Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hjúkrunarheimili meta nú stöðuna í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita og segir framkvæmdastjóri heilbrigðis- sviðs Hrafnistu að til greina komi að herða takmarkanir á heimsóknum enn frekar ef smitum fer að fjölga meira. Þar má nú einungis einn að- standandi heimsækja hvern heimilis- mann hverju sinni. Aðstandendur heimilisfólks á Grund hafa fengið að vita af því að reglur um heimsóknir á hjúkrunar- heimili Grundar gætu breyst í vik- unni, að sögn Sigrúnar Faulk, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar hjá Grund. Tilkynning hefur verið send til að- standenda þar sem mælst er til þess að hert sé á persónubundnum sótt- vörnum. Einnig var í tilkynningunni mælst til þess að einungis 1-2 að- standendur heimsæki hvern heimilis- mann í senn og að fólk haldi fjarlægð. „Ég er líka búin að láta aðstand- endur vita af því að það gæti komið til þess að hér kæmu aðrar reglur í vik- unni. Fólk er bara við því búið og við erum í startholunum,“ segir Sigrún. „Heimilisfólkið er alveg rólegt. Það tekur bara því sem að höndum ber. Fólk fylgist með, hlustar á okkur og yfirvöld og passar sig. Það kemur enginn inn sem er eitthvað slappur eða lasinn en það er engin breyting. Svo er allt sprittað í bak og fyrir, bæði fólk og hlutir.“ Önnur hjúkrunarheimili sem Morgunblaðið ræddi við höfðu ekki tekið ákvörðun um að takmarka heimsóknir og biðu eftir fyrirmæl- umfrá heilbrigðisyfirvöldum. Al- mennt er heimilisfólk hjúkrunar- heimilanna rólegt yfir ástandinu. Heimilismenn með hita, kvef eða hósta fara í einangrun Þá jók Hrafnista einnig viðbrögð vegna einkenna en það þýðir að heim- ilisfólk sem sýnir einkenni, hvort sem um er að ræða hita, kvef eða hósta, fer í einangrun. Starfsmenn sem sýna einkenni mæta ekki til vinnu á heim- ilum Hrafnistu, að sögn Maríu Fjólu Harðardóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistu. „Ef smitunum fjölgar þá skoðum við hvort við förum að herða enn frek- ar,“ segir María. Markmiðið sé að takmarka aðgang að Hrafnistu með sóttvarnir í huga án þess að loka þurfi alveg fyrir heimsóknir eins og gert var á hjúkrunarheimilum á landsvísu þegar faraldurinn stóð sem hæst hér- lendis. Kristín Högnadóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunarsviðs hjá hjúkrunarheimilinu Eir, segir að heimilið hafi á þriðjudag ítrekað við aðstandendur, starfsfólk og heimilis- fólk að allir færu eftir fyrirmælum um einstaklingsbundnar sóttvarnir. Þá sé einnig hugað sérstaklega vel að þrifum á öllum snertiflötum. Kristín segir að nú sé beðið eftir upplýsing- um frá almannavörnum um næstu skref. Morgunblaðið/Golli Hrafnista Einungis einn aðstandandi má heimsækja hvern heimilismann á meðan takmarkanirnar gilda. Hjúkrunarheimilin að herða reglurnar  Grípa til aðgerða sem nauðsynlegar teljast hverju sinni Þegar þunginn á heilbrigðiskerf- inu var sem mestur vegna veir- unnar var gert ráð fyrir því að ef smit kæmi upp hjá íbúa Drop- laugarstaða myndi hjúkrunar- heimilið annast hinn smitaða. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jens- sen, forstöðumaður Droplaugar- staða, býst nú við því að Land- spítalinn geti brugðist við og tekið að sér íbúa frá Droplaugar- stöðum ef upp kæmi smit. Jórunn segir að starfsfólk hjúkrunarheimilisins sé á varð- bergi og að frekari takmarkanir velti á því hvort ný tilmæli komi frá heilbrigðisyfirvöldum. Hún vonast til þess að ekki þurfi að taka fyrir allar heimsóknir aftur enda geti það verið heimilisfólki og aðstandendum erfitt. „Við fylgjumst grannt með og höfum varnir í samræmi við ástandið. Heimsóknargestir fá spjöld þar sem þeir svara nokkr- um spurningum, til dæmis um það hvort þeir hafi verið erlendis nýlega. Ef einhverjum þeirra er svarað játandi þá eiga þeir ekki að koma í heimsókn.“ LSH taki við smituðum STARFSFÓLK Á VARÐBERGI Snorri Másson snorrim@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, hefur frestað móttöku sem hann hugðist halda á Bessastöðum fyrir vini og ættingja í kjölfar inn- setningarathafnar í Alþingishúsinu á laugardaginn. „Þessu ráða sóttvarnasjón- armið og aukin hætta á veiru- smitum að mati sérfræðinga. Þar að auki teljum við okkur ljúft og skylt að sýna ýtr- ustu aðgát og ganga á undan í samfélaginu með góðu fordæmi,“ segir í bréfi frá forsetanum til boðs- gesta, sem mbl.is fékk afrit af í gær. Móttakan átti að fara fram á heimili forsetans eftir formlega embættistöku í þinghúsinu. Athöfn- in í þinghúsinu er enn fyrirhuguð en þar verða 90 viðstaddir í stað þeirra 300 sem hefðu undir eðlileg- um kringumstæðum verið á staðn- um. Í bréfinu segir jafnframt: „Við hvetjum ykkur öll til að huga vel að og fylgja öllum ábendingum, leið- beiningum og tilmælum sóttvarna- yfirvalda og almannavarna. Við megum ekki láta deigan síga í bar- áttu okkar við þennan vágest.“ Aflýsir móttöku að lokinni innsetningu  Forsetinn vill sýna gott fordæmi Guðni Th. Jóhannesson Morgunblaðið/Árni Sæberg Þinghúsið Allt er klárt fyrir inn- setningarathöfnina á laugardag. Snorri Másson snorrim@mbl.is Heilbrigðisráðherra mun í dag til- kynna hertar aðgerðir á Íslandi vegna hópsmits kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir sendi henni minn- isblað í gærkvöldi þar sem margs konar aðgerðir voru lagðar til en hún tekur lokaákvörðun sem endra- nær. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst felst það m.a. í tillög- unum að færri megi koma saman en nú er leyft og að tveggja metra reglan verði aftur að skyldu á mannamótum. Þá hefur Alma Möll- er landlæknir gefið til kynna að það sé til skoðunar að herða aðgerðir á landamærum gagnvart ferðamönn- um, enda sé talið að hópsmitið eigi rætur að rekja til þess hóps. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði við mbl.is að við vinnslu tillagnanna hefði verið reynt að skoða málið frá sem flestum hliðum. Þá hefði verið reynt að „leggja það til sem við telj- um að sé virkilega nauðsynlegt og gangi ekki allt of langt eða svo langt að það skapi einhvern ótta sem ekki er tilefni til“, sagði Kam- illa. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ekki rætt sérstaklega að yfirvöld hvettu fólk til þess að ferðast ekki um verslunarmanna- helgi. Um það efni sagði Kamilla: „Við erum kannski ekki á alveg sama stað og um páskana eða telj- um okkur ekki vera það, en það er ýmislegt sem er farið yfir í þessu minnisblaði. Það verður svo að koma í ljós hvað ráðherra telur við hæfi að gera.“ Þegar í dag fer fólk að taka for- skot á sæluna og hefja verslunar- mannahelgarferðalagið. Á morgun er síðan viðbúið að tugir þúsunda verði á faraldsfæti. Líklegt er að hertar ráðstafanir muni að ein- hverju marki koma í veg fyrir mikl- ar fjöldasamkomur. Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi áhyggjur af ferða- helginni í ljósi þess að veiran kann að vera útbreiddari en þegar er tal- ið. Virk tilfelli kórónuveirunnar eru 28 hér á landi. Fjögur innanlands- smit greindust í gær, þrjú daginn áður og sex daginn þar áður, en þá höfðu ekki eins mörg innanlands- smit greinst á landinu á einum degi frá 21. apríl. Tugir þúsunda á ferðalagi að óbreyttu  Hertar ráðstafanir kynntar í dag  Ýmislegt lagt til í minnisblaði  Samkomutakmarkanir og tveggja metra regla líkleg  Breytingar við landamærin hugsanlegar  Stærsta ferðahelgi ársins Ljósmynd/Lögreglan Varnir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.