Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 1
Blómatíð hjá blómabændum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garð-
yrkjubænda, segir sölu á íslenskum blómum hafa
gengið mjög vel í vor. Þá hafi sala á garðplöntum
slegið met.
Gengi garðyrkju og blómaræktar vitnar um að
ýmsar greinar hafa ekki gengið í gegnum sam-
drátt, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
„Það er okkar upplifun að garðplöntusala hefur
aldrei verið eins góð og á vordögum. Það er auð-
séð að Íslendingar eru heima og vilja hafa huggu-
legt í kringum sig,“ segir Gunnar. Sala á íslensku
grænmeti hafi einnig verið góð. Sala til veitinga-
húsa hrundi í faraldrinum en jókst til smásölu-
verslana.
Gísli Jóhannsson, rósabóndi í Dalsgarði, segir
sömu sögu.
„Við finnum fyrir miklum meðbyr í dag. Það er
meðbyr með íslenskri framleiðslu – landbúnaðar-
afurðum, blómum og grænmeti – og menn eru til-
búnir að spýta í lófana og sinna markaðnum eins
og á að gera. Það hefur gengið mjög vel að selja.
Það hefur frekar vantað blóm en hitt. Það hefur
verið mikil innanlandsneysla,“ segir Gísli.
Máli sínu til stuðnings bendir Gísli á að nú séu
tugir þúsunda Íslendinga ekki á ferðalagi erlend-
is.
„Við gerum vel við okkur í útlöndum. Nú er
fólkið heima og gerir vel við sig þar í staðinn,“
segir Gísli en nánar er fjallað um málið í
ViðskiptaMogganum í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rósagarður Daiva Roze, starfsmaður Dalsgarðs í Mosfellsdal, vann við það í gær að snyrta rósir í einu gróðurhúsa fyrirtækisins.
Salan sjaldan verið meiri Sala á garðplöntum í vor meiri en dæmi eru um
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 177. tölublað 108. árgangur
FYRSTA FLOKKS
TÓNLISTARFÓLK
Á ÓLAFSFIRÐI
HIKA VIÐ PÖNTUN Á
SÓLARLANDAFERÐUM
TOMMI GERIR
UPP FERILINN
Í OPNUVIÐTALI
FJÖLDI ÞÓ FARINN TIL SPÁNAR 6 VIÐSKIPTAMOGGINNBERJADAGAR 24
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Umtalsvert magn af makríl
fannst í mið- og norðurhluta Nor-
egshafs, þar á meðal suðsuðaustur
af Jan Mayen. Þetta kom fram í
frétt norsku hafrannsóknastofn-
unarinnar í gær. Makríllinn við Jan
Mayen var stór og feitur og stút-
fullur af átu.
Fjölþjóðlegur leiðangur í Norð-
urhöfum að sumarlagi (IESSNS)
hefur staðið yfir. Árni Friðriksson
RE tók þátt í honum fyrir hönd Ís-
lands en einnig voru með í för skip
frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi
og Danmörku. Von er á tilkynningu
frá Hafrannsóknastofnun um fyrstu
niðurstöður. »12
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Hafrannsóknaskip Árni Friðriksson RE
hefur verið í mánaðarlöngum leiðangri.
Fundu talsvert af
makríl í Noregshafi
og við Jan Mayen
Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs-
og kynningarstjóri Samtaka versl-
unar og þjónustu, segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að erfitt sé að
segja fyrir um langtímaáhrif hér á
landi af uppgangi netverslunar í
kórónuveirufaraldrinum, en vegna
samkomubanns jukust viðskipti við
netverslanir umtalsvert á tíma-
bilinu. „Ég held að breytingin verði
meiri víða erlendis þar sem
samkomubannið stóð mun lengur,“
segir Þóranna. Hún segir að þar
sem samkomubann hafi varað
skemur hér á landi hafi landsmenn
ekki haft eins langan tíma til að
festa netverslun í sessi.
Meiri áhrif erlendis
af netverslun í
samkomubanni
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Stjórnvöld eru með það til skoðunar
hvort herða eigi samkomutakmark-
anir og gera tveggja metra regluna
aftur að reglu. Um hádegi í dag eiga
niðurstöður úr raðgreiningu Íslenskr-
ar erfðagreiningar á tveimur innan-
landssmitum frá því í gær að liggja
fyrir.
Ef í ljós kemur að þau veirutilfelli
hafa sama mynstur og veiran í tilfelli
flestra í nýuppkominni hópsýkingu á
Íslandi þýðir það að aðgerðir verða
hertar. Það gefur enda til kynna að
hinir smituðu hafi smitast af sömu
umferð veirunnar og í hinum tilfell-
unum, án þess að hafa hitt hina sem
hafa greinst. Það gefur aftur til kynna
að samfélagssmit sé enn útbreiddara
en þegar er vitað.
Jóhann K. Jóhannsson, samskipta-
stjóri almannavarna, segir að fundað
verði eftir að niðurstöðurnar liggja
fyrir og ákveðið hvort gripið verði til
ofangreindra ráðstafana.
Sem stendur er vitað af 24 virkum
smitum á Íslandi. Þar sem ekki hefur
tekist að rekja sameiginlegan upp-
runa fjölda þeirra telur Kári Stefáns-
son, forstjóri Íslenskrar erfðagrein-
ingar, að útbreiðslan í samfélaginu
gæti verið mikil. Hann telur einsýnt
að herða þurfi ráðstafanir á Íslandi.
„Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að
breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verð-
um við ekki með í leiknum. Þetta er
ekki ástand sem býður upp á að
standa hjá og horfa á.“
Ræða hertar aðgerðir
Samkomutakmarkanir og tveggja metra regla ef smit frá því í gær eru af sömu
gerð og hópsmitið Kári Stefánsson skimar ekki ef aðgerðir verða ekki hertar
Áhyggjur af helginni
» Almannavarnir hafa áhyggj-
ur af mannfagnaði um versl-
unarmannahelgina. Er fólk
hvatt til varkárni.
» Þótt mörgum útihátíðum
hafi verið aflýst verður víða
boðið upp á dagskrá fyrir gesti
og gangandi.
MÁhrif kórónuveiru »4, 6 og 11