Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Föstudaginn í
síðustu viku áttu
að verða tímamót
á netaverkstæðinu
á Skarfabakka því
eftir langa starfsævi ætlaði
heiðursmaðurinn Sigþór Sig-
urðsson að láta af störfum
eftir 23 ára starf hjá okkur í
Hampiðjunni, orðinn rúm-
lega 71 árs að aldri.
Loksins þegar átti að
njóta efri áranna eftir ævi-
langa vinnu, laus við alla
ábyrgð og frelsi til að gera
það sem manni sýnist, þá
rann tíminn út. Slíkt er erfitt
að skilja en engu er hægt að
ráða og engu er hægt að
breyta.
Sigþór ólst upp frá unga
aldri við netagerð hjá afa
sínum á Kirkjusandi en fór
síðar á sjóinn frá Ísafirði og
var lengst af á skuttogaran-
um Guðbjarti ÍS. Árið 1995
byrjaði hann í hálfu starfi
hjá Netagerð Vestfjarða því
þeir voru tveir af Guðbjarti
sem skiptu með sér einu
starfi á sjó og einu í landi.
Tveimur árum síðar flytja
þau hjónin suður og Sigþór
hefur störf í Hampiðjunni
sem þá var í Bakkaskemm-
unni sem stendur við
Reykjavíkurhöfn. Sigþór tók
sveinspróf í netagerð vorið
1999. Þegar landsins full-
komnasta netaverkstæði var
byggt árið 2008 við Skarfa-
bakka þá fluttist vinnustaður
hans frá Reykjavíkurhöfn
inn í Sundahöfn en þar var
komið mikið og gott vinnu-
pláss og fullkomin tæki og
búnaður til að létta störfin
svo viðbrigðin voru mikil.
Sigþór var ósérhlífinn og
mikill fagmaður og varð
fljótlega aðstoðarverkstjóri
og skömmu síðar verkstjóri.
Hann var fær stjórnandi sem
Sigþór
Sigurðsson
✝ Sigþór Sig-urðsson fædd-
ist 15. mars 1949.
Hann lést 20. júlí
2020.
Útförin fór fram
30. júlí 2020.
náði að halda öll-
um þráðum í
höndum sér þótt
mikið væri í
gangi og hafði yf-
irsýn yfir öll
verkefni þótt á
stundum væru
þau fjölmörg.
Tíminn til að
vinna þau var oft
skammur og álag-
ið mikið því ekki
mátti láta skipin bíða. Honum
var einkar lagið að útdeila
verkum þannig að allir hefðu
verkefni við hæfi og honum
sjálfum féll aldrei verk úr
hendi.
Þrátt fyrir mikla og oft og
tíðum krefjandi vinnu fann
Sigþór tíma fyrir tómstundir
og spilaði golf í frítímanum
og það veitti honum mikla
ánægju. Seinni árin var farið
með vinum og fjölskyldu á
suðrænar slóðir og í þeim
ferðum naut hann sín vel.
Á sjónum vandist hann því
að rökræða um pólitík og
málefni líðandi stundar og
það fylgdi honum í land.
Slíkri umræðu hafði hann
gaman af og var alltaf með
skýrar skoðanir á öllum mál-
um og fylgdi staðfastur lífs-
skoðun sinni.
Fyrir hönd Hampiðjunnar
hf. og samstarfsmanna, sem
hafa misst góðan félaga og
vin, vil ég koma á framfæri
þakklæti fyrir óeigingjarnt og
eljusamt starf Sigþórs og
framlag hans til vaxtar og
viðgangs fyrirtækisins.
Gerði, börnunum þremur
og fjölskyldum þeirra sendum
við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Missir ykkar er
mikill og sár en megi minn-
ingin um góðan dreng styrkja
ykkur og efla.
Hjörtur Erlendsson
forstjóri.
Fyrir mistök birtist þessi
grein ekki með öðrum
greinum um Sigþór í gær,
á útfarardegi.
Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á mistökunum.
✝ ValgerðurHrefna Gísla-
dóttir fæddist í
Reykjavík 22. febr-
úar 1927. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 26. júlí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Gísli
Jóhannsson, f.
1891, d. 1978, og
Grímheiður Elín
Pálsdóttir, f. 1895,
d. 1986. Systkini hennar voru
Jónína Margrét, f. 1921, d. 2011,
Ingibjörg, f. 1923, d. 2008, Jó-
hann, f. 1925, d. 1968, Páll Garð-
ar, f. 1928, d. 1951, og Magnús
Ragnar, f. 1930, d. 2016.
Valgerður giftist 1. maí 1954
Andrési Gilssyni, stýrimanni, f.
desember 1958, d. 9. mars 1997,
kona hans er Kristjana Frið-
björnsdóttir, f. 20. ágúst 1959.
Börn þeirra eru Friðbjörn, f.
1982, Elísa, f. 1988, og á hún
einn son. 3) Grímheiður, f. 18.
júlí 1961, maður hennar er Jó-
hann Bogason, f. 7. janúar 1958.
Þeirra börn eru Una Björk, f.
1980, hennar maður er Valur
Ingvi Magnússon, f. 1977, og
eiga þau tvö börn. Íris Hrund, f.
1985, hennar maður er Nick
Ward, f. 1988, og eiga þau einn
son. Andrés Valur, f. 1991, kona
hans er Katrín Harðardóttir, f.
1991, og eiga þau tvær dætur.
Valgerður ólst upp í Reykja-
vík ásamt foreldrum sínum og
systkinum. Hún lærði hattasaum
í Iðnskólanum og fór til Dan-
merkur í húsmæðraskóla ásamt
Ingibjörgu systur sinni. Val-
gerður starfaði lengst af við
verslunarstörf.
Valgerður verður jarðsungin
frá Áskirkju í dag, 5. ágúst 2020,
og hefst athöfnin klukkan 13.
17 júní 1926, d. 21
október 2015. For-
eldrar hans voru
hjónin Gils Magn-
ússon, f. 1895, d.
1930, og Ingveldur
Pétursdóttir, f.
1896, d. 1987.
Andrés og Val-
gerður eignuðust
þrjú börn. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
ríður, f. 10. septem-
ber 1955, maður hennar var Val-
geir Daðason, f. 30. ágúst 1951,
d. 28. febrúar 2012. Dætur
þeirra eru Hrefna, f. 1976, henn-
ar maður er Ingvar Hermanns-
son, f. 1979, og eiga þau þrjú
börn. Andrea, f. 1981, og á hún
þrjú börn. 2) Páll Garðar, f. 22.
Elsku mamma mín, nú sitjum
við hérna systurnar og hugsum um
þig, hversu heppnar við vorum að
hafa þig sem mömmu. Það eru
margar góðar minningar sem við
eigum og getum hlýjað okkur við.
Margs er að minnast, t.d. allar úti-
legurnar sem þið pabbi fóruð með
okkur um landið ásamt Nínu og
Brandi. Við hugsum oft til þess
hvernig þið komuð okkur öllum
fyrir, þið tvö og þrír krakkar í lítilli
Volkswagen-bjöllu ásamt farangri.
Ekki var lifað á sjoppufæði, það var
eldaður hafragrautur á morgnana
því það mátti enginn vera svangur,
allir þurftu að hafa næga orku og
var allur matur eldaður á prímus.
Þú varst afskaplega bóngóð og
nutum við systkinin góðs af því.
Það var sama hvort maður hringdi
að nóttu eða degi til, alltaf sagðir
þú já. Eins varst þú dugleg að snat-
tast með ömmu og systur þínar. Þú
varst alltaf tilbúin að passa barna-
börnin, fórst með þau í sund og
barnamessur á sunnudögum. Þetta
var þér allt svo lítið mál.
Við fjölskyldan höfum verið að
minnast þess hversu gott samband
ykkar pabba var og hversu mikla
virðingu þið báruð fyrir hvort öðru.
Þið fóruð í tjaldútilegur tvö saman
eftir að við hættum að koma með.
Seinna meir fóruð þið árlega til
Kanarí þar sem þið dvölduð í 2-3
mánuði.
Fyrir nokkrum árum fór stór-
fjölskyldan saman til Tyrklands og
nutum við öll ferðarinnar og mun
hún hlýja okkur um ókomin ár, þú
og pabbi með börnum ykkar,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum.
En lífið var ykkur ekki alltaf
auðvelt. Það var ykkur mikið áfall
þegar Palli bróðir dó langt fyrir
aldur fram og upp úr því missti
pabbi heilsuna. Það var aðdáunar-
vert að sjá hversu dugleg þú varst
að hugsa um hann, fara með hann í
bíltúr, sund og annað sem hann
hafði gaman af. Ekki er hægt að
minnast mömmu nema að tala um
það að enginn mátti fara svangur
frá henni og þegar við systur vor-
um með afmæli voru alltaf nokkrar
kökur frá mömmu. Mamma var
bara svona, alltaf að gefa af sér.
Elsku mamma, hvíl í friði og
takk fyrir að hafa verið mamma
okkar.
Guðríður (Gurrý) og
Grímheiður (Heiða).
Elsku amma, það eru svo marg-
ar minningar sem koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa til baka. Þú
Valgerður Hrefna
Gísladóttir
✝ Árni Páll Jó-hannsson fædd-
ist í Stykkishólmi 13.
október 1950. Hann
lést 23. júlí 2020 á
Landspítalanum.
Foreldrar hans voru
Unnur Ólafsdóttir, f.
23. september 1910,
d. 28. október 2001,
og Jóhann K. Rafns-
son, f. 10. febrúar
1906, d. 6. júlí 2000.
Eftirlifandi bróðir hans er Rafn J.
Jóhannsson, f. 29. maí 1939, kona
hans er Birna G. Pétursdóttir.
Þau eiga fimm börn, 14 barna-
börn og 14 barnabarnabörn.
Árni Páll kvæntist 31. maí 1982
eftirlifandi konu sinni, Sólveigu
Benjamínsdóttur lækni, f. 21. apr-
íl 1952. Börn þeirra eru: 1) Þor-
kell Ólafur, f. 25. febrúar 1983,
viðskiptafræðingur. Hann er
kvæntur Yabei Hu, þau eiga dótt-
lista- og handíðaskóla Íslands
1975-88.
Upp úr 1980 fór hann að fást
við kvikmyndagerð og vann tals-
vert næstu áratugi við gerð kvik-
mynda, aðallega sem leikmynda-
hönnuður. Auk þess kenndi hann
við Alþjóða kvikmyndaskólann í
Köln 1997 og ’98. Í lok tíunda ára-
tugarins fór hann að hanna sýn-
ingar og söfn. Hann hannaði
skála Íslands fyrir Heimssýn-
inguna í Lissabon 1998 og í Hann-
over 2000 auk fleiri sýninga er-
lendis, m.a. í París, London og
Prag.
Á Íslandi hannaði hann
fjölmargar sýningar, t.d. Mor-
mónasýningu á Hofsósi, Galdra-
sýningu á Ströndum, Bátahúsið á
Siglufirði og Fransmenn á Ís-
landi, Fáskrúðsfirði.
Hann hélt myndlistarsýningar
frá 1968 fram á þennan dag, bæði
einka- og samsýningar.
Hann fékk Edduna fyrir leik-
mynd ársins 2007 og 2009 og
heiðursverðlaun Eddunnar 2007.
Vegna fjöldatakmarkana á
samkomum verður útför aðeins
opin nánustu vinum og aðstand-
endum.
urina Andreu Yang
Chi. 2) Benjamín
Náttmörður, f. 13.
júní 1985, tónlist-
armaður. Hann á
soninn Örlyg Óma
með barnsmóður
sinni Stefaníu Svav-
arsdóttur.
Áður var Árni
Páll kvæntur
Magdalenu Sigurð-
ardóttur hjúkrun-
arfræðingi, f. 1952. Sonur þeirra
er Skrýmir, f. 6. ágúst 1975,
kennari, kvæntur Halldóru Jóns-
dóttur, hún átti fyrir dæturnar
Ísold og Hólmfríði Jakobsdætur.
Þau eiga dótturina Sögu.
Árni Páll lærði ljósmyndun en
fékk auk þess snemma áhuga á
myndlist. Hann var ljósmyndari
á Dagblaðinu, síðar DV, fram yf-
ir miðjan níunda áratuginn. Jafn-
framt kenndi hann við Mynd-
Árni Páll, kær frændi, er látinn.
Hann átti eftir nokkra mánuði í
sjötugt þegar kallið kom.
Ungur lærði Árni Páll til ljós-
myndara, ef til vill vegna áhrifa frá
föður sínum, Jóhanni Rafnssyni,
sem átti mikið safn ljósmynda.
Það safn varð grunnurinn að Ljós-
myndasafni Stykkishólms.
Það var margt sem prýddi
Árna Pál. Hann var vel að manni,
ljós yfirlitum og fríður. Hann var
stórbrotinn persónuleiki og kraft-
mikill í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Ósérhlífinn, vinnusamur
og sérlega áræðinn í listsköpun
sinni. Það var aldrei neitt hefð-
bundið við Árna Pál.
Þrítugur að aldri fékk hann
listamannalaun ásamt félaga sín-
um og fyrrverandi bekkjarbróður
mínum, Magnúsi Kjartanssyni.
Þeir kvittuðu fyrir launin með
sýningu í Nýlistasafninu 1981.
Árni Páll sendi móður minni, Guð-
rúnu Rafnsdóttur, boðsbréf á sýn-
inguna. Óhætt er að segja að sú
sýning var ekki lík neinni sýningu
sem hún hafði áður séð.
Árni Páll var frumlegur og
stórhuga og steig ný spor við
hvert verk. Hann elskaði að búa til
nýja heima og kom víða við. Hann
hélt einkasýningar og tók þátt í
samsýningum. Þekktastur er
hann þó líklega fyrir gerð leik-
mynda fyrir fjölda íslenskra kvik-
mynda, hönnun sýningarsetra,
svo sem Franska spítalans á
Fáskrúðsfirði, Mormónasafnsins
á Hofsósi og Galdrasafnsins á
Hólmavík og hönnunar sýning-
arskála Íslands á heimssýning-
um.
Hann sá alltaf möguleika en
ekki takmarkanir. Þess ber vitni
umsókn hans til Umhverfis- og
tækninefndar Skagafjarðar árið
2000. Bókun nefndarinnar var
svohljóðandi: „4. Naust, Hofsósi
– Árni Páll Jóhannsson sækir um
leyfi til að endurbyggja fiskhjall í
Naustinu. Meðfylgjandi teikning
gerð af Árna Páli Jóhannssyni. –
Samþykkt.“ Það leið ekki á löngu
áður en Árni Páll hafði komið
upp frábæru sumarhúsi að
Naustum. Hann bjó einnig til
Hólmatjörn, þar sem fjölskyldan
hafði búið sér heimili.
Hátt í þriðjung ævinnar barð-
ist Árni Páll við krabbamein.
Hann vildi helst ekki ræða líðan
sína en í öll þessi ár barðist hann
við sjúkdóminn og kom ótrúlega
miklu í verk þrátt fyrir veikindin.
Sólveig, kona Árna Páls, stóð við
hlið hans sem klettur.
Framlag hans til samfélagsins
er ómetanlegt.
Konu Árna Páls, Sólveigu,
börnum hans, bróður hans, Rafni
og fjölskyldu, sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Rósa Eggertsdóttir og
Gunnar Jónsson.
Við systkinin minnumst hér
okkar kæra frænda og vinar, Árna
Páls Jóhannssonar. Hann barðist
lengi við alvarleg veikindi sem að
lokum höfðu betur. Árni Páll var
yngstur af kynslóð móður okkar
og voru þau systkinabörn. Við er-
um elst næstu kynslóðar og ald-
ursmunurinn því lítill. Allt frá
bernskuárum þekktum við Árna
Pál sem stóra, flotta frænda okkar
frá Stykkishólmi. Hann var hávax-
inn, ljós yfirlitum og glæsilegur
með blik í auga og jafnvel brillj-
antín í hárinu. Hann sýndi Ísleifi
14 ára þá ræktarsemi sem ung-
lingur að taka hann með sér og
vinum sínum á bíó að sjá listrænar
kvikmyndir, til dæmis grínmyndir
Tati. Þegar hann lauk ljósmynda-
námi vildi svo til að Fríða varð
stúdent um sama leyti og þótti
honum viðeigandi að myndatakan
við þetta tækifæri yrði lokaverk-
efni hans. Þá voru teknar bæði
hefðbundnar stúdentsmyndir og
svo sveinsstykkið, sem var port-
rettmynd.
Áhugi hans á listsköpun og
hönnun kom snemma í ljós og á
þeim sviðum skapaði hann sér
starfsvettvang. Á þessum árum
hittum við hann við opnanir á
myndlistarsýningum hans, sem
margar hverjar voru mjög nýstár-
legar og mínímalískar, eða á rölti í
miðbæ Reykjavíkur og á kaffi-
húsum. Alltaf urðu fagnaðarfundir
og mikið spjallað. Áratugirnir liðu
við nám og störf, stofnun fjöl-
skyldna og barnauppeldi hérlendis
og erlendis. Alltaf þegar fundum
bar saman voru sagðar fréttir af
verkefnum sem stóri frændi var að
vinna að, leikmyndir í kvikmynd-
um og leikhúsi, söfn sem verið var
að skapa eða endurskapa, jafnvel
hönnun sýningarskála á Heims-
sýningum. Hann gerði líka upp
hús og byggði sér og fjölskyldu
sinni hús og jafnvel endurskapaði
landslag í sínu nánasta umhverfi.
Sköpunarkraftur og hugkvæmni
var óþrjótandi og starfsorkuna var
erfitt að hemja. Hann var alltaf að
skapa og töfra fram listaverk ým-
ist stærri en hið almenna ímynd-
unarafl ræður við eða smágerð fín-
leg verk sem sögðu margfalt meiri
sögu en umfang þeirra gaf til
kynna og sýndu svo vel næmni
hans sem listamanns.
Við undurfagra stuðlabergsvík
á Höfðaströnd í Skagafirði byggðu
Árni Páll og Sólveig sér hús. Gam-
alt eyðibýli, Naust, breyttist í íbúð-
arhús sem fellur einstaklega vel að
umhverfinu og umvefur íbúa skjóli
og nútímaþægindum án þess að
raska einstakri fegurð víkurinnar
og umhverfis hennar. Handbragð
og hugkvæmni Árna Páls gerir
húsið að listaverki. Árni og Sólveig
byggðu sér einnig hús í Ölvisholti í
Holtum og þar kom hann sér upp
góðri vinnustofu. Við munum aldr-
ei geta fullþakkað Árna Páli að
hafa skapað þann sælureit sem
Naust eru og meðal annars þar
mun minningin um hönnunarhæfi-
leika hans, listfengi og færni lifa.
Minningar um stóra, flotta
frænda okkar munu lifa með okk-
ur, hann var ekki einungis stór á
velli með stóra persónu, heldur var
hann stór í öllum sínum viðfangs-
efnum, skarpgreindur, húmoristi,
næmur og listfengur eldhugi sem
fannst ekkert verkefni óyfirstígan-
legt.
Þakka þér samfylgdina, kæri
frændi og vinur.
Við sendum Sólveigu, sonum
Árna og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Arnfríður Ólafsdóttir,
Ísleifur Ólafsson,
Sigríður Ólafsdóttir.
Okkar elskaði föðurbróðir Árni
Páll er látinn. Hann hefur í gegn-
um árin verið okkur sem bróðir og
rataði jafnvel og við um búrið á
æskuheimili okkar. Þar inni voru
oft margir í einu að leita sér að
góðgæti í gogginn sem þar leynd-
ist. Þegar eitthvað hefur verið um
að vera hjá okkur fjölskyldunni þá
Árni Páll
Jóhannsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÁRNI PÁLL JÓHANNSSON
listamaður,
Hólmatjörn í Holtum,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
23. júlí. Útför fer fram í dag, miðvikudaginn 5. ágúst.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir
viðstaddir athöfnina.
Sólveig Benjamínsdóttir
Skrýmir Árnason Halldóra Jónsdóttir
Þorkell Ó. Árnason Yabei Hu
Benjamín N. Árnason
barnabörn