Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 ✝ SteinþórBjörgvinsson rafeindavirkja- meistari fæddist 12. desember 1950 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði hinn 24. júlí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Björg- vin Þórðarson leigubílstjóri, f. 9.9. 1922, d. 17.5. 1997, og Anna Þorláksdóttir, starfsstúlka á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 13.10. 1923, d. 8.4. 2013. Systkini Steinþórs eru Kristín Jóhanna, f. 20.5. 1948, d. 14.2. 2019; Æg- ir, f. 25.2. 1952; Björn Þorlákur, f. 26.4. 1953; Dóra Hrönn, f. 18.4. 1954; og Alda, f. 7.3. 1959, d. 9.12. 2019. Hinn 7.8. 1982 kvæntist Steinþór Bryndísi Gestsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 13.6. 1958. Börn þeirra eru: 1) Gest- börnum og árið 1996 fluttist fjölskyldan í Grófarsmára 22 Kópavogi og voru þau þar til ársins 2013 þegar Steinþór og Bryndís fluttu á Miðvang 100 í Hafnarfirði, eftir að börnin voru flutt að heiman. Steinþór gekk í barnaskóla Hafnarfjarðar og útskrifaðist með gagnfræðapróf frá Flens- borg 1967. Þaðan lá leið hans í Póst- og símamannaskólann og útskrifaðist sem símvirki árið 1970. Árið 1979 útskrifaðist hann með meistarapróf í sím- virkjun frá Póst- og síma- mannaskólanum og 1983 út- skrifaðist hann með meistarabréf í rafeindavirkjun. Hann vann sem bílstjóri hjá Norðurleið árin 1975-1979 Hann vann lengst af sem tæknimaður hjá Háskóla Ís- lands frá september 1982 og var þar í tæp 30 ár þar sem hann sá um tölvubúnað verk- fræðideildar ásamt því að vera stundakennari. Síðustu sjö ár starfaði Stein- þór hjá IBH ehf. sem um ára- mót varð að Interroll Nordic. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, 5. ágúst 2020, klukkan 13. ur, f. 26.12. 1983, kvæntur Rósu Stef- ánsdóttur, f. 1984, börn þeirra eru: Óskar, f. 2012, Viktor, f. 2014, og Eva, f. 2019. 2) Lea, f. 22.7. 1985, sambýlismaður Gunnar Már Stein- arsson, f. 1988, börn þeirra eru: Ingólfur Þór, f. 2006, Sunna Karen, f. 2009, Grétar Logi, f. 2009, og Dalía Nótt f. 2015. 3) Björgvin, f. 27.6. 1991, kvæntur Þórunni Björk Jónsdóttur, f. 1992, börn þeirra eru: Matthildur Rósa, f. 2014, og Hrafney Myrk, f. 2018. Steinþór fæddist í Reykjavík en bjó fyrstu þrjú árin á Pat- reksfirði þar til fjölskyldan flutti í bæinn og ólst hann upp á Garðavegi 13B í Hafnarfirði. Hann bjó í Bauganesi 25 í Reykjavík ásamt konu sinni og Steinþór okkar kæri bróðir, mágur og vinur er dáinn, bráð- kvaddur, enginn fyrirvari, heilsuhraustur eftir því sem best var vitað. Eftir sitjum við í sár- um söknuði og með minningar um góðan dreng sem allt vildi fyrir okkur gera, minningar um samveru svo lengi sem ég man. Ég reyni að muna eftir því hvort okkur hafi einhverntíma orðið sundurorða en finn ekki eitt skipti, við náðum alltaf vel sam- an hann var minn bakhjarl hvernig sem stóð á gat ég leitað til hans. Við getum aldrei þakk- að honum og Bryndísi að verð- leikum þá hjálp sem þau veittu okkur Diddu meðan við bjuggum í Noregi, að vita af okkar málum í traustum höndum var ómetan- legt. Í gegnum tíðina fórum við í mörg ferðalög saman, okkar fyrsta ferð var þegar ég á fyrsta ári og hann á öðru ferðuðumst frá Patró inn á Barðaströnd í góðum höndum Laufeyjar frænku og Svenna bróður pabba og í mörg ár þar á eftir hann í sveit hjá afa og ömmu á Innri- Múla og ég hjá mínu fólki í Tungumúla. Eftir að hann keypti fyrsta bílinn var hann viljugur að lána blanka bróður sínum hann þegar mikið lá við og bjóða í ferðir eins og á radíóamatöramót við Þorbjörn- inn eða útsýnisferðir um nær- umhverfið, þó nokkrar ferðir fór hann með mig og fleiri vestur á firði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Minningar um ferðalög og samveru með honum og Bryn- dísi hér heima og erlendis munu ylja okkur um ókomna tíð, minn- ingar um bróður sem var sterk- ur bakhjarl, rólegur og yfirveg- aður, hann var ekkert að fara, hann átti eftir fullt af verkefnum á Miðvanginum. Steinþór var símvirki að mennt en hann var handverksmaður af guðs náð, hagur á allt efni hvort sem var tré, múr eða bílaviðgerðir, það var unun að sjá verkin hans, allt gert af nákvæmni og hagleik, óragur að takast á við hvort heldur var að smíða pall í garð- inn, umsnúa íbúðinni, setja sam- an tölvustýringar eða gera einn bíl úr tveim, já hann skar tvo Fiata í sundur og setti saman í einn. Nú er ég kominn á flug það er svo margt sem mætti segja frá, en svona er að vera sam- ferða manni sem maður lítur upp til og hefur brallað ýmislegt með og við rétt hvor öðrum hjálp- arhönd svo lengi sem ég man. Við Didda vottum ykkur, Bryndís, Gestur, Lea, Björgvin og fjölskyldur, okkar innilegustu samúð einnig öllum öðrum sem eiga um sárt að binda, en góðar minningar ylja. Hvíldu í friði bróðir, mágur og vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ægir og Hrönn (Didda). Steinþór Björgvinsson  Fleiri minningargreinar um Steinþór Björg- vinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Unnur Elías-dóttir fæddist á Elliða í Staðarsveit 23. mars 1926. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi 27. júlí 2020, þar sem hún bjó síðustu árin. Foreldrar Unnar eru: Elías Krist- jánsson frá Lága- felli, f. 29. júlí 1880, d. 10. des- ember 1938, og Sigríður Guðrún Jóhannesdóttir frá Dal í Miklaholtshreppi, f. 25. júní 1888, d. 16. október 1928. Elías var sonur Kristjáns Elíassonar frá Lágafelli og Vigdísar Jóns- dóttur, frá Böðvarsholti; Sigríð- ur Guðrún var dóttir Jóhann- esar Magnússonar frá Skarfa- nesi í Landsveit og Þorbjargar Jóhannessonar, vefara, frá Skriðufelli í Árnessýslu. Magn- ús Jóhannesson, bóndi í Alviðru í Ölfusi, var móðurbróðir Unn- ar. Systkini Unnar fædd á Elliða í Staðarsveit. eru: 1) Kristján, f. 6. ágúst 1911, d. 12. desember 1988; 2) Vigdís Auðbjörg, f. 31. janúar 1914, d. 6. júní 1965; 3) Ingibjörn Jóhannsson, f. 13. október 1945. Faðir hans er Jó- hann Níelsson, f. 3. sept. 1904, d. 29. júlí 1980. 2) Elísabet Sig- ríður Erla Helgadóttir, f. 12. nóvember 1949, d. 11. ágúst 1970. Faðir hennar er Helgi Halldórsson, f. 16. júní 1912, d. 17. júlí 1978. Fósturmóðir El- ísabetar, eiginkona Helga, er Lovísa Halldórsson, f. 3. apríl 1914 í Þýskalandi, d. 27. októ- ber 1967. Lífsförunautur Unnar var Eggert Jóhannsson, f. 29. mars 1909, d. 17. mars 1988. Fyrri eiginkona Kristjáns er Sigurlaug Gerður Jónsdóttir, f. 30. apríl 1946. Þau slitu sam- vistir. Börn Kristjáns og Sig- urlaugar eru: 1) Jóhanna Jóna Kristjánsdóttir, f. 6. apríl 1969; 2) Inga Guðrún Kristjánsdóttir, f. 23. október 1978. Eiginmaður: Hallgrímur Halldórsson, f. 19. janúar 1974. Þau eiga þrjá syni. 3) Sigríður Kristín Kristjáns- dóttir, f. 15. des. 1979. 4) Hjalti Karl Kristjánsson, f. 1. ágúst 1981. 5) Víðir Kári Kristjánsson, f. 23. feb. 1986. Seinni eigin- kona Kristjáns er Sigurbjörg Viggósdóttir, f. 29. maí 1940, frá Rauðanesi í Borgarfirði. Útför Unnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. ágúst 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Jóhanna Halldóra, f. 19. júní 1915, d. 24. júní 2008; 4) stúlka fædd and- vana 1916; 5) Hulda Svava, f. 12. ágúst 1917, d. 3. maí 2002; 6) Jóhannes Sæmundur, f. 21. apríl 1920, d. 21. apríl 2921; Öll fædd í Arnartungu í Miklaholtshreppi. 7) Matthildur Valdís, f. 21. mars 1923, d. 23. feb. 2018; 8) Unnur, f. 23. mars 1926, d. 27. júlí 2020. 9) stúlka fædd andvana 16. október 1928; Hálfsystkini Unn- ar samfeðra fædd á Ytra-Lága- felli eru: 10) Erla, f. 10. sept- ember 1932; 11) Sigríður Guðrún, f. 7. júlí 1934; 12) Magnús, f. 7. september 1935; 13) Elías Fells, f. 27. febrúar 1937. Móðir þeirra er Sara Magnúsdóttir, f. 20. apríl 1908, d. 13. mars 1995. Uppeldis- og fóstursonur Elíasar og Sigríðar Guðrúnar er Ársæll Jóhann- esson frá Slitvindastöðum í Staðarsveit og bóndi á Ytra- Lágafelli, f. 14. maí 1916, d. 6. mars 2003. Börn Unnar eru: 1) Kristján „Sofðu engill, sólbjartur á vanga.“ Unnur frænka upplifði meiri þjóðfélagsbreytingar á sinni löngu ævi en hægt er að ímynda sér. Þrátt fyrir áföll, veikindi og margvíslega erfiðleika þakkaði Unnur Guði ætíð fyrir allt það góða sem hann gaf henni. Hún var mjög trúuð kona. Það veitti henni mikinn styrk að vera tengd þjóðkirkjunni. Unnur fæddist árið 1926 á Ell- iða í Staðarsveit en sýsluvegur- inn lá um Elliða í upphafi síðustu aldar. Sigríður Guðrún móðir hennar lést af barnsförum á El- liða þegar Unnur var tveggja ára, yngst 9 systkina. Þegar Unnur var 6 ára flutti hún að Ytra-Lága- felli og bjó þar ásamt systkinum sínum, föður og Söru Magnús- dóttur. Fjögur systkini bættust í hópinn á árunum 1932-1938. Þá gekk fjölskyldan í gegnum annað stóráfall er faðir þeirra féll frá rétt fyrir jól 1938. Þá var Unnur 12 ára. Líf Unnar var samofið lífum systkinanna og fjölskyldna þeirra m.a. vegna þess að hún greindist ung með flogaveiki og þurfti mikinn stuðning. Unnur handleggsbrotnaði um sama leyti og faðir hennar lést. Þá fór Hulda með hana að Vegamótum, á hest- um. Læknir hafði verið kallaður til frá Borgarnesi að Vegamót- um. Settar voru spelkur um handlegginn. Unnur fór síðan með Huldu í Borgarnes til frekari aðhlynningar. Systurnar fengu að gista hjá Jóni Steingrímssyni sýslumanni og konu hans, góðum vinahjónum foreldra þeirra. Sumarið eftir andlát föður síns fór Unnur, 13 ára, ásamt Huldu til Kristjáns bróður þeirra í Reykjavík þar sem hún bjó um veturinn. Þá voru Vigdís, Hulda, Jóhanna og Matthildur einnig fluttar til Reykjavíkur. Unnur fermdist í Fáskrúðs- bakkakirkju 6. júní 1940 og gekk síðan til altaris fyrsta sunnudag eftir trinitatis í Kaldrananes- kirkju í Bjarnarfirði. Hún fór norður í Bjarnarfjörð með Jó- hönnu systur sinni sem hafði ráð- ið sig sem vinnukonu að Bassa- stöðum. Unnur fluttist þá til Huldu að Skarði en þá bjó hún þar ásamt eiginmanni sínum Jóni M. Bjarnasyni, börnum, tengda- föður, bróður og Þórdísi Lofts- dóttur, uppeldissystur Jóns, síð- ar bónda í Odda. Ungu konurnar urðu góðar vinkonur, voru jafn- öldrur, fermingarsystur, og báð- ar með börn fædd 1945. Unnur bjó hjá Huldu í rúm 12 ár. Hún eignaðist Kristján fyrir norðan 19 ára. Guðrún Níelsdóttir, föð- ursystir Kristjáns, og Karl Jóns- son í Vatnshorni tóku drenginn í fóstur. Þau fluttu síðar að Breiða- bólsstað í Dölum þar sem Krist- ján ólst upp við gott atlæti. Um tíma flutti Unnur til Reykjavíkur þar sem hún eignaðist Elísabetu. Hún flutti aftur að Skarði með Elísabetu. Þegar Hulda og Jón brugðu búi og fluttu suður 1954 var Elísabet fyrst vistuð á barna- heimilinu Silungapolli. Fljótt flutti hún til föður síns og Lovísu fósturmóður sinnar í Keflavík, sem reyndust henni afar vel. Góðar breytingar urðu á lífi Unnar þegar hún fékk íbúð í Há- túni 10. Þar kynntist hún Eggert Jóhannssyni lífsförunauti sínum. Þarna leið henni vel. Þarna átti hún öruggt skjól og um tíma starfaði hún m.a. sem gangbraut- arvörður við Laugarnesskóla. Tengslin við systkinin voru sterk. Unnur dvaldi t.d. hjá Huldu á aðfangadagskvöld í ára- tugi. Þær Matthildur voru líka mjög nánar. Unnur frænka var sannkölluð hvunndagshetja sem tókst á við lífsins verkefni af æðruleysi og hugrekki. „Hafðu þökk fyrir allt og allt,“ elsku frænka. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Kristjáns og fjölskyld- unnar allrar. Valgerður Snæland Jónsdóttir. Unnur Elíasdóttir ✝ Ólafur HalldórGarðarsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1963. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí 2020. Foreldrar hans voru Garðar Ólafs- son heildsali, f. 29.9. 1934, og Ólafía Magn- úsdóttir, kaupmaður o.fl., f. 31.8. 1939, d. 16.7. 2009. Þau eignuðust fjögur börn, sem eru auk Ólafs þau Magnús, f. 25.6. 1958, Sigríður, f. 5.11. 1960, og Garðar, f. 10.1. 1965. Garðar og Ólafía skildu, en seinni maður Ólafíu, og stjúpfaðir Ólafs, var Pétur G. Pétursson heildsali, f. 27.5. 1944, d. 9.1. 2006. Þau eignuðust dótturina Guðrúnu Huldu, f. 2.6. 1970, en slitu sam- vistum. Föðursystir þeirra systkina, Ágústa Ólafsdóttir, eða Gústa eins og hún var ávallt kölluð, f. 18.12. 1930, var Ólafi og systk- inum hans mikil hjálparhella á bernskuárum þeirra, og var þeim áfram klettur í hafi allt þar til hún lést hinn 15.9. 2007. Sig- ríður, systir Óla, var honum einnig mjög hjálpleg síðustu ár hans eftir að hann veiktist. Ólafur kvæntist 24.4. 1993 Sigrúnu Kærnested Óladóttur, f. 5.12. 1962, og eignuðust þau þrjú börn, auk þess sem Ólafur gekk syni Sigrúnar frá fyrra sambandi, Óla Hauki, í föð- urstað, en hann var kornungur þegar samband þeirra hófst. 1) Óli Haukur Mýrdal, f. 10.1. 1981, kvæntur Ínu Hrund Ísdal og eru börn þeirra Brynjar Ingi Ísdal, Sigrún Hall- dóra og Ásta Dís. 2) Sunna Dís, f. 6.1. 1988, maki Daníel Árnason, sonur Sunnu er Tómas Orri Bergmann. 3) Hanna Þurý, f. 13.9. 1989, maki Finnur Kristján, börn Anný Eva og Emelía Kristý. 4) Garðar, f. 3.10. 1992, kvæntur Thelmu Guð- laugu Arnarsdóttur, börn þeirra Eyþór Darri og Arney Dóróthe. Þau Ólafur og Sigrún skildu árið 2008. Ólafur kom víða við á til- tölulega stuttri starfsævi. Hann vann m.a. í Hagkaup, rak með öðrum fiskvinnsluna Röðul í Keflavík, stofnaði og rak um nokkurra ára skeið víngerðar- fyrirtækið Plútó, sjónvarps- dreifingarfyrirtækið Kapalvæð- ingu í Keflavík og að síðustu innflutningsverslunina Top- Drive. Þar sameinuðust vinna og áhugamál, enda Ólafur mikill bílaáhugamaður, og átti margan eðalvagninn. Hann var og áhugamaður um snóker og pílukast, og meðan honum entist heilsa varð golfið helsta áhugamál hans. Eftir að hann veiktist voru síðustu 11-12 ár honum afar erf- ið, og bjó hann lengst af í Hátúni 6.Útför Ólafs verður gerð frá Keflavíkurkirkju klukkan 13 í dag, 5. ágúst 2020. Vegna veiru- ástands þarf að takmarka all- mikið fjölda þeirra sem geta set- ið í kirkju, en safnaðarheimili kirkjunnar verður einnig opið, þar sem ákveðinn fjöldi getur fylgst með athöfninni. Óli Garðars var svona rétt ný- lega vaxinn upp úr fermingarföt- unum þegar við Þurý kynntumst honum fyrst, ærslafullum kraft- miklum strák sem svo sannarlega kallaði ekki allt ömmu sína. Hann og Þórður okkar brölluðu margt saman, misgáfulegt eins og geng- ur, en voru góðir vinir. Svo felldu þau hugi saman, Óli og Sigrún eldri dóttir okkar, fóru fljótlega að búa, eignuðust þrjú börn og sonur Sigrúnar úr fyrra sam- bandi, Óli Haukur, átti sannar- lega hauk í horni í nafna sínum. Sigrún og Óli bjuggu á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en síðan lengst af í Keflavík. Óli var afar hugmyndaríkur og kom að ýmsum rekstri, sem oft gekk mjög vel, en stundum hafði maður á tilfinningunni að hann hefði takmarkaðan áhuga á að vera lengi í því sama. En þá fann hann upp á einhverju nýju og hellti sér út í það. Mér detta í hug nokkur orð sem áttu vel við fyrrverandi tengdason okkar; hugmyndarík- ur, kappsamur, útsjónarsamur, greiðvikinn og glaðbeittur. Við má bæta vinmargur, því marga átti hann vinina og kunningjana þegar best lét. Við Þurý þökkum honum öll gömlu góðu árin sem við áttum saman, og það veit ég að systkin Sigrúnar, Þórður, Steini og Ásta, gera einnig. Innilegar samhryggðarkveðj- ur frá okkur öllum til Óla Hauks, Sunnu Dísar, Hönnu Þurýjar, Garðars og fjölskyldna þeirra. Samúðarkveðjur og til föður Óla, og til annarra aðstandenda hans. Óli H. Þórðarson. Ólafur Halldór Garðarsson Okkar ástkæra HEIÐVEIG PÉTURSDÓTTIR lést miðvikudaginn 29. júlí. Útför auglýst síðar. Þorgerður Þorleifsdóttir Þorleifur Eiríksson Sigríður Jakobsdóttir Pétur Sigtryggsson Sigtryggur Pétursson Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.