Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali úr silki LEIKFÖNG Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Ný og endurbætt netverslun Stjórnvöld leita nú leiða til að bregðast við auknum ferða- mannafjölda hingað til lands, fjölda sem er kominn að þolmörkum greiningargetu Landspítalans hvað varðar landamæraskimun. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ýmsar leiðir séu færar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi al- mannavarna að samgöngu- ráðuneytið ynni nú að því að skapa reglugerð sem miðaði að því að tak- marka þann fjölda ferðamanna sem til landsins kemur ef þess gerist þörf. Sigurður telur þó að aukin grein- ingargeta sýkla- og veirufræðideild- ar Landspítalans, sem er um 2.200 sýni úr landamæraskimun daglega, væri besta leiðin enda hafi skimun á landamærum gefist vel. Þurfum að ráða við eftirspurn Að sögn Sigurðar er vaxandi spurn á meðal erlendra ferðamanna eftir því að koma til landsins nú í ágúst. „Við þurfum auðvitað að ráða við það. Þá eru nokkrar leiðir til þess færar. Ein væri sú að auka skim- unargetuna. Önnur væri að flokka lönd einhvern veginn öðruvísi en gert er. Við sjáum þó að það sé ólíklegt að grænum löndum fjölgi, það er frekar að einhver grænu landanna verði rauð. Á sama hátt gæti ferðavilji Evrópubúa breyst. Við höfum verið að greina stöðuna og undirbúa okkur ef við þyrftum að grípa inn í með einhverjum öðr- um leiðum en fyrst og fremst erum við að leitast við að ráða við verk- efnið vegna þess að það hefur geng- ið mjög vel,“ segir Sigurður Ingi og bendir á að af þeim 70.000 sem skimaðir hafa verið á landamærum hafi einungis 30 greinst með virk smit, þar af 15 erlendir ferðamenn. Erfitt er, að sögn Sigurðar, að spá fyrir um það hversu margir muni vilja koma hingað á næstunni þótt augljóslega sé áhugi ferða- manna á því að koma til Íslands í ágúst mikill. Sigurður Ingi segir að mögulegt sé að setja á reglugerð sem tak- marki hversu margir koma hingað til lands. Það sé samt sem áður flókið og því undirbúi ráðuneyti sig nú. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Rigning Ferðamenn streyma til landsins eins og rigningin sem féll í stríðum straumum á þessa ágætu ferðamenn. Leita leiða til að bregðast við ferðamannastraumi  Ferðamenn sýna mikinn áhuga á ferðum hingað í ágúst Ragnhildur Þrastardóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Fleiri einkennalitlir eða einkenna- lausir hafa greinst smitaðir af kór- ónuveiruni nú en þegar faraldurinn stóð sem hæst hérlendis í vor, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis sem segir að „mjög margir“ þeirra sem sýkjast af kórónuveir- unni fái lítil einkenni COVID-19. Þrjú innanlandssmit greindust á mánudag og tvö við landamæra- skimun en enn var óljóst hvort smit- in úr landamæraskimuninni væru ný, og hinir smituðu því smitandi, eða gömul, og hinir smituðu því með mótefni og ekki smitandi, þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Of snemmt að fagna Rannsókn Oxford-háskóla á 9 þúsund heilbrigðisstarfsmönnum sýndi fram á að þeir sem hefðu feng- ið væg einkenni COVID-19 væru ólíklegri til að fá jákvæða svörun út úr mótefnamælingu en þeir sem hafi sýnt meiri einkenni. Þórólfur segir að rannsókn Íslenskrar erfðagrein- ingar á mótefni veirunnar í Íslend- ingum sýni að hið sama sé uppi á teningnum hérlendis. Spurður hvort það gefi til kynna að veiran hafi verið útbreiddari í ís- lensku samfélagi en áður var talið segir Þórólfur: „Allt upp í helmingur þeirra sem hafa sýkst hafa fengið það lítil ein- kenni að þeir hafa ekki leitað til heil- brigðiskerfisins eða hafa verið ein- kennalausir þannig að klárlega eru mjög margir sem sýkjast sem fá lítil sem engin einkenni.“ Þrátt fyrir að fjöldi greindra smita hafi verið minni á mánudag en dagana þar á undan sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær að of snemmt væri að fagna ár- angri þeirra hertu aðgerða sem gildi tóku í síðustu viku. Þá sagði Þór- ólfur viðbúið að fjöldi nýrra smita myndi sveiflast á milli daga. Tveir þeirra þriggja sem greind- ust með kórónuveirusmit innanlands á mánudag voru í sóttkví og sagði Þórólfur það ánægjulegt. Enn er unnið að raðgreiningu og smitrakn- ingu vegna smitanna, en þau greind- ust öll á höfuðborgarsvæðinu. Virk smit voru í öllum landshlutum í gær nema á Austurlandi. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins ætlar að fjölga sýnatökum vegna kórónuveirunnar næstu daga og verða sýni tekin á öllum heilsu- gæslustöðvum umdæmisins á hverj- um degi næstu daga, að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði á upplýsingafundi almanna- varna í gær að sýnatökum hjá fólki sem hefur einkenni kórónu- veirunnar hafi fjölgað undanfarna daga og muni fjölga enn frekar næstu daga. Til að anna eftirspurn verður sýnatökutjald tekið í notkun á Suð- urlandsbraut, þar sem fólk getur keyrt í gegn, jafnvel í tvöfaldri röð, og látið taka sýni úr sér úr bílnum. Óskar sagði mikilvægt að fólk hringdi á undan sér og léti meta hvort tilefni væri til sýnatöku og að gefnu tilefni minnti hann á að teldi heilbrigðisstarfsfólk að einstakling- ur þyrfti að fara í sýnatöku væri uppi grunur um kórónuveirusmit og að því ætti fólk að einangra sig þar til niðurstaða sýnatöku lægi fyrir. Fleiri greinast án einkenna en áður  Þeir sem fá væg einkenni eru ólíklegri til að mælast með mótefni  Fimm smit greindust á mánudag, þar af þrjú innanlands  Austurland ósnert  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fjölgar sýnatökum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýnataka Tjald fyrir ökumenn sem vilja fara í sýnatöku var reist í gær. 2 1 2 1 2 1 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 100 1 1 1 1 2 2 4 3 2 2 2 3 6 6 2 1 5 2 5 1 6 9 2 10 1 13 1 3 1 2 2 2 1 3 3 3 2 2 5 4 2 1 2 1 1 3 1 3 1 3 6 1 8 1 7 1 11 2 1 4 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 3. ágúst júní júlí ágúst 145.259 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 70.471 sýni734 einstaklingar eru í sóttkví 1.918 staðfest smit 83 eru með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu 18,5 virk smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi smita innanlands: ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.