Morgunblaðið - 27.07.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w w. i t r. i s
60 ára Erna er frá
Hvammi í Ölfusi en býr
í Reykjavík. Hún er
matsveinn frá Hótel-
og veitingaskóla Ís-
lands og starfar sem
matveinn á Hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Maki: Jón Bergur Gissurarson, f. 1948,
húsasmiður.
Börn: Bjarki Steinar, f. 1979, Jóna Krist-
ín, f. 1984, og Dísa Björg, f. 1990. Barna-
börnin eru orðin fimm.
Foreldrar: Guðmundur Bergsson, f.
1915, d. 2000, og Þrúður Sigurðardóttir,
f. 1924, d. 2000. Þau voru bændur í
Hvammi.
Erna Björk
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samband veltur á því að vita ná-
kvæmlega hvar maður vill miðla málum og
hvar ekki. Einbeittu þér að því að leggja inn
á bankareikning tilfinninganna hjá öllum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt hitta fólk sem hefur sömu
áhugamál og þú. Ekki fara fyrr en þú ert
viss um að vera með allt sem þú komst
með. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu
á vit framtíðarinnar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er óþarfi að taka allt per-
sónulega sem sagt er í hita leiksins.
Leyfðu fleirum að láta ljós sitt skína og
sýndu öðrum þá þolinmæði sem þú vilt
njóta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Stundum verða hlutirnir að fá að
hafa sinn gang, þótt allt sé ekki eins og þú
helst kysir. Virtu skoðanir annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Af einhverri ástæðu ertu meira í
sviðsljósinu en venjulega. Mundu að eng-
inn er fullkominn og þá þú ekki heldur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð óvænta athygli sem þú
kærir þig alls ekki um. Aðrir þurfa á nær-
veru þinni að halda og þú þarft einnig á
öðrum að halda.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur haft í mörgu að snúast og
þarft eiginlega að læra að verja sjálfan þig
betur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sambönd við aðra eru fjár-
sjóður lífsins. Munið að góð vinátta er gulli
betri og hún er ekki einstefna. En mundu
að þolinmæðin þrautir vinnur allar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það besta sem gæti komið fyr-
ir þig er að taka ábyrgð. Afleiðingarnar eru
minniháttar, en samt fyrir hendi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér líður eins og tilfinningarnar
ætli að kaffæra þig. Nýjar hugmyndir gætu
meira að segja látið á sér kræla í nótt, vak-
ið þig og krafist athygli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að sýna mikla þolin-
mæði í samskiptum þínum við vini og
kunningja í dag. Treystu hugmyndum sem
þú færð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki ráð vina og vandamanna
lönd og leið þótt þér lítist ekkert á þau í
fyrstu. Kannski er einhver reiður yfir því að
þú hafir hærri tekjur en hann eða hún.
öryggisráðs um upplýsingaóreiðu og
COVID-19.
Áhugamál Jóns Gunnars eru
margskonar. „Ég er virkur með-
limur í hlaupahópnum Richa 116,
sem er félagsskapur hlaupara í HÍ,
nefndur eftir Marokkómanninum
Richa sem getið er í annál Björns
sló öll met og greinilegt að lands-
menn voru á kafi í veirum og kófinu.
Við bjuggum til nýjan flokk, Veirur
og COVID-19, og í bígerð er að gera
bók handa börnum og fróðleiks-
fúsum almenningi um veirur og
erfðafræði.“ Vísindavefurinn hóf ný-
verið samstarf við vinnuhóp þjóðar-
J
ón Gunnar Þorsteinsson
fæddist 27. júlí 1970 í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hann var í sveit á
Sóleyjarbakka og Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi og
vann sumarstörf við Sogsvirkjanir
og í steypuskála Ístaks. Hann var
síðan sviðsmaður hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1992-1996 meðfram há-
skólanámi.
Jón Gunnar gekk í Melaskóla og
Hagaskóla og varð stúdent af eðlis-
fræðideild II. frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1990. Hann lauk BA-námi
í almennri bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands 1995 og MA-námi í
enskum bókmenntum frá University
of Sussex 1997.
Jón Gunnar var ættfræðingur hjá
DeCode og Friðriki Skúlasyni 1997-
2000. Hann varð síðan aðstoðarrit-
stjóri Vísindavefs Háskóla Íslands
og hefur verið aðalritstjóri frá 2010.
Hann gerði stutt hlé á störfum sín-
um við Vísindavefinn þegar hann var
ritstjóri á vefdeild Símans 2006-
2007. Jón Gunnar hefur einnig kennt
námskeiðið Inngang að bókmennta-
fræði við HÍ og ýmis önnur nám-
skeið á vegum Háskóla unga fólks-
ins, Háskólalestarinnar og
Vísindasmiðju HÍ, aðallega um vís-
indaheimspeki og sögu vísindanna.
Hann hefur skrifað greinar í ýmis
tímarit, aðallega um vísindi og bók-
menntir, síðast greinina „Hvaða
hlutverki gegnir draumurinn í
Draumi Keplers?“ í vorhefti Skírnis
2018.
Vísindavefurinn var opnaður í jan-
úar 2000 og í tilefni af 20 ára afmæl-
inu var haldið málþing í janúar. „Til-
gangurinn með vefnum var og er að
opna Háskólann út á við eins mikið
og hægt er og miðla vísindum til al-
mennings. Vinsældir vefsins fóru
fram úr björtustu vonum og hafa síð-
an aukist jafnt og þétt,“ segir Jón
Gunnar. Yfir 800 manns eru í höf-
undaskránni og þar af langflestir vís-
indamenn við Háskóla Íslands. Sjálf-
ur hefur Jón Gunnar skrifað tæplega
700 svör á vefinn, ýmist einn eða sem
aðalhöfundur.
„Aðsókn að Vísindavefnum er allt-
af mjög mikil en marsmánuður í ár
Halldórssonar í Sauðlauksdal og var
„hlaupari að profession“ eins og seg-
ir í annálnum.“ Hann varð fremstur í
sínum aldursflokki í Fjölnishlaupinu
í 5 km hlaupi í ár. „Önnur áhugamál
mín eru matargerð og eldamennska,
aðallega í anda Yotams Ottolenghis
og Samis Tamimis. Svo hafa orðið til
ný áhugamál í tengslum við vinnuna.
Ég hef mikinn áhuga á sögu vís-
indanna, vísindabyltingunni og sér í
lagi tengslum vísinda og bókmennta.
Nýjasta áhugamálið er síðan auðvit-
að veiru- og örverufræði.“
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Gunnars er Helga
Brá Árnadóttir, f. 25.8. 1966, um-
sjónarmaður styrktarsjóða Háskóla
Íslands. Þau eru búsett í Reykjavík.
Foreldrar Helgu Brár eru Margrét
Oddsdóttir, f. 28.9. 1945, fyrrv. dag-
skrárstjóri Rásar 1, og Árni John-
sen, f. 1.3. 1944, fyrrv. þingmaður,
þau skildu. Uppeldisfaðir Helgu
Brár er Hörður Filippusson, pró-
fessor emeritus í lífefnafræði við HÍ.
Fyrri eiginkona Jóns Gunnars er
Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefs Háskóla Íslands – 50 ára
Fjölskyldan Valgerður, Jón Gunnar, Helga Brá, Þorsteinn Gunnar, Margrét Lára og Þórunn Helena fyrir framan.
Veirur eru nýjasta áhugamálið
Afmælisbarnið Jón Gunnar í tjaldútilegu í Langaholti á Snæfellsnesi en
fjölskyldan hefur verið dugleg að ferðast um landið í sumar.
30 ára Karítas er frá
Þórshöfn en býr í Nes-
kaupstað. Hún er
hjúkrunarfræðingur
að mennt frá Háskól-
anum á Akureyri. Kar-
ítas er hjúkrunarfræð-
ingur á sjúkradeild
Umdæmissjúkrahússins Neskaupstað.
Maki: Steinar Pálmi Ágústsson, f. 1987,
vinnur hjá Síldarvinnslunni.
Börn: Dögun Rós, f. 2013, og Björn Jörfi,
f. 2018.
Foreldrar: Svala Sævarsdóttir, f. 1966,
bókari hjá Langanesbyggð, búsett á
Þórshöfn, og Agnar Bóasson, f. 1963, bif-
vélavirki hjá Bíley, búsettur á Reyðarfirði.
Karítas Ósk
Agnarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is