Morgunblaðið - 29.07.2020, Page 11

Morgunblaðið - 29.07.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Lokadagar útsölunnar Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær við „nýrri holskeflu“ kórónuveirunnar í Evrópu en til viðbótar þvingunum gegn far- þegum á leið frá Spáni til Bretlands voru Bretar í viðbragðsstöðu og til- búnir að loka á Frakka og Þjóðverja til viðbótar, væri annað ekki talið for- svaranlegt. Vegna mikils uppgangs kórón- uveirunnar síðustu 10 dagana eða svo í norðurhéruðum Spánar þurfa far- þegar á leið frá Spáni til Bretlands að gangast undir hálfs mánaðar sóttkví frá og með í gær. Því hafa Spánverjar mótmælt í gær og fyrradag sem „óréttlæti“. Sagði Pedro Sanchez for- sætisráðherra land sitt öruggt ferða- mönnum og þeir væru meira að segja betur settir í flestum héruðum Spán- ar en í Bretlandi. Johnson brást við ummælum Sanchez og varði ákvörðun stjórnar sinnar í Nottingham í gær. Hann sagði vísbendingar, um að ný bylgja kórónuveirunnar sé að skella á Evr- ópu, fyrir hendi. Hafi nauðsynlegt verið að hafa hraðar hendur til að reisa varnir gegn veirunni. Frekari inngrip yrðu gerð væri það talið nauðsynlegt. Bresk yfirvöld ráða fólki frá ónauðsynjaferðalögum til Spánar, að Kanaríeyjum og Balear-eyjum með- töldum. Þá hafa þau strikað nafn Spánar út af lista yfir ríki sem und- anþegin væru 14 daga sóttkví við komuna til Bretlands. Þýsk yfirvöld birtu í gær sams konar aðvörun gegn ferðalögum til Katalóníu, Navarra og Aragon nyrst á Spáni þar sem Co- vid-19 hefur blossað upp og smit- hætta er enn talin mikil. Frakkar ráðlögðu sömuleiðis gegn ferðum til Katalóníu en létu eiga sig að loka landamærum, eins og þeir hótuðu í fyrradag. Vegna vísbendinga um aukið smit skipaði borgarstjórn höfuðborgar Spánar, Madríd, gestum og íbúum borgarinnar í gær að bera andlits- grímu öllum stundum á almannafæri. Þá þrengdu belgísk yfirvöld fé- lagslegar takmarkanir til að sporna við hugsanlegum útgöngutakmörk- unum. Flugumferð í hægagangi Samgönguráðherra Breta, Vere barónessa, sagði í lávarðadeild breska þingsins í gær, að verið væri að skoða ýmsa möguleika til að draga úr neikvæðum afleiðingum kórónu- veirufaraldursins. Meðal annars að stytta sóttkví, kanna smit á tiltekn- um dögum eftir komu til landsins og hvort takmarka megi flug til tiltek- inna héraða í stað heilla landa. Alþjóðaferðamálastofnunin (WTO) segir að kórónufaraldurinn hafi kostað ferðaþjónustuna 320 milljarða dollara í töpuðum tekjum frá áramótum til maíloka, eða sem svarar 43.200 milljörðum króna. Repúblikanar á bandaríska þinginu lögðu í gær til, að varið verði einni trilljón dollara, eða þúsund milljörð- um, til að bæta tjón fyrirtækja sem veirufaraldurinn hefur valdið. Þá sögðu alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) að flugumferðin kæmist ekki í fyrra horf fyrr en í fyrsta lagi 2024. Hugsanleg opnun landamæra á ný væri stærsti óvissuþátturinn en spá samtakanna í gær stendur og fellur með því hvort og hvernig full tök nást á kórónuveirunni. „Við búumst við að flugumferðin verði ekki fyrr en 2024 orðin jafn mikil og hún var 2019, eða ári seinna en í fyrri spám,“ segir IATA. Brattvaxandi faraldur Þýskir ráðamenn segjast „afar áhyggjufullir“ vegna aukins kórón- uveirusmits. „Við erum í brattvax- andi faraldri,“ sagði Lothar Wieler, forstöðumaður Robert Koch-stofn- unarinnar. Hann sagði almenning orðin gálausan og hvatti landsmenn til að skrýðast andlitsgrímu og halda góðu bili milli sín og annarra. Í síð- ustu viku komu upp 3.611 nýsmit í Þýskalandi. „Við vitum ekki hvort þetta er upphafið á nýrri holskeflu. Það gæti vel verið,“ sagði Wieler. Varar við nýrri hol- skeflu kórónuveiru  Tjón ferðaþjónustu í heiminum 43.200 milljarðar króna Staðan 28. júlí kl. 9 Kórónuveiran í Evrópu Heimild AFP. Talning byggð á opinberum upplýsingum Fjöldi tilfella 823.515 200.000 50.000 10.000 Sumpart vegna kórónuveirunnar og sumpart vegna víntolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur franski rauðvínsmarkaðurinn hrun- ið. Sumir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja umframbirgðir sínar fyrirtækjum sem framleiða sóttvarnahlaup. „Þá fyllum við þennan,“ sagði Jer- ôme Mader, 37 ára vínbóndi, þegar stór tankbíll rann í hlað hjá honum í vínræktarhéruðum Alsace austast í Frakklandi. Það var honum þung- bær ákvörðun að fara svo með há- gæða Riesling og Gewürztraminer. „Ég gleymi þessu bara, þetta er búið mál,“ muldraði hann lágum rómi við blaðamann New York Times er hvít- vínið fyllti tankbílinn. Er sala hans frá í desember sl. helmingi minni en áður, en gæðavín Mader enduðu á fínum veitinga- húsum beggja vegna en Atlantshafs- ins Meiri háttar ógæfa „Covid er meiri háttar ógæfa,“ sagði hann við tilhugsunina um að hið milda holdmikla vín skuli enda sem handsótthreinsihlaup. En vegna uppsafnaðra birgða í vínkjöllurum frá síðustu árum og fyrirsjáanlegrar mikillar uppskeru eiga vínbændur ekki annarra kosta völd. Um öll vínhéruð Alsace og reynd- ar fleiri frönsk er svipaða sögu að segja. Þúsundir ræktenda, frægir eða óþekktir, horfast í augu við sams konar hörmungarvanda og Mader. Vínmarkaðurinn hefur goldið afhroð af efnahagskreppu af völdum kór- ónuveirunnar ásamt 25% tolli sem Trump skellti á frönsk vín í við- skiptadeilum við Evrópusambandið. „Við framleiðum meira en selj- anlegt er, eigum engra kosta völ,“ sagði vínbóndinn Thibaut Specht í grannhéraðinu Mittelwihr. Vegna mikils sólskins í ár þroskast vínberin mánuði fyrr sem kallar á að ámurnar verði tæmdar fyrr. Fjölskyldufyr- irtæki Marions Borès, Domaine Borès, í Reichsfeld, sendir 30% framleiðslu sinnar, 19.000 lítra, í verksmiðju sem eimar vínið niður í hreint alkóhól. „Það er eins og maður sé að kveðja einhvern sem er manni mjög kær,“ sagði hún. Það var ekki ætl- unin að svona færi fyrir ræktuninni,“ bætti hinn 27 ára gamli vínbóndi við. Í Alsace-héraði einu og sér enda sex milljónir lítra sem hreinn vínandi. AFP Vínber Uppskera hófst á muscat-vínberjum í Fitou í Frakklandi í gær. Rauðvíni breytt í sóttvarnahlaup Vísindamenn hafa uppgötvað lifandi þaragróður undan ströndum Skot- lands og Frakklands sem lifað hefur af frá ísöld, sem lauk fyrir um 16.000 árum. Greindu sérfræðingar Heriot- Watt-háskólans stórþara og gena- samsetningu hans á 14 svæðum í Norður-Atlantshafi. Komu í ljós þrír mismunandi genaklasar. Vonast er til að uppgötvunin auð- veldi skilning á því hvernig sjáv- arplöntur lifðu af miklar breytingar í veðurfari. Sjávarlíffræðingurinn Andrew Want sagði að um gæti ver- ið að ræða flóttaplöntur sem hefðu lifað af miklar loftslagssveiflur. Hann sagði stórþarann (Laminara digitata) við Skotland og Írland mun skyldari stórþara í Norður-Íshafinu en klasanum við strendur Bretaníu í Frakklandi. „Þegar íshellan hörfaði frá ströndum norðanverðrar Evrópu við lok síðustu ísaldar fylgdi stórþarinn eftir og nam lönd mun norðar við Atlantshafið. Hann gegnir lykilhlut- verki í hafinu og því er mikilvægt að geta öðlast skilning á hvað hefur áhrif á dreifingu hans og afkomu yf- ir tíma hefur og hversu viðkvæmur hann er fyrir breytingum,“ sagði Want við breska útvarpið, BBC. Vísindamennirnir fundu stakan klasa stórþara við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada sem var frábrugðinn hinum að genasamsetn- ingu. Annar fannst í mið- og norð- anverðri Evrópu og sá þriðji við strendur Bretaníu. Want segir að Bretaníuþarinn sé skyldur hinum hópunum en hafi engu að síður tek- ist að halda sérstöðu. „Það veldur áhyggjum að allt útlit er fyrir að Bretaníuafbrigðið deyi út ef gróð- urhúsaloft eykst. „Þetta leiðir enn frekar í ljós hvernig fjölbreytni glatast við mikl- ar hitabreytingar í höfunum,“ sagði Want. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Euro- pean Journal of Phycology. „Athug- anir okkar sýna hvernig lífverur í höfunum laga sig að breytilegu and- rúmslofti með því að mjaka sér norð- ur á bóginn og jafnvel yfir Atlants- hafið ef aðstæður bjóða.“ 16.000 ára stórþari  Stórþarinn hefur lagað sig að loftslagi og flutt norður á bóginn Stórþari Hefur þraukað lengi og fært sig um set eftir loftslagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.