Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
TVÖFÖLD ÁNÆGJA
550110590895 446286
Opel Karl Enjoy ‘18, ekinn 6 þ. km.
Verð: 1.590.000 kr.
Opel Astra Innovation ‘18, ekinn 74 þús. km.
Verð: 2.590.000 kr.
Toyota C-hr Hybrid ‘14, ekinn 37 þús. km.
Verð: 3.890.000 kr.
446194
Opel Crossland X ‘19, ekinn 38 þús. km.
Verð: 3.190.000 kr.
550107
SsangYongRextondlx ‘19, ekinn45 þús. km.
Verð: 5.190.000 kr.
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 12-17
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.
SsangYongTivoli hlx ‘19, ekinn 5 þús. km.
Verð: 3.790.000 kr.
SsangYong Korando hlx ‘17, ekinn 59 þ. km.
Verð: 2.990.000 kr.
BMW 7730d xdrive ‘14, ekinn 135 þús. km.
Verð: 6.490.000 kr.
Suzuki Vitara gl+ ‘19, ekinn 62 þús. km.
Verð: 2.990.000 kr.
590704
446311
446249
446202
Jeep Cherokee limited ‘18. ekinn 32 þús. km.
Verð: 6.490.000 kr.
550092
Ísland vill sjá þig í sumar
Nú stendur íslenska ferðasumarið í hámarki - komdu og skoðaðu gott úrval af notuðum bílum hjá Bílabúð Benna og kynnstu Íslandi betur í sumar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bátasmiðjan Rafnar ehf. (Maritime)
hefur samið við björgunarsveitina
VISAR á Bresku Jómfrúaeyjum um
sölu á Rafnar
1100-báti. Bát-
urinn verður
smíðaður á Ís-
landi. VISAR-
björgunarsveitin
er ekki ólík ís-
lensku björg-
unarsveitunum.
Haukur Al-
freðsson, fram-
kvæmdastjóri
Rafnars ehf.,
sagði að það að björgunarsveitir á
erfiðum hafsvæðum veldu Rafnar-
báta væri mikil viðurkenning: „Við
krefjandi aðstæður á sjó þar sem
hver mínúta skiptir máli hentar
Rafnar-hönnunin best,“ sagði Hauk-
ur. Salan er frágengin og er verið að
ganga frá tæknilýsingu bátsins.
Stefnt er að afhendingu í febrúar
2021.
Lars Giersing, varaformaður
björgunarsveita Bresku Jómfrúa-
eyja, prufusigldi Rafnar 1100-báti og
sannfærðist um einstaka sjóhæfni
Rafnar-skrokksins. Honum fannst
báturinn fara miklu betur með áhöfn
og sjúklinga í úfnum sjó en aðrir
bátar sem hann þekkti.
„Þetta er enn ein viðurkenningin á
því að menn sem vinna við erfiðar að-
stæður vilja fá okkar hönnun. Mikil
viðurkenning fyrir okkur,“ sagði
Haukur. Hann sagði að Karíbahaf,
þar sem Bresku Jómfrúaeyjar eru,
væri þekkt fellibyljasvæði. Þar
þyrftu björgunarsveitir að fara um
áður en fellibyljir gengju á land og
eins færu þær fyrstar út eftir að bylj-
um slotaði. Aðstæður gætu því verið
erfiðar.
Ný hönnun á yfirbyggingu
Báturinn verður með nýrri hönnun
á yfirbyggingu sem kölluð er T-
toppur. Hún er létt og mikið opin,
frekar skýli en hús. Yfirbyggingin
hefur mikið flotmagn og eins er flot í
gálga sem er ofan við tvær utan-
borðsvélar sem knýja bátinn. Komi
það fyrir að bátnum hvolfi mun hann
rétta sig sjálfkrafa við. Þessi frá-
gangur var hannaður í samvinnu við
VISAR-björgunarsveitina. Þetta
verður fyrsti Rafnar-báturinn með
yfirbyggingu af þessari gerð.
Aftan við stýrisskýlið verður að-
staða fyrir sjúkrabörur. Báturinn er
að öðru leyti svipaður þeim Rafnar
1100-bátum sem þegar eru í notkun.
Fyrr í mánuðinum greindi Morg-
unblaðið frá því þegar Rafnar ehf. af-
henti grísku landhelgisgæslunni
fyrsta bátinn af tíu af gerðinni Rafn-
ar 1100. Annar báturinn var afhentur
í síðustu viku. Einnig hefur Rafnar
Hellas þjálfað fjórar áhafnir á
bátana. Haukur sagði að gríska land-
helgisgæslan biði í ofvæni eftir því að
fá fleiri báta afhenta. „Þeir vilja ekki
lengur vera á gömlu bátunum og eru
alveg gáttaðir á sjóhæfni Rafnars
1100,“ sagði Haukur. Fyrirspurnum
um Rafnar-báta fjölgar stöðugt frá
útlöndum. Hann sagði að nú væru að
hefjast útboð vegna bátasmíði víða í
nágrannalöndum og þar ætlaði Rafn-
ar ehf. að vera með.
Nýi 14 metra langi Rafnar 1430-
báturinn hefur líka vakið áhuga bæði
innanlands og utan. Hann verður
mun rúmbetri og burðarmeiri en
Rafnar 1100.
Rafnar-bátur seldur til Jómfrúaeyja
VISAR-björgunarsveitin fær Rafnar 1100 Skrokklagið veitir mikla sérstöðu Krefjandi
aðstæður í Karíbahafi vegna fellibylja Fyrirspurnum um Rafnar-báta fjölgar stöðugt að utan
Teikning/Rafnar ehf.
Rafnar 1100 Báturinn með nýja gerð af yfirbyggingu, T-topp. Mikið flot-
magn í þakinu og gálganum aftast snýr bátnum á réttan kjöl hvolfi honum.
Haukur
Alfreðsson
Eðlilegt er að
fyrirtæki endur-
meti virði eigna
ef talið er ólíklegt
að eignirnar skili
tekjum sem rétt-
læti núverandi
mat. Niðurfærsla
Rio Tinto vegna
álversins í
Straumsvík virð-
ist endurspegla
svartsýni stjórnenda fyrirtækisins,
en rétt er þó að túlka tölurnar var-
lega þar sem þær gætu verið leikur
í samningaviðræðum fyrirtækisins
við Landsvirkjun.
Þetta sagði Gylfi Magnússon,
deildarforseti viðskiptafræðideildar
Háskóla Íslands, við mbl.is í gær.
Rio Tinto birti í gærmorgun árs-
hlutareikning sinn. Þar kemur með-
al annars fram að fyrirtækið hafi
fært niður óefnislegar eignir vegna
álversins um 269 milljónir banda-
ríkjadala, eða sem nemur 37 millj-
örðum íslenskra króna. Er þar um
að ræða bókfærða eign vegna
væntra tekna í framtíðinni. Telur
fyrirtækið ekkert virði í slíkri eign
lengur og hefur niðurfært virði
hennar að fullu.
Getur haft áhrif á virði eigna
Gylfi segir að ef ólíklegt sé að
eignir fyrirtækja skili tekjum sem
réttlæti það mat sem hefur verið á
eignunum til þess sé eðlilegt að
virði eignanna sé endurmetið í
reikningum. Ársreikningastaðlar
eru nokkuð strangir að sögn Gylfa,
en mat stjórnenda um framtíðar-
horfur í rekstri getur hins vegar
haft talsverð áhrif á virði eigna og
þar er bæði svigrúm til að vera
svartsýnn eða bjartsýnn.
Niðurfærsla endur-
speglar svartsýni
Rio Tinto færir niður óefnislegar
eignir í Straumsvík um 37 milljarða
Gylfi
Magnússon