Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Side 2
Hvað þýðir að vera staðartónskáld Sumartónleika Skálholts? Þetta er alveg gríðarlega gott tækifæri til þess að vinna náið með fólki sem maður hefur ekki áður fengið tækifæri til að vinna með og prófa nýja hluti. Ég vinn með tríóinu KIMI sem er samsett af harm- onikkuleikara, söngkonu og slagverki. Ég hef ekki samið fyrir svona samsetningu áður. Þetta var spennandi og mjög krefjandi. Svo er magnað að fá að vera hérna í Skálholti og vinna. Hvernig myndirðu lýsa verkinu þínu? Hugmyndin mín byggir á minningu frá því að ég dvaldi hérna í ferm- ingarfræðslu. Það fjallar um vináttusamband, trúnað og traust. Svo fer þetta út í gríska goðafræði með tilvísun í Sjöstirnið. Ég er að leika mér með rýmið í kirkjunni og leiði fólk svolítið öðruvísi í inn í verkið. Er mikill undirbúningur að baki? Já, algjörlega. Maður þarf að kynna sér hljóðfærin sem maður notast við og kynnast hljóðheimi þessa tríós. Svo tekur auðvitað tíma frá því að hugmynd fæðist þar til það kemst á form. Þannig að ég hef unnið mikið að þessu síðustu tvo mánuði. Hvernig myndir þú lýsa tónlist þinni? Hún byggir mikið á rafhljóðfærum og uppteknum hljóðum. Það er mikil úrvinnsla með upptekin hljóð. Það verður yfirleitt að einhvers konar rafvefnaði, getum við sagt. Ég hef líka notast við ýmiss konar hljóðfæri og það er þá upptekið. En svo hefur maður spreytt sig á akústískum pælingum með hljóðfæri. Fyrir hverja eru tónleikarnir? Ég held að verkið mitt höfði til allra. Ég nota í verkinu upptökur tveggja unglingsstúlkna sem ljá mér raddir sínar. Þá er ég aftur að tengjast þessu óheflaða sem býr í unglingnum á þessum mótunar- árum. Ég notaði það til að móta verkið á ákveðnum kafla. ÞÓRANNA BJÖRNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Trúnaður og traust Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Stórfrétt vikunnar er vitaskuld sú að Kári Stefánsson sé hættur aðskima fyrir kórónuveirunni eftir að ríkisstjórn Íslands móðgaði hannöðru sinni á örfáum vikum. Sérstaklega virðast það vera forsætis- og heilbrigðisráðherra sem eiga erfitt með að umgangast kappann eins og þá viðkvæmu sál sem hann er; að þakka honum fyrir og sýna honum tilhlýðilega virðingu vegna þess óeigingjarna starfs sem hann og Íslensk erfðagreining hafa svo sannarlega unnið á umliðnum mánuðum í baráttunni gegn hinum hvimleiða vágesti. Frá bæjardyrum Kára er sú ákvörðun að taka hatt sinn og sýnatökupinna vel skiljanleg; fyrirtæki úti í bæ ber engin skylda til að hlaupa undir bagga með ríkinu á tímum sem þessum og láta dag- vinnuna sitja á hakanum; allra síst eftir að veiruneyðin minnkaði. Annar ástsæll Kári, Árnason, landsliðsmiðvörðurinn úr Víkingi, var líka í jötunmóð eftir að honum var vikið af velli í kappleik á Meist- aravöllum fyrir að strjúka kviðinn á Kristjáni Flóka Finnbogasyni, mið- herja KR. Fannst hann órétti beitt- ur og sjálfur virtist Kristján Flóki hafa afflækt málið með því að viður- kenna í viðtali eftir leikinn að hann hefði farið auðveldlega niður eftir þær kviðgælur. Eigi að síður þurfti Kári að afplána leikbann og aðrir dómarar hafa varið ákvörðun kollega síns. Er nema von að Kára sé spurn? Er það bara ég eða mynduð þið ekki gefa aðra höndina fyrir að sjá Kára Stefánsson dæma knattspyrnuleik? Það yrði ekkert hálfkák og elsku mamma. Alltént ímynda ég mér að Kári hefði hvorki skilning né samúð með leikaraskap á velli. „Drattastu á fætur fábjáninn þinn og hættu þessu hel- vítis væli og aumingjaskap!“ gæti hann hæglega þrumað yfir hinum seka. „Þú ert eins og lítil tíu ára stelpa!“ Sé Einar Þorsteinsson í Kastljósinu fyrir mér fylgjast með þessu úr stúkunni – sposkan á svip, með hönd á kinn. Ég get mér þess til að grasdýfur og almennur ódrengskapur yrðu upp- rætt á einni til tveimur vikum yrði Kári flautuvæddur. Ef allt um þryti myndi hann bara beita sér fyrir því að bóluefni yrði fundið gegn óheil- indaplágunni. Það eina sem vantar inn í þessa sviðsmynd er sjónarmið þriðja Kárans sem þjóðin hefur hleypt inn að sínum innstu hjartarótum, Kára Kristjáns Kristjánssonar, handboltamanns og Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu. Í hvert sinn sem sá ágæti maður opnar munninn liggja gullkorn á víð og dreif. Hvað ætli Kára finnist um nýjustu gjörðir Kára og Kára? Afkáralegir ráð- herrar og miðherjar Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Drattastu á fætur fá-bjáninn þinn og hættuþessu helvítis væli ogaumingjaskap! Þú ert eins og lítil tíu ára stelpa! Magnús Jón Smith Bara það sem er hendi næst. Ætli það sé ekki bara naut. SPURNING DAGSINS Hvað er best á grillið? Bryndís Berghreinsdóttir Það er sjávarfang, grænmeti og kjöt. Helgi Guðbjartsson Ég grilla ekki. Ólöf Inga Heiðarsdóttir Ekki svínakjöt. Bara naut held ég. Hamborgarar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Arnþór Birkisson Þóranna er annað staðarskálda Sumartónleika í Skálholti ásamt Gunnari Karel Mássyni. Á lokatónleikunum, sem fara fram kl. 17 í dag, sunnudag, verða verk þeirra leikin af tríóinu KIMI. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.