Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Ný sending
af Decoris
matarstellum
Fyrirtæki og verslanir
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Ármann Jakobsson virðistvera hamhleypa til verka.Fyrir jól sendi hann frásér glæpasögu og nú er sú
þriðja í sama flokki og enn betri kom-
in út.
Á bókarkápu segir að Tíbrá sé
hörkuspennandi krimmi og skemmti-
saga um glæp. Spennan er vissulega
fyrir hendi en viðfangsefnið er langt
því frá að vera skemmtilegt heldur
grafalvarlegt og ekki til eftirbreytni.
Engu að síður er oft hnyttilega að
orði komist, þótt öllu megi ofgera, og
Njáll á sennilega besta tilsvarið í
samræðum hans við Kristínu um
rannsókn lögreglunnar: „Þú ert M og
ég er Bond,“ með vísun í helstu per-
sónur í spennubókum Ians Flemings.
mundarson, Ross Dyson (Jim
Radcliffe?) og Sophiu Loren fari fyr-
ir ofan garð og neðan hjá mörgum.
Sagan rennur annars vel og sam-
tölin eru yfirleitt eðlileg. Glettnin
leynir sér ekki og háðið hittir stund-
um vel í mark. Ertu kostgangari?
Ha?
Margir koma við sögu, jafnvel of
margir, þótt þeim hafi fækkað til
muna frá fyrstu bók. Lögreglugengið
er það sama og fyrr og ástamál
Kristínar fá töluvert rými, en það á
sínar skýringar. Drottnun og undir-
gefni eru áberandi og þjóna
ákveðnum tilgangi rétt eins og heilög
þrenning. Persónusköpunin er oft
góð og þar fer Guðmundur fremst í
flokki, en Regína er af svipuðum
meiði og gleymist ekki svo auðveld-
lega. Ýmsar aðrar eru einnig til í
raunheimum.
Tíbrá er vel uppbyggð saga og góð
tilraun að uppskrift hins fullkomna
glæps. Höfundur bendir réttilega á
að margur er úlfur í sauðargæru og
heldur lesandanum lengi í spennu áð-
ur en sannleikurinn kemur í ljós. Það
er ákveðin kúnst, en eftir stendur að
margir eru með óbragð í munni.
Með óbragð í munni
Morgunblaðið/Hari
Tilraun Tíbrá eftir Ármann Jakobsson er vel uppbyggð saga og góð tilraun að uppskrift hins fullkomna glæps.
Glæpasaga
Tíbrá bbbmn
Eftir Ármann Jakobsson.
Bjartur 2020. Kilja, 295 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Sem fyrr í
bókaflokknum
svífur andi
Agöthu Christie
yfir vötnum en
höfundur er vel
að sér í bók-
menntum og vitn-
ar ótæpilega í
verk og sögu-
hetjur annarra án
frekari skýringa. Virkar sem ákveðin
fylling fyrir þá sem til þekkja en vek-
ur óþarfa spurningar hjá hinum.
Sama á við um tengingar við ýmsar
persónur, sem virðast fátt eiga sam-
eiginlegt enda almennt ekki af sömu
kynslóð. Látið er að því liggja að
hljómsveitin New Order sé á allra
vörum en ekki er víst að lesendur,
sem ekki eru á svipuðum aldri og höf-
undur, tengi við breska rokkbandið,
þótt „sá gamli lögregluhundur Bjarni
Davíðsson“ sé þar á heimavelli sem
annars staðar. Hætt er við að samlík-
ingar við til dæmis Vigdísi Finn-
bogadóttur, Gilzenegger, Skarphéðin
Njálsson, Marie Antoinette, Hroll-
laug leigubílstjóra (Gunnar Tryggva-
son?), Jeanne Moreau, Kára Sól-
Leikkonan Helen Mirren, leikkonan
Shia LaBeouf og umhverfisvernd-
arsinninn Greta Thunberg verða
meðal þekktra gesta sem sækja
munu alþjóðlegu kvikmyndahátíðina
í Feneyjum sem verður sú fyrsta af
stórhátíðum kvikmyndaheimsins
sem haldin verður í kvikmynda-
húsum með gestum eftir að kórónu-
veirufaraldurinn hóf að herja á
heimsbyggðina. Hátíðin verður samt
sem áður ólík þeim fyrri, með mun
færri kvikmyndum en venja er og
öllu færri gestum.
Stjórnandi hátíðarinnar, Alberto
Barbera, tilkynnti í fyrradag hvaða
kvikmyndir yrðu á hátíðinni og má
þar m.a. finna kvikmyndir eftir leik-
stjórana Luca Guadagnino, Ahmad
Bahrami, Alice Rohrwacher og Abel
Ferrara. Einna mest spenna virðist
vera í kringum kvikmynd Chloé
Zhao, Nomadland, en hún sló óvænt
í gegn með kvikmyndinni The Rider
árið 2017. Nomadland er byggð á
sannsögulegum atburðum og segir
af bandarískum verkamönnum sem
þurfa að ferðast um landið í leit að
vinnu á tímum efnahagskreppu.
Handrit myndarinnar er byggt á
bókinni Nomadland: Surviving Am-
erica in the Twenty-First Century
eftir Jessicu Bruder. Nomadland
verður frumsýnd 11. september og
verður einnig sýnd á hátíðum í Tor-
onto og New York. Fátt er annars
um bandarískar kvikmyndir á dag-
skrá hátíðarinnar en finna má rúss-
neskar, ísraelskar, ítalskar og ensk-
ar myndir, svo dæmi séu tekin, og þá
m.a. nýjustu kvikmynd Rogers
Michells, The Duke, en Michell leik-
stýrði hinni sívinsælu Notting Hill
fyrir margt löngu. Búist er við því að
hátíðin verði fámennari en vanalega
og að færri muni mæta úr kvik-
myndabransanum en venja er. Þá
verður allrar varúðar gætt þegar
kemur að smithættu og fleiri myndir
verða sýndar utandyra en vanalega.
Jafnara kynjahlutfall
Hátíðarhaldarar hafa verið gagn-
rýndir á undanförnum árum fyrir
karllægt val á kvikmyndum en afar
fáar kvikmyndir í leikstjórn kvenna
hafa verið sýndar á hátíðinni. Tvær
konur áttu myndir í keppnisflokkum
í fyrra og aðeins ein árið 2018. Í ár
hefur verið bætt úr þessu upp að
vissu marki því átta kvikmyndir í
leikstjórn kvenna munu keppa um
aðalverðlaunin, Gullna ljónið, en alls
eru myndirnar í þeim flokki 18. Þá
munu leikkonan og leikstjórinn Ann
Hui og leikkonan Tilda Swinton
hljóta heiðursverðlaun á hátíðinni og
leikkonan Cate Blanchett mun fara
fyrir aðaldómnefndinni. Hátíðin
hefst 2. september og lýkur tíu dög-
um síðar. helgisnaer@mbl.is
Formaður Cate Blanchett leiðir að-
aldómnefnd Feneyjahátíðarinnar.
Feneyjahátíðin
verður haldin
Kanadíski tónlistarmaðurinn
Drake hefur slegið met banda-
rísku tónlistarkonunnar Madonnu
yfir fjölda laga sem komist hafa á
lista yfir þau tíu vinsælustu í
Bandaríkjunum. Rapparinn á tvö
lög í flokki þeirra tíu vinsælustu í
þessari viku, annars vegar lagið
„Popstar“ í þriðja sæti sem hann
vann með DJ Khaled og hins veg-
ar „Greece“ sem situr í áttunda
sæti. Þar með hefur hann átt 40
lög á lista yfir þau tíu vinsælustu
en met Madonnu var 38 lög. Í
mars sló Drake metið yfir flest lög
á lista yfir þau
hundrað vinsæl-
ustu í Bandaríkj-
unum, 208 tals-
ins. Nú eru lögin
orðin 224, þar
sem nýjasta
breiðskífa hans,
Dark Lane
Demo Tapes,
hefur notið mik-
illa vinsælda frá því hún kom út í
maí. Öll lög þeirrar plötu hafa
komist á listann yfir þau 100 vin-
sælustu.
Drake slær bandarískt met Madonnu
Drake
Streymisveitan og framleiðslufyrir-
tækið Netflix hlaut í gær fleiri til-
nefningar til Emmy-verðlaunanna
en nokkurt framleiðslufyrirtæki hef-
ur hlotið áður í sögu verðlaunanna.
Sló Netflix met HBO með því að
hljóta 160 tilnefningar fyrir efni sitt
en met HBO var 107 tilnefningar.
Þáttaröð HBO, Watchmen, hlaut
þó flestar tilnefningar, 26 talsins og
næstflestar, 20 tilnefningar, hlaut
þáttaröð Amazon, The Marvelous
Mrs. Maisel.
Í frétt The New York Times segir
að Netflix og HBO hafi á undanförn-
um árum keppt um tilnefningar og
verðlaun Emmy og er þetta annað
árið í röð sem Netflix hlýtur fleiri til-
nefningar en aðalkeppinauturinn.
Hin nýja streymisveita Disney+
hlaut tilnefningu í dramaflokki fyrir
The Mandalorian, sem mörgum
kann að koma á óvart þar sem þætt-
irnir eru ævintýralegir og segja af
persónum ú́r Stjörnustríði. Hlutu
þættirnir 15 tilnefningar.
Öflug Netflix sækir enn í sig veðrið. Hér má sjá stillu úr þáttaröð Netflix,
Ozark, en sú nýjasta hlýtur 18 tilnefningar til Emmy-verðlauna.
Netflix slær met HBO