Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
✝ KristbjörgHaraldsdóttir
(Dodda frá Sand-
hólum) fæddist á
Undirvegg í
Kelduhverfi 6. des-
ember 1922. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum 22. júlí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Kristbjörg
Stefánsdóttir, f.
1887, d. 1922, og Haraldur Sig-
urðsson, f. 1885, d. 1963.
Kristbjörg átti 5 systkini,
þar af tvíburasystur, sem öll
eru nú látin.
Kristbjörg, eða Dodda eins
og hún var alltaf kölluð, ólst
upp í Lóni í Kelduhverfi. Fóst-
urforeldrar hennar Björn og
Magnússon. og eignuðust þau 2
börn, Ármann, f. 1963, eig-
inkona hans Dagný Einars-
dóttir, f. 1966, og eiga þau 3
syni og 1 barnabarn. Þórhildur
Þórdís, f. 1967, eiginmaður
hennar Arnar Snorrason f.
1965, og eiga þau 2 börn. Nú-
verandi sambýlismaður Grétu
er Jóhann Grétar Sigurðsson,
f. 1953. Unnur, f. 1948, eigin-
maður hennar Aðalsteinn Ís-
fjörð Sigurpálsson, f. 1947, og
eiga þau 3 börn á lífi, Sig-
urpáll Þór, f. 1970, sambýlis-
kona hans er Kristín Elfa
Magnúsdóttir, f. 1976, og eiga
þau 2 börn saman, fyrir á Sig-
urpáll eina dóttur. Linda Rós,
f. 1973, á hún eina dóttur og 2
barnabörn. Ása Birna, f. 1984,
eiginmaður hennar Bjarni
Gunnarsson, f. 1981, og eiga
þau 3 börn og fyrir á Bjarni
eina dóttur. Birna, f. 1962,
fyrri sambýlismaður hennar
var Nikulás Róbertsson, f.
1953, og eiga þau 2 syni, Daða,
f. 1995, og Róbert, f. 1997. Nú-
verandi eiginmaður Birnu er
Magnus Sjöberg, f. 1964.
Jenný, f. 1965, sambýlismaður
hennar var Baldur Ófeigur
Einarsson, f. 1962, d. 2014, og
eignuðust þau eina dóttur,
Birgittu Anný, f. 1985, eigin-
maður hennar er Róbert Örn
Einarsson, f. 1983, og eiga þau
2 börn. Núverandi eiginmaður
Jennýjar er Sigurður Krist-
insson, f. 1965 og synir þeirra
eru Aron Gauti, f. 1995, og
Birkir Kári, f. 1997.
Dodda og Doddi skildu árið
1978. Þá flutti Dodda til
Reykjavíkur og bjó þar sem
eftir lifði. Dodda var í stjórn
Kvenfélags þingeyskra kvenna
í Reykjavík í fjöldamörg ár og
fékk hún viðurkenningu fyrir
vel unnin störf á 95 ára afmæli
sínu. Í janúar 2019 fór Dodda á
Droplaugarstaði, þar sem hún
bjó þar til hún lést.
Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 30. júlí
2020, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Bjarnína tóku við
henni þegar hún
var þriggja vikna
gömul og voru þau
henni afar góð.
Bjarnína lést þeg-
ar Dodda var á 5.
ári en var hún
áfram í Lóni til 16
ára aldurs, þá fór
hún að vinna fyrir
sér.
1942 giftist hún
Sigfúsi Þór Baldvinssyni
(Doddi) f. 1915, d. 1999. Byrj-
uðu þau sinn búskap á Syðri-
Sandhólum á Tjörnesi. Þar
bjuggu þau til ársins 1972 en
það ár fluttu þau til Húsavíkur.
Þau eignuðust fjórar dætur;
Gréta f. 1943, fyrrv. eig-
inmaður hennar Ingi Garðar
Mamma mín
Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.
Þá söngst þú við mig lítið lag
þín ljúf var rödd og vær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Ég sofnaði við sönginn þinn
í sælli aftanró.
Og varir kysstu vanga minn
Það var mín hjartans fró.
Er vaknaði ég af værum blund
var þá nóttin fjær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Og ennþá ómar röddin þín,
svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín
í draumi ég er hjá þér.
Þá syngur þú mitt litla lag
þín ljúf er rödd og vær.
Ó, elsku hjartans mamma mín,
þín minning er svo kær.
(Jenni Jónsson)
Þínar dætur,
Jenný, Birna,
Unnur og Gréta.
Elsku hjartans yndislega og
góða amma mín
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi.
Nú stöðvar ekkert tregatárin,
og tungu vart má hræra.
Þakka þér amma, öll góðu árin,
sem ótal minningar færa.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninganna heimi,
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá Guði þig geymi
ég geymi svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín
Anný.
Elsku amma Dodda er farin
yfir í sumarlandið góða, á vit
ævintýranna sem bíða hennar
þar.
Amma Dodda var einn al-
mesti snillingur sem ég þekkti,
Hún var ekki bara amma heldur
yndisleg vinkona sem maður gat
talað við um allt og fengið alls
kyns ráð og vitneskju hjá.
Aldrei var langt í fíflaganginn
og grínið hjá henni og hlógum
við mikið og oft að vitleysunni
sem kom út úr henni. Við fórum
oft á rúntinn og út að borða
saman og var amma alltaf löngu
tilbúin þegar ég kom að sækja
hana og alltaf var hún svo vel til-
höfð eins og hún væri á leið í
veislu. Ég nefndi þetta einu
sinni við hana, að við værum
bara að fara í Mjóddina, og hún
svaraði mér hneyksluð að maður
vissi aldrei hvern maður hitti og
alltaf skyldi maður fara vel til-
hafður í búð eða hvert sem mað-
ur færi. Svo sagði hún að ég ætti
kannski að fara heim og skipta
um föt því buxurnar mínar væru
götóttar og skítugar og ég væri
á inniskónum. Spurði mig svo
hvort við ættum kannski að fara
í fatabúð og versla á mig föt þar
sem það væri ekki sjón að sjá
mig í þessu.
Á rúntinum okkar saman var
oftast fyrsta stopp Mjóddin. Þar
þekkti amma annan hvern mann
og settumst við ævinlega niður í
kaffisopa og undantekningalaust
fylltist borðið af fólki sem þekkti
ömmu.
Amma var vel liðin af öllum
sem hana þekktu og mjög vinsæl
kona. Allir töluðu vel um hana
og við hana. Amma var einn sá
allra mesti töffari sem ég þekkti.
Hún var alæta á tónlist og elsk-
aði að hlusta á góða músík og
oftast lagði hún kapal heima hjá
sér með útvarpið í botni.
Það segir sig nú bara sjálft
hversu mikill töffari hún var
þegar hún hélt upp á 95 ára af-
mælið sitt og söngvarinn í
þungarokkshljómsveitinni
Dimmu kom og söng nokkur lög
í veislunni við mikinn fögnuð
ömmu.
Hún elskaði að fara út og
hitta annað fólk. Hún lifði fyrir
fólkið sitt og vildi alltaf eiga til
bakkelsi fyrir alla sem kæmu til
hennar. Hún bakaði kökur, smá-
kökur og fleira en það sem allir
elskuðu mest að fá hjá henni
voru pönnukökur og heitt
súkkulaði að drekka.
Þegar við komum til Íslands í
heimsókn var alltaf það fyrsta
sem við gerðum að kíkja á
ömmu Doddu. Síðasta heimsókn-
in til Íslands var núna í júlí og
þá vissum við að það væri síð-
asta skiptið sem við myndum
hitta hana. Það var erfitt en
samt svo yndislegt að ná að
kveðja hana vel og segja við
hana hversu vænt mér þætti um
hana og knúsa hana.
Takk elsku amma fyrir allt;
öll ráðin, allt spjallið okkar og
samveru. Ég mun tileinka mér
allt sem þú hefur ráðlagt mér og
kennt mér í gegnum árin.
Ég elska þig að eilífu.
Nú slokknar ljósið sem að skinið hefur
svo skært
og lýst upp líf svo margra.
En minninguna munum ávallt ég og
þú
geyma í hjarta okkar.
Við kveðjum þig með sárum söknuði
því þú gafst okkur svo margt.
Nú leggur þú af stað, í þitt hinsta
ferðalag
nú ég kveð þig.
Góða ferð, til almættis,
ég bið að heilsa.
Góða ferð, í paradís.
Við höldum áfram en sporin eru þung,
það er svo tómlegt án þín.
En er ég hugsa um allt það góða sem
þú gafst mér
þá fyllist ég af gleði.
Gangi lífsins fær enginn breytt,
né flúið örlög sín.
Nú leggur þú af stað í þitt hinsta
ferðalag,
nú ég kveð þig.
Góða ferð til almættis,
ég bið að heilsa.
Góða ferð í paradís.
Ég horfi í himininn, og ég sé, og ég sé
ný stjarna hefur fæðst,
sem skín svo skært.
Góða ferð til almættis
Ég bið að heilsa.
Góða ferð í paradís.
(Ellert H. Jóhannesson)
Þín
Ása Birna.
Kristbjörg
Haraldsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristbjörgu Haralds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ GuðmundurPálmar Ög-
mundsson fæddist í
Reykjavík 17. júlí
1943. Hann lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 13. júlí
2020.
Foreldrar hans
voru Ögmundur Jó-
hann Guðmunds-
son, f. 28.5. 1916, d.
2.5. 1998, og Hall-
dóra Pálmarsdóttir, f. 17.9.
1920, d. 8.2. 1992. Systkini Pálm-
ars eru Anna Margrét, f. 20.6.
1944, maki Ófeigur Geirmunds-
son; Ágúst, f. 23.4. 1946, maki
Elínborg Kristjánsdóttir; Jóhann
Hjördís, f. 24.6. 1966, sambýlis-
maður Guðlaugur Hjaltason,
börn hennar eru Egill Øydvin
Hjördísarson og Þórunn Hjör-
dísardóttir. 3) Halldóra, f. 3.6.
1971, maki Jón Júlíus Tómasson,
börn hennar eru Álfheiður Dís
Stefánsdóttir og Pálmar Stef-
ánsson.
Pálmar ólst upp í Reykjavík.
Hann lauk námi í rafeindavirkj-
un árið 1963 og starfaði við þá
grein alla sína starfsævi. Fyrstu
árin vann hann hjá Land-
símanum, m.a. um fimm ára
skeið á Lóranstöðinni á Gufu-
skálum. Pálmar rak í áratug eig-
ið fyrirtæki í Hafnarfirði en upp
úr 1980 réð hann sig til Flug-
leiða og vann þar í tæp 30 ár eða
þar til hann fór á eftirlaun.
Pálmar og Þórunn bjuggu í
Hafnarfirði frá árinu 1970 og
síðustu 45 árin á Brekkugötu 7.
Útför Pálmars hefur farið
fram í kyrrþey.
Gunnar, f. 2.3. 1950,
maki Ingibjörg
Jónsdóttir; Lárus, f.
11.9. 1951, d. 5.6.
2018, maki Hildi-
gunnur Sigurð-
ardóttir; og Sverr-
ir, f. 30.10. 1955,
maki Ásbjörg
Magnúsdóttir.
Hinn 14. sept-
ember 1963 kvænt-
ist Pálmar eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Þórunni
Blöndal, f. 18.2. 1945. Dætur
Pálmars og Þórunnar eru: 1)
Bryndís, f. 18.2. 1964, maki
Hannu von Hertzen, sonur henn-
ar er Grímur Jóhannsson. 2)
Í dag kveð ég afa Palla.
Afi minn er án efa einn besti
maður sem ég hef kynnst. Frá því
ég man eftir mér hefur hann ver-
ið fyrirmynd mín. Hann var leik-
félagi, sögumaður, ráðgjafi, bíl-
stjóri, kokkur, ferðafélagi,
kennari og einn besti vinur sem
ég hef á ævinni átt.
Ég flutti til útlanda með for-
eldrum mínum sem barn og bjó
því ekki í sama landi og afi, en ég
er viss um að samband mitt við
afa og ömmu var jafn sterkt og
það hefði verið hefði ég búið í
næstu götu. Öll fjölskyldan sá til
þess að fjölskyldutengslin væru
ætíð sterk þrátt fyrir fjarlægð-
ina. Afi var alltaf fyrstur til að
bjóðast til að sækja mig og keyra
út á flugvöll og óteljandi samtöl
okkar á Keflavíkurveginum lifa
með mér sem dýrmætar minn-
ingar.
Þegar ég var krakki hringdi ég
í afa í hverri viku til að ræða um
fótboltaleiki mína. Hann hlustaði
á mig lýsa atkvikum í smáatrið-
um og hrósaði mér ítrekað. Hann
mundi samt alltaf eftir að leggja
áherslu á það sem honum þótti
mikilvægast: vinnusemina,
skemmtunina, fegurðina og virð-
inguna. Þetta voru í hans huga
lykilatriði í einu og öllu og aldrei
veit ég til þess að hann hafi vikið
frá þeim. Ég reyni af fremsta
megni að tileinka mér þessa eig-
inleika.
Ég nýt þeirra forréttinda að
hafa þekkt þennan ljúfa, örláta og
skemmtilega mann alla mína ævi
og ég er stoltur af að eiga hann
fyrir afa. Hann hefur kennt mér
meira en hann sjálfur hefði getað
ímyndað sér og það verður alltaf
markmið mitt að lifa lífinu eins og
honum hefði verið þóknanlegt.
Ég er óendanlega þakklátur fyrir
að hafa fengið tækifæri til að
kynna dóttur mína, Snædísi, fyrir
honum og hún mun svo sannar-
lega kynnast honum betur í gegn-
um sögur og minningar okkar
allra um afa Palla.
Ég kveð afa minn og vin minn
og félaga frá fæðingu. Hans verð-
ur sárt saknað en gleðin og kær-
leikurinn sem honum fylgdi mun
lifa áfram með komandi kynslóð-
um.
Hugur minn og hjarta er hjá
ömmu, mömmu og systrum henn-
ar og öllu frændfólki mínu sem
syrgir afa Palla. Megi hann hvíla í
friði.
Grímur Jóhannsson.
Ég efast ekki um að hann Palli
vissi fullvel hver tilgangur hans í
þessu jarðlífi var. Það var honum
eðlislægt að sýna öllum ást og
umhyggjusemi, vera hjálplegur,
deila hamingjunni með öðrum og
veita þeim huggun þegar þörf var
á. Hann var einfaldlega maður
með hjarta úr gulli og tilgangur
hans í lífinu var að elska.
Við urðum góðir vinir við
fyrstu kynni fyrir meira en tutt-
ugu árum þegar Bryndís, elsta
dóttir hans og Þórunnar, og fram-
tíðareiginkona mín, kynnti mig
fyrir þeim hjónum. Frá þeim tíma
höfum við átt fjölmargar minnis-
stæðar stundir saman í Hafnar-
firði eða Skorradal, í Helsinki eða
í sumarhúsi okkar í finnskum
skógi, eða í Lúxemborg þar sem
við Bryndís bjuggum okkur heim-
ili. Sumar af mínum bestu minn-
ingum tengjast ferðalögum okkar
saman um Evrópulönd og alla leið
til Afríku, en við nutum þessara
ferða öll í ystu æsar.
Á þessum samverustundum
okkar og ferðalögum lýsti Palli
upp líf okkar allra með sínu frá-
bæra skopskyni, visku og örlæti.
Fjörlegar samræður okkar um
stjórnmál og sagnfræði, heims-
málin, menningu og tungumál
gleymast mér seint og munu
minningarnar um góðan mann
lifa með mér um ókomna tíð. Ég
er Palla einlæglega þakklátur
fyrir þetta allt.
Ég votta Þórunni og allri fjöl-
skyldu Palla mína dýpstu samúð.
Hannu von Hertzen.
Hann er farinn.
Brottfararspjaldið fékk Guð-
mundur Pálmar þegar sólin var
hátt á lofti á íslenskum sumar-
degi. Við óskum þess að heim-
koman verði góð.
Við kynntumst á Hlíðarenda
þegar við vorum unglingar í leik
og starfi með Val. Það var um það
leyti sem Palli kynntist ástinni
sinni, Þórunni, og saman hafa
þau gengið alla tíð síðan. Þrjár
glæsilegar stúlkur eignuðust
þau, sem allar bera foreldrunum
gott vitni. Snemma komum við
fjórir saman, ég, Gylfi, Hrafn og
Palli, til að spila bridge. Meira
var það leikur en keppni og þegar
menn fluttu af höfuðborgarsvæð-
inu til lengri dvalar komu Lárus
og Hans inni í hópinn og Vil-
hjálmur um tíma. Það þarf ekki
að segja það að þegar menn
komu aftur á höfuðborgarsvæðið
voru þeir velkomnir í hópinn.
Merkasta afrek hópsins var að
komast í Gestgjafann með mynd-
um af okkur og uppskrift að dýr-
indismáltíð „a la Lárus“.
Um Palla má segja að yfir hon-
um var fallegur svipur og ein-
staklega mikil ró, kannski réð
pípan þar miklu um! Aldrei
heyrði ég hann tala illa um nokk-
urn mann. Það var ekki hans stíll.
Palli barðist lengi við þann vá-
gest sem að lokum hafði betur.
Hann tók þessa baráttu af æðru-
leysi og sagðist lengi vel ekki
finna fyrir veikindunum fyrr en
ljóst var í ár hvert stefndi … Það
var okkur félögunum því ánægja
þegar við gátum komið saman í
janúar sl. og spilað eins og við
gerðum áður þar sem var þó
meira hlegið og sagðir brandarar
en líka heyrðist þessi sígilda
spurning: Hver var að gefa? Palli
gekk ungur í Val en sumardvöl í
sveit þýddi að ekki varð mikið um
fótboltaæfingar fyrr en á
unglingsárum. Hann lék í mfl.
Vals á árunum 1961 til 1964 áður
en fjölskyldan flutti vestur á
Snæfellsnes. Guðmundur Pálmar
ólst upp í stórum systkinahópi,
„Valsfjölskyldan“ úr Stangar-
holti þar sem m.a. Ágúst og Lár-
us bræður hans áttu eftir að gera
garðinn frægan í Val!
Í einu af síðustu símtölum okk-
ar minntist hann á að hann hafði
beðið mig að senda sér einhverjar
æfingar sem hann gæti notað
vestur á Gufuskálum, en kílóin
voru að bætast á meira en góðu
hófi gegndi. Palli sagðist hafa
notað þessar æfingar með góðum
árangri. Ég hefði gaman af að sjá
þessar æfingar núna! Þá rifjuð-
um við upp að ég fékk hann sem
sérfræðing til að aðstoða mig við
kaup á útvarpi með sambyggðum
plötuspilara og kassettutæki. Við
fórum búð úr búð þangað til hann
spurði hvort ég væri að kaupa
þetta fyrir mig eða gesti mína. Er
einhver munur á því – spurði ég,
og hann sagði að það væri mikill
munur. Af hverju? „Þú ert lag-
laus og heyrir hvort sem er eng-
an mun. Fyrir þig kaupir þú
ódýrt tæki, annars dýrt fyrir þína
gesti.“ Ég keypti ódýrt. Hrein-
skilinn vinur hann Palli.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum
send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf ók, þýðing Sig. Jónsson)
Við félagarnir drúpum höfði og
sendum Þórunni, dætrum og fjöl-
skyldunni allri innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Róbert Jónsson.
Guðmundur Pálm-
ar Ögmundsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar