Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 Nei, þetta er ekki listaverkeftir bandaríska listamann-inn Andres Serrano, sem þekktur er fyrir notkun á líkams- vessum í umdeildum verkum sínum, hér að ofan, heldur smásjármynd af kórónuveirunni alræmdu sem veldur COVID-19-sjúkdómnum sem herjað hefur á heimsbyggðina á árinu. Veir- an (bláleitu kúlurnar) brýst hér út úr frumum sjúklings sem ræktaðar hafa verið á tilraunastofu í Banda- ríkjunum. Nýja lyfið, REGN-COV2, sem bandaríska líftæknifyrirtækið Re- generon er að þróa, er blanda tveggja mótefna sem eiga að koma í veg fyrir að broddprótein kórónu- veirunnar ráðist inn í mennskar frumur. Erfitt er að mæla því í mót að kór- ónuveirufaraldurinn sé stærsta frétt aldarinnar, fram að þessu, enda hef- ur hann með einum eða öðrum hætti haft áhrif á þorra jarðarbúa. Og mun gera áfram. Samkvæmt upplýsingum á vefsíð- unni Worldometers.info eru kórónu- veirutilfellin á heimsvísu að nálgast hálfa þrettándu milljón; tæplega 560 þúsund eru látin og tæplega sjö milljónir og þrjú hundruð þúsund hafa náð bata. Virk smit eru um fjór- ar og hálf milljón. Flestir jafna sig að fullu en aðrir glíma við aukaverk- anir til lengri eða skemmri tíma. AFP Veiran í nærmynd Bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron gerði heyrinkunnugt í vikunni að það væri að komast á lokastig í rannsóknum á mönnum í þeim tilgangi að finna lyf sem yrði þess umkomið að með- höndla og koma í veg fyrir COVID-19. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.