Morgunblaðið - 05.08.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
ÚTSÖLU-
LOK
20-70% afsláttur
Opið virka daga kl. 10-18
Páll Vilhjálmsson skrifar:
Trump setur al-þjóðlegum risa-
fyrirtækjum stólinn
fyrir dyrnar. Ekki
aðeins fyrirtækjum
kínverskrar ættar
heldur einnig
bandarískum sem
hyggjast flytja störf
úr landi.
Frjálslyndir ogvinstrimenn
koma alþjóðlegu ris-
unum til varnar.
Sama er uppi á ten-
ingunum þegar Trump dregur úr
hernaði í miðausturlöndum, kallar
bandarískt herlið frá Evrópu.
Vinstrimenn og frjálslyndirbrjálast, vilja meiri hernað og
vígtól.
Hér áður voru hægrimenn
herskáir og bestu vinir stórfyr-
irtækja. Vinstrimenn voru vinir
litla mannsins og kusu frið fremur
en stríð.
Nú eru endaskipti höfð á hlut-unum. Morgunblaðið birtir
leiðara sem gagnrýnir alþjóðleg
stórfyrirtæki fyrir að sitja yfir hlut
lítilmagnans. Alþjóðavæddir
vinstrimenn telja aftur sáluhjálp að
rafrænir risar stjórni heiminum.
Herskár kapítalismi vinstri-manna er til marks um um-
pólun stjórnmálanna. Hægrimenn
verða þjóðlegir og íhaldssamir og
meðvitaðir um samfélagsleg gildi.
Vinstrimenn gerast talsmenn al-þjóðakapítalisma sem breytir
heiminum í stafrænt kínverskt
Disneyland.
Það þurfti Trump til.
Páll Vilhjálmsson
Snúast í hring
STAKSTEINAR
Donald Trump
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki hefur mikið verið um grasfrjó í
lofti að undanförnu samkvæmt nýj-
ustu frjótölum, sem taka mið af frjói á
hvern fermetra. Síðastliðna viku hafa
þau orðið 17 þegar mest var, 1. og 2.
ágúst en 2 þegar minnst var, 29. júlí
síðastliðinn.
Hæstu frjótölur ársins voru í lok
júní, þar sem um 160 frjókorn á fer-
metra mældust í Garðabæ, en sam-
kvæmt meðaltali áranna 2011 til 2019
ná umsvifin almennt hámarki í lok júlí.
„Í veðrinu sem hefur verið undan-
farna daga er ekki mikið um gras-
frjó,“ segir Ellý Guðjohnsen líffræð-
ingur.
„Grasfrjóin eru enn þá í loftinu. Ef
það hlýnar og er bjart og þurrt þá
dreifast þau betur,“ segir Ellý.
Birkifrjótíma er lokið en grasfrjó-
tíminn vel á veg kominn og nær há-
marki í júlí og ágúst, að sögn Ellýjar.
Ellý segir þó að taka þurfi tillit til
staðbundinna þátta þegar reynt er að
forðast frjókornaofnæmi.
„Fólk ætti að forðast staði þar sem
er óslegið gras í góðu veðri. Þar eru
blómin að dreifa frjókornum,“ segir
hún.
Vöktun frjókorna fer fram með frjó-
gildrum, sem komið hefur verið fyrir á
þökum Náttúrufræðistofnunar í Urr-
iðaholti í Garðabæ og á Borgum á
Akureyri.
Minna um frjókorn en vant er
Frjótölur lágar undanfarna daga
Náðu hámarki í lok júní í Garðabæ
Morgunblaðið/Ernir
Frjókorn Ofnæmi lætur helst segja
til sín þar sem er óslegið gras.
Reykjavíkurmaraþoni Íslands-
banka, sem fara átti fram 22. ágúst
næstkomandi hefur verið aflýst. Frí-
mann Andri Ferdinandsson, fram-
kvæmdastjóri Íþróttabandalags
Reykjavíkur segir að í ljósi nýrra til-
mæla almannavarna, hafi annað ekki
verið í stöðunni. Maraþonið hefur
verið haldið 36 ár í röð og þúsundir
keppenda tekið þátt frá ýmsum
heimshornum. Mikilvægur þáttur
þess hefur verið svonefndur „Hlaup-
astyrkur“, þar sem þátttakendur
hafa safnað fyrir góðgerðarsamtök
hér á landi. Samkvæmt heimasíðu
Íslandsbanka söfnuðu hlauparar
rúmlega 167 milljónum til 181 góð-
gerðarfélags á síðasta ári.
„Við ætlum að reyna að halda
áfram og safna áheitum og fólk getur
þá bara hlaupið heima eða hvernig
sem það er,“ segir Frímann um þá
möguleika að halda hlaupastyrknum
gangandi. Þátttakendur í Reykjavík-
urmaraþoni hafa skráð sig til þátt-
töku og greitt fyrir það gjald. Um þá
stöðu segir Frímann að allir sem hafi
skráð sig í ár verði færðir sjálfkrafa
til þátttöku á næsta ári og munu
þátttökugjöld færast með. Þeim sem
svo kjósa verður boðin endurgreiðsla
að fullu.
Frímann segir að um erfiða
ákvörðun hafi verið að ræða, en ann-
að hafi ekki verið í stöðunni. Sótt-
varnir hafi forgang og sé einfaldlega
ekki hægt að tryggja við slíkan við-
burð. Hann segist skilja að margir
hlauparar verði svekktir en að
„svona sé lífið“.
Reykjavíkur-
maraþoni aflýst
Hlaupastyrkjum vonandi viðhaldið
Aflýst Ekkert verður af Reykjavík-
urmaraþoni í ár og sýta það margir.