Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 37

Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 ✝ Magnea Kol-brún Sigurðar- dóttir, Maddí, fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1939. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold 22. júlí 2020. Foreldrar Maddí- ar voru hjónin Sig- urður Einarsson pípulagningar- meistari, f. 29.2. 1908, d. 27.2. 1988 og Guðrún Gísladóttir húsmóðir, f. 2.5. 1911, d. 30.1. 1994. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru Katla, f. 1933, d. 1933, Þórdís Katla, f. 1935, Jó- hanna Sigríður, f. 1937, d. 2015, Gísli, f. 1941, Einar, f. 1943, d. 2016, Örlygur, f. 1945, Sigurjón, f. 1947, Þorleifur Garðar, f. 1948, Sigrún, f. 1951, og Flosi, f. 1955. Eftirlifandi eiginmaður Maddíar er Bjarni Pétursson skrifstofusjóri, f. 30.4. 1936. Þau dóttur, f. 20.2. 1973. Börn þeirra eru a) Júlía Kolbrún, f. 7.2. 1999 og b) Jasmín Eva, f. 27.6. 2005. Heimili Maddíar og Bjarna var lengst af í Holtsbúð í Garðabæ en þau fluttust 2017 á Sautjánda- júnítorg einnig í Garðabæ og síð- ar á hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ. Maddí ólst upp á Brávallagöt- unni og stundaði nám í Melaskóla og Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar. Síðan lá leiðin í Sam- vinnuskólann á Bifröst. Magnea lærði til stúdentsprófs við öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk BA-prófi í ís- lensku frá Háskóla Íslands. Hún vann sem einkaritari hjá Sam- bandinu og Samvinnutrygg- ingum, á lögmannsstofunni Höfðabakka 9 og síðast sem fjár- málastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún var virk í kven- félagi Garðabæjar og leshring bókasafns Garðabæjar. Hún hafði unun af lestri, klassískri tónlist, ferðalögum og sam- verustundum með stórfjölskyld- unni á Brávallagötu. Útför Maddíar fer fram frá Ví- dalínskirju í Garðabæ í dag, 30. júlí 2020, klukkan 13. giftust 9.11. 1961. Foreldrar Bjarna voru Pétur Bjarna- son, f. 8.12. 1903, d. 10.12. 1944, og Guð- rún Davíðsdóttir, f. 6.10. 1914, d. 18.10. 1995. Börn Maddíar og Bjarna eru 1) Guð- rún, f. 5.12. 1963, gift Melchior Lipp- isch, f. 16.2. 1950. Barn Guðrúnar og Melchiors er a) Lea Véný Felice, f. 18.8. 1992. 2) Pétur, f. 20.12. 1967, kvæntur Brynju Ástráðsdóttur, f. 7.1. 1970. Börn þeirra eru a) Bjarni Þór, f. 20.5. 1991, í sambúð með Bryndísi Jónsdóttur, f. 25.10. 1989, og langömmubarn Magneu er Kolbrún Edda, f. 17.4. 2020 b) Andrea Sif Pétursdóttir, f. 17.8. 1996, og c) Baldur Ingi Péturs- son, f. 21.3. 2004. 3) Sigurður, kvæntur Dröfn Guðmunds- Yndislega mamma mín, stoð mín og stytta, fyrirmyndin mín og besta vinkona lagði af stað í ferðina miklu hinn 22. júlí 2020. Þetta voru erfið spor fyrir okkur, pabba og börn, tengda- börn og barnabörn, sem flest voru hjá henni þegar hún kvaddi og fylgdu henni af stað, en við vit- um öll að hún var farin að hlakka til að fara í þessa ferð og losna undan þjáningum krabbameins- ins. Hún fór í friði og sátt um- kringd þeim sem voru henni kær- astir og var tilbúin að fórna öllu fyrir. Hún elskaði að ferðast, sjá nýja staði og kynnast fólki svo ég er þess fullviss að hún er byrjuð enn eitt fallega ferðalagið til við- bótar í fríðu föruneyti. Þar ber helst að minnast Hönnu systur hennar en þær voru mjög sam- rýndar og upp á síðkastið sagðist mamma oft dreyma hana og að þær væru að bralla eitthvað sam- an. Við fórum í mörg ferðalög saman, eiginlega í hvert skipti sem hún og pabbi komu í heim- sókn til okkar til Evrópu eða að við litla fjölskyldan komum til Ís- lands. Þetta eru minningar sem ylja okkur Leu dóttur minni og við tölum oft um. Lea elskaði að vera ein hjá ömmu í 4-6 vikur á hverju sumri frá því að hún var fimm ára. Ég er viss um að þær heimsóknir eiga stóran þátt í hversu Lea tal- ar góða íslensku. Amma sendi hana í Vindáshlíð, á reiðnám- skeið, fór í sund, keypti uppá- halds kókómjólk og snúða og sýndi henni landið okkar. Þær keyrðu tvær saman til hins heitt- elskaða Hornafjarðar mömmu að heimsækja Steina frænda sem var í miklu uppáhaldi og skoða náttúruundur landsins á leiðinni. Mamma var snillingur í að búa til góðar minningar sem eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Við megum þakka fyrir auka- árin þrjú sem við fengum með henni, en það var haldið að hún væri að deyja fyrir þremur árum. En hún var ekki tilbúin þá og ætl- aði ekki að kveðja bara svona. Hún átti góðan tíma með fjöl- skyldunni þrátt fyrir sín miklu veikindi. Þessi þrjú ár ferðaðist hún samt á hörkunni einni sam- an, lífsviljinn var svo sterkur. Eitt það dásamlegasta sem gerðist á þessum tíma var að hún vissi í allan vetur að lítið lang- ömmubarn væri á leiðinni sem von var á á afmælisdaginn henn- ar. Það fæddist lítið ljós hinn 17. apríl, mitt á milli afmælisdaga mömmu og pabba. Mamma var svo ótrúleg að hún setti allt í að geta farið hinn 17. júní í skírn litlu langömmustelp- unnar sinnar til Selfoss. Gleðin var svo mikil þegar hún fékk nöfnu sína Kolbrúnu Eddu, mamma sagðist bara hafa grátið með Sigga bróður þar sem þau sátu saman. Elsku besta mamma mín ég elska þig endalaust, þú verður alltaf í hjörtum okkar Leu sem stóra fyrirmyndin okkar og besta vinkona, við vitum að þú ert alltaf með okkur. Góða ferð elsku mamma og amma, við sjáumst aftur. Guðrún, Lea og Melchior. Ég minnist mömmu með mikl- um söknuði. Hún var manneskja friðar og umhyggju. Hún elskaði alla og ekki einungis þá sem stóðu henni næst heldur alla í kringum hana. Mamma lærði mjög snemma að lesa, eða um fjögurra ára ald- ur. Hún lærði af eldri systrum sínum, þeim Kötlu og Hönnu, þegar þær voru að læra að lesa. Hún fór snemma til ömmu sinnar og afa austur á Hornafjörð í sveit á Móum, svo síðar í Bjarnanesi. Undi sér þar mjög vel og var með Steina frænda, sem er jafn gam- all og hún. Áttu þau margar góð- ar stundir og hafa verið mjög ná- in síðan. Alltaf þegar Steini frændi kom í bæinn gisti hann hjá mömmu. Við strákarnir urð- um fljótt hændir að honum, þar sem hann var duglegur að kenna okkur að tefla og spila á spil. Mamma var mjög góður náms- maður og fékk aldrei leið á því að læra. Hún var alltaf með ágætis- einkunn í hverju því fagi sem hún tók. Hún var mjög dugleg í að að- stoða okkur börnin með lærdóm- inn og hafði mikinn áhuga á námi okkar. Hún var mjög stolt af því að öll börnin hennar tóku stúd- entspróf. Mamma hafði unun af því að leysa krossgátur og lesa. Minn- ingin um hana við eldhúsborðið með allar bækurnar og blöðin með krossgátunum er ógleyman- leg. Hún var svona einn dag að lesa heila bók og gat bara lesið svo klukkustundum skipti. Mamma var mjög yfirveguð og róleg og aldrei var um neinn æs- ing að ræða hjá henni. Nema einu sinni þegar hún var búin að fá nóg af okkur bræðrum og sló okkur með blautri eldhústusk- unni. Sem betur fer fékk hún smá útrás þar, en við lærðum að sjálf- sögðu ekkert á þessu. Þetta var eina skiptið sem mamma reiddist okkur og er undantekningin sem sannar regluna. Við vorum reyndar frekar hressir við bræð- ur og kveið fólk því stundum þeg- ar mamma kom með okkur báða í heimsókn. Það var svo gaman að fara með mömmu til ömmu og afa á Brá. Þar hitti maður alla í litlu íbúð- inni þeirra og alltaf fékk ég Sí- ríuslengju frá ömmu. Afi kenndi mér öll spilin sem hann kunni og einnig að leggja kapal. Afi var ekki hrifinn af því þegar ég var að reyna að svindla. Hún passaði svo mikið upp á mig, kallaði mig lillann. Þegar ég fékk snert af heilahimnubólgu sá hún alltaf til þess að ég væri með húfuna mína. Hún kallaði á eftir mér þegar ég fór út að leika: „Siggi, ertu með húfuna?“ Hún sá alltaf til þess að ég fengi nóg af borða og á uppvaxtarárum mínum var ég alltaf svangur. Þegar ég kom inn þambaði ég 2 lítra af mjólk og fékk mér stóra skyrdós. Alltaf sá hún til þess að það væri nóg handa mér í ís- skápnum og ég hlakkaði alltaf til þegar hún kom heim úr búðinni og hjálpaði henni að bera pokana úr bílnum og inn í eldhús og beið spenntur eftir því sem upp úr pokunum kom. Hún var mjög félagslynd og undi sér með fólki. Hafði hún mjög gaman af klassískri tónlist og fór ég með henni á ófáa sin- fóníutónleika hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Elsku mamma, ég kveð þig í miklum söknuði og trega. Þú varst stoð mín og stytta og leyfð- ir mér alltaf að njóta mín og stóðst með mér þegar á reyndi og leiddir mig á rétta braut aft- ur. Hvíldu nú í friði hjá ömmu, afa, Hönnu og Einari. Meira: mbl.is/andlat Sigurður Bjarnason. Elsku Maddí hefur nú kvatt þennan heim og við fjölskyldan kveðjum hana með söknuð í hjarta. Maddí opnaði faðm sinn fyrir mér þegar ég kom fyrst inn í líf Sigga, yngsta sonar hennar fyrir 27 árum. Eins og hennar var lag- ið. Alltaf hlý. Alltaf brosandi, gefandi, einlæg, áhugasöm og ástrík. Hún hafði frá mörgu að segja og það var alltaf gaman að spjalla við hana um lífið, til- veruna, bækur, tónlist, ferðalög, æskuslóðirnar, fjölskylduna og síðast en ekki síst barnabörnin sem hún sá ekki sólina fyrir. Hún var ekki bara amma barna- barna sinna. Hún var trúnaðar- vinur þeirra. Alltaf var gott að koma til ömmu og spjalla. Hún hlustaði, sýndi skilning og dæmdi aldrei. Faðmur hennar var alltaf opinn og hún var alltaf til staðar. Hún leiðbeindi af sinni einstöku visku og hlýju. Gaf góð ráð. Og hlustaði. Maddí var einstök á svo marg- an hátt og frábær fyrirmynd. Hennar verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Dröfn Guðmundsdóttir. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, - aldrei sigur lífsins dvín. (Jóhannes úr Kötlum) Margar eru minningarnar tengdar henni Maddí systur minni, en það var hún Magnea Kolbrún alltaf kölluð af okkur systkinunum og öllu frændfólki okkar. Hún var snemma mjög dugleg stelpa, fljót að læra vísur og hafði gaman af að syngja og hlusta á sönglög í útvarpinu. Hún var snemma læs, fylgdist vel með okkur Hönnu, sem vor- um eldri systurnar, þegar við vorum að lesa heimalesturinn fyrir mömmu og enginn vissi hvernig hún varð svona snemma læs. Við Maddí áttum margt sam- eiginlegt. Við fórum snemma austur á Hornafjörð til sumar- dvalar. Hún tók við af mér að vera hjá Sigjóni bróður pabba, fyrst á Móa og síðan í Bjarna- nesi. Hún tók líka við af mér að vinna hjá Sambandinu á sínum tíma. Ung kynntist hún honum Bjarna sínum og var þeirra brúð- kaupsveisla haldin heima hjá okkur Hilmari árið 1961. Þannig er það í stórum systkinahópi að fjölskyldan hjálpast að eða þann- ig hefur það verið hjá okkur. Hanna og Maddí hjálpuðu okkur á sínum tíma í okkar veislum svo sem við fermingar og ef á þurfti að halda. Við Maddí vorum báðar bókaormar frá því við vorum litl- ar og síðustu árin fórum við sam- an í leshring Bókasafns Garða- bæjar og höfðum báðar mikla ánægju af bæði lestri góðra bóka og félagsskapnum þar. Við áttum einnig sameiginlegt að bæta við okkur námi fram eftir aldri og taka háskólapróf eftir fimmtugt. Síðustu árin voru Maddí erfið vegna mikilla veikinda en alltaf hafði hún jákvæðnina með sér og góða minnið og lagði mikið á sig til að komast á góða tónleika, horfa á góð leikrit, að ég ekki tali um að mæta á sem flesta fjöl- skylduviðburði. Lífsviljinn og já- kvæðnin skipta örugglega miklu máli í lífinu. Við fjölskyldan okkar Hilmars sendum ykkur, elsku Bjarni, Guðrún, Pétur og Siggi, ásamt öllu ykkar fólki, innilegustu sam- úðarkveðjur vegna fráfalls henn- ar Maddíar okkar allra. Blessuð sé minning þín elsku Maddí. Þórdís Katla Sigurðardóttir. Magnea Kolbrún Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Magneu Kolbrúnu Sigurð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, BJÖRN KRISTJÁN HAFBERG frá Flateyri, Boðagranda 7, Reykjavík, sem lést laugardaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristbjörg Sunna Hafberg Gunnar Geirsson Arnheiður Gróa Björnsdóttir Hafberg Friðrik E. Hafberg Halldóra Helgadóttir Ægir E. Hafberg Margrét Thorarensen Sesselja Hafberg Theódór Vilbergsson Sigurður Jóhann Hafberg Þorbjörg Sigþórsdóttir Ágústa Margrét Hafberg afastelpurnar Ísabella Hafdís og Ingibjörg Þórdís Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÖRUNDSDÓTTUR frá Hrísey, sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 24. júní. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir einstaka hlýju og frábæra umönnun. María Aldís Kristinsdóttir Haraldur G. Blöndal Friðgeir Sv. Kristinsson Aðalheiður S. Jörgensen Jörundur Kristinsson Hafdís Þorsteinsdóttir Jóhannes Kári Kristinsson Ragný Þóra Guðjohnsen barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SVEINS ÓLA JÓNSSONAR hljóðfæraleikara. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi sem annaðist hann af einstakri umhyggju og hlýju. Anna Lilja Kvaran Anna Katrín Sveinsdóttir Guðni Jónsson Sveinn Óli, Kolbrún Elsa, Jón Atli og Hafdís Rún Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGDALENA ERLA JAKOBSDÓTTIR frá Síðu, lést mánudaginn 27. júlí. Útför fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 1. ágúst klukkan 14. Jakob Svavarsson Hrefna Kristófersdóttir Sigurður Svavarsson Ásta Andrésdóttir Einar Svavarsson Sigríður Hermannsdóttir Baldur Svavarsson Elinborg Svavarsdóttir Ingimar Ástvaldsson Björn Magni Svavarsson Þórunn Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, STEINÞÓR BJÖRGVINSSON rafeindavirkjameistari, Miðvangi 100, Hafnarfirði, lést föstudaginn 24. júlí á heimili sínu. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Þökkum hlýhug og samúð. Bryndís Gestsdóttir Gestur Steinþórsson Rósa Stefánsdóttir Lea Steinþórsdóttir Gunnar Már Steinarsson Björgvin Steinþórsson Þórunn Björk Jónsdóttir Lea Þórarinsdóttir Gestur Óli Guðmundsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.