Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020
LÍFSSTÍLL
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með
fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.
Afsláttarverð gilda til 12. júlí eða á meðan birgðir endast
12 – 18 virka daga
12 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
12 – 18 virka daga
12 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1
FLORIDA
Glæsilegur og þægilegur
hornsófi. Áferðarfallegt,
ekta leður allan hringinn,
leðrið fæst dökkbrúnt,
dökkgrátt eða svart.
Þétt, mjúk sæti og bak
með fallegum þversaumi.
Sófinn fæst með vinstra
eða hægra horni (það er
ekki færanlegt).
Stærð: 260 x 218 x 95 cm
303.992 kr.
379.990 kr.
AFSLÁTTUR
20%
Börnin njóta listaverka
líkt og fullorðna fólkið. Býr í náttúru-
paradís í Noregi
Björg Bjarnadóttir viðskiptafræðingur var tólf ára þegar hún flutti til Noregs með
fjölskyldunni. Hún á fallegt heimili í Noregi og er sífellt að gera eitthvað til að bæta það.
Elínrós Líndal elinros@mbl.is
B
jörg Bjarnadóttir viðskiptafræðingur er fyrrverandi knatt-
spyrnukona sem spilaði í sex ár í efstu deild í Noregi. Í
dag starfar hún fyrir olíufyrirtæki og býr í fallegu um-
hverfi í faðmi fjölskyldunnar, með eiginmanni sínum Jørn
Vølstad og þremur börnum.
„Ég bý í Sviland sem er bæjarhluti i útjaðri Sandnes í Noregi. Mað-
urinn minn er frá þessum bæjarhluta og við keyptum okkur hús hér
fyrir nokkrum árum. Við búum hér í sterkum tengslum við náttúruna,
þar sem er stutt í fallegar gönguleiðir, í fjallgöngur og lystigarða.
Hér er einstaklega fallegt útsýni, sem ekki er sjálfgefið ef maður
byggi í meira þéttbýli. Að líta út um gluggann er eins og að horfa á
málverk. Í dag starfa ég fyrir stórt amerískt olíufyrirtæki í Stav-
anger.“
Hrifin af efnum úr náttúrunni
Hvernig lýsirðu þínum persónulega stíl heima?
„Minn persónulegi stíll er fyrst og fremst minimalískur, með inn-
blæstri frá bóhemískum og suðrænum stíl. Ég er hrifin af efnum úr
náttúrunni eins og tré og leir. Smekkurinn minn er alltaf að þróast og
er lifandi og hefur breyst með tímanum. Ég fæ innblástur á ferðalög-
um, úr tímaritum og frá samfélagsmiðlum. Ég skoða mikið af fallegum
heimilum og heillast af öllu mögulegu úr mismunandi stílum. Ég er
ekki hrædd við að blanda stílum og hugsanlega yrði næsta heimili allt
öðruvísi en núverandi heimili.“
Hvað getur þú sagt mér um litavalið á veggjunum heima?
„Þegar við fengum húsið afhent voru allir veggir hvítir, en við fund-
um fljótt að það hentaði okkur ekki nógu vel. Ég vildi daufa litapallí-
ettu sem gefur húsinu líf. Flestöll herbergi og alrými eru máluð í ólík-
um gráum tónum, sem gefa mismunandi stemningu. Mér líður best í
björtu og rólegu umhverfi og finnst mikilvægt að geta komið heim úr
vinnu og geta notið kaffibollans í rólegheitum. Litirnir og hlutirnir í
kringum mig hafa áhrif á mína vellíðan og það er mér mikilvægt.“
Gerðir þú húsnæðið upp sjálf?
„Við keyptum húsið nýtt, en við fengum að raða vissum hlutum sjálf
og breyttum heilmiklu. Við teiknuðum eldhús- og baðherbergisinn-
réttingarnar og breyttum ýmsu í sambandi við rafmagn og lýsingu.
Þegar þriðja barnið bættist í hópinn, gerðum við breytingar og bætt-
um við auka svefnherbergi í húsið. Við byggðum okkur einnig bílskúr,
sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega.“
Barnaherbergin hrein og notaleg
Áttu góð ráð þegar kemur að því að raða?
„Ég vel mér hluti sem mér þykir fallegir og ég finn að hafa góð áhrif
á mig. Mér finnst gaman að breyta staðsetningu á hlutunum af og til
og sjá hvernig þeir koma út annars staðar í húsinu. Hlutirnir hjá mér
eru mikið á flakki á milli staða. Það getur oft verið fallegt að raða
nokkrum hlutum saman, en svo mega líka stórir og sérstakir hlutir
standa einir. Þeir fá þá að njóta sín án of mikillar samkeppni við ann-
að. Ég er mikið fyrir plöntur og blóm sem er að finna út um allt húsið.
Það gefur lit og líf og skapar góða stemningu.“
Hvernig heldur maður barnaherberginu hreinu og fallegu?
„Ég get alls ekki sagt að barnaherbergin séu alltaf í tipp topp
standi. Börnin mín eru eins og öll önnur börn og mega nota herbergið
sitt eins og þau vilja. En mér finnst samt mikilvægt þegar degi lýkur
að barnaherbergin séu hrein og notaleg og að börnunum líði vel í sín-
um heimi og þá sérstaklega á kvöldin þegar þau fara að sofa.
Leikföng eru flokkuð og sett í ýmsar fallegar hirslur inn í herbergi.
Þannig taka hirslurnar þátt í því að setja svip á herbergið og gefa því
hlýleika. Þá er líka stutt í dótið og léttara að ganga frá því. Við notum
falleg leikföng, bækur, skírnargjafir og fleira til að gera herbergin
persónulegri.“
Grænar plöntur gera heimilið líflegra
Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?
„Þegar byrjaði að vora ákváðum við að bæta upp á garðinn og úti-
svæðið. Við keyptum okkur ný garðhúsgögn, fallegar plöntur og potta
sem lífga upp á útisvæðið. Það sem mér þykir samt vænst um eru
blómakassarnir sem ég bað manninn minn um að smíða. Þeir setja
einstaklega góðan svip á heildina og eru punkturinn yfir i-ið.“
Hverju langar þig að deila með lesendum þegar kemur að því að
gera fallegt heimili?
„Fyrst og fremst að fara eftir eigin smekk, hvernig sem hann er.
Það er mikilvægt að nýta rýmið og velja húsgögn sem fara rýminu vel.
Grænar plöntur gefa líf í húsið og litir á veggjum gefa persónuleika og
hlýju. Ég mæli líka með að skoða tímarit og sem dæmi Instagram fyr-
ir innblástur.“
Með blóm og ávexti í eldhúsinu
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?
„Ég er uppalin á Akureyri og fer alltaf norður þegar ég fer heim til
Íslands, en uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi er Öxnafjörður. Ég
eyddi hverju sumri þar hjá ömmu og afa sem lítil stelpa. Afi var skóla-
stjóri og amma kennari við Lundarskóla og þau voru með hesta og bú-
skap. Þaðan eru mínar bestu æskuminningar.“
Hvað langar þig að gera næst á heimilinu?
„Næst á dagskrá er að mála alla veggi í stofunni og eldhúsinu og
breyta aðeins til í forstofunni. Þar þurfum við meira skápapláss sem
hentar fimm manna fjölskyldu. Svo á auðvitað að mála í einhverjum
fallegum lit. Þar finnst mér mikilvægast að vera með praktískar
lausnir, að rýmið sé notfært og að það sé fallegt og notalegt að koma
inn fyrir dyrnar. Forstofan er það fyrsta sem mætir fólki þegar það
kemur inn og því finnst mér vera mikilvægt að kynna heimilið vel við
anddyrið.“
Ertu mikið fyrir að elda?
„Já ég er mikið fyrir að elda góðan mat og finnst kvöldmatur vera
mikilvægasti hluti dagsins fyrir okkur fjölskylduna. Þá setjumst við
niður við borð og spjöllum saman eftir vinnu og skóla. Mér finnst líka
skemmtilegt að baka og er bæði í gerbakstri og tertum.“
Hvað er ómissandi í eldhúsið?
„Kaffivél, ólífuolíur og ávextir. Ég læt olíur, te og bretti standa
frammi og er alltaf með ferska ávexti í skál á eldhúsborðinu. Blóm eru
einnig ómissandi, í fallegum vasa á borðinu.“
Heimilið er einstaklega
stílhreint og fallegt.
Stílhreint eldhús sem
gaman er að vinna í.