Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
4. ágúst 2012
Ísland leggur heims- og ól-
ympíumeistarana frá Frakk-
landi að velli
30:29 í hand-
knattleikskeppni
karla á Ólympíu-
leikunum í Lond-
on. Alexander
Petersson er
markahæstur
með sex mörk og Björgvin
Páll Gústavsson ver tvö víta-
köst. Ísland tryggir sér þar
með efsta sæti riðilsins. „Nei,
ég sá það alls ekki fyrir,“ segir
þjálfarinn Guðmundur Þ. Guð-
mundsson við Morgunblaðið.
5. ágúst 1992
Vésteinn Hafsteinsson endar í
11. sæti í kringlukasti á Ól-
ympíuleikunum í Barcelona á
Spáni. Vésteinn kastar lengst
60,06 metra. Vésteinn segir í
viðtali við Morgunblaðið eftir
úrslitin að hann hafi ætlað sér
meira.
5. ágúst 1995
Knattspyrnumaðurinn Eyjólf-
ur Sverrisson semur við þýska
félagið Herthu Berlín eftir að
hafa leikið í eitt ár með Besik-
tas í Tyrklandi.
5. ágúst 2000
Guðrún Arnardóttir úr Ár-
manni bætir Íslandsmetið í
400 metra
grindahlaupi
þegar hún
hleypur á
54,37 sek-
úndum á al-
þjóðlegu stiga-
móti í London.
Þetta er áttundi besti tími
heimsins á árinu. Íslandsmet
Guðrúnar stendur enn, 20 ár-
um síðar.
5. ágúst 2008
Hornfirðingurinn Ármann
Smári Björnsson skorar dýr-
mætt mark fyrir norsku
meistarana í Brann í for-
keppni Meistaradeildar Evr-
ópu í knattspyrnu. Ármann
kemur inn á sem varamaður
gegn Ventspils í Lettlandi og
skorar sigurmarkið 2:1
með sinni fyrstu snertingu.
Kemur hann Brann áfram í 3.
umferð keppninnar þar sem
liðið mætir franska liðinu
Marseille. „Ég veit ekki hvað
þetta gefur félaginu
nákvæmlega en það er talað
um einhverjar milljónir
norskra króna,“ segir
Ármann í samtali við Morg-
unblaðið.
Á ÞESSUM DEGI
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Elías Már Ómarsson, knatt-
spyrnumaður frá Keflavík, segist
ekki sjá fram á annað en að leika
áfram með Excelsior í Hollandi á
næsta tímabili. Liðið varð fyrir von-
brigðum þegar ekki tókst að vinna
sæti í úrvalsdeildinni en Elías stóð
sig vel síðari hluta tímabilsins.
„Ég er frekar sáttur við seinni
hluta tímabilsins hjá mér. Ég missti
hins vegar af öllu undirbúnings-
tímabilinu eftir að ég fór í aðgerð og
kom bara til baka rétt áður en tíma-
bilið byrjaði. Þá tók smá tíma að
komast almennilega inn í þetta og
komast aftur í leikæfingu. Skipt var
um þjálfara á miðju tímabili og þá
fór ég að spila betur,“ sagði Elías
þegar Morgunblaðið sló á þráðinn
til hans í gær. Þá breyttist hans
hlutverk inni á vellinum og skoraði
Elías 12 mörk þegar uppi var staðið.
„Leikstíllinn breytist hjá okkur.
Hjá þjálfaranum sem var látinn fara
var ég látinn hlaupa fram og til
baka og var alltaf að verjast. Því
fylgdu mikil hlaup og þreyta hafði
áhrif þegar ég þurfti að afgreiða
marktækifærin. Ég fékk meira
frelsi eftir þjálfaraskiptin og þurfti
ekki að verjast eins aftarlega. Þá
nýttist orkan betur í sókninni og þá
fór þetta að ganga betur.“
Er samningsbundinn
Elías á ár eftir af samningi sínum
við hollenska félagið en félagið hef-
ur auk þess forgangsrétt á að semja
við hann í framhaldinu.
„Eins og er þá er ekki útlit fyrir
annað en að ég spili næsta tímabil
með Excelsior. En maður veit aldrei
hvað gerist þegar félagaskipta-
glugginn er enn þá opinn. Á meðan
ástandið er eins og það er í heim-
inum þá munu sjálfsagt fá lið eyða
miklum peningum í leikmenn. Ég
bíð bara rólegur og einbeiti mér að
því að bæta mig og komast í gott
leikform fyrir næsta tímabil. Ef ég
skora fleiri mörk þá munu fleiri
tækifæri bjóðast,“ sagði Elías en
áætlað er að b-deildin í Hollandi
byrji í lok ágúst.
Excelsior féll úr efstu deild vorið
2019 en tókst ekki að vinna sér sæti
í deildinni á ný á síðasta tímabili.
Elías telur á þessum tímapunkti að
liðið eigi að blanda sér í baráttuna
um að komast upp í efstu deild á ný.
„Við erum með mjög svipað lið og
við vorum með á síðasta tímabili.
Einhverjir hafa farið og einhverjir
komið í staðinn en breytingarnar
eru ekki miklar. Ef ég á að vera al-
veg hreinskilinn þá finnst mér að
við eigum í versta falli að komast í
úrslitakeppnina. En ég vil stefna á
að ná öðru af tveimur efstu sæt-
unum til að komast beint upp í efstu
deild. Liðið á alveg að hafa burði til
að berjast um það.“
Heimaleikir á gervigrasi
Spurður um hvernig félagið sé og
baklandið segir Elías það vera frek-
ar lítið en margt sé jákvætt. „Þetta
er kósí klúbbur. Félagið er ekki
þekkt fyrir að kaupa dýra leik-
menn og fær stundum leikmenn
frekar lánaða. Ef leikmenn standa
sig vel þá eru þeir gjarnan seldir til
að fá eitthvað í kassann. Félagið er
í fínu lagi en heimaleikirnir eru
reyndar spilaðir á gervigrasi sem
er ekkert svakalega heillandi. Það
er helsti ókosturinn. Liðið var í
efstu deild þegar ég kom og þá
fannst mér bara fínt að félagið væri
lítið. Þá var þetta heppilegt tæki-
færi til að fá að spila í efstu deild í
Hollandi,“ sagði Elías Már Óm-
arsson.
Elías Már er tæplega á förum
Keflvíkingurinn einbeitir sér að Excelsior Telur að liðið hafi burði til að kom-
ast aftur upp í efstu deild í Hollandi Skoraði 12 mörk á síðasta keppnistímabili
Ljósmynd/Excelsior
Marksækinn Elías Már Ómarsson mun vafalítið fagna nokkrum mörkunum næsta vetur.
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari karla í handknattleik,
og Handknattleikssamband Íslands
hafa komist að samkomulagi um
framlengingu á samningi um eitt
ár. Guðmundur B. Ólafsson formað-
ur HSÍ staðfesti tíðindin við Vísi í
gær. Er Guðmundur nú samnings-
bundinn til ársins 2022, en hann
gerði þriggja ára samning er hann
tók aftur við landsliðinu fyrir
tveimur árum.
Guðmundur þjálfar þýska liðið
Melsungen meðfram starfi sínu sem
landsliðsþjálfari.
Verður alla vega
til ársins 2022
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ánægður Guðmundur Þórður Guð-
mundsson kann vel við sig í starfinu.
Knattspyrnumaðurinn ungi Andri
Fannar Baldursson hefur fram-
lengt samning sinn við ítalska A-
deildarfélagið Bologna um fimm ár
og er hann nú samningsbundinn til
ársins 2025.
Félagið greindi frá tíðindunum í
gær en Andri kom sjö sinnum af
bekknum hjá Bologna á nýliðinni
leiktíð. Hann kom til félagsins frá
Breiðabliki á síðasta ári. Lék hann
fyrsta leikinn gegn Udinese í febr-
úar. Félög í Evrópu hafa sýnt
áhuga á Andra en Bologna hafði lít-
inn áhuga á að selja Íslendinginn.
Andri Fannar
skrifaði undir
Ljósmynd/Bologna
Framlengdi Andri Fannar Bald-
ursson verður lengi á Ítalíu.
England
B-deild:
Úrslitaleikur um sæti í efstu deild:
Brentford – Fulham........................ 1:2 (0:0)
Eftir framlengdan leik. Fulham leikur í
úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í
leikmannahóp Brentford.
Noregur
B-deild:
Lillestrøm – Sogndal............................... 0:2
Arnór Smárason var ekki í leikmanna-
hóp Lillestrøm.
KNATTSPYRNA
NBA-deildin
Miami – Toronto .............................. 103:107
Oklahoma – Denver ......................... 113:121
Washington – Indiana ......................100:111
New Orleans – Memphis ...................109:99
Philadelphia – San Antonio .............132:130
Utah Jazz – Los Angeles Lakers ....108:116
Milwaukee – Brooklyn......................116:119
Sacramento – Dallas ........................110:114
LA Clippers – Phoenix .....................115:117
KÖRFUBOLTI
Fulham leikur í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu á næstu leiktíð
eftir 2:1-sigur á Brentford í úrslita-
leik umspilsins í B-deildinni á Wem-
bley í gærkvöldi.
Grípa þurfti til framlengingar
þar sem Joe Bryan skoraði tvö
mörk, það fyrra af fjörutíu metrum,
á 105. og 117. mínútu fyrir Fulham
áður en Daninn Henrik Dalsgaard
minnkaði muninn fyrir Brentford í
blálokin en það dugði ekki til.
Ljósmynd/Fulham
Úrvals Fulham mætir aftur til leiks í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð
eftir eins árs hlé en liðið vann Brentford í framlengdum leik á Wembley.
Fulham upp í úrvalsdeildina
Forráðamenn Knattspyrnu-
sambands Íslands funduðu með
fulltrúum almannavarna í gær um
málefni knattspyrnuhreyfingarinnar
og þeirrar stöðu sem nú er uppi í
samfélaginu vegna kórónuveir-
unnar.
Í kjölfarið tók KSÍ þá ákvörðun að
fresta öllum leikjum í meistara-, 2.
og 3. flokki karla og kvenna sem fara
áttu fram dagana 5. til 7. ágúst en
áður hafði öllu mótahaldi og keppn-
um verið frestað til fimmta ágúst.
KSÍ á von á minnisblaði frá al-
mannavörnum og sóttvarnalækni og
vonast sambandið til að þar verði
flestum spurningum þess svarað um
framhaldið, varðandi mótahald og
æfingar. Þá var ítrekað að æfingar
knattspyrnuliða eru aðeins heimilar
ef tveggja metra nándarmörk eru
virt og allur æfingabúnaður sótt-
hreinsaður á milli nota.
Yfirvöld hafa biðlað til íþrótta-
hreyfingarinnar um að fresta öllu
mótahaldi til 10. ágúst.
Knattspyrnuleikjum
frestað til 7. ágúst
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Frestað Guðjón Baldvinsson og
Leifur Andri Leifsson.