Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 48

Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 48
Ljósmynd/Þórey Lára Skipuleggjandi Karna Sigurðardóttir stýrir hátíðinni Skjaldborg ásamt framkvæmdateymi. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Skjaldborg, hátíð íslenskra heimild- armynda, verður haldin í fjórtánda sinn um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst 2020. Hátíðin er að vanda haldin í Skjald- borgarbíói á Patreksfirði. Skjaldborg hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborg- arsvæðisins, fyrr á árinu. „Það hefur náttúrlega mjög mikil áhrif,“ segir Karna Sigurðardóttir sem stýrir há- tíðinni ásamt framkvæmdateymi. „Það er vissulega töfrandi en líka svolítið flókið að skipuleggja viðburði utan höfuðborgarsvæðisins og það að Eyrarrósin sé yfir höfuð til er mjög mikilvægt.“ Karna segir það skipta máli að við- burðir af þessu tagi fái viðurkenn- ingu. „Þetta er stærsta viðurkenn- ingin fyrir menningarviðburði á landsbyggðinni og auðvitað frábært að Listahátíð í Reykjavík standi fyrir henni. Það hefur rosalega mikla þýð- ingu fyrir okkur,“ segir hún. „Eyr- arrósinni fylgir verðlaunafé, sem óneitanlega hefur mjög jákvæð áhrif því það að fjármagna svona hátíð er varla gerlegt verkefni.“ Karna segir þó að viðurkenningin sé það sem skiptir mestu máli. „Það að upplifa að það sé horft til þess sem verið er að gera vel.“ Hún nefnir einnig að þeir viðburðir sem fái Eyr- arrósina séu til fyrirmyndar fyrir aðra. „Það er auðvitað gaman að vera í þeim hópi.“ Gaman að sjá fagið eflast Í ár verða frumsýndar fjórtán heimildarmyndir á hátíðinni auk þess sem sjö verk í vinnslu verða kynnt. Myndirnar eru allar íslenskar eða með sterka tengingu við Ísland. Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni er Hrafnhildur Gunn- arsdóttir. Hún hefur unnið ötullega að heimildarmyndagerð á Íslandi á ferli sínum. Mynd hennar Vasulka- áhrifin vann Einarinn, áhorfenda- verðlaun Skjaldborgar, í fyrra. Karna segir að í ár hafi borist met- fjöldi umsókna. „Við fengum hátt í fjörutíu umsóknir. Maður fær nátt- úrlega bara gæsahúð. Þetta er gríð- arleg breyting frá því þegar Skjald- borg var fyrst haldin. Það er virki- lega gaman að sjá fagið eflast hér á Íslandi og að það eru fleiri og fleiri sem stíga inn í heimildarmynda- gerð.“ Skjaldborg hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir heimildarmynda- gerð á Íslandi en þar er fjöldi nýrra íslenskra mynda frumsýndur á ári hverju. „Þetta er stórt augnablik í lífi leikstjórans sem hefur kannski unnið að verkinu í mörg ár. Við sameinumst um þetta augnablik á Patreksfirði,“ segir Karna. Taka á stóru málefnunum Dagskrána segir Karna verða heil- steyptari með hverju árinu. „Gæðin eru upp úr öllu valdi,“ segir hún. Hátíðin hefst með heimildarmynd um heimafæðingar á Íslandi, Aftur heim? og lýkur með mynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Endalok upp- hafsins eða Last and First Men. „Svo við förum alveg heilan hring í við- fangsefnum og allt þar á milli. Á Skjaldborg er öllu gert jafnhátt undir höfði þannig að við tölum ekki beint um hápunkta en auðvitað er það stór viðburður að myndin hans Jóhanns Jóhannssonar sé frumsýnd á hátíð- inni og mjög ánægjulegt. Það er mik- ilvægt að halda utan um þetta frumsýningaraugnablik og við teljum Skjaldborg gera það sérstaklega fal- lega.“ Um viðfangsefni heimildarmynd- anna á hátíðinni segir Karna: „Skjaldborg er alltaf skemmtileg, en þetta er samt ekkert léttmeti sem við erum að horfa á. Við erum að taka á stóru málefnunum í ár.“ Venja er að halda Skjaldborg um hvítasunnu en hátíðinni var frestað sökum kófsins. „Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt að skipuleggja hátíð á þessum tímum. Það væri efni í annað viðtal. Skortur á upplýsinga- flæði til menningarstjórnenda á þess- um tímum hefur verið til háborinnar skammar. Allir aðrir hafa verið vel upplýstir, almenningur til dæmis, en það hefur verið algjör katastrófa fyr- ir okkur að eltast við upplýsingar,“ segir Karna. Skipuleggjendur hafa þó reynt að láta það ekki á sig fá. „Hugmynda- fræðin og stemningin á Skjaldborg hefur alltaf verið þannig að verk- efnum er mætt með húmor, gleði og sköpunarkrafti. Við gerðum það í kófinu sem og gagnvart öðru sem við höfum mætt í gegnum tíðina. Maður verður bara að líta á það sem tæki- færi þegar manni er sniðinn þrengri stakkur,“ segir Karna. „Þetta breytir dagskránni svolítið en það breytir því ekki að Skjaldborgarandinn fær að svífa yfir vötnum. Við ætlum að keyra áhugaverða, skemmtilega og fjörmikla hátíð.“ Ýmsir aðrir viðburðir sem að venju fara fram um verslunarmannahelg- ina falla niður í ár og því gæti verið að margir legðu leið sína á Patreksfjörð. Karna minnir á að armbandshafar hafi forgang á alla dagskrárliði. „Við finnum fyrir gífurlegum áhuga og höfum trú á að það gæti orðið svolítið góð traffík.“ Skipuleggjendur hvetji því fólk til að mæta tímanlega á við- burði. „Okkur er annt um að öllum líði vel í Skjaldborgarbíói og við þurf- um öll að standa saman til að þetta geti gengið smurt.“ „Maður fær bara gæsahúð“  Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, hefst á morgun á Patreksfirði  Fjórtán heimildar- myndir verða frumsýndar á hátíðinni Þeirra á meðal er mynd Jóhanns Jóhannssonar heitins Stemning Frá skrúðgöngu Skjaldborgar í fyrra. Hátíðin verður haldin um verslunarmannahelgina í ár og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. Stilla Úr Endalokum upphafsins, heimildarmynd Jóhanns Jóhannssonar tónskálds, sem verður frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni. Karna segir það stóran viðburð og mjög ánægjulegt. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Lág kolvetna PURUSNAKK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.