Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
kopavogur.is
Mannauðsstjóri
hjá Kópavogsbæ
Kópavogsbær auglýsir nýtt starf mannauðsstjóra laust til umsóknar.
Hlutverk miðlægrar mannauðsdeildar innan stjórnsýslusviðs er að veita
fagsviðum bæjarins stoðþjónustu og tryggja að hvert svið starfi í samræmi
við sameiginlega og yfirlýsta stefnu í mannauðsmálum. Mannauðsstjóri
stuðlar markvisst að auknum gæðum í mannauðsmálum, styrkingu jákvæðs
starfsanda og vinnustaðamenningar. Leitað er að einstaklingi sem hefur
frumkvæði og eldmóð til nýsköpunar og framþróunar í mannauðsmálum hjá
sveitarfélaginu.
Helstu verkefni
• Dagleg stjórnun og rekstur mannauðsdeildar.
• Stefnumótun og áætlanagerð í mannauðsmálum.
• Ráðgjöf, stuðningur og leiðbeiningar til stjórnenda í mannauðsmálum.
• Ábyrgð og eftirlit með launasetningu og framfylgd starfsmats.
• Umsjón með endurmenntun starfsmanna og stafrænni fræðslu.
• Umsjón með stjórnenda-, nýliða- og starfslokafræðslu.
• Umsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum.
• Ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd jafnlaunavottunar og jafnlaunagreininga.
• Vinnur að innleiðingu vinnu- og gæðaferla og fylgir þeim eftir.
• Ábyrgð og umsjón með vinnustaðagreiningum.
• Er í nánu samstarfi við mannauðsráðgjafa fagsviða og deildarstjóra launadeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í mannauðsstjórnun.
• Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
• Umtalsverð þekking og reynsla af mannauðsstjórnun.
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu.
• Reynsla og þekking á breytingastjórnun.
• Reynsla og þekking á stefnumótun, teymisstarfi og verkefnastjórn.
• Reynsla og þekking á mannauðs-, fræðslu- og ráðningarkerfum.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2020.
Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar. Umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs,
palmi@kopavogur.is.
P
ip
ar\
P
ip
ar\
P
ip
ar\TB
W
A
\
TB
W
A
\
TB
W
A
\
W
A
\
A
SÍA
SÍA
SÍAÍ
✝ Sigurður Stef-án Þórhallsson
fæddist í Laufási í
Bakkadal í Ketil-
dalahreppi í Arn-
arfirði 22. nóv-
ember árið 1931.
Hann lést 21. júlí
2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Þór-
hallur Guðmunds-
son og Marta Guð-
mundsdóttir. Sigurður var
sjötti í röð níu systkina, sem
auk hans voru Guðmundur,
Margrét, Ragnar Níels, Guð-
rún, Hólmfríður, Ragnar,
Kristbjörg og Guðmunda Erla,
sem lifir öll systkini sín.
Sigurður ólst upp í Laufási
til 16 ára aldurs en fluttist þá
með fjölskyldu sinni á Bíldu-
dal og til Reykjavíkur tveimur
árum síðar. Þar bjó hann til
ársins 1977 er hann flutti til
Akureyrar með fjölskyldu
sinni. Hann gekk í barnaskóla
í Bakkadal og síðar í Iðnskól-
ann í Reykjavík þar sem hann
lærði pípulagnir.
Sigurður kvæntist 2. júlí
1955 Margréti Unni Stein-
grímsdóttur, f. 29.4. 1933, hús-
freyju og verkakonu úr
Reykjavík, dóttur hjónanna
Þuríðar Guðjónsdóttur og
Steingríms Gunnarssonar. Þau
eignuðust fimm börn. Gunnar,
f. 5.7. 1953 kvæntur Hlédísi
Sigurborgu Hálfdánardóttur.
Börn þeirra eru
Róbert Anni, Jódís
Tinna, sem dó
fjögurra mánaða
árið 1983, og
Sunna Kamilla, og
barnabörnin eru
þrjú. Marta, f. 6.4.
1955. Börn hennar
eru Vera Ýr
Pálmadóttir, sem
ólst að mestu leyti
upp hjá móðurafa
sínum og -ömmu, Sigurður
Stefán Hilmisson og Svala og
Harry Arnar Þórðarbörn.
Barnabörn Mörtu eru átta.
Helga, f. 13.6. 1957. Sambýlis-
maður hennar er Alfons Sig-
urður Kristinsson. Hún var áð-
ur gift Þórarni Guðnasyni,
sem lést 1995. Börn þeirra eru
Margrét Unnur, Egill og Óð-
inn, og barnabörnin eru fimm.
Alfons á þrjú börn og þrjú
barnabörn. Þuríður, f. 11.9.
1963. Hún er gift Helga Ómari
Pálssyni. Börn þeirra eru Kar-
en Ármann og Gísli Páll, og
barnabörnin eru fjögur. Unn-
ur Stefanía, 20.12. 1967.
Eiginmaður hennar er Ás-
mundur Kristinn Ásmundsson,
og börn þeirra eru Axel Freyr
og Andrea Sól.
Sigurður starfaði sem pípu-
lagningameistari í Reykjavík
og síðar á Akureyri.
Útför hans fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 30. júlí 2020,
klukkan 13.
Elsku pabbi hefur kvatt
okkur þótt það væri honum
þvert um geð. Lífsviljinn var
mikill þrátt fyrir að heilsan
væri ekki upp á það besta síð-
ustu ár og mörg áföll sem hann
gekk í gegnum. Pabbi hafði
gaman af lífinu og var í fé-
lagasamtökum, spilaði bridge,
söng í kórum og stundaði bæði
stang- og skotveiði. Ófáar úti-
legur voru farnar í gegnum tíð-
ina og já, hann elskaði sól.
Pabbi var stoltur af því að vera
að vestan, en hann ólst upp í
Arnarfirðinum og á Bíldudal.
Þar var lífsbaráttan hörð og
pabbi lauk barnaskóla en fór
síðan að vinna við vegavinnu
og í verksmiðju. Hann flutti til
Reykjavíkur 18 ára og stund-
aði þar byggingavinnu en fór
síðan í nám í pípulögnum hjá
frænda sínum og gerði það síð-
an að ævistarfi sínu að pípa.
Fyrst í Reykjavík en síðar hjá
Hitaveitu Akureyrar eftir að
þau mamma fluttu þangað.
Pabbi lét ekki heilsubrest
stoppa sig af, fór í sund á
hverjum morgni, oftast gang-
andi þegar viðraði vel þótt það
tæki langan tíma. Pabbi spilaði
aðeins á hljómborð og samdi
lög og var mikill söngmaður.
Síðustu árin var hann í Gerðu-
bergskórnum, sem gaf honum
mikið, sérstaklega síðustu árin
eftir að mamma lést. Pabbi var
einnig um tíma í hljómsveitinni
Vinabandinu sem fór um og
söng fyrir eldri borgara. Þá
var það kórfélagi hans og vinur
Jón Hilmar sem sótti hann og
keyrði á æfingar og er ég
þakklát honum fyrir það. Við
trúðum því að pabbi kæmist í
gegnum þetta eins og svo
margt og höfum gert grín að
því að hann ætti níu líf. En
innilokunin á þessum for-
dæmalausu covid-tímum höfðu
verulega slæm áhrif á heilsu
hans og var hann búin að vera
á sjúkrahúsi í nærri tvo mán-
uði þegar hann lést.
Takk fyrir allt pabbi minn.
Þín dóttir,
Þuríður (Þura).
Nú þegar við kveðjum Sig-
urð Stefán Þórhallsson þakka
ég löng og góð kynni við hann
og konu hans Margréti, sem
látin er fyrir nokkrum árum.
Þau kynni urðu þegar ég
kynntist konu minni Guð-
mundu systur Sigurðar, sem
nú ein lifir af níu börnum Þór-
halls Guðmundssonar og
Mörtu Guðmundsdóttur í
Laufási í Ketildölum. Þetta
var mannvænlegur og öflugur
hópur að greind og atgervi,
þar sem saman komu ættir úr
Suðursveit og Breiðafirði.
Að hafa alist upp í Ket-
ildölum í Arnarfirði, undir því
„hamrastáli“, bjó sterka ein-
staklinga undir lífið. Sigurður
Stefán var svo sannarlega af
þeirri gerð. Hann ólst upp við
almenn störf til sjós og lands,
en fór ungur maður til
Reykjavíkur og lærði til pípu-
lagninga hjá Helga Guð-
mundssyni föðurbróður sínum.
Hann aflaði sér meistararétt-
inda í þeirri grein sem hann
stundaði sína starfsævi.
Sigurður hafði góða söng-
rödd og söng í fleiri en einum
kór, bæði karlakór og blönd-
uðum kór. Þá hafði hann einn-
ig gaman af að setja saman
vísur og texta og þegar hann
eignaðist lítið harmoníum
gerði hann lög við þá sem
sungin voru.
Margs er að minnast og
margra skemmtilegra ferða í
hópi þessara systkina og
maka. Á upprunaslóðir föður
þeirra Þórhalls í Suðursveit
og vestur á æskuslóðir
barnanna í Arnarfirði. Einnig
glaðar stundir í heimsóknum
sunnan og norðan heiða. Í
ferðum með veiðistöng og
byssu. Í skoðunarferðum á
minnisverða staði í sveitum og
á hálendi Íslands. Þessa alls
er gott að minnast og þakka.
Sigurður var mikið hraust-
menni sem sýndi sig ekki síst
þegar hann varð fyrir erfiðum
heilsufarslegum áföllum. Þeim
tók hann af karlmennsku og
lét ekki hefta sig með öllu í
daglegu lífi. Börnum Sigurðar
og aðstandendum votta ég
samúð. Blessuð sé minning
Sigurðar Stefáns Þórhallsson-
ar.
Snær Karlsson.
Sigurður Stefán
Þórhallsson