Morgunblaðið - 27.07.2020, Side 27
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Atgangur KA-menn með Ívar Örn Árnason fremstan í flokki sækja hart að
Beiti Ólafssyni markverði KR í leik liðanna á Akureyri í gær.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik er komið í þriðja sæti
Pepsi Max-deildar karla á ný eftir
fyrsta sigurinn í sex leikjum. Blik-
ar hristu af sér tapið gegn HK á
dögunum með því að skora fimm
mörk á fyrstu 50 mínútunum gegn
Skagamönnum en lokatölur á
Kópavogsvellinum í gærkvöld urðu
5:3. ÍA tapaði þar með sínum
þriðja leik í röð og hefur fengið á
sig þrettán mörk á meðan.
„Thomas Mikkelsen er orðinn
besti hreinræktaði framherjinn í
deildinni og þegar kantmennirnir
og miðjumennirnir eru í stuði fær
Breiðablik fullt af færum og það
eru næg gæði þar á bæ að nýta
þau og skora mörk, eins og sást í
kvöld. Eftir fimm leiki í röð án sig-
urs gæti þessi leikur verið vendi-
punktur hjá Blikum og byrjunin á
einhverju góðu,“ skrifaði Jóhann
Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á
mbl.is.
Kristinn Steindórsson bætti
enn markamet sitt fyrir Breiðablik
í efstu deild þegar hann skoraði
annað og fjórða mark liðsins. Hann
hefur nú skorað 39 mörk í deildinni
fyrir félagið, fimm þeirra í sumar.
Thomas Mikkelsen er orðinn
næstmarkahæsti Blikinn frá upp-
hafi. Danski framherjinn skoraði
þriðja og fimmta markið gegn ÍA
og er kominn með 32 mörk fyrir
Breiðablik. Hann fór uppfyrir Sig-
urð Grétarsson sem gerði 31 mark
fyrir félagið í deildinni.
Mikkelsen er jafnframt orðinn
markahæstur í deildinni með níu
mörk. Óttar Magnús Karlsson úr
Víkingi er með sjö mörk, Patrick
Pedersen úr Val og Steven Len-
non úr FH með sex mörk hvor.
Hlynur Freyr Karlsson, 16
ára, kom inn á í sínum fyrsta leik í
efstu deild hjá Breiðabliki.
Morgunblaðið/Íris
Liggjandi Blikarnir Gísli Eyjólfsson og Elfar Freyr Helgason sækja að Jóni
Gísla Eyland bakverði Skagamanna sem er í óvenjulegri stellingu.
Beitir bjargvættur KR-inga
Beitir Ólafsson kom í veg fyrir að
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum
öðrum leik á tímabilinu þegar hann
varði vítaspyrnu Guðmundar Steins
Hafsteinssonar á 90. mínútu í leikn-
um gegn KA á Akureyri í gær.
Þar með skildu KA og KR jöfn
án marka á Akureyrarvelli annað
árið í röð. KR-ingar komust með
stiginu á topp deildarinnar á ný en
það merkilega er að öll þau stig
sem þeir hafa tapað á tímabilinu
hafa farið til liða í hópi fjögurra
neðstu liðanna í deildinni, KA,
Fjölnis og HK.
Arnar Grétarsson hefur enn ekki
fengið á sig mark sem þjálfari KA.
Markatala Akureyrarliðsins í þrem-
ur leikjum undir hans stjórn er 1:0
og uppskeran fimm stig.
Um umdeilt atvik seint í leiknum
skrifaði Baldvin Kári Magnússon í
grein um leikinn á mbl.is: „Á 83.
mínútu leiksins varð umdeilt atvik
sem verður án efa mikið rætt næstu
daga. Beitir gerði þá slæm mistök
þegar hann sparkaði boltanum
beint í fæturna á Guðmundi Steini
sem stóð í markteignum. Guð-
mundur Steinn setti boltann í netið
en að lokum var rangstaða dæmd.
Dómaratríó leiksins mat það svo að
Ásgeir Sigurgeirsson hefði truflað
Beiti þegar hann reyndi að verja
skot Guðmundar. Ásgeir er fyrir
innan þegar Guðmundur tekur
skotið og stendur við Beiti en hvort
hann hefur áhrif á markmanninn er
umdeilt og erfitt að meta þrátt fyrir
mörg áhorf á endursýningar.“
KR-ingar misstu enn út mið-
vörð þegar Aron Bjarki Jósepsson
meiddist í upphitun fyrir leikinn og
lék ekki með. Arnþór Ingi Krist-
insson fór í miðvarðarstöðuna í
hans stað. Arnór Sveinn Að-
alsteinsson var ekki með vegna
meiðsla og Gunnar Þór Gunn-
arsson spilar ekki meira á tíma-
bilinu.
Byrjun á einhverju góðu?
Blikar skoruðu fimm mörk á fyrstu 50 mínútunum gegn Skagamönnum
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hafn-
aði í öðru sæti í spjótkasti á al-
þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Zwei-
brücken í Þýskalandi á laugardaginn.
Hún kastaði 60,27 metra en sig-
urvegarinn Christin Hussong frá
Þýskalandi kastaði 61 metra sléttan.
Þriðja varð Annika Marie Fuchs frá
Þýskalandi en hún kastaði 55,68
metra.
Knattspyrnumaðurinn Bjarki
Steinn Bjarkason gæti verið á leið
frá ÍA til Venezia í ítölsku B-deildinni.
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélags ÍA staðfesti við
Morgunblaðið í gærkvöld að viðræður
væru í gangi. Bjarki er tvítugur kant-
maður og hefur ekki verið með
Skagamönnum í síðustu fjórum leikj-
unum en hafði fram að því leikið 25
leiki með þeim í úrvalsdeildinni og
skorað í þeim fjögur mörk.
Danski knattspyrnumaðurinn Tobi-
as Thomsen gæti yfirgefið KR í
næsta mánuði, eða þá eftir tímabilið.
Hann sagði við bold.dk um helgina að
sig langaði aftur til Danmerkur, KR-
ingar hefðu sýnt því skilning og hann
hefði rætt við lið í dönsku B-deildinni.
GR og GKG urðu Íslandsmeistarar
golfklúbba 2020 en úrslitaleikirnir í 1.
deildum karla og kvenna fóru fram á
Urriðavelli á laugardag. GKG sigraði
Keili 4:1 í úrslitaleiknum í 1. deild
karla og GR sigraði Keili 4:1 í úrslita-
leik í 1. deild kvenna og vann titilinn í
21. skipti.
Jón Dagur Þorsteinsson hjá AGF
og Aron Elís Þrándarson hjá OB
mætast með liðum sínum í hreinum
úrslitaleik um Evrópusæti. AGF end-
aði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu eftir 0:1-tap
gegn Hirti Hermannssyni og sam-
herjum í Bröndby í gær. OB vann úr-
slitaeinvígi umspils liðanna sem end-
uðu fyrir neðan sjötta sæti, 4:2
samanlagt gegn Horsens, og komst
þar með í leikinn gegn AGF.
Svava Rós Guðmundsdóttir skor-
aði sitt fjórða mark í fyrstu sex um-
ferðum sænsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu á þessu tímabili þegar
lið hennar gerði jafn-
tefli, 3:3, við Guðrúnu
Arnardóttur og sam-
herja hennar í Djurg-
ården í
gær.
Kristi-
anstad,
undir stjórn Elísabet-
ar Gunnarsdóttur,
lenti 3:0 undir í leikn-
um. Liðið er í sjötta
sæti með átta stig
eftir sex umferðir í
deildinni.
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Gömlu stórveldin Keflavík og Fram eru jöfn
á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir sann-
færandi heimasigra í gær en gætu misst
Leikni R. og ÍBV upp fyrir sig þegar áttundu
umferðinni lýkur í kvöld.
Keflavík lagði Vestra á heimavelli, 4:1,
og gott gengi nýliðanna var þar með stöðvað
í bili. Kian Williams og Josep Gibbs gerðu
tvö mörk hvor fyrir Keflavík en Milos Ivank-
ovic svaraði fyrir Vestra.
Fram valtaði yfir Þór í Safamýri, 6:1.
Fred Saraiva og Alexander Már Þorláksson
gerðu tvö mörk hvor, Albert Hafsteinsson
og Haraldur Einar Ásgrímsson eitt hvor,
eftir að Izaro Abella gerði fyrsta mark leiks-
ins fyrir Þór. Álvaro Montejo hjá Þór var
rekinn af velli í stöðunni 4:1.
Rúnar Þór Brynjarsson jafnaði fyrir
Magna gegn Grindavík, 3:3, í dramatískum
leik á Grenivík. Costelus Lautaru og Tóm-
as Veigar Eiríksson gerðu hin mörk
Magna en Josip Zeba, Guðmundur Magn-
ússon og Oddur Ingi Bjarnason skoruðu
fyrir Grindavík sem missti Sindra Björns-
son af velli með rautt spjald.
Guðjón Þórðarson stýrði Víkingi í
Ólafsvík til sigurs í fyrsta heimaleik sín-
um, 3:0 gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði.
Vignir Snær Stefánsson, Gonzalo Zamor-
ano og Billy Stedman skoruðu mörkin.
Gömlu stórveldin eru efst
Morgunblaðið/Íris
Mark Fred Saraiva skorar annað marka sinna fyrir
Fram í stórsigrinum gegn Þór í Safamýri í gær.
KA – KR 0:0
M
Mikkel Qvist (KA)
Ívar Örn Árnason (KA)
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Finnur Orri Margeirsson (KR)
Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Atli Sigurjónsson (KR)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 844.
BREIÐABLIK – ÍA 5:3
1:0 Alexander Helgi Sigurðarson 11.
2:0 Kristinn Steindórsson 17.
3:0 Thomas Mikkelsen 37.
4:0 Kristinn Steindórsson 39.
4:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson 43. (víti)
4:2 Hlynur Sævar Jónsson 48.
5:2 Thomas Mikkelsen 51. (víti)
5:3 Viktor Jónsson 53.
MM
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
M
Alexander Helgi Sigurðarson (Breið.)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Viktor Jónsson (ÍA)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Marcus Johansson (ÍA)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8.
Áhorfendur: 1232.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Würth-völlur: Fylkir – HK....................... 18
Extra-völlur: Fjölnir – Valur............... 19.15
Kaplakriki: FH – Grótta ...................... 19.15
Samsungv.: Stjarnan – Víkingur R..... 20.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þróttur R ............. 18
Varmá: Afturelding – Leiknir R ......... 19.15
2. deild karla:
Framvöllur: Kórdrengir – Þróttur V.. 19.15
3. deild karla:
Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – KFG.... 20
Í KVÖLD!