Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 25

Morgunblaðið - 27.07.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla „ÞAÐ VIRKAÐI. ÉG VISSI AÐ ÞETTA MYNDI GERAST EF VIÐ FELDUM SÍMANA ÞEIRRA.” „ÞÚ ÁTT AÐ LESA UPPHÁTT!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna í íbúðinni fyrir neðan. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KATTATÍMINN HELDUR ÁFRAM EFTIR STUTT HLÉ TÍMI FYRIR SNARL KLIKK NÆST Á DAGSKRÁ Í BANGSA- TÍMANUM … „heimur hunangs”! HE I! B AN N AÐ AÐ D AÐ RA Í VI NN UN NI ! Margrét Gunnarsdóttir, f. 1.6. 1971, sagnfræðingur. Börn Jóns Gunnars og Margrétar eru 1) Þorsteinn Gunnar, f. 18.2. 1993, MS í reiknifræði frá DTU, og 2) Valgerður, f. 22.7. 1998, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ, sambýlismaður er Ari Brynjarsson, BA-nemi í sagnfræði við HÍ. Dætur Jóns Gunnars og Helgu Brár eru 3) Margrét Lára, f. 31.5. 2005, nemi í Hagaskóla og Menntaskóla í tónlist, og 4) Þórunn Helena, f. 12.11. 2011, nemi í Melaskóla og Allegro Suzuki- tónlistarskóla. Alsystkini Jóns Gunnars eru Bjarni Þór, f. 24.2. 1975, tölv- unarfræðingur hjá Marel, og Elín Jóna, f. 8.3. 1981, byggingarverk- fræðingur hjá Turner í New York. Hálfbræður samfeðra eru Hös- kuldur, f. 11.8. 1966, vélvirki og bú- fræðingur, bústjóri á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti í Flóa, og Þorsteinn, f. 14.11. 1966, efnafræðingur í London. Foreldrar Jóns Gunnars eru hjón- in Þorsteinn Gunnarsson, f. 18.12. 1940, arkitekt og leikari, og Val- gerður Dan Jónsdóttir, f. 1.12. 1944, leikkona. Þau eru búsett í Reykjavík. Jón Gunnar Þorsteinsson Þuríður Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Hörgslandi á Síðu Elías Eyjólfsson kennari í Reykjavík, f. á Efri- Steinsmýri í Meðallandi Halldóra Elíasdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Dan Jónsson rithöfundur og ríkisféhirðir í Rvík Valgerður Dan Jónsdóttir leikkona í Reykjavík Margrét Pétursdóttir húsfreyja á Efri-Brunnastöðum, f. á Nýja-Bæ í Vogum Jón Einarsson útvegsbóndi á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, f. í Tjarnarkoti á Miðnesi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor í mannfræði við HÍ Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði og þjóðlagasafnari Júlíus Guðmundsson kaupmaður í Rvík Sigríður Júlíusdóttir húsfreyja í Rvík Katrín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands Þuríður Dan Jónsdóttir myndlistarkona í Hafnarfirði Kristbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. á Eyvindarstöðum á Álftanesi Guðmundur Sigurður Sigvaldason sjómaður í Hafnarfirði, f. í Ásbúð í Hafnarfirði Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður í Rvík og Kaupmannahöfn Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Engey Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, f. á Mel á Mýrum Úr frændgarði Jóns Gunnars Þorsteinssonar Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari í Rvík Pétur Stefánsson skrifar á Boðn-armjöð: „Fínt á fimmtudegi: heimareykt hrossabjúgu beint úr sveitinni. Herramannsmatur með rauðkáli, baunum, nýjum kartöflum og uppstúfi. Klassískur heimilis- matur klikkar ekki“: Hungrið dvínar, hressist þel í hagorðum vísnabjána. Bragðast heldur betur vel bjúgun af sorrý Grána. „Þessi á alltaf vel við,“ segir Pétur enn fremur: Með vit og vilja nægan, vinsæll alla tíð geri ég garðinn frægan með glæstri vísnasmíð. Helgi R. Einarsson yrkir og kallar „Gamla kvennabósann“: Ég horfði í augun á henni, á hárið, munninn og enni, mjaðmirnar, barminn, svo bauð henni arminn, en nú þessu’ ei lengur ég nenni. Indriði á Skjaldfönn yrkir og kall- ar „Fjarstæður“: Tunglið er ostur sem enginn leið er að ná. Afglapavæðingin loksins er brostin á. Steindauður hundur hangir á öxlum á mér. Hvað nú hann vill þar er erfitt að hugsa sér. Bílastæðið er brennandi af fortíðarþrá. Belgmikill köttur gengur það yfir á ská. Forsætisráðherra labbandi í leið á fund. Ljósvakamiðlarnir þegja dágóða stund. Kvæði eins og þetta geta nú allir ort. Yfirgripsmikinn skáldskap af bestu sort. Rafræn skilaboð æða sem aldrei fyr. Eflaust fær þetta kvæði magnaðan byr. Þessi vísa var kveðin um ungu prestana, er komu í stað hinna gömlu og lögðu niður þann sið að ríða í hempu: Sunnanstiftis sjást nú klerkar svartir fáir; þeir eru orðnir grænir, gráir, gulir, rauðir, hvítir, bláir. Ólafur Gunnlaugsson Briem sá einhverju sinni mann berja naut með svipu og varð þá staka þessi á munni: Nauts á hrygginn, maður, mátt meira pískinn spara; jafningja þinn aldrei átt illa með að fara. Gömul vísa í lokin: Hættu að gráta hringaná, hryggð ei lát á bera; þó að bjáti eitthvað á áttu kát að vera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hrossabjúgu eru fín á fimmtudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.