Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 28
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Þær gerast vart frumstæðari en sú
verslun sem rekin er í Land-
mannalaugum undir heitinu
„Mountain Mall“. Þar geta ferða-
menn bjargað sér með einfalda smá-
vöru og fengið skjól frá veðri og
vindum. Sálgæsla er þó líklega
veigamesti þáttur starfseminnar,
sem fæst með breiðum brosum og
hlýlegu viðmóti staðarhaldara.
Það var kaldur og blautur dagur í
Laugum þegar blaðamann bar að
garði og tók hús á þeim Írisi Dóru
Sverrisdóttur og Kötlu Þorleifs-
dóttur, sem stóðu við að uppvarta
gesti og gangandi. Um þessa sér-
stæðu verslun segja þær að starf-
semin eigi rætur sínar að rekja til
ársins 1992, þegar fyrsta rútan birt-
ist á svæðinu og úr var seld fersk
bleikja sem veidd var á svæðinu.
Nokkrar kynslóðir hafa síðan komið
að rekstrinum sem vaxið hefur hæg-
um en öruggum skrefum og er nú í
eigu þeirra stallna.
Verslun á 24 hjólum
Verslunin samanstendur nú af
fjórum amerískum skólarútum, sem
flestir þekkja gular úr kvikmyndum
en hafa verið málaðar grænar. Um
uppruna þeirra segjast þær ekki
vissar. Mögulega komi þær upp-
haflega frá herstöð Bandaríkja-
manna á Miðnesheiði, en þær hafi
safnast saman úr ýmsum áttum og
margir liðsinnt við það verk.
Rúturnar eru allar gangfærar og
undirgangast árlega bifreiðaskoðun.
Þeim er ekið í Laugar þegar Fjalla-
baksleið nyrðri opnast, oftast um 20.
júní ár hvert og starfsemin er óslitin
fram í miðjan september, þegar
slegið er í lás og rútunum ekið til
byggða í geymslu yfir veturinn.
Í „Mountain Mall“ er seld ýmis
smávara sem ferðalanga getur van-
hagað um, s.s. mat og drykk. Einnig
er í boði prjónavara sem ein af ömm-
um þeirra gaukar að þeim í byrjun
vors og bjargar mörgum sem þjást
af kulda hálendisins. Þeir sem vilja
vökva lífsblómið geta þegið léttvín
eða bjór og gestir hafa aðstöðu í
tveimur rútum sem þjóna hlutverki
baðstofu.
Samfélagsþjónusta á fjöllum
Of mikil einföldun væri að lýsa
þessu sem einfaldri verslun. Miklu
nær er að tala um samfélagsþjón-
ustu fyrir ferðalanga og þá sem
starfa í Friðlandinu að Fjallabaki.
Þarna hittist fólk, stingur saman
nefjum og ræðir líðandi stund. Á
kvöldin er gjarnan kveiktur varð-
eldur og efnt er til ýmissa kapp-
leikja. Þær Íris og Katla leggja aug-
ljóslega mikið upp úr nálægð og
persónulegri þjónustu, en vísa allri
neikvæðni vinsamlega á dyr. Á bak
við búðarborðið má sjá veggspjöld
sem lýsa einfaldri stefnumótun stað-
arins s.s. að vera „Nicelandic“ og
„Good vibes only“. Þær segjast
bjóða ókeypis kaffi, bresti menn í
sjálfsprottinn dans og jafnvel faðm-
lag, segir Katla og gefur göngugarpi
eitt innilegt slíkt sem síðan hverfur
út í ausandi rigninguna á leið sinni
til fjalla.
Hálendisverslun og
samfélagsþjónusta
Ljósmynd/Sighvatur Bjarnason
Verslunarstjórar Íris Dóra Sverrisdóttir (t.v.) og Katla Þorleifsdóttir.
Selja mat- og drykkjarvöru Bjóða bros og hlýju
Ljósmynd/Sighvatur Bjarnason
Færanleg Verslunin er samsett af fjórum innangengum skólarútum.
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Eins og er þá er
ekki útlit fyrir
annað en að ég
spili næsta tíma-
bil með Excelsior.
En maður veit
aldrei hvað gerist
þegar fé-
lagaskiptaglugg-
inn er enn þá op-
inn. Á meðan
ástandið er eins
og það er í heim-
inum þá munu
sjálfsagt fá lið
eyða miklum peningum í leikmenn. Ég bíð bara rólegur
og einbeiti mér að því að bæta mig og komast í gott
leikform fyrir næsta tímabil,“ segir Elías Már Óm-
arsson, knattspyrnumaður hjá Excelsior í Hollandi,
meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en þar á
hann eitt ár eftir af samningi. »23
Keflvíkingurinn einbeitir sér að
næsta tímabili með Excelsior Listahátíðin
Plan-B fer fram í
Borgarnesi 6.-9.
ágúst og verður
það í fimmta sinn
sem hátíðin er
haldin. Á henni er
boðið upp á bræð-
ing af innsetn-
ingum, gjörn-
ingum og
hljóðverkum
ásamt hefðbundnari listmiðlum. Allra varúðarráðstaf-
ana verður gætt í sóttvörnum vegna Covid-19 og gestir
beðnir um að sýna bæði tillitssemi og varkárni. Íslenskt
og erlent listafólk sýnir á hátíðinni og þeirra á meðal
eru Andreas Tegnander, Elín Margot, Fabian Reichte,
Helena Margrét Jónsdóttir, Hye Joung Park og Rebecca
Lord. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Logi Bjarnason,
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, Bára Dís Guðjónsdóttir,
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Sigrún Gyða Sveins-
dóttir og Sigthora Óðinsdóttir.
Plan-B fagnar fimm ára afmæli