Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 LESBÓK á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu TÚR Phil Collen, gítarleikari Def Leppard, segir helm- ingslíkur á því að risatúr bandsins um Bandaríkin með glyströllunum í Poison og Mötley Crüe og Joan Jett & the Blackhearts verði að veruleika sumarið 2021 en túrnum var frestað í sumar vegna kórónuveirufarald- ursins. „Vonandi – það er planið,“ sagði hann í samtali við bandarísku útvarpsstöðina SeriusXM. „Það veltur þó ekki alfarið á okkur. Þetta er eins og að fara út að aka. Það er ekki nóg að hugsa um sjálfan sig; maður verður að hafa augun á öllum fábjánunum á veginum líka. Þannig er staðan í augnablikinu. En við erum klárir í slaginn.“ Fram hefur komið að Vince Neil, söngvari Crüe, réð sér einkaþjálfara til að skafa af sér uppsöfnuð aukakíló í vetur. Sá ætti að verða í vargaformi að ári. Helmingslíkur á túr Phil Collen er í toppformi. AFP FRAMI Breski leikstjórinn Amma Asante hefur verið iðin við kolann undanfarin ár og leikstýrt bæði kvikmyndum og sjónvarps- þáttum við góðar undirtektir. Má þar nefna myndirnar A United Kingdom og Where Hands Touch og þætti í sjónvarpsseríunum The Handmaid’s Tale og Mrs. America. Í samtali við breska dagblaðið The Guardian kveðst hún á hinn bóginn eiga erfitt með að átta sig á því hvar hún standi enda séu fyrir- myndirnar ekki á hverju strái. „Ég hef ekki haft neinn þeldökkan breskan kvenkyns leik- stjóra að miða feril minn við. Það hefur hald- ið væntingum mínum niðri.“ Amma kallar ekki allt ömmu sína Leikstjórinn Amma Asante ryður brautina. AFP Paul Stanley sem Stjarnunginn. Notum grímur! GRÍMUR Paul Stanley, söngvari og gítarleikari glysgoðanna í Kiss, blandaði sér í umræðuna um grímu- burð Bandaríkjamanna í vikunni og engum þarf að koma á óvart að hann hvetji fólk til að bera grímur. Sjálfur hefur hann þénað milljarða króna á slíku athæfi gegnum tíðina enda þótt gríma Stjarnungans (e. Starchild), sem hann notar á sviði, dugi nú líklega skammt gegn kór- ónuveirunni enda hylur hún ekki vit kappans. „Sumum finnst grím- urnar skerða frelsi þeirra,“ tísti Stanley, „en ef við berum þær þá höfum við MEIRA frelsi til að fara úr húsi. Ef við notum grímur dreifir veiran sér hægar og fleiri staðir verða opnaðir og fyrr en ella.“ Það er ekki tónlistin sem sætirtíðindum í dægurtónlistar-þættinum Poppkorni frá árinu 1986, það eru bara dæmigerðir smellir og lummur frá eitís-tímanum eða áttunni, eins og menn eru farnir að kalla þann ágæta áratug, heldur tilburðir umsjónarmannanna, Gísla Snæs Erlingssonar og Ævars Arnar Jósepssonar. Í stað þess að kynna bara lögin, eins og Þorgeir Ástvalds- son og Edda Andrésdóttir gerðu svo ljómandi vel í Skonrok(k)i á undan þeim, brugðu þeir félagar gjarnan á leik. Hentu í hvern sketsinn af öðrum, oftar en ekki án nokkurs samhengis við tónlistina sem á eftir kom. Og? spyrja nú sjálfsagt einhverjir. Jú, við erum að tala um árið 1986 og sketsagerð af afar skornum skammti í íslensku sjónvarpi. Höfum í huga að þetta var áður en Spaugstofan lét til sín taka og löngu áður en Radíus- bræður, Tvíhöfði og þeir æringjar allir komu fram á sjónarsviðið. Einu sketsana í íslensku sjónvarpi fyrir Poppkorn hefur líkast til verið að finna í sjálfu Áramótaskaupinu. Sketsar þeirra Gísla Snæs og Æv- Ævar Örn Jósepsson og Gísli Snær Erlingsson virðast hafa verið með einhvers konar Bjarna Fel-blæti. Hér eru þeir með frummyndinni. Að vísu í Áramótaskaupi en ekki Poppkorni. Poppkorn sem bragð er af Öllum á óvörum hefur 34 ára gamalt efni borið af í íslensku sjónvarpi í sumar. Við erum að sjálf- sögðu að tala um dægurtónlistarþáttinn Popp- korn, sem dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins hafði hyggju til að endursýna um miðjan dag utan helsta annatíma. Hafi hann þökk fyrir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Madonna var ein skærasta poppstjarnan árið 1986 og fastagestur í Poppkorni. Reuters Eins og ég segi var tónlistin í aukahlutverki í Poppkorni árið 1986. Þó hefur verið gaman að rifja upp hvað bar hæst um þær mundir. Sumt af því sem tröllreið öllu er enn vinsælt og í tísku, svo sem Ma- donna og U2, auk þess sem The Rolling Stones virðast hafa verið á góðri siglingu 1986. Þarna koma líka við sögu sveitir sem runnu í stein á eitís-tímanum, svo sem Cutting Crew, Five Star og Fine Young Cannibals, sem stungu raunar við stafni í Reykjavík þetta sama ár. Svo eru þarna ýmsir sem mað- ur var annaðhvort löngu búinn að gleyma eða hafði ekki hugmynd um að væru eða hefðu verið til. Tilvist aust- urríska söngvarans Falcos rifjaðist til dæmis upp fyrir mér, en hann gerði garðinn frægan á þessum árum með lög- um á borð við Rock Me Amadeus og Der Kommissar. Fletti Falco upp og komst að því að hann er látinn; dó í bílslysi 1998. Alveg fór það framhjá mér. Látinn fyrir 22 árum Falco var vinsæll 1986.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.