Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Birst hafa tvær greinar í Morg-unblaðinu nýlega um þreng-
ingar sem Páll á Húsafelli hefur
lent í vegna byggingar yfir safn
sitt um forna legsteina á jörð
sinni.
Ef marka máþessar grein-
ar, sem ástæða er
að ætla að sé óhætt,
þá geldur Páll þess
að kerfi umdæm-
isins hafi orðið
fótaskortur á hálu
svelli stjórnsýslunnar, án þess að
Páll hafi meðvitandi stofnað til
þeirrar atburðarásar.
Páll er einstakur maður og hef-ur alla tíð lifað fyrir list sína
og hugðarefni og stundum í þágu
þess fetað einstigi.
Á þeirri leið og í listrænni leithefur hann iðulega lyft nafni
héraðsins, sem vissulega hefur
hlotið marga upplyftingu áður á
sögufrægri tíð sinni.
Dómar eru vissulega lögboðinleið til þess að leysa úr þræt-
um.
En stundum eru atvik þannigað sú leið getur verið sérlega
illa til þess fallin að finna leið þar
sem sanngirni er ríkulegur þáttur
og sómi allra í öndvegi.
Það er í þeim undantekning-artilvikum sem aðrir kostir,
svo sem heilbrigð skynsemi, vel-
vild og útilokun smásmygli, ná
langt.
Vonandi má finna slíka sátt íþessu tilviki. Það minnkar
engan.
Páll á Húsafelli
Mögur sátt er betri
en feitur dómur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Landsréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um að
maður sem er sakaður um að hafa
hótað tveimur lögmönnum sínum líf-
láti verði áfram í gæsluvarðhaldi til
18. ágúst.
Í úrskurði héraðsdóms kom fram
að lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu væri með hótanir mannsins
gegn tveimur lögmönnum sem störf-
uðu fyrir hann til rannsóknar. Mála-
vextir voru þeir að lögreglu barst til-
kynning 20. júlí sl. um að lögmaður
hefði hringt í Neyðarlínu og óskað
eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá
skjólstæðingi sínum. Þegar lögregla
var á leið á vettvang barst tilkynning
um að öðrum lögmanni hefði einnig
verið hótað af manninum.
Stuttu síðar var maðurinn handtek-
inn og fluttur á lögreglustöðina við
Hverfisgötu. Á leiðinni þangað sagði
hann við lögreglumenn að „þessir
menn væru réttdræpir“ og að hann
ætlaði að finna þá og drepa þá. „Ég vil
að þú verður viðstaddur þegar ég
drep börnin þín.“
Í greinargerð saksóknara kemur
fram að lögmaðurinn sem fyrst óskaði
eftir aðstoð lögreglu hafi verið í bæn-
um þegar hann fékk þrenn smáskila-
boð frá skjólstæðingi sínum. Maður-
inn er einnig grunaður um hótanir og
líkamsárás 9. júní þegar hann ruddist
inn á lögmannsstofu og tók lögmann
kverkataki og hótaði starfsfólki lífláti.
Hann er jafnframt grunaður um al-
varlega líkamsárás 11. maí með því að
hafa slegið konu með hátalara í andlit-
ið með þeim afleiðingum að hún hlaut
áverka á vinstra augnloki, sár á efri
vör, stórt sár á innra byrði efri varar,
eymsli í tönnum og tognun í hálsi.
Þá er hann grunaður um alvarlegar
hótanir gagnvart barnsmóður sinni í
lok síðasta árs. Í málinu liggja fyrir
upptökur, rannsókn er lokið og hefur
málið verið sent héraðssaksóknara.
Hótaði lögmönnum sínum lífláti
Maður áfram í gæsluvarðhaldi til 18. ágúst vegna hótana í garð lögmanna
Norska lögmannsstofan Wikborg
Rein hefur lokið rannsókn sinni á
starfsemi Samherja í Namibíu og
kynnt niðurstöðuskýrslu fyrir stjórn
félagsins. Samherji ætlar ekki að
kynna niðurstöðurnar að svo stöddu,
en það verður metið að nýju í haust
eftir fund fulltrúa Wikborg Rein
með fulltrúum yfirvalda hér á landi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Samherja vegna málsins.
Samherji réð Wikborg Rein til að
rannsaka ásakanir sem komu fram á
fyrirtækið í kjölfar umfjöllunar
Kveiks í vetur sem unnin var í sam-
starfi við Al Jazeera og Stundina.
Var félagið bendlað við mútur í
Namibíu til handa stjórnmálamönn-
um og tengdum aðilum til að fá
hestamakrílkvóta þar í landi á und-
irverði. Þá eru skattamál fyrir-
tækisins til rannsóknar bæði hér á
landi og í Namibíu.
Í tilkynningu Samherja kemur
fram að félagið muni „áfram eiga
samskipti við þar til bær stjórnvöld
sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar
samvinnu og bjóða fram aðstoð
vegna rannsókna á ásökunum sem
tengjast starfseminni í Namibíu“.
Er tekið fram að lögmenn Wikborg
Rein muni funda með fulltrúum
embættis héraðssaksóknara með
haustinu. Einnig er upplýst að
nokkrir fundir hafi verið haldnir
með fulltrúum namibískra stjórn-
valda til að „kanna grundvöll fyrir
svipuðu samstarfi við þau“.
Í kjölfar fundanna muni svo þurfa
að taka afstöðu til fjölmargra atriða.
Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnar-
formaður Samherja, hafnar því í til-
kynningunni alfarið að stjórnendur
fyrirtækisins hafi nokkru sinni
hlutast til um að nokkurt dóttur-
fyrirtæki þess stundaði vafasama
viðskiptahætti, meðal annars mútu-
greiðslur eða peningaþvætti.
Rannsókn lokið á
Samherja í Namibíu
Norsk lögmanns-
stofa hefur skilað
Samherja skýrslu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samherji Rannsókn er lokið í
Noregi á starfseminni í Namibíu.