Morgunblaðið - 29.07.2020, Page 13

Morgunblaðið - 29.07.2020, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Austurvöllur Nýja hótelbyggingin á Landssímareitnum svonefnda setur sterkan svip á umhverfið við Austurvöll. Framkvæmdir hafa verið í hægagangi vegna kórónuveirufaraldursins. Árni Sæberg Borgarstjóri er nokkuð kátur. Ný könnun leiðir í ljós að innan við helmingur kjósenda er hlynntur Borgarlínu. Stuðning- urinn hefur minnkað frá sambærilegri könn- un í október síðast- liðnum og andstaðan aukist. „Í stuttu máli er ég bara mjög ánægður með þennan sterka stuðn- ing,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Frétta- blaðið í gær þriðjudag, en Zenter rannsóknir gerði könnunina fyrir blaðið. Í huga borgarstjóra eru niðurstöðurnar „mikilvægt vega- nesti inn í næsta tímabil Borgar- línunnar sem er framkvæmda- tímabil“. Minnkandi stuðningur og meiri andstaða valda ekki áhyggj- um. Borgarlínan er hluti af sérstökum samgöngusáttmála höfuðborgar- svæðisins, sem undirritaður var með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í september síðastliðnum. Forsætis- ráðherra, fjármála- og efnahags- ráðherra, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórar Garðabæjar, Hafnar- fjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, skrifuðu undir sátt- málann. Allir voru á því að um væri að ræða „tímamótasamkomulag“ um „metnaðarfulla uppbyggingu á sam- gönguinnviðum og almennings- samgöngum á höf- uðborgarsvæðinu til fimmtán ára“. 120 milljarðar Á grunni þessa sam- komulags samþykkti Alþingi m.a. stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu sam- gönguinnviða á höfuð- borgarsvæðinu. Sá er þetta skrifar greiddi atkvæði með stofnun hlutafélagsins, þrátt fyrir efasemdir um félagaformið. (Opinber hlutafélög – ohf. – hafa reynst dýr lexía fyrir landsmenn og þá ekki síst atvinnulífið). Áætlaður kostnaður er um 120 milljarðar króna á næstu 15 árum. Ríkissjóður tryggir a.m.k. 45 millj- arða en bein framlög sveitarfélag- anna verða 15 milljarðar eða um einn milljarður á ári. Um 60 millj- arðar verða fjármagnaðir með flýti- og umferðargjöldum en þó verða aðrir kostir teknir til skoðunar sam- hliða orkuskiptum og endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og elds- neyti. Í greinargerð með frumvarpi um stofnun opinbera hlutafélagsins kemur fram að til greina komi að ríkið fjármagni þennan hluta upp- byggingarinnar með sérstökum framlögum vegna eignasölu, t.d. með sölu á Íslandsbanka. Samkvæmt samkomulaginu er skipting kostnaðar eftirfarandi:  52,2 milljarðar í stofnvegi  49,6 milljarðar í innviði Borgar- línu og almenningssamgöngur  8,2 milljarðar í göngu- og hjóla- stíga, göngubrýr og undirgöng  7,2 milljarðar í bætta um- ferðarstýringu og sértækar öryggis- aðgerðir. Þá segir orðrétt í undirrituðu samkomulagi: „Við endanlega útfærslu fram- kvæmda verður sérstaklega hugað að greiðri tengingu aðliggjandi stofnbrauta svo sem Sundabrautar inn á stofnbrautir höfuðborgar- svæðisins.“ Misheppnuð markaðssetning? Allt frá því að fyrst var farið að ræða um Borgarlínu hefur hug- myndin verið umdeild. Kannski ekki síst vegna þess að vaðið var af stað án þess að skýr hugmynd lægi að baki – allt frá lestum á teinum til sérakreina fyrir strætó og flest þar á milli. En jafnvel eftir að hug- myndin hefur orðið skýrari virðist andstaðan á sama tíma aukast. Og af því hljóta sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu að hafa áhyggjur, a.m.k. þeir sem hlusta en eru ekki forhertir í baráttunni gegn því að íbúarnir eigi raunverulega valkosti í samgöngum. Andstaðan við Borgarlínuna er mest í Garðabæ og á Seltjarnarnesi en efasemdir eru einnig í öðrum sveitarfélögum og þá ekki síst í Mosfellsbæ. Óhætt er að fullyrða að fáir ef nokkrir þeirra sem litla eða enga trú hafa á Borgarlínunni eru mótfallnir öflugum almennings- samgöngum. Margir hafa áhyggjur af því að kostnaður – stofn- og rekstrarkostnaður – verði miklu hærri en áætlun – og vísa til bit- urrar reynslu skattgreiðenda. En andstaðan á sér einnig rætur í ótt- anum við að Borgarlínan ryðji einkabílnum úr vegi – dragi úr val- kostum. Þessi ótti er eðlilegur þrátt fyrir að sáttmálinn sé skýr; að ráð- ast í umfangsmiklar samgöngu- bætur m.a. á stofnvegum og tryggja greiðari umferð með bættri um- ferðastýringu. Og hvernig má annað vera? 120 milljarða samgöngusáttmálinn virð- ist engu breyta í hugum forystu- manna meirihlutans í borgarstjórn. Brostnar forsendur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, fer mikinn í grein sem birtist hér í Morgunblaðinu 13. júlí síðastliðinn: „Einkabíllinn er ekki framtíðin“. Borgarfulltrúinn boðar færri „bíla- akreinar og færri bílastæði“ og Borgarlínu með „stórtækum hjóla- innviðum“. Í þessu samhengi er vert að draga fram að markmið samgöngu- sáttmálans er skýrt; „að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgar- svæðinu með uppbyggingu skil- virkra hagkvæmra, öruggra og um- hverfisvænna samgönguinnviða.“ Með þessu markmiði er meðal ann- ars stefnt að eftirfarandi: „Að stuðla að greiðum, skilvirk- um, hagkvæmum og öruggum sam- göngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.“ Þegar grein formanns skipulags- og samgönguráðs er lesin verður ekki hjá því komist að velta því upp hvort það sé ásetningur meirihluta borgarstjórnar að virða samgöngu- sáttmálann að vettugi þegar kemur að uppbyggingu stofnvega (52,2 milljarðar) og bættrar umferðastýr- ingar (7,2 milljarðar). Skrif for- mannsins verða ekki skilin með öðr- um hætti en svo að enginn áhugi sé á að vinna að „jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta“, held- ur láta eigin drauma og fárra ann- arra um breytt borgarsamfélag ræt- ast. Sé svo eru forsendur sáttmálans brostnar. Stofnun opinbers hluta- félags um framkvæmdir og fjár- mögnun þeirra, m.a. með dýrmætu byggingarlandi ríkisins að Keldum, verður ekki aðeins óþörf heldur óskynsamleg. En borgarstjóri getur haldið gleði sinni yfir minnkandi stuðningi við Borgarlínuna. Eftir Óla Björn Kárason » Sé svo eru forsendur sáttmálans brostn- ar. Stofnun opinbers hlutafélags um fram- kvæmdirnar og fjár- mögnun verður ekki að- eins óþörf heldur óskynsamleg. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Á að virða samgöngusáttmálann?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.