Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Valur mætir Holstebro frá Dan- mörku í 1. umferð Evrópudeild- arinnar í handknattleik en þar spil- ar hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson, sem skipti yfir til fé- lagsins frá GOG í sumar. „Þetta er sennilega með betri liðum sem við gátum fengið en ég gerði mér líka grein fyrir því að við erum í erfiðari keppnum og myndum fá erfiða mótherja,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, þegar Morgun- blaðið bar niðurstöðuna undir hann í gær. „Ég vildi bara fá Holstebro eða Melsungen. Við er- um ekki líklegasta liðið í keppn- inni en það verður gaman fyrir strákana að sjá hvar topplið á Ís- landi stendur gagnvart mjög góðu dönsku liði. Ég held að það verði mjög gaman, ekki bara fyr- ir Val heldur alla.“ Fyrstu leikirnir fara fram í lok ágúst en Íslandsmótið hefst í byrj- un september og verða þetta því fyrstu keppnisleikir Valsara á næsta tímabili. Snorri segir það óheppilegt en geta að sama skapi verið leikmönnum sínum aukin hvatning á undirbúningstímabilinu. Þrjátíu lið mæta til leiks í 1. um- ferðinni. Liðunum var raðað í styrkleikaflokka og svæði til að lækka ferðakostnað félaga og forð- ast óþarfa ferðalög á tímum kór- ónuveirunnar. Valur var í neðri styrkleikaflokki á svæði tvö og gat mætt, ásamt Holstebro, Melsungen frá Þýskalandi, Arendal frá Nor- egi, Azoty-Pulawy frá Póllandi og Malmö frá Svíþjóð. Evrópudeildin er ný keppni sem kemur í staðinn fyrir EHF- bikarinn. kristoferk@mbl.is Snorri vildi mæta Holstebro Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Snorri Steinn er sáttur við niðurstöðuna. 9. UMFERÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Það var frábært að klára þetta, á heimavelli í leik sem við eigum að vinna. Sérstaklega eftir tvo tapleiki í röð að komast aftur á sigurbraut,“ sagði sigurreifur Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Miðjumaðurinn var allt í öllu í 3:2-sigri Fylkis á HK á Würth- vellinum í Árbænum á mánudaginn. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk heimamanna og skoraði svo sig- urmarkið sjálfur úr vítaspyrnu er Fylkismenn skutu sér upp í þriðja sætið á Íslandsmótinu, Pepsi Max- deildinni. Valdimar fékk 2 M fyrir frammistöðu sína og er leikmaður 9. umferðarinnar. Fylkir er með 15 stig eftir níu leiki, hefur unnið fimm og tapað fjórum en sigurinn gegn HK var kærkominn eftir tvö 3:0-töp í röð, gegn KR og Val. Árbæingar lentu undir í bráð- fjörugum leik og þurftu svo sann- arlega að hafa fyrir hlutunum. Með sigri tókst þeim svo að halda áfram vel í við efstu lið. Það eru fyrst og fremst stigin sem telja og var Valdi- mar því sáttur, þótt Fylkismenn hafi ekki spilað sinn besta leik. „Þetta var kannski ekki okkar besti fótbolta- leikur en við gerðum það sem gera þurfti.“ Jafnari deild en menn halda „Stigasöfnunin okkar hefur verið fín hingað til, það eru kannski ein- hver stig sem við hefðum ekki átt að tapa en önnur sem við erum kannski heppnir að vinna. Við erum bara í þessu klassíska, tökum einn leik í einu og teljum svo upp úr pokanum í lokin,“ sagði Valdimar og vildi lítið gefa upp þegar blaðamaður stakk upp á því að Fylkisliðið væri nógu sterkt til að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. „Við getum unnið öll lið í þessari deild á okkar degi, engin spurning, en þetta er líka bara jöfn deild og all- ir leikir eru erfiðir. Þetta er jafnari deild en menn halda og þetta er oft bara spurning um dagsformið og hversu tilbúinn þú ert í hverjum leik fyrir sig.“ Snýst um að tengja saman sigra Valdimar og félagar eru þó ekki bara að hugsa um deildarkeppnina, heldur eru þeir staðráðnir í að fara langt í bikarkeppninni, keppni sem Árbæingar hafa unnið tvisvar í sögu sinni, 2001 og 2002. „Það er frábært að komast langt í bikarnum og við ætlum langt. Þetta snýst um að tengja saman sigra, hvort sem það er í deild eða bikar,“ sagði Valdimar en Fylkir mætir fyrstudeildarliði Fram í 16-liða úr- slitunum á morgun. Liðin mættust tvisvar á undirbúningstímabilinu í vetur og vann Fylkir báða leikina en liðin mættust einmitt líka síðast þeg- ar Fylkir lék til úrslita 2002. Unnu þá Árbæingar 3:1-sigur. „Við mættum Frömurum tvisvar í vetur og vinnum þá í bæði skiptin en vitum líka að þeir eru með góða leikmenn, við þurfum að spila vel til að klára það,“ sagði Valdimar sem vill fyrst og fremst vinna alla þá leiki sem hann spilar. Vill alltaf meira frá sjálfum sér Sjálfur er hann búinn að skora sex deildarmörk í níu leikjum, jafn mikið og hann skoraði í 21 leik í fyrra. Hann er orðinn 21 árs og er á sínu fimmta tímabili með Fylki, hefur spilað 75 leiki og skorað 22 mörk í deild og bikar. Hann spilaði 18 leiki í fyrstu deildinni 2018, hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild og hefur verið fastamaður síðan. Valdimar ætlar þó ekki að láta staðar numið og er greinilega hungraður í að gera enn betur. Þegar blaðamaður hrós- aði honum fyrir tvær stoðsendingar og mark í sigrinum gegn HK vék hann umræðunni að færunum sem misheppnuðust. „Ég klúðraði líka tveimur mjög góðum færum.“ Hann er þó sammála því að frammistaða hans fer vaxandi, enda er miðjumaðurinn í liði umferð- arinnar í þriðja skiptið það sem af er sumri. „Þetta er orðið skárra hjá mér, ég er alveg sammála því en ég get enn þá bætt mig og vil alltaf meira,“ sagði Valdimar Þór við Morgun- blaðið. Úrvalsdeildin er miklu jafnari en menn halda  Valdimar lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í sigri Fylkis en vill gera enn betur Morgunblaðið/Eggert Endurkoma Valdimar Þór Ingimundarson hjálpaði Fylkismönnum að snúa aftur á sigurbraut gegn HK í vikunni. Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki er í liði umferðarinnar hjá Morgun- blaðinu í þriðja sinn en úrvalslið 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla má sjá hér fyrir ofan. Einn annar leikmaður hefur verið valinn þrisvar í liðið í sumar en það er KR-ingurinn Pablo Punyed. Valdimar er jafnframt kominn með 8 M samtals í M-gjöfinni í sumar og er búinn að ná þeim Stefáni Teiti Þórðarsyni úr ÍA og Valgeiri Valgeirs- syni úr HK en þessir þrír eru nú jafnir og efstir. Næstir með 7 M eru Pablo Punyed úr KR, Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki, Steven Lennon og Þórir Jóhann Helgason úr FH, Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA. vs@mbl.is 9. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-4-2 Haraldur Björnsson Stjörnunni Arnþór Ingi Kristinsson KR Lasse Petry Val Kristinn Steindórsson Breiðabliki Gísli Eyjólfsson Breiðabliki Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Mikkel Qvist KA Aron Bjarnason Val Steven Lennon FH Ívar Örn Jónsson HK Davíð Örn Atlason Víkingi 2 2 2 2 2 2 3 2 Valdimar valinn í þriðja sinn Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – KR............................................. 2:1 ÍBV – Selfoss ............................................ 3:2 Stjarnan – Þróttur R................................ 5:5 Staðan: Breiðablik 6 6 0 0 24:0 18 Valur 7 5 1 1 18:7 16 Fylkir 6 3 3 0 11:7 12 Selfoss 7 3 1 3 10:8 10 Þór/KA 7 3 1 3 13:13 10 ÍBV 7 3 0 4 9:17 9 Þróttur R. 8 1 4 3 14:20 7 Stjarnan 8 2 1 5 14:21 7 KR 7 2 1 4 9:17 7 FH 7 1 0 6 2:14 3 Lengjudeild kvenna Fjölnir – ÍA ............................................... 1:1 Keflavík – Víkingur R .............................. 4:1 Haukar – Tindastóll ................................. 2:0 Augnablik – Afturelding.......................... 3:3 Staðan: Keflavík 7 5 2 0 22:4 17 Tindastóll 7 5 1 1 16:4 16 Grótta 7 4 2 1 8:5 14 Haukar 7 3 2 2 10:8 11 Afturelding 7 2 3 2 10:8 9 Augnablik 6 2 2 2 9:12 8 ÍA 7 1 4 2 12:11 7 Víkingur R. 7 2 1 4 10:15 7 Fjölnir 7 1 1 5 4:17 4 Völsungur 6 0 0 6 2:19 0 2. deild kvenna Sindri – HK............................................... 0:7 ÍR – Hamar............................................... 7:2 Staðan: HK 7 7 0 0 32:1 21 Fjarð/Hött/Leikn. 5 4 0 1 13:11 12 Grindavík 5 3 0 2 13:6 9 Álftanes 5 3 0 2 8:15 9 ÍR 6 2 2 2 14:13 8 Hamrarnir 5 2 1 2 7:8 7 Hamar 6 1 1 4 10:20 4 Sindri 7 1 0 6 8:19 3 Fram 6 0 2 4 9:21 2 3. deild karla KV – Elliði................................................. 5:1 Staðan: Reynir S. 8 6 2 0 23:11 20 KV 8 6 0 2 23:10 18 Tindastóll 8 4 3 1 18:15 15 Sindri 8 3 2 3 16:21 11 Augnablik 8 2 4 2 16:15 10 KFG 8 3 1 4 17:18 10 Ægir 8 3 1 4 13:16 10 Einherji 8 3 1 4 14:18 10 Vængir Júpiters 8 2 3 3 9:13 9 Elliði 8 2 2 4 14:16 8 Höttur/Huginn 8 2 1 5 12:16 7 Álftanes 8 1 2 5 9:15 5  KNATTSPYRNA Pepsí Max-deild kvenna: Würth-völlurinn: Fylkir – Breiðablik..19:15 Origo-völlurinn: Valur – FH ................19:15 2. deild kvenna: Framvöllur: Fram – Grindavík............19:15 Í KVÖLD! Enska knatt- spyrnufélagið Manchester City mun spila í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að alþjóða- íþróttadómstóll- inn dæmdi félag- inu í hag eftir að UEFA hafði úr- skurðað það í tveggja ára bann frá Evrópukeppn- um fyrir brot á fjármálareglum í febrúar á þessu ári. Stefndi allt í að félagið yrði því ekki í Meistara- deildinni á næstu leiktíð. Forráðamenn City ákváðu að áfrýja úrskurðinum til alþjóða- íþróttadómstólsins sem tók málið fyrir og ákvað að taka áfrýjun enska félagsins til greina. Þá sektaði UEFA City um 30 milljónir evra vegna brotanna en alþjóðaíþrótta- dómstóllinn hefur ákveðið að lækka þá sekt niður í 10 milljónir evra. Dómstóllinn gaf í gær út 93 blað- síðna skýrslu vegna málsins. Í henni kemur fram að ekki hafi verið hægt að sanna sekt félagsins og því hafi bannið verið dregið til baka. City var hins vegar sektað um 10 milljónirnar þar sem félagið þótti ekki samvinnu- þýtt við rannsókn málsins. johanningi@mbl.is Ekki hægt að sanna sekt Man City Pep Guardiola

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.