svanir fljúga sunnan yfir heiði. Hér er laut, og hér er skjól. Hér er fagurt, – móti sól gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði. Sko, hvar litla lóan þaut, langt í geiminn frjáls á braut. Þröstur kveður þarna á grænum meiði. Ertu að syngja um ástvin þinn, elsku litli fuglinn minn, eru nýir söngvar enn á seyði? Þú ert ungur eins og ég, elskar, þráir líkt og ég. – Förum seinast sama veg, syngjum, deyjum, þú og ég, litli vin á lágum, grænum meiði, langt uppi á heiði. (Guðmundur Guðmundsson skólaskáld) Þín sonardóttir og nafna, Hrafnhildur G. Sigurðardóttir. Þegar við bræður lítum til baka og rifjum upp hvað það er sem haft hefur hvað mest áhrif á okkur sem einstaklinga er of- arlega í huga sumardvöl okkar í Engihlíð á uppvaxtarárunum. Hugurinn leitar í sveitina vestur í Dali til Svarfhóls og síðar Engihlíðar í Laxárdal á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Í sveitina var haldið í sumar- byrjun er skóla lauk líkt og al- gengt var í þá daga og haldið heim að hausti. Fyrstu árin dvöldumst við á fjölskyldusetr- inu Svarfhóli en eftir að faðir okkar Finnbogi lést fyrir aldur fram var sveitin Engihlíð en þar réðu ríkjum Olli föðurbróðir okkar sem lést árið 2001 og Hrafnhildur kona hans sem við kveðjum í dag. Í Engihlíð dvöld- um við bræður á hverju sumri í um áratug og var okkur ætíð tekið sem hluta af fjölskyldunni – drengirnir hans Bóbó áttu heimili í Engihlíð. Að njóta sum- ardvalar á sveitaheimili með öll- um þeim ævintýrum og áskor- unum sem því fylgir er síður en svo sjálfgefið og mikil forrétt- indi fyrir tvo snáða úr Vestur- bænum og átti Hrafnhildur þar stóran hlut að máli. Við vorum ætíð velkomnir og var ekki að merkja á Hrafnhildi að sú við- bót við heimilishaldið hefði nokkuð að segja þótt fjölmennt væri. Ætíð ríkti traust og glað- værð í Engihlíð þar sem þau hjón sýndu okkur einstaka vel- vild og börn þeirra Sigurður, Pálmi, Steinunn Lilja og Páll Reynir tóku okkur ætíð sem við- bót í systkinahópinn. Aldrei bar þar skugga á og má segja að með ólíkindum sé hversu vel Hrafnhildi og þeim hjónum tókst að halda hópinn og mæta mótunarárum unglingsins með jafnaðargeði og æðruleysi. Enn í dag er það svo að vorið og sumarið kalla fram minningar um tilhlökkunina og ákafann hjá okkur bræðrum við að komast vestur í sveitina, ekki síst á þessum árstíma þegar hvað mest er að gera í sveitum lands- ins við að draga björg í bú og að mörgu að huga á stórum sveita- heimilum. Við bræður minn- umst Hrafnhildar með miklu þakklæti og hlýju og þótt dregið hafi úr samskiptum hin síðari ár þá ylja góðar minningar. Bless- uð sé minning Hrafnhildar í Engihlíð. Pálmi og Ólafur Finnbogasynir. Hrafnhildur Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.