Morgunblaðið - 29.07.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 29.07.2020, Síða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa BRÚÐKAUPS MYNDIR Snorri Másson snorrim@mbl.is Tekin verður ákvörðun um það síðar í dag hvort herða þurfi samkomu- takmarkanir á Íslandi, þar sem grunur leikur á um að hópsmit sem hefur greinst teygi anga sína víðar um samfélagið en nú er vitað til. Tveir greindust með veiruna í gær eftir innanlandssmit og eftir hádegi á að liggja fyrir hvort þeirra smit sé skylt hópsmitinu. Ef svo er verða samkomutakmarkanir hertar nú í aðdraganda verslunarmannahelgar- innar. Verst er hópsmitið á Akranesi, þar sem sjö erlendir verkamenn sem búa og vinna saman greindust með veir- una. Sagt var frá því á mbl.is að þeir hefðu í síðustu viku fyrir tilviljun all- ir verið við störf við viðgerðir á lóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í bænum. Þeir voru á vegum verktaka við hellulagningu en ekki í neinum samskiptum við fólk inni í húsinu. Smithætta er því ekki talin hafa skapast. Fleiri en þessir sjö hafa ekki greinst á Akranesi eftir að sýni voru tekin úr nærumhverfi þeirra. Verka- mennirnir eru í einangrun. Aðeins einn þeirra veiktist en hinir eru sagðir hafa sýnt lítil einkenni. Yfir- maður þeirra hjá verktakafyrirtæk- inu sér þeim fyrir vistum á heimili þeirra. Samtals eru 24 virk smit á landinu, þar af eru 14 innanlands- smit. Eðli farsóttar að málin breytist Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að tveir verkamannanna hefðu verið með sérstaklega mikið af veir- unni og verið þar af leiðandi sérstak- lega smitandi. Hann óttast að þetta geti gilt um enn fleiri sem veikjast í þessari hópsýkingu. Vegna hennar hefst slembiúrtaksskimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar á hádegi í dag. Hve umfangsmikil hún verður veit Kári ekki enn. „Ef heppnin er með okkur lítur þetta bara ógnvekj- andi út og við getum slökkt á þessu í einum grænum hvelli. Ég vona svo sannarlega að svo sé. En eins og stendur finnst mér jafnmiklar líkur á að þetta hafi farið víða og þetta sé enn einangrað á þessum stöðum,“ sagði hann. Kári hefur gert það að skilyrði fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagrein- ingar að hópsmitinu að samkomu- takmarkanir verði hertar. Verslun- armannahelgin er eftir tvo daga. „Þórólfur hefur alltaf talað um þann möguleika að það þurfi að herða þetta aftur. Þetta er eðli farsóttar; þú herðir aðgerðir, slakar til, og herðir aftur. Nú er þetta að blossa upp í löndunum í kringum okkur þaðan sem fólk er að koma í heim- sókn til okkar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að takmörkunum sé breytt,“ sagði hann. Kári sagði þetta skipta máli þegar litið er til þess að börn þurfa að kom- ast í skólann eftir þrjár vikur. Mis- skilningur sé að hertar aðgerðir komi niður á ferðaþjónustunni. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ sagði Kári. „Hertar aðgerðir þjóna hagsmunum allra, þar á meðal ferða- þjónustunnar.“ Áhyggjur af helginni Almannavarnir og sóttvarna- yfirvöld hafa, að því er sagði í til- kynningu í gærkvöld, áhyggjur af komandi verslunarmannahelgi þar sem viðbúið er að margir verði á far- aldsfæti og hætta á að smit geti bor- ist enn frekar út í samfélaginu. Sagt er áríðandi að fólk taki upp og haldi á loft einstaklingsbundnum sóttvörn- um, virði tilmæli um nándarmörk og verndi viðkvæma hópa. Fyrirtæki og stofnanir eru þá hvött til þess að skerpa á sóttvörnum. Alma Möller landlæknir sagði í gær að allir yrðu að herða persónu- legar sóttvarnir, þó að ekki væri þetta komið á það stig að fólki væri ráðið frá því að heimsækja ömmu og afa. „Við erum með samfélagsleg smit í gangi og höfum ekki getað rak- ið þau öll. Það er ákveðið áhyggju- efni og eins og er eru óþægilega margir lausir endar, finnst okkur. Það hlaut að koma að þessu, að eitt- hvað gerðist, því okkur finnst fólk heldur vera farið að slaka á. Þannig að nú hvetjum við einstaklinga, fyrir- tæki og alla til að herða smitvarnir,“ sagði Alma. „Það er ekki alveg tíma- bært að segja hvort þetta er hópsmit eða önnur bylgja að hefjast. Það munum við svolítið sjá á næstu dög- um, hvaða stefnu hlutirnir taka.“ Óttast verslunarmannahelgina  „Óþægilega margir lausir endar“  Raðgreining segir til um útbreiðslu smitsins og ræður þar með úrslitum um mögulegar hertar aðgerðir  Niðurstaðan liggur fyrir í hádeginu  14 virk innanlandssmit Ljósmynd/Lögreglan Almannavarnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdóma- læknir og staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma Möller landlæknir stýrðu upplýsingafundi gærdagsins. Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní 15. 16. 17. 18.19.20.21.22.23.24.25.26.27.28.29.30. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18.19.20.21.22.23.24.25.26.27. 127.097 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 58.045 sýni173 einstaklingar eru í sóttkví 1.857 staðfest smit 24 eru með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni 2 1 2 1 2 1 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 100 1 1 1 1 2 2 4 3 2 2 2 3 6 6 2 1 5 2 5 1 6 9 1 3 1 2 2 2 1 3 3 3 2 2 5 4 2 3,3 virk smit sl. 14 daga á 100.000 íbúaNýgengi smita innanlands: 1 2 1 1 3 1 3 6 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Hugsanlegt er að önnur bylgja kór- ónuveirusmita verði hér á landi. Þó eru meiri líkur en minni á að yfir- völdum takist að hemja útbreiðslu slíkrar bylgju. Þetta segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræði- deild Landspítalans. Undanfarna daga hafa borist fréttir af talsverðum fjölda smita hér á landi. Ekki hefur tekist að rekja uppruna nokkurra en ein- hver smitanna teljast til innan- landssmita. Þá eru á annað hundrað manns í sóttkví. „Ég get ekki sagt annað en það sem sóttvarnarlæknir hefur verið að segja. Það er alveg möguleiki á því að það komi önnur bylgja en það er verið að vinna hörðum höndum að því að svo verði ekki. Það eru meiri líkur en minni á að það takist,“ segir Karl og bætir við að sýna verði var- kárni í baráttunni gegn veirunni. Að öðrum kosti séu líkur á að hún kunni að blossa upp að nýju. „Það er aukning ansi víða í heim- inum og ef við gætum okkar ekki gæti alveg farið eins fyrir okkur,“ segir Karl. Fram undan er versl- unarmannahelgin sem hingað til hef- ur verið stærsta ferðahelgi ársins. Ólíkt undanförnum árum eru þó engar stórar útihátíðir í ár. Er það sökum fjöldatakmarkana sem nú miða við 500 manns innan sama svæðis. Líkur eru hins vegar á því að fólk muni hópast á sömu staðina. Spurður hvort hætta sé á því að veiran nái sér á strik að nýju nú um helgina svarar Karl því neitandi. „Það verða engar stórar útihátíðir og fjöldatakmarkanir eru enn í gildi fram yfir helgina. Það er ekki hægt að útiloka smit og þess vegna er ver- ið að brýna fyrir fólki að fara eftir varúðarráðstöfunum,“ segir Karl sem sjálfur kveðst vongóður um að hægt verði að halda veirunni áfram í skefjum. Hins vegar geti smitrakn- ing eftir verslunarmannahelgi reynst þrautin þyngri séu margir innan svæðis. Nú er ekki langt liðið frá því veirufræðideildin tók alfarið við skimunum af Íslenskri erfðagrein- ingu. Aðspurður segir Karl að verk- efnið hafi gengið vel. „Við bættum 18 manns við teymið og erum í ágætri stöðu. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig.“ Hætta á annarri bylgju veirusmita hér á landi  Fólk verði að sýna varkárni um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Prófanir Veirufræðideildin hefur alfarið tekið við skimunum af Íslenskri erfðagreiningu. Að sögn Karls hefur verkefnið gengið vel til þessa. Karl G. Kristinsson Töluvert álag var á heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar upplýsingafundar vegna kórónuveiru sem haldinn var í gær, en fólk hringdi og vildi komast í sýnatöku. Á fundinum var fólk hvatt til þess að hafa samband ef einkenni gerðu vart við sig. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is að lín- urnar á heilsugæslustöðvunum hefðu yfirleitt verið rauðglóandi eftir upplýsingafundina í mars og apríl. Hún segir að töluvert hafi verið hringt í gær og augljóst að fólk fylgist vel með. Ragnheiður segir að allir sem þurfi sýnatöku komist í hana. Áætl- að er að sýnataka á höfuðborgar- svæðinu verði samræmd og fólk með einkenni geti farið í Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. „Við erum enn að taka bara sýni hjá fólki sem er með einkenni,“ seg- ir Ragnheiður en á upplýsingafund- inum í gær kom fram að unnið væri að því að setja af stað skimun í sam- starfi við Íslenska erfðagreiningu. Símar stoppuðu ekki hjá heilsugæslunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.