Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
TÆKNI A
FYRIR H
TVINNUMANNSIN
E I
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar
er létt og
meðfærilegt og
þú ert fljótari
að strauja en
nokkru sinni
fyrr.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Útlit er fyrir gott berjaár ef svo held-
ur fram sem horfir, að sögn Sveins
Rúnars Haukssonar, heimilislæknis
og berjaáhugamanns. Hann sagði að
enn væri helst til fljótt að spá um
berjasprettu og berjauppskeru.
„Þetta lítur vel út mjög víða, en það
getur margt gerst á þeim vikum sem
eftir eru. Það skiptir miklu núna að
við fáum áfram hlýindi með svolítilli
vætu. Það er óskaveðrátta fyrir ber-
in,“ sagði Sveinn Rúnar. Eins þarf að
fást ráðrúm til að tína berin áður en
næturfrost fer að spilla fyrir berja-
tínslu.
Hann sagði að sætukoppar hefðu
verið fallegir og áberandi víða um
land í sumar. „Berin eru enn græn en
eru byrjuð að dökkna. Krækiberin
eru oft fyrst til og þau ætla að verða
það núna. Sums staðar eru þau að
verða svört en þau eru enn pínulítil.
Það eru tvær til þrjár vikur í að það
verði hægt að fara í berjamó svo vel
sé,“ sagði Sveinn Rúnar.
Á Vesturlandi hafa bæði verið hlý-
indi og væta inn á milli. Þótt kuldi
hafi aðeins gert vart við sig hefur
hann ekki náð að spilla kartöflu-
grösum eða öðrum lággróðri. Sveinn
Rúnar hafði heyrt úr Fljótum í
Skagafirði að snjó hefði tekið seint
upp og berjaspretta því seint á ferð-
inni. Hann taldi að nú væru sennilega
þrjár vikur þar til fólk gæti farið að
tína ber þar. Á Austurlandi hefur ver-
ið fallegt sumar og sýnist Sveini
Rúnari að þar séu menn bjartsýnir á
berjasprettu. Hann hafði ekki heyrt
berjafréttir af Suðurlandi.
Auk krækiberja vaxa hér einnig
bláber, aðalbláber, hrútaber og jarð-
arber. „Engin jarðarber eru betri en
þau villtu íslensku,“ sagði Sveinn
Rúnar. „Það þarf ekki að fara lengra
en í Esju eða í nágrenni Herdísar-
víkur til að finna þau.“ gudni@mbl.is
Krækiberin koma fyrst
Horfur á góðri berjasprettu Þurfa hlýindi og smá vætu
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Bláber Útlit er fyrir góða berja-
sprettu, ef góð tíð heldur áfram.
Búið er að raða stólum og borðum í Alþingishús-
inu fyrir athöfn, sem fer þar fram á laugardag,
1. ágúst, þegar Guðni Th. Jóhannesson verður
settur í embætti forseta Íslands í annað skipti.
Innsetningarathöfnin er mjög formföst en vegna
ráðstafana í tengslum við heimsfaraldur kórónu-
veiru verða mun færri gestir viðstaddir en venja
er. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er talsvert
bil á milli stóla í salnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stólum raðað fyrir innsetningarathöfn
Forseti Íslands settur í embætti í Alþingishúsinu á laugardag
Flugsamgöngur
og heims-
faraldur kórónu-
veiru voru til
umræðu á fundi
ríkisstjórnar-
innar í gær.
„Þetta snerist
fyrst og fremst
um þá ánægju-
legu staðreynd
að það eru
margir sem vilja koma til Íslands,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra. Hann segir að
ríkisstjórnin hafi farið yfir „hvert
útlitið væri í fluginu núna í ágúst,
hve margir eru líklegir til að
koma og þá frá hvaða löndum“.
Sigurður segir mikilvægt að
áfram sé gætt að því að viðhalda
skimun fyrir veirunni á landamær-
um. „Við erum með ákveðna
greiningargetu og sjáum það núna
að við þurfum að einbeita okkur
meira að innanlandsgreiningum.
Þá þurfum við að passa upp á að
geta viðhaldið skimun á landa-
mærum,“ segir Sigurður.
Ræddu útlit
flugsins í
ágústmánuði
Mikill áhugi
ferðafólks á Íslandi
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Vinnueftirlitið hefur um árabil tekið
saman tölur um fjölda öryggis-
skoðana sem gerðar eru á bygging-
arkrönum. Þessir vinalegu risar eru
taldir ágætis vísbending um stöðu
efnahagsmála hverju sinni, en nokk-
uð hefur dregist saman í byggingar-
iðnaði síðasta misseri.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,
sviðsstjóri mannvirkjasviðs Sam-
taka iðnaðarins, segir að síðasta út-
tekt hafi leitt í ljós 53% samdrátt í
húsbyggingum, sem valdi nokkrum
áhyggjum þar á bæ.
Þéttingarstefna eykur kostnað
Um orsakir samdráttar segir Jó-
hanna að þar komi að margir sam-
verkandi þættir. Hún tiltekur að
margar byggingar hafi verið á síðari
stigum, en erfiðlega hafi gengið að
selja íbúðir í hærri verðflokkum.
Það megi rekja til þess að þétting-
arstefna auki byggingarkostnað en
ákall markaðarins sé fremur eftir
ódýrari íbúðum sem henti fyrstu
kaupendum og tekjulægri. Hún tel-
ur stefnu sveitarfélaga gagnrýni-
verða og segir að þörf sé á meiri
sveigjanleika til að lækka bygging-
arkostnað. Þessi staða hafi m.a. orð-
ið til þess að verktökum gengur
verr að fjármagna frekari uppbygg-
ingu.
Þörf á frekari uppbyggingu
Spurð um framtíðarhorfur segir
Jóhanna að spár sýni áframhaldandi
spurn eftir íbúðum á markaði. Hún
varar við því að sofið sé á verðinum
og bendir máli sínu til stuðnings á
það bil sem myndaðist eftir efna-
hagshrun, þar sem byggingarkran-
ar nær hurfu sjónum.
Hún segir nokkrar væntingar
gerðar til hlutdeildarlána, úrræðis
sem kynnt hefur verið af stjórn-
völdum til fyrstu kaupenda. Telur
Jóhanna að áhrif þeirra gætu orðið
til að gæða byggingariðnaðinn nýju
lífi.
Vísbending í krönum
Samdráttur í byggingariðnaði Þéttingarstefna eykur kostnað Meiri
sveigjanleika þarf til að byggja ódýrari íbúðir Væntingar til hlutdeildarlána
Kranavísitala Vinnueftirlitsins 2017-2020
Fjöldi skoðaðra byggingarkrana skv. kranaskoðunum á landinu öllu
400
300
200
100
0
'07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
364
310
155
113 121
140
159
193
224
277
303
385
284
175 209
138 161
Allt árið
Janúar til júlí
Íslenski tónlistar-
maðurinn Ólafur
Arnalds hlaut í
gær tilnefningu til
Emmy-verðlauna
fyrir tónlist sína í
þáttunum Defend-
ing Jacob, sem
framleiddir eru af
Apple TV+.
Ólafur samdi
þematónlist þáttanna sem hafa getið
sér gott orð þar vestanhafs.
Árið 2014 hlaut Ólafur BAFTA-
verðlaun fyrir tónlistina sem hann
gerði fyrir breska dramaþáttinn
Broadchurch. Fyrir tónverk í sömu
þáttum fékk hann tilnefningu árið
2018 til Brits Awards sem tónverk árs-
ins.
Tilnefndur
til Emmy-
verðlauna
Ólafur tilnefndur
fyrir þematónlist
Ólafur Arnalds