Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 46

Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Topplið Breiðabliks í Pepsí Max- deild kvenna gefur ekki þumlung eftir og heldur áfram að tína inn stigin með sannfærandi hætti. Eftir 4:0-stórsigur á Fylki í gær er liðið ekki enn búið að fá á sig mark í deildinni eftir átta leiki. Breiðablik varð meistari árið 2018 og liðið ætl- ar sér að endurheimta titilinn. Nú- verandi meistarar í Val eru eina lið- ið úr því sem komið er sem getur komið í veg fyrir það. Árbæingar, sem höfðu fengið tólf stig í fyrstu sjö leikjunum, máttu sín lítils gegn Kópavogsbúum og voru 0:4 undir þegar liðin héldu til búningsherbergja í Lautinni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í deildinni í sumar þegar hún skoraði þriðja mark Breiðabliks. Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að spara aðeins lykilleik- menn vegna þeirrar stöðu sem upp var komin í leiknum. Hann gat leyft sér að skipta Öglu Maríu Alberts- dóttur af velli á 66. mínútu og Berg- lind fór út af á 76. mínútu. Vara- mannabekkurinn hjá Blikum er svo sem ekki veikur en þar sat til dæm- is landsliðskonan Rakel Hönnudótt- ir þar til á 66. mínútu.  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik í deildinni í sumar þegar hún kom liðinu yfir eftir aðeins tíu mínútur í gær. Hún var ekki lengi að bæta öðru marki við og hafði skorað tvívegis þegar innan við korter var liðið af leiknum. Hafa ekkert svigrúm Eins og áður var minnst á er orð- ið nokkuð ljóst að baráttan um Ís- landsmeistaratitilinn mun aftur standa á milli Breiðabliks og Vals. Meistararnir í Val eru tveimur stig- um á eftir Breiðabliki en Blikar eiga leik til góða. Önnur lið eru orðin ansi langt á eftir. Fylkir er níu stig- um á eftir Breiðabliki og Selfoss sem tapaði fyrir ÍBV er ellefu stig- um á eftir Blikum eins og Þór/KA. Valskonur unnu FH-inga á Hlíð- arenda í gær eins og búast mátti við en FH-liðið var ekki sannfærandi gegn KR á dögunum. Lið Vals þurfti á því að halda að finna takt- inn á ný eftir slæman 4:0-skell gegn Breiðabliki á dögunum. Valur vann 3:1 eftir að hafa verið 2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen og Hlín Ei- ríksdóttir skoruðu báðar og hafa verið djrúgar í sumar rétt eins og í fyrra. Elín Metta hefur þá skorað níu mörk í deildinni og Hlín sex. Fanndísar Friðriksdóttur nýtur ekki lengur við vegna barnsburð- arleyfis og Bergdís Fanney Ein- arsdóttir lék á vinstri kantinum. Hún skoraði þriðja markið á 62. mínútu. Þegar Breiðablik er í slíku fanta- formi sem raun ber vitni er töluverð pressa á Valsliðinu að misstíga sig ekki frekar. Liðið hefur þegar gert eitt jafntefli og það gæti einfaldlega reynst dýrt þegar upp verður stað- ið. Úrslitin í mótinu í fyrra réðust á því að Breiðablik gerði einu jafntefli meira en Valur. Meistararnir geta enn gælt við þá hugsun að þær geti unnið Blika á heimavelli á Hlíðarenda en meira þarf til eins og staðan er núna. Enn er þó mikið eftir af Íslandsmótinu en ekki er fyrirsjáanlegt að sjálfs- traustið minnki hjá Blikum þegar liðið landar stórsigri í hverri um- ferð. Blikar enn í banastuði  Höfðu skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í Árbænum  Áfram munar tveimur stigum á Breiðabliki og Val  Valskonur ekki í neinum vandræðum gegn FH Morgunblaði/Arnþór Birkisson Skallaeinvígi Bryndís Arna og Heiðdís (8) í leiknum í gær. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Á Hlíðarenda FH-ingar komust lítt áleiðis þegar þær fengu boltann í gær. Hólmbert Aron Friðjónsson var í miklu stuði er Aalesund vann sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeild- inni í fótbolta í gær. Skoraði hann þrennu í 3:2-heimasigri á Start. Hólmbert jafnaði tvívegis fyrir Aalesund áður en hann skoraði þriðja markið á 80. mínútu. Skoraði hann tvívegis með skalla og eitt úr vítaspyrnu. Framherjinn hefur byrjað leik- tíðina gríðarlega vel og skorað átta mörk í fyrstu níu leikjunum í deild- inni. Aalesund er þrátt fyrir sig- urinn í botnsætinu með sex stig. Þrenna í fyrsta sigurleiknum Ljósmynd/Aalesund Þrenna Hólmbert Aron gat leyft sér að brosa eftir dagsverkið í gær. Forráðamenn Tindastóls í körfu- knattleik hafa að sögn staðarmiðils- ins Feykis lokið við leikmannamálin hjá karlaliðinu fyrir næsta keppnis- tímabil á Íslandsmótinu. Feykir greinir frá því að félagið hafi tryggt sér starfskrafta Banda- ríkjamannsins Shawns Glovers. Er hann þrítugur og kemur frá Dallas í Texas. Hefur hann leikið víða á ferlinum: á Spáni, í Danmörku, Ísr- ael og Úrúgvæ. Í Danmörku lék hann undir stjórn Israels Martins, fyrrverandi þjálfara Tindastóls, sem nú stýrir Haukum. Fullmannað hjá Skagfirðingum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Tindastóls. Pepsi Max-deild kvenna Valur – FH ................................................ 3:1 Fylkir – Breiðablik................................... 0:4 Staðan: Breiðablik 7 7 0 0 28:0 21 Valur 8 6 1 1 21:8 19 Fylkir 7 3 3 1 11:11 12 Selfoss 7 3 1 3 10:8 10 Þór/KA 7 3 1 3 13:13 10 ÍBV 7 3 0 4 9:17 9 Þróttur R. 8 1 4 3 14:20 7 Stjarnan 8 2 1 5 14:21 7 KR 7 2 1 4 9:17 7 FH 8 1 0 7 3:17 3 2. deild kvenna Fram – Grindavík..................................... 1:5 England B-deild, umspil: Brentford – Swansea .............................. 3:1  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford.  Brentford vann samtals 3:2 og leikur um sæti í úrvalsdeildinni. Ítalía Lazio – Brescia......................................... 2:0  Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Brescia. Fiorentina – Bologna .............................. 4:0  Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Bologna á 63. mínútu. Staða efstu liða: Juventus 37 26 5 6 75:40 83 Inter Mílanó 37 23 10 4 79:36 79 Atalanta 37 23 9 5 98:46 78 Lazio 37 24 6 7 78:39 78 Roma 37 20 7 10 74:50 67 AC Milan 37 18 9 10 60:46 63 Napoli 37 17 8 12 58:49 59 Sassuolo 37 14 9 14 69:62 51 Hellas Verona 37 12 13 12 47:48 49 Fiorentina 37 11 13 13 48:47 46 Parma 37 13 7 17 52:54 46 Bologna 37 12 10 15 51:64 46 Cagliari 37 11 12 14 52:53 45 Úkraína Kolos Kovalivka – Mariupol ................... 1:0  Árni Vilhjálmsson sat á varamannabekk Kolos Kovalivka. Danmörk AGF – OB.................................................. 2:1  Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á eftir 60 mínútur hjá AGF.  Aron Elís Þrándarson kom inn á eftir 30 mínútur hjá OB. Svíþjóð A-deild kvenna: Kristianstad – Piteå ................................ 3:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 78 mínúturnar hjá Kristianstad. Sif Atladóttir er í barnsburðarleyfi. Elísabet Gunnars- dóttir þjálfar liðið. Djurgården – Eskilstuna ........................ 2:1  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barnsburðarleyfi. Vittsjö – Uppsala ..................................... 4:2  Anna Rakel Pétursdóttir lék fyrstu 55 mínúturnar hjá Uppsala. Noregur Aalesund – Start ...................................... 3:2  Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði öll mörk Aalesund, Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn en Davíð Kristján Ólafsson var í leikbanni. Mjöndalen – Odd...................................... 0:2  Dagur Dan Þórhallsson sat á vara- mannabekknum hjá M. Kristiansund – Sandefjord ..................... 3:1  Emil Pálsson er fyrirliði Sandefjord og lék allan leikinn og Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 65 mínúturnar. Strömsgodset – Brann ............................ 3:1  Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strömsgodset. Molde Vålerenga ..................................... 4:1  Matthías Vilhjálmsson lék fyrstu 88 mín- úturnar hjá Vålerenga. Staðan: Bodø/Glimt 10 10 0 0 38:11 30 Molde 11 9 1 1 33:11 28 Odd 11 6 1 4 18:13 19 Vålerenga 11 5 4 2 14:14 19 Stabæk 10 4 4 2 13:12 16 Kristiansund 11 3 6 2 21:15 15 Rosenborg 10 4 3 3 13:8 15 Brann 11 4 3 4 15:17 15 Strømsgodset 11 4 3 4 14:20 15 Haugesund 11 3 3 5 7:16 12 Sarpsborg 11 3 2 6 10:12 11 Viking 10 3 2 5 13:18 11 Sandefjord 11 3 1 7 9:19 10 Mjøndalen 11 2 2 7 10:15 8 Start 11 0 6 5 10:19 6 Aalesund 11 1 3 7 16:34 6  KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 16-liða úrslit: Greifavöllurinn: KA – ÍBV ...................17:30 Kaplakrikavöllur: FH – Þór ......................18 Kórinn: HK – Afturelding ....................19:15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Grótta ..19:15 Meistaravellir: KR – Fjölnir ................19:15 Framvöllur: Fram – Fylkir ..................19:15 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – Víðir .......................17 Í KVÖLD! FYLKIR – BREIÐABLIK 0:4 0:1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 10. 0:2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 14. 0:3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 29. 0:4 Sjálfsmark 37. MM Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breiðabliki) M Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylki) Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki) Berglind Björg Þorvaldsd. (Breiðab.) Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiða.) Andrea Rán Snæfeld (Breiðabliki) Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 7 Áhorfendur: 387. VALUR – FH 3:1 1:0 Elín Metta Jensen 38. 2:0 Hlín Eiríksdóttir 41. 3:0 Bergdís Fanney Einarsdóttir 62. 3:1 Maddy Gonzalez 78. MM Guðný Árnadóttir (Val) M Bergdís Fanney Einarsdóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Hlín Eiriksdóttir (Val) Ída Marín Hermannsdóttir (Val) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Maddy Gonzalez (FH) Dómari: Bríet Bragadóttir – 6. Áhorfendur: 268.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.