Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsölulok Blússur • Kjólar • Bolir SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir 18. ágúst. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 21. ágúst 2020 Spánverjar botna hvorki upp né niður í þeirri ákvörðun fyrrverandi konungs síns að láta sig hverfa úr landi. Stóra spurningin sem þeir spyrja er hvort Jóhann Karl hafi flúið land eða verið rekinn burt. Konungurinn fyrrverandi, sem er 82 ára, tilkynnti óvænt í fyrra- dag að hann væri á förum úr landi. Birti hann bréf þar að lútandi á heimasíðu Spánarkonungs. Jóhann Karl mun hafa verið við- riðinn spillingarmál sem spænska lögreglan rannsakar og snýst um samninga um sölu franskrar járn- brautarlestar til Sádi-Arabíu. Hæstiréttur Spánar hóf í júní sl. rannsókn á viðskiptunum. Konung- urinn fyrrverandi sagðist myndu svara spurningum saksóknara. Jóhann Karl tók við völdum 1975 við andlát Francos hershöfðingja og leiddi spænsku þjóðina til lýð- ræðis. Hann afhenti syni sínum Fil- ippusi völdin í júní 2014. Óljóst er hvar nákvæmlega Jó- hann Karl er niðurkominn. Blaðið La Vanguardia segir hann hafa farið árla mánudags til Portúgals og þaðan til að dveljast með vinum í Dóminíkanska lýðveldinu. Dagblaðið ABC sagði í gær að hann væri kominn á leiðarenda í Karíbahafi. El Confidencial sagði aftur á móti að hann gæti verið í Portúgal, Frakklandi eða Ítalíu. Portúgalskir miðlar sögðu Jóhann Karl hafa verið í annaðhvort Esto- ril eða Cascais. Agndofa á konungsflótta AFP Í útlegð Hjónin Jóhann Karl og Sófía. Nú eru þau farin frá Spáni  Talið að Jóhann Karl sé í Dóminíkanska lýðveldinu Þrír skipreika sjómenn frá Míkró- nesíu, eyjaklasa í Kyrrahafinu fyrir austan Filippseyjar, hrósuðu happi yfir því að hafa bjargast í ballarhafi. Þeir náðu landi eftir hrakninga sína á óbyggðri og afskekktri öreyju í gær. Það varð mönnunum til happs að þeir skrifuðu alþjóðlega neyðarkallið SOS stórum stöfum í fjörusandinn. Áhafnir bæði ástralskra og banda- rískra herflugvéla tóku um síðir eftir hjálparbeiðninni risastóru og létu björgunarmiðstöð á eynni Gvam vita hvar sjómennina var að finna. Ástralski herinn sagðist hafa fundið mennina á sunnudag á hinni örsmáu eyju Pikelot, sem er um 200 km frá þeim stað þar sem mennirnir lögðu upp í róður þremur sólar- hringum fyrr. Vindar hröktu bát þeirra af leið. Fór svo að eldsneyti vélarinnar þvarr um síðir, en þá munu þeir hafa verið staddir mitt á milli tveggja af rúmlega 600 eyjum og eyjaklösum Míkrónesíu. Þyrla frá ástralska herskipinu Canberra flaug til eyjarinnar með matvæli og vatn og reyndist ásig- komulag skipverja gott. Ástralíuher/AFP Skrifuðu í sandinn Áströlsk þyrla færði skipbrotsmönnunum mat og vatn og síðar sótti björgunarskip frá Míkrónesíu þá á eyjuna Pikelot. Skrifuðu í sandinn eftir björgun Frakkar gætu í einni svipan, hvenær sem er, misst stjórnina á útbreiðslu kórónuveirunnar, sagði sérstakt vís- indaráð sem er ríkisstjórn og forseta Frakklands til ráðgjafar í stríðinu gegn veirunni skæðu. Þetta sagði ráðið í gær, eftir að skýrt var frá því að sjúklingum sem sýkst hafa af veirunni og verið lagðir inn á gjörgæsludeild hefur síðustu daga fjölgað, í fyrsta sinn frá í apríl. Í nýjasta áliti til yfirvalda segir vísindaráðið að „veiran hefur að undanförnu látið mun meira á sér kræla þar sem dregið hefur úr varnaraðgerðum.“ Til mjög strangra varna var gripið í mars og fyrst slakað á hluta þeirra í maí. „Jafnvægið er brothætt og við gætum allt í einu runnið sömu leið og til dæmis á Spáni til minni stýr- inga.“ Þá varaði ráðið enn fremur við nýrri og umfangsmikilli bylgjudreif- ingu kórónaveirunnar í haust, að sumarleyfunum í ágúst afstöðnum. Sagði ráðið, að þegar öllu væri á botninn hvolft væri það í höndum einstaklinganna sjálfra hvernig til tækist; að þeir sinntu aðgerðum gegn smiti, svo sem með lágmarks- fjarlægð milli manna, reglulegum handaþvotti og notkun andlitsgríma á almannafæri. Síðustu þrjá daga hafa 3.376 manns smitast af kórónuveirunni í Frakklandi. Á sama tíma voru 13 lagðir á gjörgæsludeild vegna veik- inda og 29 manns dóu af völdum veirunnar. Hefur veiran þar með kostað 30.294 Frakka lífið. Talsmaður þýsku læknasamtak- anna segir að ný holskefla kórónu- veirunnar sé að skella á landsmönn- um sem kastað hefðu vörnum á glæ. Þá sagði talsmaður stærstu kenn- arasamtaka landsins að skólakerfið væri ekki undirbúið undir aðra veiruágjöf. Ráðamenn um heim allan hafa enn frekari áhyggjur af upplausn í samfélagin með haustinu vegna lok- unar skóla til að sporna við dreifingu veirunnar. Gætu misst stjórn á veirunni AFP Sýking Í niðursuðuverksmiðjunni Mamminger í Þýskalandi hafa nær 200 manns sýkst af veirunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.