Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 12

Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn heldur„RÚV“áfram óskiljanlegum árásum á sendi- herra Banda- ríkjanna á Ís- landi. (Glæpur hans virðist einkum sá að hafa verið skipaður, með samþykki þingsins, af Trump for- seta.) Síðast í gær var flutt langt samtal um illsku sendiherrans og fór þar bandarísk kona, sem um skeið sat á þingi fyrir Bjarta framtíð, sem einn- ig átti stutt skeið á Al- þingi. Eftir að hafa for- mælt sendiherranum gaf hún þá skýringu á andúð sinni að hafa ætlað sér að sækja um vottorð vegna nafnabreytingar og hefði þurft að gera það gegn um dyrasíma sendiráðs- ins! Ekkert benti til að núverandi sendiherra hefði haft eitthvað með fyrirkomulagið að gera! Andúð „RÚV“ á Banda- ríkjunum er alþekkt og færist mjög í aukana kom- ist stjórnmálalegir and- stæðingar þess í meiri- hlutaaðstöðu á þingi eða í Hvíta húsinu. Fréttastof- an hefur um skeið haft sérstakan fréttamann til að sjá um linnulausar árásir á núverandi for- seta. Þótt sá hafi aðeins verið hvíldur, eftir að hafa farið offari, svo ann- ar annaðist þetta stórmál með dyrasímann. Annar fréttamaður „RÚV“ sagði í vikunni að hinn umsetni sendiherra hefði sótt um það til ís- lenskra yfirvalda að fá að vera í skotheldu vesti(!) auk annars. Síðan hvenær hefur þurft heimild ís- lenskra yfirvalda til að velja sér vesti? Skotheld vesti skaða ekki nokkurn mann, nema hugsanlega þá sem burðast með þau. Þær upplýsingar sem þessi skrítna fréttastofa byggir rugl sitt á virðast vera komnar frá CBS, sem er sama fréttamiðlun vestra og fullyrti í tvö ár með sínum sálufélögum að Trump hefði orðið forseti fyrir atbeina og burði Pútíns forseta Rússlands! Langvinnar og kostnaðar- samar athuganir sýndu að ekki var glóra í þessum stað- hæfingum. Ís- lensk yfirvöld (utanríkisráðu- neyti, lögregla) hafa enn ekki kannast við neinar af þess- um fullyrðingum, en svara þó ekki spurningum með afgerandi og skiljanlegum hætti. Það auðveldar „RÚV“ að halda haturs- rugli sínu gangandi. Eftir hryðjuverkaárásir á sendiráð Bandaríkjanna víða um heim fyrir all- löngu var sendiherrum hér gert að vera í skot- og sprengiheldum bifreiðum. Þeim þótti það til trafala vegna þyngdar þeirra og ekki síst vegna óþjálla hurða. Ekki er vitað til þess að sérstakt leyfi hafi þurft frá íslenskum yfir- völdum vegna þessara bif- reiða. (Sérstakt leyfi hefði hins vegar þurft til að aka á nagladekkjum utan lög- leyfðs tíma.) Íslenskir for- sætisráðherrar og forset- ar sitja iðulega í skot- heldum bifreiðum og með allmarga vopnaða verði um sig þegar þeir gegna opinberum erindum er- lendis. Varla nokkur mað- ur þekkir þá á þeim slóð- um til þess að hafa þrá til að skaða þá við þær að- stæður. Þó mætti hugsa sér að einhver veiklaður og ofsakenndur, sem ræk- ist á slíkan sirkus, kæmi í hug að miðpunktur hans, sem hann þekkti þó hvorki haus né sporð á, væri nægilega merkilegur til að eyða mætti á hann kúlu. Hitt veit þessi sjálf- hverfa fréttastofa ber- sýnilega ekki að Banda- ríkin hafa varið stór- brotnum fjármunum til að tryggja öryggi nýs sendi- ráðs á Íslandi og hefur það allt ekkert með nú- verandi sendiherra að gera, og dellufréttirnar um öryggisvesti verða ömurlega smáar hjá því öllu. Einhvern tíma hlýtur það að gerast að „RÚV“ fái að búa við lágmarks- stjórn eins og önnur fyrir- tæki í landinu. Hvernig væri að auglýsa eftir út- varpsstjóra? Vont er fyrir „RÚV“ að enginn þar innan- húss þekki til örygg- ismála þeirra sem eru velkomnir gestir ríkisins} Undirmálsstofa ruglar F yrsta Covid-19-smitið greindist hér- lendis 28. febrúar síðastliðinn og faraldurinn náði hámarki hér í byrjun apríl. Okkur tókst að bæla faraldurinn niður með markvissum aðgerðum; sýnatökum, sóttkví, einangrun og þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum. Þeg- ar fyrsta áfanganum í baráttunni við Covid-19- sjúkdóminn lauk og örfá eða engin smit voru farin að greinast hérlendis á hverjum degi tók svo við sú áskorun að opna landið okkar fyrir ferðamönnum á öruggan hátt. Um miðjan júní bættist valkostur um sýna- töku á landamærum við fyrir þá sem komu til landsins, þannig að öll sem það kjósa og uppfylla skilyrði gátu valið að gangast undir sýnatöku í stað þess að vera í sóttkví í 14 daga við komu til landsins, eins og öllum hafði verið skylt frá því í mars. Að tillögu sóttvarnarlæknis ákvað ég hinn 13. júlí að þau sem búsett eru hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins skyldu viðhafa heimkomusmitgát þar til niðurstöður úr síðari sýnatöku lægju fyrir. Sú ákvörðun var tekin til þess að minnka líkurnar á að röng niðurstaða á prófi á landa- mærum leiddi til hópsmita. Samhliða því að taka sýni á landamærum höfum við ver- ið að draga úr samkomutakmörkunum, hægt og rólega. Þegar leið á vorið voru reglur um fjöldatakmarkanir smám saman rýmkaðar, leik- og grunnskólar opnaðir á ný og íþrótta- og æskulýðsstarf hófst aftur. Til þess að lágmarka áhættuna á því að far- aldurinn næði sér á strik hér á landi ákvað ég hinn 3. júlí, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja auglýsingu um takmörkun á sam- komum frá 15. júní. Í gær, 28. júlí, ákvað ég svo að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum til 18. ágúst. Fjölda- takmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns og afgreiðslutími spilasala og veit- ingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00. Í ljósi þess að á undanförnum dögum hafa innflutt smit greinst hér í vaxandi mæli og dreifing á Covid-19-sjúkdómnum hefur orðið innanlands þurfum við að fara með gát varð- andi tilslakanir á fjöldatakmörkum og af- greiðslutíma skemmti- og vínveitingastaða. Við getum verið ánægð með þann árangur sem aðgerðir okkar hafa borið hingað til en við megum ekki gleyma því að fara varlega. Við þurfum að gæta sóttvarna vel áfram, og muna að tilgangurinn með þeim sóttvarnaaðgerðum sem enn eru í gildi er einmitt sá að hamla því að veiran nái sér aftur á strik í samfélaginu. Við þurfum að muna eftir okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum, þvo hendur, spritta og geyma knúsið þar til síðar. Einnig að halda okk- ur heima ef við sýnum einkenni og vernda okkar við- kvæmasta fólk. Þannig viðhöldum við okkar góða árangri í baráttunni við veiruna áfram. Svandís Svavarsdóttir Pistill Förum varlega áfram Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðrið hefur verið mjög leið-inlegt og með því verrasem við höfum lent í und-anfarin ár. Mikið um brælur. Við rétt náum að ljúka áætl- un en þetta sleppur,“ sagði Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni 13.-30. júlí. Áður var James Kenn- edy leiðangursstjóri 1.-13. júlí. Árni Friðriksson var djúpt suður af land- inu í gær. „Þetta er vistfræðileiðangur og stofnmatsleiðangur vegna makríls. Stofnmatið verður birt í síðustu viku ágúst. Við höfum líka mælt hitastig sjávar niður á 500 metra, tekið átu- sýni og mælt alla fiska sem koma í trollið. Við höfum tekið djúptog og líka mælt kolmunna og síld. Svo höf- um við skráð hvali,“ sagði Anna. Hún sagði að margt aukafólk væri um borð og ynni það m.a. að rannsóknum á miðsjávarlögum sunnan Íslands og í Irmingerhafi sem nær frá Hvarfi og norður að Grænlands-Íslandshryggnum milli Grænlands og Vestfjarða. Tekin eru tog á mismunandi miklu dýpi og gerðar bergmálsmælingar í mikilli upplausn og umhverfisrannsóknir. Auk þess eru gestavísindamenn um borð sem tengjast miðsjávar- rannsóknunum. Þeir safna m.a. bakteríum til að rannsaka hvort í þeim séu einhver efni sem nota má t.d. í lyf. Auk þess eru rannsakaðar fitusýrur og orkuflæði í fæðukeðj- unni í uppsjávarlaginu. Anna sagði kvaðst ekki geta tjáð sig um makrílmælinguna en sagði að von væri á fréttatilkynn- ingu í dag eða á morgun. Þá munu niðurstöðurnar liggja fyrir þegar sameiginleg leiðangursskýrsla kem- ur út undir lok ágúst. Umtalsvert magn af makríl Umtalsvert magn af makríl fannst í mið- og norðurhluta Nor- egshafs, þar á meðal suðsuðaustur af Jan Mayen. Þetta kom fram í frétt norsku hafrannsóknastofn- unarinnar í gær. Makríllinn við Jan Mayen var stór og feitur og stút- fullur af átu. Þar sagði einnig að makríllinn væri harðsækinn og víl- aði ekki fyrir sér að synda inn í kald- ari sjó, þótt talað sé um að tegundin vilji vera í hlýrri sjó. Hann getur þrifist í 5-25°C sjó. Í norðurhöfum er mikið af næringarríku æti. Auk þess gerir mikil birta á norðurslóðum yfir sumarið bæði makríl og síld kleift að éta allan sólarhringinn. Einnig kom fram í frétt norsku hafrannsóknastofnunarinnar að 2016 árgangurinn af norsk-íslenskri síld í norðausturhluta Noregshafs lofaði góðu. Þá fannst kolmunni en hann heldur sig á töluvert meira dýpi en makríllinn og síldin. Ungan kolmunna var aðallega að finna við landgrunnsbrúnina í austri en stærri kolmunni hélt sig vestar á stóru svæði úti á hafinu. Hann var mjög dreifður og á 80-400 metra dýpi samkvæmt bergmálsmæl- ingum. Norsku skipin höfðu fengið villta laxa í trollið. Hver og einn þeirra verður rannsakaður, meðal annars á að kanna erfðaefni þeirra til að sjá hvaðan þeir eru ættaðir. Færeyingar og Danir hafa lokið rannsóknum í kringum Færeyjar, í Norðursjó og Skagerrak. Norska skipið Eros var í grænlensku lögsög- unni en norsku skipin Vendla og Kings Bay hafa verið í Nor- egshafi og meðfram ströndum Noregs. Þá hefur Árni Frið- riksson rannsakað ástand- ið sunnan og vestan við Ísland. Umtalsvert magn af makríl við Noreg Þrjátíu daga sumaruppsjávar- leiðangri Hafrannsóknastofn- unar lýkur á morgun þegar hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson kemur til hafnar. Skipið tók þátt í árlegum fjöl- þjóðlegum leiðangri í Norður- höfum að sumarlagi (IESSNS) og er þetta ellefta sumarið sem Hafrannsóknastofnun er með. Alls voru sex skip frá Ís- landi, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku í leiðangrinum. Meðal annars átti að meta magn og útbreiðslu mak- ríls, kolmunna og norsk- íslenskrar síldar í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Árni Friðriksson átti að sigla rúmlega 10 þúsund kílómetra í leið- angrinum. Um borð voru 14 vísindamenn og 17 manna áhöfn. 10.000 kíló- metra sigling ÁRNI FRIÐRIKSSON RE Anna Heiða Ólafsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Ekki fengust upplýsingar í gær um hvernig gekk að finna makríl við Ísland. Von er á tilkynningu þar að lútandi í dag eða á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.