Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
✝ Ásdís Edda Ás-geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. janúar 1956.
Hún lést 17. júlí
2020 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir J.
Sigurgeirsson, f. 8.
júlí 1932, d. 2.
október 1967, og
Margrét J. Hallsdóttir, f. 16.
júlí 1935, d. 23. nóvember 2010.
Systur hennar eru Hafdís
Halla, f. 23. júní 1961, og Jó-
hanna Bára, f. 12 febrúar 1963.
Eiginmaður Ásdísar Eddu er
Andrés Helgason, f. 27. maí
1954. Foreldrar hans voru
Helgi Magnússon, bóndi í
Tungu, f. 13. maí 1895, d. 25.
október 1981, og Elísabet
Andrésdóttir, f. 13. nóvember
1912, d. 28. janúar 2006.
Ásdís Edda giftist Andrési
11. júní 1977. Börn þeirra eru:
1) Ásgeir Már, f. 11. apríl 1978,
barn hans Víkingur Þór, f. 31.
Íslands þar til hún réð sig sem
kaupakonu í Tungu í Skaga-
firði sumarið 1976 tvítug að
aldri. Þar kynnist hún Andrési
og flutti í Tungu í kjölfarið. Um
haustið hóf hún störf á skrif-
stofu Kaupfélags Skagfirðinga
en skipti fljótlega um starfs-
vettvang og vann lengst af hjá
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
við umönnun og símavörslu í
móttöku þar til hún lét af störf-
um àrið 2015 af heilsufars-
ástæðum. Ásdís Edda útskrif-
aðist með verslunarpróf frá
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra.
Ásdís Edda hafði dálæti á
hestum og ræktun þeirra og
einnig hafði hún mikinn áhuga
á tónlist. Hún var meðal annars
virkur þátttakandi um tíma í
Leikfélagi Sauðárkróks og
Kvenfélagi Skarðshrepps..
Barnabörn hennar eru sjö tals-
ins og von er á áttunda barna-
barninu í lok árs.
Útför Ásdísar Eddu fer fram
frá Sauðárkrókskirkju í dag,
29. júlí 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Streymt verður frá útförinni
á YouTube. Stytt slóð á streym-
ið: https://tinyurl.com/
y45264wr
Slóðina má einnig nálgast á
mbl.is/andlat
desember 2003, úr
fyrra hjónabandi,
unnusta Ásgeirs er
Sandra Rós Ólafs-
dóttir, f. 11. apríl
1977, og börn
þeirra a) Ólafur
Andrés, f. 9. októ-
ber 2015, og b)
Edda Sirrý, f. 25.
janúar 2017, 2) El-
ísabet Rán, f. 7.
desember 1980,
maki Benedikt Egill Árnason, f.
2. desember 1980, börn þeirra
eru: a) Elísabet, f. 13. nóvember
2011, b) Árni, f. 8. ágúst 2013,
og c) Andrés Þórólfur, f. 5.
júní 2017, 3) Gunnar Þór, f. 29.
mars 1983, maki Elisa Helena
Saukko, f. 4. nóvember 1986,
og barn þeirra, Óskar Otto, f.
8. desember 2015.
Ásdís Edda ólst upp á Mela-
braut 47 (í dag nr. 9) á Sel-
tjarnarnesi til tvítugs. Hún
gekk í Mýrarhúsaskóla og út-
skrifaðist 16 ára með gagn-
fræðapróf. Ásdís vann við veit-
ingastörf og einnig á Hagstofu
Mamma mín, Ásdís, Edda,
Dísa. Þú komst okkur systkinun-
um áfram og kenndir okkur
margt. Enn fremur komst þú
okkur til manns og gafst aldrei
upp á okkur þótt við gerðum þig
gráhærða á köflum. Ég gleymi
ekki svipnum á þér þegar ég var
að rífa í sundur hrærivélina en
sem betur fer kom Ingi frændi
henni saman aftur. Hrærivélin
var ekki fyrsta eða síðasta þolin-
mæðisverkefnið okkar. Falleg-
asta gjöf þín var gleði. Alveg
sama hvað gekk á þá var ekki
djúpt að gleðinni, húmor og
skotum. Síðasta skiptið sem við
hittumst sat ég á lúgunni á
Norma Mary, Pabbi keyrði og
Víkingur sat aftur í. Margir
hefðu hugsað hvað þetta hefði
verið erfitt að komast ekki í land
að knúsa þig. Ég fékk að sjá þig
og sýna þér skipið sem ég er vél-
stjóri á. Af öllum stöðum, öllum
skipum gleður mig að þú sást
mig þarna í essinu áður en leiðir
okkar skildi. Þú umvafðir okkur
með skilyrðislausri hlýju. Sökn-
um þín og geymum þig með okk-
ur. Þinn sonur,
Ásgeir Már Andrésson.
Elsku besta mamma mín.
Þá er komið að kveðjustund
elsku mamma mín. Lífið er
ósanngjarnt en ég trúi því að nú
sért þú loksins að faðma Ásgeir
afa, pabba þinn, sem þú elskaðir
og dáðir svo mikið og ömmu
Möggu. Ég ætla að varðveita
minningu þína og mannkosti eins
og þú gerðir með afa Ásgeir. All-
ir þekktu afa þótt við hefðum
aldrei hitt hann. Þökk sé þér.
Ég var stelpan þín! Alltaf í
bleiku, bleikir kjólar, bleik föt,
bleik úlpa, bleikt eyrnaband,
bleikir vettlingar, bleikt her-
bergi, bleikar gardínur, það var
allt bleikt nema ég þoldi ekki
bleikt og öfundaði vinkonu mína
svo mikið að vera alltaf í vín-
rauðu. Í þá daga hafði ég ekkert
neitunarvald, eins og börn í dag.
Þú bara settir mig í þessi föt og
ég hafði ekkert um það að segja.
Ég var stelpan þín!
Þú elskaðir að klæða þig fal-
lega, það var alltaf nýr síðkjóll
fyrir þorrablótið, árshátíð eða
eitthvert tilefni, sérsaumaður á
þig með þínum óskum. En þetta
varst þú, algjör kjóladrottning,
elskaðir að vera í fallegum kjól-
um, alla þína ævi.
Ásdís, Dísa eða Edda, sumir
þekktu þig bara sem Dísu eða
Ásdísi og aðrir eingöngu sem
Eddu. Ég vissi stundum ekkert
hvaða nafn ætti að setja í jóla-
kortin þegar ég skrifaði þau fyr-
ir þig.
Heimili okkar var þitt annað
heimili, börnin mín þekkja ekk-
ert annað en ömmuherbergi. Þú
elskaðir Elísabetu, Árna og
Andrés Þórólf af öllu hjarta, þau
voru hjartagullin þín. Ósk mín
rættist, ég hef ætíð óskað þess
að börnin mín myndu upplifa það
að eiga ömmu eins og ég átti,
alltaf til staðar og væntumþykj-
an skein úr augunum þínum þeg-
ar þú knúsaðir og talaðir við þau.
Þú vildir allt fyrir þau gera en
heilsuleysi þitt takmarkaði það
en í staðinn fengu þau það sem
skiptir mun meira máli, hjarta-
hlýju, væntumþykju og stuðning.
Það verður tómlegt í húsinu án
þín elsku mamma. Elísabet vön
að skríða upp í til þín á kvöldin
og fá að sofna hjá þér, eftir smá
knús og trúnóspjall uppi í rúmi
með þér eða ræða um hesta,
enda ætlaði hún að kaupa af þér
hest. Þú vildir ekki koma suður
fyrr en Elísabet væri búin að fá
ósk sína rætta, „ömmunámskeið
í sveitinni“, og það tókst.
Árni sat yfirleitt þétt upp við
þig í sófanum og fékk ömmuk-
nús þar sem hann fann fyrir ör-
yggi, hlýju og stuðningi í öllu
sínu. Andrés Þórólfur að hlaupa
til þín skælbrosandi, knúsandi
og vildi helst hafa þig út af fyrir
sig. Alltaf að spyrja um ömmu
sína, hvar er amma? Hann gerði
ráð fyrir því að þú værir heima
þegar hann kæmi heim úr leik-
skólanum. Ef þú varst ekki
heima, þá voru svörin, hún er í
sveitinni og kemur bráðum.
Faðmur þinn var alltaf opinn, al-
veg sama hversu þreytt eða veik
þú varst. Þau máttu alltaf koma
til þín.
Þú hefur verið svo stór hluti í
lífi okkar og ég er svo þakklát
fyrir það og hvað börnin mín
náðu að kynnast þér á fallegan
hátt og munu búa að því alla sína
ævi. Það er ómetanlegt.
Mamma, ég elska þig af öllu
mínu hjarta og vona svo innilega
að þér líði vel núna því þú átt
það svo sannarlega mest skilið
eftir allt sem þú hefur gengið í
gegnum. Hvíl í friði, elsku besta
mamma mín.
Þín dóttir,
Elísabet Rán Andrésdóttir.
Elsku mamma.
Litla barnið skrifar þér eins
og þú kallaðir mig alla tíð og
breyttist það ekkert þrátt fyrir
að árin liðu og ég að nálgast fer-
tugt. Hvernig móðir varst þú
mér? Þú varst minn helsti stuðn-
ingsmaður í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur. Sérstaklega var
þér umhugað að styðja mig í
íþróttunum og voru það ófá
íþróttamótin sem þú fylgdir mér
hvort sem það var knattspyrna,
frjálsar íþróttir eða körfuknatt-
leikur. Ég á margar minningar
af okkur að horfa á íþróttavið-
burði og var það okkar sameig-
inlega áhugamál. Við útskrift í
grunnskóla fáum við Grettis út-
skriftarpeysu eins og venja er og
fáum við að ráða hvað er skrifað
aftan á peysuna. Eftir mikla um-
hugsun varð „mömmustrákur“
fyrir valinu. Þú veist af hverju
og ég þakka þér fyrir alla hjálp-
ina og stuðninginn. Í framhalds-
skóla snerti ég ekki vín en hafði
afskaplega gaman af því að
skemmta mér og fara á sveita-
böllin. Oftar en ekki keyrði ég
vini mína og ekkert vesen á mér
en samt þurfti ég alltaf að til-
kynna mig í hús og í öllum til-
fellum varstu vakandi eftir mér.
Þú vildir bara að ég kæmi
öruggur heim, ég skil vel af
hverju. 15. mars var dagurinn
okkar. Á hverju ári hafði ég
samband við þig frá 1998 til að
óska þér til hamingju með að
vera hætt að reykja. Ég var
stoltur af þér fyrir að hætta og
byrja ekki aftur. Ég lét alla vita
og bar út boðskapinn að allir
gætu hætt að reykja. Takk fyrir
að hafa verið alltaf svo góð við
son okkar Elisu, Óskar Otto
barnabarn þitt, og þrátt fyrir að
við höfum verið búsett í Finn-
landi síðastliðna 19 mánuði þá
talaði hann oft um þig og við átt-
um okkar spjöll í gegnum sam-
skiptamiðla. Áttunda barnabarn-
ið er á leiðinni og kemur í
desember, þú fylgist með. Við
gátum alltaf talað saman og
samskipti okkar vingjarnleg og
sýndum hvort öðru virðingu. Ég
hef lært af ykkur pabba helstu
styrkleika mína sem snúa að
framkomu og tel ég það vera
gríðarlegan fjársjóð sem nýtist
við allar aðstæður og verið far-
sæll í leik og starfi. Því á ég þér
afskaplega mikið að þakka. Ég
þarf ekki að lofa móður mína
mikið því allir sem þekktu hana
vissu hvað hún stóð fyrir og í því
felst viðurkenningin á hennar
persónu. Minning hennar mun
lifa áfram með sögum, myndum
og minningum. Ég veit að þið
vinir og ættingjar hugsið vel um
hann pabba minn í Tungu á
næstu misserum.
Elsku mamma hvíldu í friði.
Stoltur sonur kveður þig og ég
veit að það fer vel um þig núna.
Takk fyrir lífslexíurnar og gildin
sem munu lifa áfram í gegnum
allt þitt fólk. Ég elska þig.
Þinn sonur,
Gunnar Þór.
Mín fyrstu kynni af Ásdísi
voru fyrir um 18 árum þegar ég
hóf að heimsækja tengdafor-
eldra mína í Skagafirðinum. Ég
komst fljótt að því að Ásdís vildi
öllum vel og að hún væri með
sterka réttlætiskennd. Mér þótti
alltaf gaman að spjalla við Ásdísi
um menn og málefni en hún
hafði iðulega sterkar skoðanir á
hvoru tveggja og stóð iðulega
með þeim sem minna máttu sín.
Oft hef ég heyrt ég sögur af
því þegar Ásdís réð sig sem
kaupakonu að Tungu um sum-
arið 1976 þar sem hún kynntist
lífsförunauti sínum, Andrési.
Hjónaband ykkar Andrésar var
sannanlega farsælt og eignuðust
þið þrjú dugleg börn. Heimili
ykkar var alltaf gestkvæmt enda
vinamörg.
Ásdís var afar félagslynd og
hafði sterkt net af vinkonum
sem hún var í miklum samskipt-
um við, auk þess að vera alltaf í
tíðum samskiptum við systur
sínar, þær Haddý og Hönnu
Báru. Það var ósjaldan sem
maður heyrði hana vera í síman-
um að fara yfir hin ýmsu mál og
oft snerust samtölin um upp-
skriftir eða vörur í verslunum.
Þakklátastur er ég fyrir
hversu góð amma Ásdís reyndist
börnunum okkar þremur. Hún
myndaði afar sterk tengsl við
þau, gerði mikið fyrir þau og
með þeim og tók ósjaldan þátt í
að lesa fyrir þau og svæfa. Líf
Ásdísar snerist mikið um barna-
börnin sín sjö og munu þau
minnast hennar með mikilli
væntumþykju.
Það tók mig mörg ár að átta
mig fyllilega á því hversu veik
Ásdís raunverulega var en hún
glímdi við mikil veikindi allan
þann tíma sem mér lánaðist að
vera í lífi hennar. Þótt andlát
hennar bæri óvænt að garði, ein-
ungis 64 ára að aldri, lá fyrir að
það væru ekki mörg ár fram-
undan. En þegar maður hugsar
tilbaka þá kvartaði Ásdís aldrei
yfir vanheilsu sinni.
Ég minnist Ásdísar tengda-
móður minnar með miklum hlý-
hug, þakka henni fyrir allt og
óska henni góðrar ferðar.
Benedikt Egill Árnason.
Elskulega stóra „litla“ systir,
nú er komið að kveðjustund í bili
en við eigum örugglega eftir að
hittast aftur.
Elsku Edda við þurftum ung-
ar að ganga í gegnum það að
missa pabba okkar og þá kom
það í þinn hlut að passa okkur
systur á meðan mamma var að
vinna. Það hefur ekki verið auð-
velt fyrir þig svona unga stúlku
þar sem við yngri systur þínar
vorum frekar erfiðar saman en
við erum þér þakklátar fyrir það.
Hvert eigum við nú að leita
þegar okkur vantar upplýsingar
um ættingjana á Króknum?
Hvert eigum við að hringja þeg-
ar við lendum í vandræðum með
að finna nýjustu uppskriftirnar
að einhverju góðgæti í matar-
heiminum. Þú varst svo dugleg
að fylgjast með öllu, en ekki við.
Lífið verður ekki það sama nú
þegar þig vantar. Elsku Edda
okkar, við munum sakna þín
mikið, vorum farnar að hlakka
svo til að koma að heimsækja þig
í nýju íbúðina í Garðabænum,
gista hjá þér og eiga fleiri sam-
verustundir með þér, sem var
ekki hægt áður vegna fjarlægð-
ar. Fara saman að heimsækja
allar frábæru vinkonur þínar
sem okkur þykir líka vænt um
og búnar að þekkja síðan við
vorum börn. Skjótt skipast veð-
ur í lofti og á skammri stundu
breyttist allt hjá okkur og fjöl-
skyldu þinni.
Elsku Andrés, Ásgeir, Beta
Rán, Gunni og fjölskyldur, okkar
innilegasta samúð og megi Guð
gefa ykkur ást og styrk til að
takast á við sorgina og munið að
„í augum alls heimsins ertu ef-
laust bara ein lítil mannvera. En
í augum einnar lítillar mannveru
er þú líka eflaust allur heimur-
inn“.
Kærleikskveðja,
Hafdís Halla og
Jóhanna Bára.
Edda var einlæg, hlý og
traust. Hún var alltaf glöð og kát
þrátt fyrir þau veikindi sem hún
átti lengst við að stríða sem
fæstir vissu kannski af. Með sínu
bjarta brosi og yndislega viðmóti
leið öllum vel í kringum hana.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Eddu og eignast hana sem stjúp-
systur þegar pabbi minn og
mamma hennar hófu sambúð um
1970. Við náðum strax vel saman
og urðum góðar vinkonur sem
aldrei hefur borið skugga á. Við
höfum haldið vináttunni áfram í
gegnum fullorðinsárin þrátt fyr-
ir að hafa hafið búskap okkar
hvor í sínum landshlutanum og
alltaf reynt að vera duglegar að
hittast. Hvort sem við hittumst
einungis tvær eða leyfðum körl-
unum okkar að vera með, alltaf
fundum við okkur eitthvað
skemmtilegt að gera.
Stuttu eftir að við kynntumst
saumaði Magga, mamma Eddu,
á okkur nákvæmlega eins skó-
síðar kápur úr brúnu leðurlíki og
vorum við ekkert smá montnar.
Við hlógum oft að minningu okk-
ar um kaffihúsaferð í borginni
einu sinni sem oftar, við fundum
hvergi bílastæði þannig að við
enduðum á því að keyra bara í
Þorlákshöfn á gott kaffihús þar,
alsælar. Eins þegar við Benni
vorum eitt sinn fyrir norðan hjá
þeim Andrési, þá skutumst við
Edda á kaffihús á Siglufirði,
ekkert mál.
Við vorum farnar að hlakka
mikið til flutnings þeirra Andr-
ésar hingað suður og byrjaðar að
skipuleggja ný ævintýri, en þau
þurfa að bíða þar til við hittumst
á ný. Elsku Eddu verður sárt
saknað.
Elsku Andrés og fjölskylda,
missir ykkar er mikill, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hugrún og Bernhard
(Benni).
Mig langar að minnast Ásdís-
ar mágkonu minnar með þökk
fyrir notalegar samverustundir,
umburðarlyndi og móttökur,
hvenær sem mig bar að garði og
hvað hún reyndist Þórólfi bróður
vel. Þrátt fyrir skerta heilsu sem
ekki fékkst bót á hvorki með hol-
skurði, sjúkrahúsvist, lyfjum né
ótal læknisferðum tókst henni
alltaf að lifa lífinu lifandi með
reisn og brosi á vör, en fór ekki
alltaf troðnar slóðir. Hún varð á
ungum aldri fyrir sárum missi
þegar faðir hennar lést í bílslysi.
En hún gat lagt mótlætið til hlið-
ar, þrátt fyrir vanheilsu, með
sterku viljaþreki og stuðningi
frá hennar einstaklega trausta
lífsförunauti og góðum vinum og
hún átti miklu barnaláni að
fagna. Ásdís var sérstök per-
sóna, hetja, í mínum huga.
Kæri bróðir, Andrés minn, ég
bið fjölskyldu þinni, systrum
hennar og vinum allrar bless-
unar, með þökk fyrir góðar
minningar,
María Helgadóttir (Mæja).
Með þessum línum langar mig
að minnast frænku minnar Ás-
dísar Eddu Ásgeirsdóttur.
Vegna náinna ættartengsla voru
samskiptin alltaf sterk á milli
fölskyldna okkar á æskuslóðum
mínum á Sauðárkróki og í
Skagafirði. Frændræknin ein-
kenndi samskiptin á okkar
æskuárum, heimsóknir voru tíð-
ar þvert yfir landið, nánast ár-
lega kom Ásgeir frændi, faðir
Ásdísar, norður á Krók, svo
stoltur með frumburðinn sinn
sem var orðin sex ára áður en
önnur dóttir fæddist og sú þriðja
fæddist tveimur árum síðar.
Foreldrar Ásdísar Eddu, Ásgeir
og Margrét, eða Magga Halls,
eins og hún var ætíð kölluð,
komu fagnandi, svo hress,
skemmtileg og alls staðar
aufúsugestir.
Það sem vakir sterkt í minn-
ingunni er persónuleiki föður
hennar og frænda míns, Ásgeirs,
en hann var náskyldur báðum
foreldrum mínum. Ásdís móðir
hans var ömmusystir mín frá
Reykjavöllum, í móðurætt, og
Sigurgeir, faðir Ásgeirs, var
ömmubróðir minn í föðurætt.
Ásgeir var einkabarn foreldra
sinna, fæddist á Króknum en
flutti þaðan ungur með móður
sinni. Tengslin við Krókinn og
ættingja í Skagafirði voru mjög
sterk og rækti Ásgeir þau alla
tíð. Enginn vafi er á því að þau
hafa gengið í erfðir.
Ásdís Edda fæddist fyrir
sunnan, fjölskyldan bjó lengst á
Seltjarnarnesinu, og þar bjó Ás-
dís amma hennar síðustu árin.
Hún lést 1962, aðeins sextug að
aldri, en litla nafna hennar náði
að kynnast henni vel. Hörmulegt
slys sló fjölskylduna þungt þeg-
ar Ásgeir fórst í bílslysi í
Reykjavík, aðeins 35 ára, árið
1967. Allt í einu var hann horf-
inn, faðir, eiginmaður og ástvin-
ur. Þrjár ungar dætur og móðir
misstu þarna máttarstólpann
sinn. Þannig lífsreynsla getur
sett sitt mark á allt líf þeirra
sem fyrir verða og afleiðingar á
heilsu og lífsviðhorf orðið þung-
bærar. Þrátt fyrir það hefur
reynslan sýnt okkur frændfólk-
inu að lífsgleði, frændrækni og
tryggð urðu ofan á og voru það
þau lífsviðhorf sem einkenndu
Ásdísi Eddu, móður hennar og
systur, sem allar hafa rækt þessi
lífsgildi af alúð og einlægni. Fyr-
ir þær fyrirmyndir ber að þakka
og gleðjast yfir við leiðarlok.
Það er mér eftirminnilegt
þegar Ásdís Edda leitaði til mín
með ljósmyndasafn ömmu sinn-
ar, og bað mig að greina mynd-
irnar eins og hægt var. Þær voru
nær allar ómerktar en þarna
voru innan um mjög merkilegar
myndir af elstu kynslóð ættingja
á Reykjavöllum, myndir sem ég
hafði ekki séð og vissi ekki að
væru til. Amma hennar hafði
haldið þessum gersemum til
haga sem nú voru í höndum Ás-
dísar Eddu og teygði sagan sig
til vesturfara í Ameríku. Sú saga
verður vonandi sögð á öðrum
blöðum.
Ásdís Edda eignaðist traustan
ævifélaga og eiginmann, Andrés,
og saman eignuðust þau þrjú
börn og barnabörnin eru orðin
sjö. Þetta var henni auður alls
auðs. Hún bjó sín búskaparár í
Ásdís Edda
Ásgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Ásdís amma. Ég
er leið en samt mun ég
elska þig áfram. Þú lifir enn
í hjarta mínu. Ég sakna alls
þess sem við gerðum eins
og að hlæja, kaupa okkur
ís, fara í heimsókn og allra
mest að lesa fyrir þig. Ég
sakna þess líka að hringja í
þig eftir skóla til að kanna
hvað þú varst að gera og
tala um Visku og hesta. Ég
man svo vel eftir þér. En
greyið Andrés var bara 3 ár
með þér. Ég vona að sveita-
lífið haldi áfram, það væri
gaman, en mest gaman að
hafa þig með. Við tvær vor-
um bestu vinkonur.
Ástkær kveðja,
Elísabet Benediktsdóttir.
Elsku Ásdís og amma í
Tungu, við kveðjum þig
með söknuði og minning
þín mun lifa í hjörtum okk-
ar.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Sandra, Víkingur,
Ólafur Andrés og
Edda Sirrý.