Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 28

Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar stór-atburðirverða þarf ekki að undra þótt kvikni á nýjum per- um víða. Algeng- asta spurningin sem menn spyrja sjálfa sig og aðra er sú, hvaða mynd muni blasa við að leikslokum og hverju muni þetta allt saman breyta fyrir mig og þig sem í fjölföldun köll- umst mannkyn. Það liggur í loftinu krafa um þá niðurstöðu að heimurinn breytist til batn- aðar sem endurgjald fyrir mót- lætið sem hann gekk í gegnum. Gömul dæmi og ný sýna okkur að það er jafnan samdóma álit flestra að það sé eini enda- punkturinn og eina niðurstaðan sem séu boðleg. Til einföldunar er hún sú að heimurinn skuli batna sem tvöföldu tjóninu nam. Að svo miklu leyti sem hægt er að lesa gamlar spár í tilefni fyrri fára verður varla sagt að þær hafi gengið vel eftir. Eftir að gereyðingarsprengjurnar féllu á Hiroshima og Nagasaki hefði legið beint við að spá því að óhugnaðurinn myndi ger- breyta afstöðu allra til kjarn- orkuvopna. Aldrei áður hafði ein sprengja gereyðilagt hundrað þúsund manna borg eins og vindhviða dauðans hefði farið um. Manntjónið var hand- an við þekkt ímyndunarafl. Færð hafa verið fram rök fyrir því að sprengjurnar tvær hafi „sparað“ mun fleiri mannslíf en þær eyddu því að ekkert benti til að hinn óvenjulegi andstæð- ingur gæfist upp fyrr en í fulla hnefana. Styrjöldin hefði staðið lengi og þótt manntjónið hefði komið í smærri skömmtum hefði það orðið meira en ella. Það er örugglega rétt í tilviki þess sem ella hefði þurft að heyja erfitt innrásarstríð hús úr húsi. En sú umræða og þær deilur eru utan við þessa hug- leiðingu. Stóra spurningin eftir slíkan atburð hlaut að verða þessi: Mátti ekki heimurinn ætla að augu allra myndu opn- ast fyrir því að með kjarnorku- vopnum væri mannkynið komið langt út fyrir öll hugsanleg mörk hertóla? Það er vissulega rétt að frá þessum tveimur fyrrnefndum sprengjum hefur heimurinn setið á sér. En ekki þó þannig að hann hafi sett punkt aftan við slíka fram- leiðslu. Fjölmargar risa- sprengjur hafa verið sprengdar þótt hlé hafi verið gert á því. Sprengjurnar tvær urðu næst- um eins og leikföng hjá því eyðileggingarafli sem framleitt var næstu áratugina og staflað upp. Heimurinn var áratugum saman á nálum vegna hætt- unnar sem hékk yfir honum. Og á síðustu árum hafa óróleika- þjóðir bæst í hóp þeirra sem áttu að verða þær síðustu sem kæmust yfir slík vopn. Senn verða hundrað ár frá heimskreppunni miklu, táknmynd um eymd, fá- tækt og volæði, sem allur fjöld- inn fann verst fyrir. Nú er heimurinn orðinn svo saman knýttur, að volæði eins og fjármálalegt óraunsæi getur á undraskjótum tíma orðið óstöðvandi volæði annars. Við hverja kreppu er með alþjóð- legu regluverki, eins og því sem hélt ekki síðast, sett undir hugsanlega leka og þá er jafnan verið að verjast kreppunni sem liðin er. Fornir draumar í helgum bókum og ráðning þeirra um feitar kýr og magrar eru stund- um sagðir vera það lengsta sem menn hafa komist í tímatali fjárhagslegs uppgangs og and- byrs. Það góða við ráðningu draumsins er ekki síst það, að ýtt er undir að sveiflurnar séu viðurkenndar. Þótt engin merki séu um neitt ljótt í gullbrenndu góðæri segir ráðningin, sem þykir eiga í stórum dráttum samleið með dómi sögunnar, að maður skuli hafa vara á sér. Setja verði hluta þess ávinn- ings sem næst í góðæri í hlöður nútímans til að milda höggið, sem örugglega kemur þótt eng- in merki sjáist þegar gleðibrag- urinn er mestur. En hvað sem líður sönnunum sem draumakýr veita, magrar eða feitar, þá er stundum eins og veröldin eigi sjálf sín áhættufíklaskeið. Vonandi vitk- ast hún. Á hverju ári berst vestur hingað pest svo stundvís að enginn ferðalangur kemst í hálfkvisti. Við köllum hana inflúensu. Nú, er hún stendur við hlið kórónuveiru, þykir okk- ur lítið til hennar koma. En dánartölurnar hennar og smit- fjöldi eru miklu meiri en ætla mætti. Vissulega hafa menn lært. Það eru framleidd bólu- efni. Þau reynast að vísu mis- góð og skjóta stundum að mestu fram hjá. En er virkilega óhjákvæmilegt að þessi veira verði til hvert einasta haust, hinum megin á hnettinum, ber- ist vestur og smiti tugi milljóna og flýti för milljóna yfir landa- mærin þar sem ekki þarf vega- bréf? Er ekki löngu kominn tími til að heimurinn hér og þar komist að undirrót þessa ár- vissa meins og dragi þar með í leiðinni úr hættu af vírusum eins og þeim krýnda? Yrði sú niðurstaðan af fárinu nú, þá mætti segja að heimurinn hafi ekki orðið samur eftir kórónu- veiruna og það í bestu meiningu orðanna. Árvissar pestir eru ekki sjálfsagður hlutur } Mun heimurinn taka sér tak? S érkennileg þróun hefur orðið í samfélagsumræðu undanfarin ár. Þeir sem hafa lagt á sig mikla vinnu, fórnir og tekið áhættu með sparifé sitt við að byggja upp atvinnurekstur fá auðveldlega á sig glæpamannastimpil fyrir það að leysa út árangur erfiðisins og áhættunnar. Sérstak- lega ef viðkomandi starfar í heilbrigðiskerf- inu, sjávarútvegi eða í fjármálakerfinu. Atvinnurekstur er undantekningarlaust settur á fót til að finna lausn á verkefni sem þarf að leysa, þjónustu sem þarf að veita eða bæta líf almennings með öðrum hætti. Einstaklingar eru drifnir af hugsjón fyrir því sem þá langar að starfa við og vænta þess að fá tekjur af atvinnurekstr- inum til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Umfjöllun um þetta öfluga og mikilvæga fólk sem tekur þátt í atvinnurekstri er sjaldan um þau störf sem það skapar fyrir aðra til að fá tekjur til að reka sína fjölskyldu, þær lausnir sem atvinnureksturinn skapar við rekstur samfélagsins, fjárfestingarnar og annað sem styrkir samfélagið okkar. Þá að glæpaatriðinu, arðgreiðslunum. Læknirinn sem hefur sett ævisparnaðinn í að setja upp öfluga læknisþjónustu og veita fjölda fólks lausn meina sinna leggur væntanlega af stað til að geta starfað við það sem hann hefur menntað sig til. Læknirinn leggur sig svo allan fram um að veita betri þjónustu en aðrir svo fólk vilji nýta þjónustu hans. Þannig fær hann tekjur til að framfleyta sinni fjölskyldu. Takist þetta verður vonandi til hagnaður. Áður hefur rekstur læknisins þó þurft að greiða virðisaukaskatt af ýmsu sem tengist rekstrinum, launatengd gjöld af launum hans sjálfs og starfsfólksins og önnur opin- ber gjöld. Skatttekjurnar eru einmitt það sem greiðir fyrir heilbrigðiskerfið, innviða- uppbygginguna, örorku- og ellibætur, menntakerfið, lögregluna og allt annað sem fjármagnað er úr ríkissjóði og sveitar- félögum. Til viðbótar þarf að greiða 20% tekju- skatt af hagnaðinum. Vilji viðkomandi svo greiða sér út arð þarf hann einnig að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni. Þessar skatt- tekjur nýtast í frekari uppbyggingu heilbrigðiskerf- isins. Ef læknirinn getur starfað við sitt fag hér á landi og nýtir tekjur sínar í íslensku samfélagi koma enn frekari tekjur í ríkiskassann til að byggja upp heilbrigðiskerfið. Getum við ekki verið sammála um að öflugt atvinnulíf sem skilar hagnaði er grundvöllur uppbyggingar öflugs velferðarsamfélags? Vilhjálmur Árnason Pistill Glæpurinn við arðinn Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Mörg lönd í Evrópu búasig nú undir aðrabylgju heimsfaraldurs-ins, sem sumir telja að kunni í raun að vera hafin. Ráða- menn tala varlega, en hafa samt sem áður varað við því að nauðsynlegt kunni að vera að grípa til einhvers konar lokunaraðgerða á nýjan leik með afleitum efnahagsafleiðingum. Margt bendir þó til að sjúkdóm- urinn sé ekki jafnskæður og fyrr, því hann virðist enn sem komið er draga færri til dauða. Að miklu leyti má sjálfsagt rekja það til betri lækn- ismeðferðar, en eins hefur smitgrein- ing víðast hvar aukist ört og fólk kemst fyrr undir læknishendur. Þessi nýju smit undanfarna daga hafa komið upp eftir að slakað var á klónni og fólk orðið ófeimnara, jafnvel óvarkárara, við að fara út, sýna sig og sjá aðra. Svipaða sögu má segja hér á landi, þótt smitin hafi til allrar hamingju reynst fá, enn sem komið er. „Ef við getum ekki haldið aftur af kórónuveirunni, þá höfum við öll brugðist,“ sagði Sophie Wilmès, for- sætisráðherra Belgíu, um þetta á mánudag. „Sérfræðingarnir segja að við getum komist hjá öðru út- göngubanni, en við verðum að hafa hugfast að fremstu vísindamenn heims geta ekki vitað hvernig þróun- in verður. Við megum ekki hræða fólk, en við megum ekki heldur mis- bjóða því með því að þykjast allt vita.“ Smit hafa aukist verulega í Belgíu, Lúxemborg, Spáni og á Balk- anskaga síðustu viku og sömu þróun- ar tók að gæta nokkru fyrr sums staðar í Bandaríkjunum. Sömuleiðis óttast þýsk yfirvöld að önnur bylgja sé við það að skella á, sumir sérfræð- ingar telja raunar að hún sé þegar hafin, en aðrir tala um „viðvarandi bylgju“ uns bóluefni er fram komið. Í því samhengi hafa margir áhyggjur af þróuninni er vetra tekur, þegar flestar veirupestir færast í aukana. Margt hefur lærst Þrátt fyrir að fremstu vís- indamenn heims viti ekki alla skap- aða hluti, þá hefur samt sem áður mikið lærst á undanförnum mán- uðum. Margt er enn á huldu um veiruna og afleiðingar hennar, en menn vita margt miklu betur, ekki síst varðandi meðhöndlun sjúklinga. Það er vafalaust hluti ástæðu þess að þrátt fyrir verulega fjölgun smita og innlagna veiks fólks hefur dánar- tíðnin verið mun lægri en þegar plágan gekk fyrst yfir. Ýmislegt fleira hefur þó komið í ljós um veiruna, sem ekki er ástæða til þess að fagna. Smitið berst um öndunarveg í lungu, en ef ónæmis- kerfið ræður ekki við veiruna (sem það gerir oftast) getur veiran valdið svo miklu tjóni að lungun valda ekki lengur hlutverki sínu. Ýmis önnur einkenni eru þekkt – sumir missa t.d. lyktarskyn, súrefnismettun blóðs getur minnkað, hjörtu bólgnað og blóð orðið kekkjótt. Margt bendir því til að veiran valdi ekki aðeins öndunarfæra- sjúkdómi sem dregið getur fólk til dauða, heldur leggist hún einnig beint eða óbeint á hjarta- og æða- kerfi, taugakerfið og hugsanlega fleiri líffærakerfi. Sem fyrr segir sér ónæmis- kerfið oftast um að bægja veirunni frá fólki, yfirleitt í nefi eða hálsi, og svo vel, að fæstir verða hennar varir. Þannig kunna um 70% smitaðra að vera einkennalausir en geta smitað. Flestir þeirra, sem á annað borð veikjast, fá einkenni sem um margt minna á flensu, en hrista hana af sér á viku eða svo. En ekki allir. Um 5% smitaðra veikjast heiftarlega og sumir geta dáið. Allt kapp er lagt á að verja þá fyrir komandi bylgju. Önnur bylgja plágunn- ar virðist ekki jafnskæð Greind Covid-19 smit á Íslandi Frá 28. febrúar 2020 Heimild: covid.is 0 20 40 60 80 100 120 JJMAM Talið er að um 16,7 milljónir manna hafi veikst af völdum kórónuveirunnar og ótaldir tugir milljóna smitast, en mönnum reiknast svo til að ekki hafi færri en en 661.600 látist frá því heimsfaraldurinn gaus upp. Hann hefur ekki lát- ið neitt land heims ósnortið, en mjög mismikið þó. Þrátt fyrir að Evrópubúar hafi áhyggjur af annarri bylgju veirusýkinga eru helstu pest- arbæli þessarar viku utan hennar. Þar eru Brasilía, Bandaríkin, Suður-Afríka og Óman efst á blaði, en velflest ríki Suður-Ameríku koma þar skammt á eftir, auk Mexíkó, Sádi-Arabíu, Íraks og Kasakst- ans. Rísi önnur bylgja af fullum þunga skiptir það gríðarlegu máli ef dán- artíðnin verður lægri en í fyrstu bylgjunni. Seinni sláttur hafinn HEIMSFARALDURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.