Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Mesta ferðahelgi ársins erfram undan en það er ljóstað hún verður með öðru sniði en venjulega. Það gildir sam- komubann þannig að aðeins 500 mega koma saman og flestum samkomum sem venjulega eru þessa helgi hefur verið aflýst. En þörf fólks fyrir til- breytingu og skemmtun verður ekki aflýst svo auðveldlega. Kanna nýjar slóðir Margir eiga þriggja daga helgarfrí og vilja nýta það til að ferðast og lyfta sér upp. Við vitum að hér á landi hef- ur verið lítið um smit af völdum veir- unnar sem veldur COVID-19 en vís- bendingar eru um að því sé kannski ekki alveg að treysta lengur. Þeir sem stefna á útilegur og innanlands- ferðalög um helgina þurfa því að hafa varann á. Hafa þarf í huga að virða þær tak- markanir sem eru á tjaldsvæðum og stuðla ekki að því að fólk safnist sam- an umfram þá 500 sem leyft er. Land- ið okkar er stórt og um að gera að heimsækja staði um allt land og kannski að kanna nýjar slóðir. Allir landshlutar hafa upp á margt skemmtilegt að bjóða. Nú er tæki- færið fyrir fjölskylduna að verja tíma saman um verslunarmannahelgina hvort sem er heima eða að heiman og skapa góðar og gleðilegar minningar til að ylja sér við um ókomin ár. Verum skynsöm um helgina. Um- göngumst náungann af virðingu og virðum persónuleg mörk hvers og eins. Höfum í huga smitgát og að sprittbrúsinn er sjálfsagður búnaður allra ferðalanga. Ef við hittum ein- hvern sem við þekkjum er óþarfi að rjúka í fangið á viðkomandi eða gefa fimmur. Látum brosið og olnbogann eða loftfimmuna duga. Fletir sem margir koma við eru sérlega vara- samir og þá ætti að hreinsa reglulega. Eftir að slíkir fletir eru snertir ætti að spritta hendur. Leið veirunnar inn í líkamann er um slímhúðir líkamans. Þetta eru slímhúðir í munni, nefi, augum og kynfærum. Þetta merkir að gamla góða reglan um að þvo hendur eftir salernisferðir er orðin þannig að þvo ætti hendur eða spritta fyrir og eftir salernisferðir á almenn- ingssalernum því erfitt er að komast inn á þau og nota án þess að snerta fleti sem margir hafa snert á undan. Veður getur sett mark sitt á ferðalög og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspám. Vonandi fá í það minnsta einhverjir landshlutar sólar- geisla um helgina og því er gott að muna eftir sólvörninni. Sólvörn og fuglafæla Ef farið er á svæði þar sem búast má við skordýrum sem bíta er gott að hafa með sér flugnafælu eða flugna- net. Þeir sem viðkvæmir eru fyrir flugnabitum ættu ef til vill að hafa með sér ofnæmislyf og sterakrem sem fá má án lyfseðils í apótekum til að nota ef á þarf að halda. Ef að líkum lætur verður mikil um- ferð á vegum landsins og öll viljum við koma heil heim. Förum því með góðan skammt af þolinmæði með okkur. Sýnum okkar bestu hliðar í umferðinni. Verum tillitssöm, keyr- um á löglegum hraða og eftir að- stæðum. Hafi bílstjórar neytt áfengis er nauðsynlegt að gæta að því að nægilega langur tími líði frá því að áfengis var neytt þar til ekið er af stað. Látum fjölskyldurnar blómstra um helgina og verum til fyrirmyndar. Á heilsuvera.is má finna nánari upplýs- ingar um smitgát, sólvörn og skor- dýrabit. Njótum helgarinnar af skynsemi Morgunblaðið/Eggert Samvera Nú er tækifærið fyrir fjölskylduna að verja tíma saman um verslunarmannahelgi hver sem staðurinn er. Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur Unnið í samstarfi við Heilugæslu höfuðborgarsvæðsins. Fjölskylduvænir viðburðir, þar sem gestir verða 500 fullorðnir hið mesta, verða víðs vegar á Akureyri um verslunarmannahelgina. Vegna Covid-19 verður minna um að vera í bænum en stundum áður og allt með fremur hófstilltu svipmóti. Stórir úti- tónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur svonefndir Spari- tónleikar á flötinni við Samkomu- húsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um. Á tjald- svæðum bæjarins verður aldurs- takmark hækkað í 20 ár í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og for- gangsraða í þágu fjölskyldufólks. Með þessu er þrátt fyrir allt reynt að skapa svigrúm þannig að fólk geti gert sér dagamun á Akureyri um verslunarmannahelgina. Þannig verða ýmsir viðburðir með einföldu sniði haldnir í bænum, svo sem Mömmur og möffins, Kirkjutröppu- hlaupið og fleira skemmtilegt. Skv. veðurvefnum blika.is má gera ráð fyrir ágætu veðri á Akureyri um helgina, sól og blíðu en rignt gæti á sunnudaginn. Hófstemmd hátíð á Akureyri um verslunarmannahelgina Fjölskylduvænir viðburðir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Góður staður til að vera á. Fólkið fer á Flúðir Góð stemning Flúðir Góð og fjölsótt tjaldsvæði. Allir fá eitthvað fallegt á Flúðum um verslunarmannahelgina, sem er vin- sæll samkomustaður á sumrin. Dag- skrá fyrir fólk sem þar dvelst þessa helgi er þó verulega íburðarminni nú en undanfarin ár. Þó má nefna tón- leika í félagsheimilinu bæði laug- ardags- og sunnudagskvöld. Í síðara sinnið koma fram Jógvan Hansen og Friðrik Ómar og flytja dagskrána Sveitalíf. Þá verða markaðir og mat- arkistur Hrunamanna opnar og efnt verður til barnaskemmtana eins og betur sést á sonus.is. Fertugsafmæli Harry Potters er nú fagnað á Borgarbókasafninu í Kringl- unni. Hugdjarfir geta á safninu leitað helkrossa, forvitnir geta komist að því í hvaða vist þeir eru og tekið myndir af nýsloppnum Azkaban-föngum. Hægt er að föndra öskrara fyrir þá sem þurfa orð í eyra eða hjálpa Harry að föndra Hedwig og ferðatösku svo hann komist í skólann. Fljúgandi lyklar, pirrandi smáálfar, seyða- og elexírskápur prófessors Snapes eru á safninu, sem og mynda- veggur fyrir eftirlýstar nornir og galdrakarla og margt fleira. Á sjálfan afmælisdag Harry Potter, föstudaginn 31. júlí, kl. 13-14, nær fögnuðurinn há- marki með kökuboði og töfrasprota- gerð fyrir þá hugrökkustu. Harry Potter á bókasafni Galdrakarlar VERTU Í RÉTTA PAKKANUM Í SUMAR! Margt skemmtilegt er á dagskrá á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ um verslunarmannahelgina. Þar hef- ur verið við lýði dagskrá sem heitir Söngbók Sjálands og þar er marga gullmola að finna. Jónas Sigurðsson heldur einlæga en öfluga tónleika í tónleikasal Sjálands nú á laug- ardagskvöldið. Jónas stígur á svið með Ómari Guðjónssyni, heima- manni í Garðabæ, og tætir í gegnum sín þekktustu lög. Á sunnudagskvöldið er brekku- söngur á Sjálandi þar sem Hreimur Örn Heimisson kemur fram með hljómsveit og leikur sín vinsælustu lög. Fyrir utan lög hljómsveitarinnar Lands og sona og Hreims má líka til- taka vinsæl lög frá Þjóðhátíð í Eyj- um, svo sem Lífið er yndislegt. Þetta verða því stemningstónleikar sem spanna 23ja ára feril Hreims. Sungið á Sjálandi í Garðabæ um verslunarmannhelgina Þekktustu lög Jónasar og yndislegt líf með Hreimi Erni Félagar Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson koma fram saman. Hreimur Stemningin er afar góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.