Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 B aráttumenn íslensku þjóðarinnar fyrir því að hún heimti stjórn sinna mála á ný voru nítjándualdar menn. For- senda þess að þeim yrði ágengt var sú að vindar blésu í þá átt víðar og ekki síst í okkar næsta nágrenni. Og þjóð- frelsismenn náðu að fanga þann meðvind fyrir sitt land. Fámennur hópur sem Jón Sigurðsson fór fyrir hamraði járnið. Þar hélt gæfusmiður um hamarinn. Næstu öld á eftir snerist galdurinn um að fikra sig sem frjáls þjóð áfram, þótt verkefnin væru stór og efnin lítil. Alkunnir úrtölumenn eiga óhægt með að gera lítið úr ótrúlegum árangri sem náðist á flestum sviðum. Það er hafið yfir vafa að glæður frelsisins voru frum- krafturinn sem tryggði að svo vel rættist úr fyrir fá- menna og fátæka þjóð. Naga eigin rót Hér eru þó þau undarlegheit og lenska að hver étur eftir öðrum að allur aðbúnaður og kjör séu lakari á Íslandi en víðast, ef ekki alls staðar. Þeir sem þannig gapa og hinir sem grípa fullyrðingarnar á lofti komast upp með það af því að nægilega margir nærast á þessu nesti og fáir nenna að bíta burt þessa bábilju. Nú þykir oft fara vel á að nefna „þær þjóðir sem við berum okkur helst við“ þegar slá skal fram hversu kjör, aðbúnaður og þjónusta sé minni og ómögulegri hér en annars staðar gerist. Stóradómnum er svo gjarnan fylgt eftir með því að þess- ari óáran valdi víðfeðm og viðvarandi spilling hér á landi. Hópur manna gengst svo upp í því að gera sitt til að koma þjóðinni á lista yfir spilltustu ríki og hrópar húrra nái hann að mjaka Íslandi upp þann lista. Þeir sem fjarri standa eiga á hinn bóginn erfitt með að ná því að svo fá- menn þjóð, á eyju við ystu mörk, sem hefur ráðið fyrir sínum eigin málum um skamma hríð, hafi náð svo undra- verðum árangri sem rauntölurnar sýna. Á flesta þá mælikvarða sem þjóðir sækjast eftir að standa vel á er þetta heimarægða land á hinn bóginn oft- ar en ekki í hópi þeirra sem best mega við una. Þó blasir við að fámenni og fjarlægð kostar sitt (en hefur ríkulega kosti) en þessum stólpaárangri er náð þrátt fyrir það. Jafnvel á þingi fólksins sitja ótrúlega margir kjörnir fulltrúar sem telja það efst á verkefnalista sínum að tala árangur þjóðar sinnar niður. Nú er sú tilfinning auðvitað þekkt að ýmsum er eftir- sjá í því sem áður var hluti samtíðar og dekra sjálfsagt fullfast við þá hugsun að margt hafi verið í betra fari áður. Þrátt fyrir að nú tíðkist slangur, klúr og grófyrði í takt við klæðaburð á þingi hefur það ekki breytt því að þjóðin þekkir þingmenn sína mun verr en áður var. Það má þó ekki gefa sér að það sé vegna þess að á þingi sitji nú fólk sem skeri sig síður úr en var fyrir fáeinum ára- tugum. Ef svo væri má spyrja sig hvers vegna það er. Þjóðinni fjölgar vel. Efni hafa vaxið þrátt fyrir nöldrandi niðurrifstal og almennri menntun hefur fleygt fram. Að- gengi að upplýsingum hefur opnast upp á gátt og al- menningur getur fylgst betur með sínum kjörnu full- trúum en áður var. Breyttar forsendur En á hinn bóginn hafa áhrif og völd þingmanna veikst stórlega á síðustu áratugum. Um það þarf ekki að deila og gildar ástæður standa til þess og ekki endilega allar neikvæðar. Á meðan þjóðin var fjárhagslega vanburða þurfti sameiginlegt átak til flestra stærri verkefna. Kvartað er enn yfir samgönguleysi hér á landi. En samgöngurnar voru engar í nútíma skilningi þegar þjóðin fékk loks vald á sínum eigin málum. Landið var stórt, fólkið fátt og bjó dreift. Farartálmar af náttúr- unnar hendi hvert sem litið var. Lækir, ár, fljót, heiðar og fjöll og árviss og erfið tíð margfaldaði erfiðleikana. Á örfáum áratugum hefur verið lyft grettistaki í öllum þeim efnum samhliða uppbyggingu skóla, heilsugæslu og sjúkrahúsum með tækjum á borð við það besta sem gerist. Þingmenn og áhrif þeirra skiptu miklu í augum borgaranna á meðan flest það sem gera þurfti varð fyr- ir opinberan atbeina. Öflug fyrirtæki hafa síðar komið til. Sveitarfélög sem áður máttu sín lítils hafa eflst og styrkst. Forsendan fyrir þessari þróun er frjálst og öfl- ugt atvinnulíf með sérhæfða starfsmenn á öllum svið- um og þar sem svigrúm framsýnna einstaklinga er nægjanlegt. Því fer fjarri að þingheimur allur átti sig á þessari forsendu framfaranna. Þar halda of margir enn að fjár- munirnir eigi uppruna sinn í sameiginlegum sjóðum og hugsa sjaldnast til þess hvar allt þetta fé var áður en það lenti þar og tók að rýrna, áður en það fór í opinbera brúkun og þó mest eftir að þangað var komið. Og stundum sitjum við öll föst í fortíðinni. Það hafði þannig enginn afl til þess eða heimildir að stofna til út- varpsreksturs og byggja upp öflugt dreifikerfi sem næði sem fyrst til einangruðustu byggða. Ríkisvaldið varð að koma til. Sú ríkisstofnun stóð sig vel um margt og gladdi fólk nær og fjær og bjargaði menningar- verðmætum og hefði verið að því mikill missir. En það gildir ekki lengur. Nú er í þetta verkefni mokað óhóf- legum fjármunum til að tryggja að aðrir aðilar komist ekki að til að veita þessa þjónustu. Fyrirkomulagi forn- aldar sem lengi mátti réttlæta er nú haldið áfram með lögþvingunum. Hvað gerði stjórnarskráin af sér Jóhönnustjórnin notaði meinlokur eins og fíkniefni að festast í. Ein þeirra var að hér yrði að breyta stjórnar- skránni þar sem alþjóðlega bankakerfið fékk skell snemma á nýrri öld sem margur laskaðist í að ósekju. Ótal þjóðir komu sárar frá þeirri kreppu. Engri þeirra datt þó í hug að kenna bæri stjórnarskránni um ófar- irnar. Aldrei var reynt að útskýra hér hvað stjórnar- skrá lýðveldisins hefði með bankakreppuna að gera. En það skrýtna er að þótt meinlokuliðið sjálft sé að mestu á bak og burt er ruglinu haldið við af þeim sem síst skyldi. Helst var því haldið á lofti að stjórnarskráin væri gömul og hefði komið frá dönskum kóngi fyrir meira en hundrað árum og hann hefði áður fengið hana frá meginlandinu með áþekkum hætti og Bandaríkjamenn fengu sína. Stjórnarskrá Breta er miklu eldri en allar þessar, og hún hefur elst svo dæmalaust vel vegna þess að þar hefur þeim ekki enn hugkvæmst að færa hana í letur. Alþingi bjó svo vel drýgstan hluta síðustu aldar að margir helstu stjórnarskrárspekingar landsins sátu á þingi. Þar má nefna Bjarna Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Ólaf Jóhannesson. Og þessir þrír hafa það umfram stjórnskipunarmenn sem þora helst aldrei út fyrir lóð háskólans að þeir voru um leið mestu fróð- leiksmenn um siði og þróun stjórnmála í landi sínu. Þetta var ómetanleg blanda. Rök Bjarna halda enn vel Enn þann dag í dag er fróðlegt að lesa hugleiðingar Bjarna Benediktssonar um umræðu og breytingar á stjórnarskrá. Og ekki síður um óhjákvæmilega gild- andi neyðarrétt hverrar þjóðar, sem Bjarni var ekki í minnsta vafa um og færði glögg og gild rök fyrir. Um aldur stjórnskipunarlaga og meinta eftiröpun frá öðrum löndum segir Bjarni fyrir tæpum 70 árum og það segir sig sjálft nú eins og það gerði þá: „Í þeim löndum, sem sett hafa skrifaðar stjórnarskrár, hefur reynslan orðið sú, að þótt ákvæðin hafi verið hin sömu eða svipuð í upphafi, hefur framkvæmdin orðið harla ólík í hverju landi um sig. Það er sem sé óhagganleg staðreynd, að stjórn- Vönduð umræða vænkar hag ’ Engri þeirra datt þó í hug að að kenna bæri stjórnarskránni um ófarirnar. Aldrei var reynt að útskýra hér hvað stjórn- arskrá lýðveldisins hefði með bankakreppuna að gera. En það skrýtna er að þótt meinloku- liðið sjálft sé að mestu á bak og burt er rugl- inu haldið við af þeim sem síst skyldi. Reykjavíkurbréf10.07.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.