Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Enska liðið Brentford var í
sviðsljósinu í gærkvöldi þegar
fram fór úrslitaleikurinn um
laust sæti í ensku úrvalsdeildinni
á næsta keppnistímabili.
Rifjaðist þá upp þegar harðir
stuðningsmenn Brentford lögð-
ust á sveif með íslenska landslið-
inu rétt fyrir aldamótin.
Ekki veitti af óvæntum stuðn-
ingi því Íslendingar léku þá gegn
heimsmeisturum Frakka á Stade
de France í París í síðasta leik í
undankeppni EM 2000. Undir
stjórn Guðjóns Þórðarsonar
hafði Ísland komið mjög á óvart í
sterkum riðli og átti Ísland
möguleika á að komast á EM,
eða í umspil, þegar einungis leik-
urinn í París var eftir.
Lið Brentford var nýliði í c-
deildinni haustið 1999 og hafði
unnið d-deildina um vorið. Her-
mann Hreiðarsson var leikmaður
liðsins og stuðningsmenn Brent-
ford voru ekki vanir því að leik-
menn liðsins ættu möguleika á
að komast á stórmót. Mættu þeir
því til Parísar og studdu sinn
mann á leiknum.
„Það var engu líkara en að 99
prósent áhorfenda á Stade de
France hefðu verið slegnir í rot
með óvæntri uppreisn. Hinir, þar
á meðal fimmtíu stuðningsmenn
Brentford sem mættir voru til að
styðja Hermann Hreiðarsson,
gengu hreinlega af göflunum,“
skrifaði breska dagblaðið Gu-
ardian um stemninguna þegar
Brynjar Björn Gunnarsson jafn-
aði 2:2.
Stuðningsmenn Brentford
mega sætta sig við að leika
áfram í b-deildinni næsta vetur.
En ef til vill geta hörðustu stuðn-
ingsmennirnir gert sér dagamun
og stutt Þrótt í Vogum en Her-
mann tók þar við stjórnartaum-
unum á dögunum.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir fimm mánaða hlé vegna kór-
ónuveirufaraldursins hefst Evr-
ópudeildin í knattspyrnu á nýjan
leik í dag. Keppnin verður með
nokkuð breyttu sniði en áður og eft-
ir að 16-liða úrslitin klárast í dag og
á morgun mun restin af keppninni
klárast með hraðmóti í Þýskalandi.
Þá verður Meistaradeildin einnig
spiluð í ágúst í Portúgal en alls
verða 26 Evrópuleikir á dagskrá
næstu átján daga.
Útsláttarkeppnin er almennt
haldin með því sniði að liðin leika
heima og að heiman og þurfa að
hafa samanlagt betur yfir einvígin
tvö til að komast í næstu umferð.
Sex af átta fyrri viðureignum í 16-
liða úrslitunum fóru fram 12. mars,
rétt áður en öllu mótahaldi var af-
lýst. Í þessum sex leikjum verða
einvígin kláruð með hefðbundnu
sniði, það lið sem á eftir heimaleik
tekur á móti andstæðingi sínum á
heimavelli næstu tvö kvöld. Aftur á
móti tókst ekki að spila fyrri leikinn
í viðureignum Inter – Getafe og Se-
villa – Roma. Uppgjör þeirra fer
fram með nýja sniðinu, liðin mætast
í einum leik í Þýskalandi þar sem
sigurvegarinn fer áfram.
Þannig munu svo fjórðungs-
úrslitin öll vera leikin, með einum
leik milli liða í borgunum Köln, Düs-
seldorf, Gelsenkirchen og Duisburg,
10. og 11. ágúst. Undanúrslitin
verða svo spiluð 16. og 17. ágúst áð-
ur en úrslitaleikurinn sjálfur fer
fram í Köln 21. ágúst.
Ragnar gæti mætt stórliði
Þrjú lið standa ansi vel að vígi nú
þegar. Enska lið Manchester Unit-
ed vann 5:0-sigur á LASK í Aust-
urríki og því ætti leikur liðanna á
Old Trafford í kvöld að vera forms-
atriði. Basel vann 3:0-útisigur á
Frankfurt í Þýskalandi í mars en
liðin mætast í Sviss annað kvöld.
Bayer Leverkusen er svo einnig í
vænlegri stöðu eftir 3:1-sigur á
Rangers í Skotlandi en liðin mætast
á BayArena á morgun.
Staðan er töluvert jafnari í öðrum
einvígum. Olympiacos og Wolves
skildu jöfn í Grikklandi, 1:1, og
mætast í Wolverhampton á Eng-
landi annað kvöld. Ögmundur Krist-
insson markvörður er genginn til
liðs við grísku meistarana en getur
ekki byrjað að spila með liðinu fyrr
en á næstu leiktíð, því miður þar
sem aðalmarkvörður þeirra, José
Sá, er meiddur. Shahktar Donetsk
vann 2:1-sigur í Þýskalandi gegn
Wolfsburg og mætast liðin í Kiev í
kvöld. Þá fær landsliðsmaðurinn
Ragnar Sigurðsson og félagar hans í
FC København Basaksehir í heim-
sókn frá Tyrklandi sem vann heima-
leikinn, 1:0. Takist danska liðinu að
snúa taflinu við í kvöld mun það að
öllum líkindum mæta Manchester
United í fjórðungsúrslitunum.
Það eru síðan tvo einvígi í 16-liða
úrslitunum sem ekki eru byrjuð.
Inter frá Ítalíu og spænska liðið Ge-
tafe mætast í Gelsenkirchen í kvöld
og spila aðeins einn leik um að kom-
ast áfram, rétt eins og Sevilla og
Roma gera í Duisburg annað kvöld.
Allir leikirnir fara auðvitað fram
fyrir luktum dyrum eins og tíðkast
hefur í kjölfar veirufaraldursins. Þá
munu liðin geta skipt inn allt að
fimm varamönnum í hverjum leik
eins og leyft hefur verið í flestum
deildarkeppnum í sumar og fari
leikir í framlengingu má skipta einu
sinni til viðbótar. Þótt Evrópuleik-
irnir á næstu vikum verði ekki eins
og við þekkjum þá, er ánægjulegt að
menn hafi fundið leið til að klára
þessar virtu keppnir, sem skipta
knattspyrnuna svo miklu máli.
kristoferk@mbl.is
Evrópudeildin snýr loks aftur
Ragnar Sigurðsson og félagar í København þurfa sigur á heimavelli
Manchester United í vænlegri stöðu Ögmundur ekki gjaldgengur
AFP
Líklegir Bruno Fernandes og Anthony Martial eru sigurstranglegir með Manchester United í Evrópudeildinni.
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur
Kristjánsson er mættur til starfa
hjá danska liðinu Esbjerg en hann
hætti með FH á dögunum og tók við
danska liðinu.
Undirbúningurinn fyrir næsta
tímabil í Danmörku er farinn af
stað en Esbjerg mætir Skive í 1.
umferð dönsku B-deildarinnar 13.
september næstkomandi. Féll
Esbjerg úr úrvalsdeildinni á síðustu
leiktíð.
Fyrsti leikurinn undir stjórn
Ólafs verður gegn Aarhus Fremad í
æfingaleik næstkomandi mánudag.
Mættur til starfa
í Danmörku
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Mættur Ólafur Kristjánsson er
mættur til Danmerkur.
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór
Stefánsson er á leiðinni í Val úr KR
samkvæmt heimildum karfan.is
sem greindi frá þessu í gær.
Jón Arnór er 38 ára gamall og af
mörgum talinn besti körfubolta-
maður Íslandssögunnar. Hann á 20
ára meistaraflokksferil að baki og
þar af lék hann þrettán tímabil er-
lendis.
Finnur Freyr Stefánsson er þjálf-
ari Vals en hann gerði KR að Ís-
landsmeisturum fimm sinnum árin
2014 til 2018, þrisvar með Jón Arn-
ór innan sinna raða.
Jón Arnór sagður
á leiðinni í Val
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bestur Er Jón Arnór Stefánsson á
leiðinni á Hlíðarenda í vetur?
Norðurlandamótinu í júdó sem átti
að fara fram 12.-13. september í
Laugardalshöll hefur verið frestað
vegna kórónuveirunnar. Júdó-
samband Íslands greindi frá þessu í
fréttatilkynningu í gær.
Búist var við um 300 júdómönnum
víðs vegar að frá Norðurlöndunum.
Ákvörðunin var tekin af formönn-
um júdósambanda Norðurlandanna
í sameiningu, en stefnt er að því að
halda næsta Norðurlandamót á Ís-
landi í apríl 2021.
Júdómótinu
frestað þar
til í apríl
FÓTBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti Jónsson var
búinn að sýna góða takta í úrvalsdeildinni með
Fylki í sumar en verður nú fjarri góðu gamni
næstu vikur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu.
„Ég braut bein í ristinni, ekki í fyrsta sinn,
þetta gerðist líka í desember,“ sagði Arnór Gauti
í samtali við Morgunblaðið í gær en hann fór í að-
gerð um síðustu helgi.
„Ég fékk skrúfu og verð fyrir vikið fljótari að
koma mér í gang aftur, verð styttri tíma í gifsi og
verð tilbúnari í átök þegar ég kem aftur.
Í heildina verð ég frá í sex, sjö vikur vonandi.
Maður veit auðvitað aldrei nákvæmlega hvernig
þetta fer en ég vona það besta. Vonandi verð ég
kominn á fullt eftir sex vikur.“
Arnór er 18 ára gamall en hann kom í Árbæinn
frá Aftureldingu í sumar þar sem hann var fasta-
maður í fyrstu deildinni í fyrra. Það virtist þó
ekki vera of stórt stökk fyrir miðjumanninn unga
sem hefur komið við sögu í sex deildarleikjum
fyrir Fylki í sumar og byrjað fjóra þeirra.
Árbæingar hafa spilað vel í sumar, eru í 3. sæti
eftir níu leiki, en margir ungir leikmenn hafa
fengið að spreyta sig með liðinu.
„Ég var búinn að spila nokkra leiki í röð og það
var frábært að geta það, nýkominn í gott lið.
Þetta er frábært lið og þegar því gengur vel, þá
gengur öllum vel. Það gerði mér auðveldara fyrir
að komast inn í þetta,“ sagði Arnór sem er von-
góður um að geta spilað sitt hlutverk fyrir Fylki
áður en tímabilinu lýkur. Það er ekki ólíklegt,
sem stendur á mótið ekki að klárast fyrr en í lok
október og þá er búið að fresta næstu leikjum
vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kór-
ónuveirunnar.
„Nú er verið að fresta leikjum aftur, sem auð-
vitað hjálpar mér aðeins, þótt auðvitað sé þetta
ástand hundleiðinlegt. Nú er aðallega bara leið-
inlegt að vera meiddur og geta ekki einu sinni
horft á fótbolta!“ sagði Arnór Gauti við Morg-
unblaðið.
Ekki einu sinni hægt að horfa á
Arnór Gauti verður frá í sex til átta vikur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Efnilegur Arnór Gauti Jónsson hefur komið sterk-
ur til leiks með Fylki í úrvalsdeildinni en verður nú
frá næstu vikur eftir að hafa ristarbrotnað.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, hefur ákveðið að engir
áhorfendur verði leyfðir á lands-
leikjum á vegum sambandsins í sept-
ember vegna kórónuveirunnar.
Norska knattspyrnusambandið
greindi frá þessu.
Íslenska karlalandsliðið leikur tvo
leiki í mánuðinum í Þjóðadeildinni; á
heimavelli gegn Englandi og á úti-
velli gegn Belgíu.
Íslenska kvennalandsliðið leikur
sömuleiðis tvo leiki í september. Eru
þeir báðir í undankeppni EM og á
heimavelli. Gegn Lettlandi 17. sept-
ember og Svíþjóð 22. september.
Fámennt í
Laugardal